Tíminn - 30.12.1995, Síða 7

Tíminn - 30.12.1995, Síða 7
Sveinn Hannesson framkvœmdastjóri Samtaka iönaöarins: Jafn og góður bati Friörik Þór Friöriksson, kvikmyndaleikstjóri: Algert kvikmyndaár „Það hefur verið jafn og góður bati í iðnaðinum á árinu. Ég spái því að svo verði áfram á næsta ári með hægum og góð- um vexti og þokkalegri af- komu," segir Sveinn Hannes- son framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að batamerki í iðnaðinum á árinu grundvallist m.a. á stöðugleika í verðlagi og hagstæðu raungengi krónunnar sem nauðsynlegt er fyrir iðnað- inn til að atvinnugreinin geti blómstrað. En síðast en ekki síst bendir margt til þess ab byggingariönaðurinn sé einnig ab rétta úr kútnum eftir lægð undanfarin misseri. Sveinn seg- ist vona það í lengstu lög að áframhald verbi á stöðugleika í efnahagslífinu og að hlutirnir fari ekki úr böndum á næsta ári í tengslum við stóriðjufram- kvæmdir og þá spennu sem hætt er vib aö geti myndast á Sveinn Hannesson. vinnumarkaði í framhaldi af auknum umsvifum í atvinnulíf- inu. -grh Einar Kárason. Einar Kárason, rithöf- undur: Ekki meb stærstu bókmennta- árunum „Mér fannst voða fín bókin eft- ir Björn Th. Björnsson, Hraun- fólkið, og Hjartastaöur eftir Steinunni Sigurbar. Þetta er nú svona örugglega ekki meb stærstu bókmenntaárunum." „Þetta er náttúrulega algert kvikmyndaár. Við frumsýndum 7 myndir á árinu og það er er algjört met sem verður ekki slegið nema stjórnvöld taki eitthvað viö sér á þessari síb- ustu og verstu flóðbylgju af er- lendu efni sem flæbir yfir land- ið. Þessar myndir er nánast ein- göngu fjármagnaðar erlendis, svona 20% hér en það er óvenju hátt hlutfall af góðum myndum. Mér finnst margar af þessum myndum með þeim bestu sem geröar hafa verið á íslandi, t.d. Tár úr steini, Benj- amín dúfa og Agnes, þetta eru allt mjög fínar myndir. Það sem er skemmtilegast við þetta er að þær eru allar svo ólíkar sem sýnir hvað flóran hérna er fjöl- breytt. Þetta er allt frá svona miklum dramatískum myndum ofan í skemmtilegar gaman- myndir eins og hjá Þráni. Svo er mér náttúrulega mjög eftirminnilegt þegar Einar Már fékk Norðurlandaverðlaunin í bókmenntum. Ég var þá stadd- ur í Frakklandi og dreymdi alla nóttina að ég væri staddur í jarðarför hans. Þegar ég vakn- abi varð ég frekar skelkaður og reyndi strax að hringja í hann en það var alltaf á tali. Þá varð ég náttúrulega bara ennþá hræddari um hann. En þá var ástæðan auðvitað sú aö hann Friörik Þór Friöriksson. var búinn að fá verðlaunin. Þetta var sérstaklega ánægjulegt því hann virðist hafa alla þessa litlu smákónga gagnrýninnar á móti sér með Egil Helgason í fararbroddi sem skrifaði mjög slæma gagnrýni á Engla al- heimsins og hefur orðið að fífli viö það. Þab er ég mjög ánægð- ur með. Síðan er ég mjög ánægbur með söngkonurnar okkar, Björk sendi frábæra plötu frá sér og mér finnst mjög lofandi plata frá henni Emilíönu Torrini. Svo finnst mér bæði Bubbi og KK vera með ágætis plötur." ■ Svanfríöur Jónasdóttir, formaöur þingflokks Þjóövaka: Óttast að sóknar- færin nýtist ekki Svanfríður Jónasdóttir, for- maður þingflokks Þjóðvaka, hefur ekki trú á ríkisstjórninni. „Mitt mat er að núverandi rík- isstjórn, samstjórn þeirra afla sem mest eiga undir óbreyttu ástandi, sé einna síst til þess fallin að hugsa upp á nýtt þá hluti sem nú þarfnast helst endurskoðunar við. Því óttast ég aö þau sóknarfæri sem menn þykjast sjá, nýtist ekki sem skyldi og verði þar með ekki sú björgun sem væntingar ráðamanna hafa staðið til." „Hin hræðilegu snjóflóðaslys sem uröu í Súðavík og á Flat- eyri á þessu ári eru þeir atburð- ir sem standa uppúr þegar hugur minn hvariíar til ársins sem nú kveður. Væntanlega markar árib tímamót af þeim atburðum og án efa munum við draga þá lærdóma að við förum í framtíöinni varlegar í uppbyggingu svæba sem hættuleg geta talist. Þéttbýlis- myndun á íslandi hófst ekki að marki fyrr en á þessari öld, þannig að ef til vill erum vib enn ab finna út úr því hvar og hvernig þéttbýlið fer best í ís- lenskri náttúru og landslagi," sagði Svanfríður Jónasdóttir. Svanfríður segir að árib 1995 sé einstakt fyrir þær sakir að ís- lendingum fjölgaði svo lítið ab fara þurfi aftur til síöustu alda- móta til að finna sambærilegar tölur um litla fjölgun fólksins. „Það háttaði svo til fyrir einni öld að fólksflutningar voru miklir úr landi. Ungir og áræönir íslendingar tóku þá ákvörðun að reyna fyrir sér í annarri heimsálfu, enda stjórn- völd og skipulag á íslandi íhaldssöm og hvergi pláss fyrir nýjar hugmyndir né rými fyrir allt það fólk sem „kom á vinnumarkað". Hollt væri fyrir okkur að fara yfir þá sögu og skoöa gagnrýnum augum Svanfríöur jónasdóttir. stöðu mála núna og það sem við erum að fást við. Getur ver- ið að einnig nú þurfi hug- myndalega endurnýjun?" spyr Svanfríður. „Getur það verið ab voldugir hagsmunahópar ríghaldi ef til vill í eitthvert skpulag sem kemur í veg fyrir þann vöxt og þrótt sem við þurfum, svo ungt og vel menntað fólk fái endurnýjaða trú á möguleik- um íslands og í leiðinni mögu- leikum sínum hér heima?" spurbi Svanfríður. Svanfríður Jónasdóttir sagði að það hlyti að verða helsta viðfangsefni næsta árs og næstu ára að gera ísland sam- keppnishæfara. Ekki bara hvað fyrirtækin varðar eins og öll áhersla er lögð á, heldur líka gagnvart fólkinu, því án trúar þess á möguleikana verða þeir ekki nýttir sem skyldi. „ísland er harbbýlt land og þess vegna verðum við að búa betur ab fólkinu okkar en flestar aðrar þjóbir." -JBP Jón Viöar Jónsson, leiklistargagnrýnandi: Ekki alvont ár „Mér er náttúrulega ofarlega í huga hvað Þjóðleikhúsið og leikhópur þess hefur staðið sig miklu betur heldur en leikhópurinn í Borgar- leikhúsinu. Það hefur verið dálítið áberandi í íslensku leiklistarlífi undanfarið ár hvað þessi leikhús standa misjafnlega vel að vígi. Það hefur verið mikil umræða um Leik- félagiö og hún er alls ekki útkljáb. Munurinn er kannski margháttað- ur en Þjóðleikhúsið á einfaldlega sterkari leikhóp. Leikhópur Leikfé- lagsins er miklu veikari og því mið- ur þá er meiri viðvaningsbragur þar á mörgum hlutum heldur en í Þjóbleikhúsinu. Ég er ekki að segja að leikhússtjórn Þjóöleikhússins sé hafin yfir alla gagnrýni, og að verk- efnavalið sé alltaf eins gott og maður vildi, en þetta er áberandi. Þab eru nú ekki margar uppfærsl- ur sem eru mér mjög minnisstæð- ar. Fávitinn í Þjóðleikhúsinu var ánægjuleg sýning og ekki síst má nefna það að hún fékk góbar und- irtektir hjá áhorfendum. Það mun hafa sótt hana um 10.000 manns. Mér finnst þetta alveg einstæðar viðtökur við þungt verk af þessu tagi. Það er stundum sagt að áhorf- endur vilji bara sjá léttmeti en þessi sýning afsannaði það mjög rækilega. Mér fannst þetta eitt af því ánægjulegra sem hefur borib við í leiklistarlífinu hér í seinni tíð, bæði sýningin og undirtektirnar. Það hefur svo verið frekar dauft yfir leikhópunum en Kaffileikhúsiö hefur sótt í sig veðrið og náb að skapa sér býsna sterka stööu. Það er vafalaust ekki síst leikhússtjóran- um að þakka, Ásu Richardsdóttur. Mér finnst að vísu að verkefnavaliö mætti stundum vera dálítið metn- aðarmeira. Svo er auðvitað gróska í kvik- mynduninni og mér finnst mynd- Jón Viöar Jónsson. in Tár úr steini bera talsvert af. Þetta hefur nú ekki verið mjög tíðindasamt haust í leikhúsunum á heildina litið en þetta var ekkert al- vont ár. Ab vísu er maður alltaf að bíða eftir góðum íslenskum Ieikrit- um og þau láta dálítið standa á sér." ■ Indriöi C. Þorsteinsson, rithöfundur: Þras og bernsk skrif „Ja, ég hef lesið bókina hans Þórs Whiteheads. Það er afskaplega góð sagnfræði og vandlega unnin og miklar upplýsingar í þeirri bók. Ég hef nú lítið interesserað mig fyrir skáldskapargeiranum og hef eigin- lega ekkert lesið af því. Það er nú misjafnt hvað vekur áhuga manns. Skáldskapurinn er viðkvæmt mál og persónulegt mjög og snertir mann því afar misjafnlega. En ég held að það sé allt í lagi með hann. Auðvitaö finnst manni ab.það tímaskeib sem maður er uppi á sé skáldskapurinn bestur. Það hafa miklir atburðir orðib í þessu þjóðfélagi, við höfum farið úr einangruðu bændaþjóðfélagi eins og raketta. Eins og Hallgrímur Helgason segir: vib erum „inn" en Bandaríkjamenn eru að verða sveitó. Þetta eru kannski ýkjur en þær lýsa breytingunni vel. Við höf- um sótt mjög fram á skömmum tíma en það virðist enginn hafa áhuga á að lýsa þessum breyting- um. Þetta er annaðhvort pólitískt þras eða minni frá því að menn voru tíu og tólf ára. Þetta finnst mér afskaplega lítilla sanda. Það er auðvitað fullorðinna manna mál að fjalla um þjóðfélagslegar breyt- ingar en við erum svolítib bernsk í okkar skrifum, við erum alltaf að tala um tólf ára drengi. Það verður enginn til að skrifa um samtíma- breytingarnar nú eins og Sturla Þórðarson skrifaði um Sturlunga- öldina."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.