Tíminn - 13.01.1996, Qupperneq 3

Tíminn - 13.01.1996, Qupperneq 3
Laugardagur 13. janúar 1996 fBfonftifisi 3 Landvernd gefur Náttúrufrœöistofnun 2,5 milljónir til gróöurkortageröar: Þörf fyrir gróðurkort aldrei verið meiri Frá tilkynningu um gjöf Landverndar. F.v. ingvi Þorsteinsson, Auöur Sveinsdóttir og ]ón Gunnar Ottósson. Tímamynd: BG Landvernd hefur gefiö Nátt- úrufræöistofnun íslands 2,5 milljónir til vinnslu gróöur- korta á íslandi. Lítiö hefur veriö kortlagt aö undanförnu vegna fjárskorts og minnk- andi sauöfjáreignar en sam- kvæmt Iauslegri áætlun vant- ar um 170 milljónir króna til aö gróöurkortleggja landiö allt ef miöaö er viö tíu ára tímabil. Þessi ákvöröun Landverndar var tekin á 25 ára afmæli sam- takanna áriö 1994 og hefur pen- inganna veriö aflaö meö fram- lagi í plastpokasjóö. Þannig sagöi Auöur Sveinsdóttir, for- maöur Landverndar, aö gefend- ur væru í raun allir landsmenn, en Landvernd hefur hvatt til skynsamlegrar nýtingar auö- linda lands og sjávar, ekki síst þeirra auölinda sem gróöur og jarövegur landsins er. Um þriöj- ungur landsins er enn ókort- lagöur. Gróöurkortagerö hófst upp úr 1960 og var Ingvi Þorsteinsson náttúrufræöingur frumkvööull í því starfi. Hann er nú búinn aö draga sig í hlé frá störfum. „Ein- mitt vegna þess hve landiö er gróöurlítiö er gerö gróöurk^ ta ákaflega mikilvæg. Þaö er ekki hægt aö endurheimta gróöur án rannsókna en stundum hefur boriö á skilningsleysi stjórn- valda gagnvart þessari staö- reynd," sagöi Ingvi í gær. Eftir ályktun Alþingis í mars 1991 var myndaöur vinnuhóp- ur meö fulltrúum átta stofnana til aö vinna aö því aö kortleggja landiö. Niöurstaöa vinnuhóps- ins var aö mikil þörf væri fyrir gróöurkort vegna vísindalegs gildis þeirra, áætlunar um land- nýtingu vegna mats á umhverf- isáhrifum framkvæmda, vegna áætlanageröar um endurheimt gróöurs og jarövegs svo dæmi séu nefnd. Lagt var til aö Nátt- úrufræöistofnun íslands yröi falin þessi vinna og fluttust því verkefnin frá Rala. Tilgangur gróöurkortanna var í upphafi grunnur aö ákvöröun á beitarþoli en samtímis var ætl- unin aö leiöa í ljós ástand gróð- urs'eða jarövegs, kortleggja hvar gróöur og jarðvegseyðing ætti sér staö og hvar hentugt væri aö græöa upp landiö. Mikil gróska var í gróðurkortagerð á sjöunda og áttunda áratugnum en um miðjan 9. áratuginn dró úr framkvæmdahraða og hefur Rannsóknastofnun landbúnaö- arins aðallega sinnt umbeðinni kortagerö sem aðrar stofnanir eöa aöilar hafa greitt fyrir í seinni tíð. Mat fagaöila er aö þörf fyrir gróöurkort hafi aldrei verið meiri en nú, ekki síst vegna breyttra viöhorfa í umhverfis- málum. Gróöurkort eru snar þáttur í gerð skipulagsáætlana og þykja nauðsynleg viö mat á áhrifum mannvirkjagerðar og annarrar landnotkunar á nátt- úruna. -BÞ Tónlistarskóli Rangœinga: Gerður að átta mán- aða skóla í kjölfar hag- ræðingar Ákveöiö hefur veriö aö Tón- listarskóli Rangæinga veröi átta mánaöa skóli frá og meö næsta skólaári. Skóla- stjórinn, Agnes Löve, segir aö þetta sé afraksturinn af vel heppnaöri hagræöingu og sparnaöi í rekstri skólans. „Þetta er fjóröa áriö sem ég er skólastjóri en þegar ég tók viö starfinu var um þaö rætt að nauðsynlegt væri aö spara. Viö fengum frjálsar hendur um þaö hvernig viö höguðum því. Viö geröum ýmsar breyt- ingar og höfum þó sýnt fram á betra starf þótt þaö hafi ekki haft aukinn kostnað í för meö sér og nú er Héraösnefnd sem rekur skólann líka reiðubúin að koma til móts viö okkur á þennan hátt," segir Agnes Lö- ve skólastjóri. Tíu kennarar eru viö Tón- listarskóla Rangæinga, auk skólastjórans, en nemendur eru 210 að tölu. Að sögn Ag- nesar var ein sparnaðarráö- stöfunin sú aö samkenna þar sem þaö á viö og er fram- kvæmanlegt, en þá tilhögun telur hún gefast ágætlega og vera sérstaklega uppörvandi fyrir lítil börn. Tónlistarskólinn starfar á níu stööum í sýslunni. Höfuö- stöövarnar eru á Hvolsvelli þar sem skólinn hefur eigið húsnæöi til umráöa, sem og á Hellu, en annars staðar er kennt í húsakynnum grunn- skóla. ■ Þórunn Blöndal í Skímu: Flestar réttritunarvillur af beygingarfræöilegum toga Þórunn Blöndal gerir grein fyrir því í nýju tölublaði Skímu, málgagns móöur- málskennara, hvaöa mál- fræöiatriöi sé brýnast aö kenna í tengslum viö rétta ritun íslensku. Styöst hún viö athugun á 39 nemenda- ritgerðum þar sem hún skráöi og flokkaði allar málfræöivillur og málfars- galla, sem reyndust 320 aö tölu. Villum skiptir Þórunn í þrjá flokka er taka til beygingar- fræöi, oröaforöa og setninga- geröar. í fyrsta flokki eru 60% villnanna, allt villur af beyg- ingafræöilegum toga, segir Þór- unn í grein sinni, en flestar þeirra eru í tengslum viö fallorö. Ber þar mest á rangri fallmynd og því næst rangri fallstjórn. Þar næst koma villur í tengslum viö sagnir, þar sem mest ber á því að framsöguháttur er notaöur í staö viðtengingaháttar og ósam- ræmi er milli frumlags og sagn- ar. Villur í sambandi viö oröa- foröa eru 22.81%. Þær eru af ýmsum toga og telur Þórunn Blöndal ástæöu til aö flokka þær í undirflokka, en undir þetta flokkast jafnframt val á forsetn- ingum og ruglingur á „aö" og „af". 15.63% af villunum tengjast setningagerö, en þar skiptir Þór- unn villum í runur, þ.e. langar, illa hugsaöar og illa myndaöar málsgreinar, og kommusplæs- ingar, þar sem tvær málsgreinar eru settar saman meö kommu þar sem betur færi að setja punkt eða nota tengingu. Þórunn Blöndal tekur fram aö á þessa könnun beri að líta sem forkönnun, en ætla megi aö ekki þurfi yfirgripsmikið hug- takasafn til aö kenna nemend- um þá málfræöi sem þurfi til að takast á viö þessar villur. ■ Danskir farkennarar væntanlegir Ákveöiö hefur veriö hvernig fariö skuli meö þær 35 milljónir ísl. sem danska þjóöþingiö veitir á jressu ári til eflingar danskrar tungu á Islandi. Helsta nýmæliö er starf þriggja danskra farkenn- ara sem munu kenna viö íslenska skóla 3-4 vikur í senn. Mun menntamálaráöuneytiö auglýsa eftir umsóknum skólanna um slíka farkennara á næstunni. Þá er fyrirhugaö aö stuðla aö því aö skólaferöalög héöan til Dan- merkur færist í vöxt og er þar bæöi átt viö heimsóknir íslenskra dönskukennara og nemenda í dönsku. Styrkveitingar vegna slíkra feröa veröa auglýstar fljótlega. Þá hefur veriö ákveöiö aö efla til muna danskan bókakost í bókasafni Kennaraháskóla íslands, en auk þess er nú til athugunar hjá sérfræö- ingum í Danmörku hvernig fjár- munum veröi best varið til að bæta námsgögn og hvers konar fræðslu- efni til notkunar við dönsku- kennslu. ■ Stórframkvæmdir í bígerb á Hveravöllum Kynnt hefur veriö frum- matsskýrsla og tiilaga aö deiliskipulagi vegna fyrir- hugaðra framkvæmda á Hveravöllum, en frestur til aö skila athugasemdum til Skipulags ríkisins rennur út 15. febrúar. Framkvæmdir eiga aö hefj- ast innan þriggja ára, en tillag- an gerir ráö fyrir nýrri feröa- mannamiöstöö ásamt að- komu og bílastæöum, raf- magnsgirðingu umhverfis tjaldstæöi og hverasvæöi, lagningu göngustíga, upp- græðslu á nýju tjaldstæði, nýrri hitaveitu fyrir ferða- mannamiðstöö og hús Veöur- stofu íslands, fráveitum og öflun neysluvatns. Jafnframt er ráö fyrir því gert aö fjarlægöir veröi nýrri skálar Feröafélags Islands, aö því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Skipulagi ríkis- ins, svo og salernisaðstaöa og kofi Sauðfjárveikivarna. Þá á aö leggja niður þau bílastæöi og aðkomuveginn sem nú er. Mat hefur fariö fram á um- hverfisáhrifum þessara fram- kvæmda og segir í skýrslu frá oddvita Svínavatnshrepps og þeirra sérfræðinga sem leggja þaö fram, að megintilgangur þessara framkvæmda sé nátt- úruvernd. Þá kemur fram þaö álit skýrsluhöfunda aö ekki sé æskilegt aö stefna að fjölgun sumargesta á Hveravölium fyrr en ljós sé að aðferðirnar þjóni tilgangi sínum þannig aö fjölgun á svæöinu hafi ekki skaöleg áhrif. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.