Tíminn - 13.01.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. janúar 1996
7
Bolli Hébinsson.
Formabur Trygg-
ingaráös setti fyrir
nokkrum árum fram
tillögur um aö greiöa
sjúkrahúsum fyrir
veitta þjónustu:
Ríkib losi
sig frá
spítala-
rekstri
Bolli Héðinsson, formaöur
Tryggingaráðs, setti tillögur
sínar um umbyltingu frá nú-
verandi fyrirkomulagi á fjár-
mögnun sjúkrahúsa fyrst
fram fyrir nokkrum árum.
Þær tillögur, sem nú er unn-
ið að innan heilbrigðisráðu-
neytisins, eru að mörgu leyti
í samræmi við hugmyndir
Bolla.
Tillögurnar, sem Bolli setti
fram fyrir nokkrum árum, fel-
ast í grundvallaratriðum í því
að ríkið losi sig aö mestu leyti
frá spílalarekstri. Þetta vill
hann gera á þann hátt aö sam-
ið verði við sjúkrahús um
hvað greitt skuli fyrir aðgerðir
og læknisverk. Þetta segir Bolli
að megi gera hvort heldur sem
er á vettvangi Tryggingastofn-
unar ríksins eða heilbrigðis-
stjórna í hverju héraði. Sjúkra-
húsum verði síðan eingöngu
greitt fyrir tiltekna veitta
þjónustu í stað þess aö fá bein
fjárframlög úr ríkissjóði.
Rekstrarábyrgð sjúkrahúsa
yrði þannig alfarið í höndum
annarra en ríkisins, sem
keypti aðeins af þeim þjónust-
una.
Bolli telur að tvískipting sér-
fræðilæknisþjónustu, eftir því
hvort hún er veitt inni á spít-
ala eða hjá sérfræðingi „úti í
bæ", valdi því að ekki er leitað
ódýrustu leiða við að veita
þjónustuna. Hann telur að
væri það á sömu hendi ab
greiða fyrir sérfræðilæknis-
þjónustu, hvort sem hún er
veitt innan sjúkrahúsa eða ut-
an, væri unnt að beina þjón-
ustunni þangað sem hún er
ódýrust. Með því móti kæmi
einnig sérhæfing sjúkrahúsa
af sjálfu sér, án afskipta ríkis-
valdsins af því hvar og með
hvaða hætti spítalarnir eru
reknir.
Bolli segist telja að þessi að-
ferb yrði til að efla sjúkra-
stofnanir á landsbyggðinni.
Fastur kostnaður við sjúkra-
húsin í Reykjavík sé það hár,
að það muni sýna sig að marg-
ar aðgerðir sé ódýrara ab gera
annars staðar.
- GBK
Ólafur Eiríksson var frumkvööull aö því aö íslenski flotinn fór aö brenna svartoiíu, og nú
trompar hann aftur meö útgáfu merkilegrar bókar fyrir járn- og vélaiönaöinn:
Töflubókina á að nota
og hún á að skitna út
Ólafur Eiríksson, vélfræöing-
ur og fyrrum kennari við Vél-
skóla Islands, hefur sent á
markað merkilega bók, Töflu-
bókina — bók sem hann óskar
eftir að skitni út á vinnustöð-
unum. Hér er um að ræða
handbók eftir þýska vélfræð-
ínga, sem í 45 ár hefur verib
einskonar uppflettibiblía
járnibnabarmanna og véla-
meistara þar í landi og í ótal-
mörgum löndum öbrum.
Þessu vibamikla verki hefur
Ólafur ásamt mörgum þýb-
endum öðrum snarað yfir á ís-
lensku.
Ólafur Eiríksson varð þjóð-
frægur maður á 8. áratugnum,
þegar olíukreppan tók að lama
þjóðirnar, Hann kom þá fram
með þá hugmynd að breyta vél-
um íslenskra skipa þannig að
þær gætu brennt tiltölulega
ódýrri svartolíu, sem fékkst frá
Sovétríkjunum, í stað rándýrrar
gasolíu. Þetta verk vann Ólafur í
góðri samvinnu við skólastjóra
sinn við Vélskólann, Gunnar
heitinn Bjarnason. Fullyrða má
að þetta framtak þeirra félaga,
sem reyndar olli talsverðum ýf-
ingum í þjóbfélaginu, hafi spar-
að þjóðarbúi og fyrirtækjum all-
marga milljarða króna, enda
brenna skip enn í dag svartolíu í
sparnaöarskyni.
Og talandi um frægð Ólafs Ei-
ríkssonar, þá nær hún eiginlega
mun lengra aftur í tímann.
Hann var sem ungur maður um
árabil ótrúlegt tígrisdýr í mark-
inu hjá Víkingum í fótboltan-
um og síðar meb landsliðinu
einnig.
Og enn kemur Ólafur fram á
sjónarsviðiö með merka nýj-
ung, sem iðnaðarmenn hafa
fmmm. m
imu;:
iwöfc
’:
Ólafur Eiríksson, vélskólakennarínn fyrrverandi, hefur unnib stórvirki meb
því ab koma þýsku Töflubókinni yfir á íslensku. TímamyndGVA
saknað um áratuga skeið. Það er
Töflubókin þýska, sem er full af
tækniupplýsingum sem nú
verða handhægar á vinnustöö-
unum. Meb Ólafi hefur Þráinn
Sigurðsson, gamall nemandi
hans og samstarfsmaður í svart-
olíubransanum forðum, unnið
hörðum höndum.
En eru ekki allir komnir með
svona upplýsingar irm í tölv-
urnar sínar? spyrjum við Ólaf. í
ljós kemur aö hann hefur vissan
áhuga á tölvum, en telur þær
ekki koma að eins miklu gagni
og sumir vilja telja.
Ólafur segir að þrátt fyrir tölv-
ur sem hvarvetna er að finna, þá
eigi góðar handbækur leikinn.
Menn í vélarrúmum skipa úti á
sjó fari til dæmis ekki í tölvur til
að fá upplýsingar. Það geri
menn heldur ekki á vélaverk-
stæðum eða á öðrum stöðum
þar sem þeir eru að vinna. Mun
auðveldara og fljótlegra sé aö
fletta upp í vel skipulagðri og
öruggri bók. Sama sé að segja
um verkfræðinga, vélfræðinga
og aðra sem sinna málmiðnaði.
Góð handbók eigi að vera við
hendina, en ekki rykfalla í bóka-
hillunni.
„Það var prinsipp hjá mér aö
þiggja engan styrk frá ríkinu til
að gefa út bókina," segir Ólafur
Eiríksson. í bókinni eru til-
greindir fjölmargir aðilar, sem
lögðu henni lið meö ýmsu móti
og gerðu útgáfuna mögulega,
því útgáfuréttur, þýðingin og
prentvinnslan kosta sitt, enda
er bókin flókin í uppsetningu
ogjtrentvinnslu.
Ólafur segir að Töflubókinni
hafi strax verib tekið með kost-
um og kynjum. Þannig hafa
sum fyrirtæki keypt tugi bóka
handa starfsmönnum sínum,
en Töflubókin kostar 4.000
krónur og fæst hjá Ólafi í Alfa
Beta Gamma útgáfunni á
Laugavegi 22B. Ólafur segir að
bókin sé ekki keypt vegna þess
ab menn séu að gera sér greiöa;
þeir ætli sér að hagnast á bók-
inni, sem veitir svör við flestum
spurningum um járn- og véla-
iðnaðinn. Hann ætli sér hins
vegar aðeins að komast fyrir
hornið með fjármál bókarinnar.
Hún sé ekki gefin út til að græöa
fé. -JBP
Jólaleyfi þingmanna stendur enn, en fríiö ekki mikiö frí, segir Siv Friöleifsdóttir:
Þingmenn á yfirreið
Hér má sjá þingmenn Framsóknar og bœjarfuiitrúa í Carbabœ íheimsókn
í Carbasmibjunni í Garbabæ, en þar eru smíbabar vélar og ýmis mann-
virki. T.v. Einar Sveinbjörnsson, veburfræbingur og bœjarfulltrúi í Carba-
Jólaleyfi Alþingis stendur enn
og þing mun ekki koma saman
aftur fyrr en 30. janúar n.k.
Þingmenn eru þó fæstir í fríi og
víbast hvar eru menn á yfirreiö
um kjördæmin eba þá ab skipu-
leggja starfið framundan og
undirbúa mál. Tíminn ræddi
vib Siv Friðleifsdóttur, sem er
alþingismabur fyrir Framsókn á
Reykjanesi, en hún hefur ein-
mitt verið á yfirreib um kjör-
dæmib meb Hjálmari Arnasyni
alþingismanni og ýmsum sveit-
arstjórnarmönnum.
Siv sagði að þau Hjálmar og fé-
lagar hefðu bundið það fastmæl-
um strax í kosningaslagnum að
fara reglulega út í kjördæmið til
að hlusta á fólk og fylgjast með
því hvað á kjósendum brynni.
Þetta hafi þau ákveðið ekki síst
vegna þess aö fólk virtist telja að
stjórnmálamenn hefðu ekki
áhuga á skoðunum fólks nema
rétt fyrir kosningar, enda hafi
komið í Ijós að sumir urðu hissa
þegar þau birtust og spurðu hvort
kosningar væru í nánd!
Framsóknarmenn hafa farið
víða síðustu viku og heimsótt fyr-
bœ.
irtæki og vinnustaöi í Mosfellsbæ,
Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfiröi. í
gær voru þau í Vogum og Grinda-
vík. í næstu viku rnunu Suðurnes
verða sótt heim.
Siv sagði það nauðsynlegt fyrir
þingmenn að hitta ■ fólk með
svona óformlegum hætti og
kynnast sjónarihiðum þeirra
beint og milliliðalaust. Greinilegt
er, segir hún, aö fólk vill almennt
viðhalda stöðugleikanum í efna-
hagsumhverfinu og að þeir, sem
eru í forsvari fyrir fyrirtækin, telja
nokkuð bjart framundan. Að-
spurð hvort einhver einstök mái
virbist áberandi í máli manna,
benti hún á ab sér virtist það út-
Bílapartar í Kópavogi skobabir.
Siv Fribleifsdóttir þingmabur og
Gunnar Einarsson, varaformabur
fulltrúarábs, eru hér ab virba fyrir
sér sérstaklega snyrtilegan lager á
Bílapartasölunni Hedd í Kópavogi.
breidd skoðun að fjárfestinga-
lánasjóðirnir væru orðnir stabn-
aðir.
Framsóknarmennirnir hafa gert
sér far um að heimsækja líka fyrir-
tæki þar sem eitthvað nýtt er að
gerast og ekki endilega leitab uppi
stærstu vinnustaðina. Einkenn-
andi fyrir þessa yfirreið alla sagði
Siv vera hversu fáar konur virðist
vera í forsvari fyrir fyrirtækin, það
væri nokkuð sem þyrfti að breyta.