Tíminn - 13.01.1996, Síða 8
8
Laugardagur 1 3. janúar 1996
1 SKS ttt$ ..... I L
< « «»• * # * *• f1 * » 9 & W , ± '
Frá Akureyri.
Tímamyndir Þl.
Jakob Björnsson, bœjarstjóri á Akureyri, í viötali um atvinnumálin:
Erum á leiö aö því marki
sem viö settum okkur
Eftir langa stöbnun og áratuga bib þess ab erlendir abilar leggi fjármuni til stór-
ibjuframkvœmda hér á landi virbast ýmis teikn vera á lofti um breytingar í ís-
lensku atvinnulífi. Þessu valda einkum breyttar abstœbur í efnahagslífi Vestur-
landa, en einnig er sú vinna, sem íslensk stjórnvöld hafa lagt fram til þess ab
kynna kosti landsins fyrir þeim abilum er starfrœkja orkufrekan ibnab af ýmsum
toga, farin ab skila árangri. Verbi þœr framkvœmdir, sem þegar er búib ab
ákveba eba farib ab rœba um, ab veruleika, munu þœr þýba miklar breytingar í
efnahags- og atvinnulífi landsmanna. En þar sem öllum þeim atvinnufyrirtœkj-
um, sem rœtt hefur verib um, er cetlabur stabur á subvesturhorni landsins, brenn-
ur sú spurning á íbúum landsbyggbarinnar hvort sá efnahagsbati, sem af þeim
mun leiba, komi einungis byggbunum vib Faxaflóa til góba, auk þess ab ýta
undir verulega byggbaröskun frá því sem fyrir er.
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, segir aö þrátt fyrir
ákveönar hættur í þeim efnum
sé ekki rétt aö amast við nýjum
framkvæmdum. Þær muni efla
íslenskt atvinnulíf sem heild og
því koma flestum landsmönnum
til góða í einhverri mynd. Máliö
snúist fyrst og fremst um á
hvern hátt önnur byggðalög geti
nýtt sér þann ávinning sem
veröa muni af öflugra atvinnu-
lífi. Hann segir aö forráðamenn
Akureyrarbæjar muni eiga viö-
ræöur viö framkvæmdavaldiö í
landinu um þessi mál, en heima-
menn veröi einnig aö horfa í eig-
in barm og athuga hvaö þeir
sjálfir geti gert. í þeim efnum
verði ekki síst horft til sjávarút-
vegs og skipaiðnaðar og losað
um eignir Akureyrarbæjar til
þess aö auðvelda bæjaryfirvöld-
um aö standa viö bakiö á at-
vinnusköpun. Þar á meðal veröi
hlutur bæjarins í Útgerðarfélagi
Akureyringa seldur.
Framkvæmdunum
ber ab fagna
— Nú hefur Höfðabakkabúin
verið byggð og ákveðið að breikka
Vesturlandsveg að Elliðaárbrú.
Stœkkun álversins í Straumsvík er
ákveðin og framkvœmdir hafnar.
Rœtt er um nýjan ofn við járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga og líkur fyrir því að banda-
ríska fyrirtœkið Columbia muni
staðsetja álbrœðslu á sama stað
innan tíðar. Þá er rœtt um loðnu-
brœðslu í Helguvík á Reykjanesi,
sinkverksmiðju og jafnvel fleira.
Geta norðlenskar byggðir á nokk-
urn hátt varist því að vinnuaflið
streymi suður á bóginn, verði þessi
þróun að vendeika?
„Allar þessar framkvæmdir og
jafnvel þótt aðeins hluti þeirra
verði aö veruleika munu hafa
veruleg áhrif á atvinnulíf lands-
manna, afkomu þjóðarbúsins og
lífskjör fólksins í landinu. Slíkri
uppbyggingu ber aö fagna. Hún
bindur enda á langt stöönUnar-
tímabil og sýnir aö erlendir fjár-
festingaraöilar líta á ísland sem
vænlegri kost en verið hefur.
Hinu er ekki aö leyna aö allar
þessar framkvæmdir eru áform-
aöar á suðvesturhorni landsins
og sú hætta er vissulega fyrir
hendi að af því hljótist fólks-
flutningar af landsbyggöinni á
suövesturhorniö. En vegna þess
hversu mikið er í húfi fyrir þjóö-
arbúið er engan veginn rétt að
ráðast gegn framkvæmdum og
ekkert hefst upp úr nöldri. Ég tel
hins vegar mikla skammsýni af
hálfu stjórnvalda að líta ekki út
fyrir Faxaflóasvæðiö. Við því
veröa landsbyggðarmenn aö
bregðast og hugleiöa hvaö þeir
sjálfir geti gert til þess aö efla at-
vinnulífið. Er ég horfi til minnar
heimabyggðar, Akureyrar og
Eyjafjaröarsvæöisins, þá tel ég aö
viö eigum ýmsa möguleika ef
okkur auðnast aö nýta þá á rétt-
an hátt."
Ekki til góðs ef 80%
þjóðarinnar búa við
Faxaflóa
— Er œtlunin að rœða við stjóm-
völd um þann vanda sem getur
skapast norðan heiða vegna fyrir-
hugaðra stórframkvœmda á Faxa-
flóasvœðinu?
„Við munum eiga viðræður
viö þingmenn og stjórnvöld um
þessi mál og þar mun bera á
góma á hvern hátt við getum
nýtt okkur þann ábata sem leiða
mun af almennri eflingu at-
vinnulífsins. Þar mun einnig
verða rætt um hvað fram-
kvæmdavaldið hugsi sér aö gera
gagnvart landsbyggðinni þegar
kemur aö þessum verkefnum.
Viö munum spyrja ákveðinna
spurninga um hvort þaö sé vilji
stjórnvalda aö beina atvinnulífi
landsmanna í svo miklum mæli
aö Faxaflóasvæðinu og hvort
menn hafi hugsab áhrif slíkrar
byggöaþróunar til enda. Miklir
búferlaflutningar kosta fjármuni
og ég tel þaö á engan hátt til
góös fyrir íslenskt samfélag ef
allt að 80% landsmanna þjappa
sér saman á því svæði, eins og
svartsýnustu spádómar segja aö
muni veröa á næstu árum. Gegn
þessu verðum viö, sem búum úti
á landi, aö vinna af alefli."
Búferlaflutningar
vegna tímabundinna
verkefna eru óæski-
legir
— Mun það, ef ráðist verður í
umfangsmiklar framkvœmdir á
Suðvesturlandi, ekki þýða að fólk
tekur sig upp og fiytur þangað sem
atvinnu er að liafa?
„Sú hætta er að einhverju leyti
fyrir hendi. En viö skulum einn-
ig gæta þess aö mesta vinnan viö
þær framkvæmdir, sem rætt er
um, er tímabundin. Þegar fyrir-
tækjunum hefur verib komiö á
fót, þá kalla þau aðeins á lítinn
hluta þess vinnuafls sem þarf
meðan á byggingaframkvæmd-
um stendur. I vissum tilfellum
mætti hugsa sér að fólk sækti at-
vinnu viö byggingaframkvæmdir
frá öörum stööum af landinu án
þess að um búferlaflutninga yröi
að ræða. Slík er vel þekkt og má
nefna Búrfells- og Sigölduvirkj-
anir sem dæmi um þesskonar
framkvæmdir. Á þeim tveimur
áratugum, sem liðnir eru frá því
stóru virkjanirnar á Suburlandi
voru byggðar, hafa samgöngur
breyst mikið og að því leyti er
ekkert því til fyrirstööu-aö fólk
sæki vinnu tímabundið í aöra
landshluta. Slíkt gæti meira að
segja leyst að einhverju leyti
þann vanda sem skapast, ef ráö-
ist veröur í framkvæmdir sem
kalla tímabundið á mikið vinnu-
afl. Búferlaflutningar vegna
tímabundinna verkefna skapa
veruleg vandamál og eru því
óæskilegir. Þar á ég við vanda-
mál á borö við húsnæöi, sem
þarf aö byggja á sama tíma og
framkvæmdirnar standa yfir.
Húsnæöi sem síðan er óvíst
hvort nýtast myndi nægilega
vel, þegar hægist um aftur. Þessi
vandamál komu upp í byggðum
Suöurlands; til dæmis á Hvols-
velli og Hellu þegar virkjana-
framkvæmdum lauk þar á sínum
tíma."
Þættir atvinnulífsins
verba ab vinna hver
meb öðrum
— Er ekki varhugavert að treysta
á að fólk sœki atvinnu suður á
land án þess að um búferlaflutning
verði að rœða?
„Ég nefni þetta sem einn af
þeim möguleikum sem fyrirhug-
aðar stórframkvæmdir geta skap-
aö. Fyrst og fremst verður aö
huga ab athöfnum á heimavelli.
Þar eru sjávarútvegsmálin í fyrir-
rúmi og ýmiss konar matvæla-
vinnsla. Þá er ferðaþjónustan
einnig stór þáttur í atvinnusköp-
un og gjaldeyrisöflun og þar á
Akureyri og Norðurland mikla
möguleika. Mín skoðun er sú að
allir þættir atvinnulífsins veröi
að vinna hver meö öðrum, en
ekki berjast um hylli manna og
yfirráöasvæöi, og aö því tel ég að
viö höfum verið aö vinna hér á
Akureyri, þótt enn verði margt
aö gera í þeim efnum.
Sambærilegt at-
vinnuleysi á Subvest-
urlandi
— Nú hafa verið erfiðleikar í at-
vinnulífi á Akureyri um nokkurt
skeið og talsvert atvinnuleysi. Er
lausn þess vanda ekki lykillinn að
því að ráðast megi gegn fólksflótta
á Faxaflóasvœðið?
„Viö gerum okkur grein fyrir
því að þeir erfiöleikar, sem oröiö
hafa í atvinnulífi á Akureyri, eru
aö miklu leyti afleiöing af ýms-
um breytingum í atvinnulífinu á
undanförnum árum. Öflugur og
árangursríkur atvinnurekstur
fyrri ára reyndist barn síns tíma
og ekki nægilega viöbúinn
snöggum breytingum sem uröu í
efnahagslífinu hér heima, í al-
þjóðamálum og viðskiptum á er-
lendum mörkuðum. Þar á ég
fyrst og fremst viö iönaðinn á
Gleráreyrum, en einnig á þetta
aö nokkru leyti viö um aöra at-
vinnustarfsemi. Á undanförnum
árum hefur veriö unniö aö upp-
byggingu þessa iönaöar að nýju,
miðað viö breyttar forsendur, og
árangur þess er nú aö koma
fram. Það hefur mikið veriö talað
um atvinnuleysiö á Akureyri,
þótt það hafi ekki veriö meira en
víða á suðvesturhorninu. í því
sambandi má nefna Reykjavík,
Hafnarfjörö og Suðurnesin. í
nóvember voru um 400 manns á
atvinnuleysisskrá á Akureyri og
482 um nýliöin áramót, en ára-
mótin eru ætíð erfiðasti tími árs-
ins aö þessu leyti. Þetta er minna
atvinnuleysi en á sama tíma á
undanförnum árum, og má í því
sambandi benda á að um ára-
mótin 1994 til 1995 voru 590
manns skráöir án atvinnu á Ak-
ureyri. Þegar talað er um allt aö
400 skráöa atvinnulausa í um 15
þúsund manna bæjarfélagi, þá
veröur aö gera ráö fyrir aö veru-
legur hluti þess fólks ætti raun-
verulega aö vera á öörum lífeyr-
istryggingum en atvinnuleysis-
bótum. Þar á ég viö fólk, sem
ekki nýtur fullra starfskrafta af
ýmsum orsökum. Þar er til dæm-
is um aö ræða fólk, sem er að
komast á lífeyrisaldur eða getur
ekki af einhverjum ástæöum tek-
ið þátt í hvaða störfum sem er.
Því miður þarf oft aö leysa hluta
þessa félagslega vanda með því
aö taka fólk inn á atvinnuleysis-
skrá sem rétt ætti aö eiga á öör-
um lífeyri, sökum þess aö það á
erfitt meö að stunda algenga
vinnu. Það er verkefni félags-
málayfirvalda aö finna út meö
hvaöa hætti unnt er aö gera
slíkt. Oft er þessu fólki þungbært
aö þurfa aö sækja framfæri sitt