Tíminn - 13.01.1996, Page 9
Laugardagur 13. janúar 1996
9
eftir þessari leiö, því í mörgum
tilvikum á vandi þess ekkert
skylt við atvinnuleysi. í þetta
fjölmennu samfélagi verður aldr-
ei hjá því komist að einhverjir
verði á atvinnuleysisskrá, en
þessi tala þarf engu að síður að
lækka. Þegar viö tölum um að
lausn atvinnuvandans felist í at-
vinnu öllum til handa, þá verður
að sjálfsögðu að gera ráð fyrir
fólki, sem ekki getur nýtt sér at-
vinnustarfsemi nema að mjög
takmörkuðu leyti. Spurningin er
hvort það á aö njóta atvinnu-
leysisbóta eða einhvers annars
lífeyris."
Mibstöí) skipaibnab-
ar á landinu á ab
vera á Akureyri
— Getur Akureyrarbœr haft
frumkvœði í að efla atvinnustarf-
semi, eða á að láta atvimmlífmu
það eftir?
„Þótt atvinnulífið eigi þarna
stærstan hlut að máli, þá geta
sveitarfélögin haft ákveðið frum-
kvæði í þessum efnum. Þetta
frumkvæði á að mínu mati fyrst
og fremst að felast í því að skapa
góð almenn rekstrarskilyröi og
auðvelda nýjum fyrirtækjum að
hefja rekstur. Að þessu hefur ver-
ið unnið hér á Akureyri að und-
anförnu, og er sú vinna þegar
farin að skila árangri." Jakob seg-
ir að upphaf þess megi rekja til
endurreisnar Skinnaiðnaðarins,
Foldu og fleiri fyrirtækja. Þá hafi
umræðan um sölu á hlut Akur-
eyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa hf. í byrjun þessa árs
skilað umtalsverðum árangri.
„Með komu Sölumiðstöðvar
hraöfrystihúsanna til Akureyrar
var sýnt fram á að unnt er að
flytja atvinnustarfsemi frá höf-
uðborgarsvæöinu út á land. Þótt
sjálf skrifstofan skapi aöeins tak-
markaðan fjölda starfa, þá fylgir
fleira þeirri starfsemi. Má þar
nefna framleiðslu á umbúðum
og aukin umsvif í flutningastarf-
semi, sem meðal annars fela í sér
beinar siglingar héðan frá Akur-
eyri til útlanda og auka mögu-
leika á útflutningi. Um svipað
leyti og gengið var frá samning-
um um flutning á hluta höfuð-
stöðva Sölumiðstöðvarinnar
hingað norður þá komu nýir
eignaraðilar að Slippstöðinni
Odda hf. Sú eignaraðild og til-
koma flotkvíarinnar til Akureyr-
ar hafa eflt skipaiönaðinn að
nýju. Ég tel engin tvímæli vera
um að miðstöð skipaiðnaðar hér
á landi eigi ab vera á Akureyri.
Til þess eru allar aðstæður og öll
nauðsynleg mannvirki, auk
tæknilegrar og verklegrar þekk-
ingar."
Kalla þarf eftir nýju
fjármagni inn í at-
vinnufyrirtæki
— Nœgir sú endurreisn, sem nú
á sér stað, til þess að skapa mót-
vœgi gegn þeim framkvœmdum,
sem nú eru fyrirhugaðar á suðvest-
urhominu?
„Nei engan veginn, og því
sagði ég að þetta væri aðeins
upphafiö að eflingu atvinnulífs-
ins. Við verðum að halda áfram
á sömu braut og hluti af því er
ab losa um eignaraðild Akureyr-
arbæjar að ýmsum atvinnufyrir-
tækjum." Jakob segir að meb því
megi slá tvær flugur í einu
höggi. Með því fáist nýtt fjár-
magn inn í atvinnureksturinn og
einnig losni um fjármuni sem
bærinn hafi til ráðstöfunar. „Um
leið og bærinn selur eignarhluta
sína í fyrirtækjum er veriö að
kalla eftir nýjum fjármunum í
rekstur þeirra. Um leið losnar
um ráöstöfunarfé á vegum Akur-
eyrarbæjar, sem að hluta er hægt
lakob Björnsson, bœjarstjóri á Akureyri.
að nýta til greiðslu á skuldum
framkvæmdasjóðs bæjarins og
draga þannig verulega úr þeim
fjármunum sem verja þarf til
greiðslu á vöxtum. Þannig skap-
ast fjármunir, sem unnt er að
leggja af mörkum til þess að
koma nýjum atvinnufyrirtækj-
um til aðstobar vib ab komast á
legg. Ég tel ab atvinnuþátttaka
sveitarfélaga eigi fyrst og fremst
að miðast við slíkar byrjunarað-
geröir, en þegar þau eru komin
vel á fót og geta spjarað sig af
eigin rammleik þá á ab kalla eftir
nýjum fjármunum með því ab
bjóða hlutabréf sveitarfélaganna
til sölu. Þannig höfum við verið
að vinna að undanförnu og má
nefna sölu á hlutabréfum í
Skinnaiðnaði hf. og Krossanesi
hf. sem dæmi þar um."
Frekari eignasala á
dagskrá
— Má búast við sölu á hlut bœj-
arins í Útgerðarfélagi Akureyringa
hf. á nœstunni?
„Það er stefna meirihluta nú-
verandi bæjarstjórnar að vinna
áfram á sömu braut og þar eru
hlutabréf bæjarins í Útgerðarfé-
laginu ekki undanskilin, þótt á
þessari stundu hafi ekki verið
tekin nein ákvörðun á hvaða
tímapunkti þau yrðu boðin til
sölu, hvað stór hluti þeirra yrði
seldur eða á hvað löngum tíma.
Þetta verða menn að ræba og
meta eftir aðstæðum. Hugsanleg
eignasala er heldur ekki einvörð-
ungu bundin við Útgerðarfélag-
ib, heldur verður hugab að sölu
fleiri eigna, því þetta er ákveðib
undirstöðuatriði í baráttunni fyr-
ir öflugu atvinnulífi og að halda
einhverju jafnvægi gagnvart suð-
vesturhorninu við þær aðstæður
sem nú eru að skapast."
Eyjafjörb má ekki af-
skrifa
— Er verið að setja allt traust á
sjávaríitveg og skipaiðnað og búið
að afskrifa aðra atvinnumöguleika,
þar á meðal stóriðju?
„Nei, alls ekki. Þótt þær stór-
iðjuframkvæmdir, sem um er
rætt á þessu augnabliki, virðist
miðast við Suðvesturland, þá
þarf það alls ekki að þýða að
Norðurland eða Eyjafjarðarsvæð-
ið sé út úr myndinni. Þegar hafa
fariö fram undirbúningsrann-
sóknir við Eyjafjörð líkt og á
Keilisnesi, og koma kínversku
sendinefndarinnar á dögunum
sýnir að álver eða önnur stóriðja
við Eyjafjörð hefur ekki verið af-
skrifub. Eyjafjörð má ekki af-
skrifa og á þab munum við
leggja mikla áherslu í viðræðum
við stjórnvöld. Ég vil líka benda
á að stóriðjuframkvæmdir á Suð-
vesturlandi geta leitt margt já-
kvætt af sér fyrir landsbyggbina.
Ljóst er að ef um meiri fram-
kvæmdir verður að ræba en
stækkun álversins í Straumsvík,
þá kalla þær á nýjar virkjanir, og
þótt framkvæmdaáætlun Lands-
virkjunar geri ráö fyrir nokkrum
virkjanakostum á sunnanverðu
landinu í byrjun, þá má gera ráð
fyrir að rábast verbi í virkjana-
framkvæmdir á Austurlandi inn-
an einhvers tíma, verði þær stór-
iðjuframkvæmdir að veruleika
sem umræðan snýst nú um. Ef af
þeim framkvæmdum verður, þá
kalla þær á betri tengingu Norö-
ur- og Austurlands og gætu orðið
sá hvati sem þarf til þess ab ljúka
lagningu heilsársvegar á milli
þessara landshluta. Öflúgri teng-
ing þeirra er ein af forsendum
þess að unnt sé að efla atvinnulíf
og byggð í þessum landshlutum.
En þótt þessir hlutir verði að
veruleika, þá má ekki vanmeta
getu sjávarútvegsins. Hann hefur
verið undirstaða atvinnulífsins í
landinu og mun verba þab
áfram, þótt okkur takist að fá er-
lenda abila til þess ab fjárfesta í
stóriðjufyrirtækjum. Þau verða
abeins vibbót við það atvinnulíf
sem fyrir er. í því sambandi vil
ég benda á þá öflugu útvegsstarf-
semi, sem stunduð er héðan frá
Akureyri og fer vaxandi meb
hverjum degi, ef svo má að orði
komast. Hér starfa tvö af öflug-
ustu útgerðarfyrirtækjum lands-
ins, Útgerðarfélag Akureyringa
og Samherji, og bæöi þessi fyrir-
tæki hafa nú haslað sér völl á er-
lendri grund. Það er svar sjávar-
útvegsins við minnkandi mögu-
leikum til þess aö afla á heima-
miöum. Vegna þess að við ís-
lendingar byggjum sjávarútveg-
inn á langri hefð og reynslu, þá
eigum vib möguleika til þess ab
vinna á alþjóðlegum grundvelli.
Þannig getum við víkkaö starfs-
sviö okkar út á sama hátt og vib
köllum eftir erlendum aðilum til
samstarfs um nýtingu orkunnar,
aðilum sem búa yfir fjármagni,
þekkingu og reynslu í þeim efn-
um. Af þessum ástæbum getum
við, sem á landsbyggðinni bú-
um, bundið traust við þennan
höfuðatvinnuveg, og ég fæ ekki
annað séð en að útvegsstarfsem-
in geti orbið sterkt mótvægi stór-
iðjuframkvæmda á Suðvestur-
landi."
Erum á leiö aö því
marki sem viö sett-
um okkur
— Fyrir síðustu bcejarstjórnar-
kosningar sögðu framsóknarmenn
á Akureyri að atvinnuvandinn yrði
ekki að fullu leystur fyrr en nœg at-
vinna vœri fyrir alla. Á sama hátt
stóð í kosningastefnuskrá Fram-
sóknarflokksins fyrir síðustu al-
þingiskosningar að skapa verði allt
að 12 þúsund störf á þessu kjör-
tímabili. Hefur eitthvað áunnist í
þeim efnum?
„Meö umræðunum um að
bjóba íslenskum sjávarafuröum
ab flytja starfsemi sína til Akur-
eyrar fyrir ári, og einnig umræð-
um um sölu hlutabréfa bæjarins
í Útgerðarfélagi Akureyringa, fór
af stab atburöarás sem batt enda
á nokkurra ára stöðnun fram-
kvæmda og atvinnulífs á Akur-
eyri. Menn geta deilt um niður-
stöður þeirra mála, en um hitt
verður ekki deilt ab tilkoma
hluta af höfuðstöðvum Sölumib-
stöðvar hrabfrystihúsanna og
ýmsir atvinnumöguleikar tengd-
ir því hafa breytt atvinnumálum
verulega. Efling skipaiðnaðarins
er hluti af því dæmi, auk til-
komu flotkvíarinnar sem Akur-
eyrarbær hafði undirbúið aö fá
hingað. Þegar vöxtur er í at-
vinnulífi, þá leiðir gjarnan eitt af
öbru. Því er full ástæða til að
ætla að sú uppbygging, sem nú
er hafin, muni leiða til frekari at-
vinnuskapandi framkvæmda í
framtíbinni, auk margfeldis-
áhrifa sem leiða til aukningar í
skólastarfi, heilsugæslu, verslun
og annarri þjónustu, svo eitt-
hvab sé nefnt. Það er rétt að viö
framsóknarmenn lýstum því yfir
við okkar kosningaundirbúning
að allir þyrftu að hafa atvinnu,
og ab þeim markmiðum verður
stöðugt unnið, þótt taka verði
hvert skref fyrir sig. Það er einnig
rétt að fyrir síðustu alþingiskosn-
ingar sögbu framsóknarmenn ab
skapa yrði allt að 12 þúsund
störf til að útrýma atvinnuleys-
inu og koma til móts við þær
kynslóöir sem eru að vaxa upp.
Með þeim framkvæmdum, sem
nú er rætt um í landinu, er unn-
ib að því marki. Ég gat ekki betur
heyrt en að forsætisráðherra
segði í áramótaávarpi sínu aö
ársins 1995 yrði minnst sem árs-
ins sem góðærið hafi gengið í
garð. Ég geri ráð fyrir að hann
hafi meðal annars átt við þær
framkvæmdir, sem fyrirhugaðar
eru og við höfum gert ab umtals-
efni. Þær eru brot á löngu tíma-
bili stöðnunar í efnahags- og at-
vinnumálum, og ef framhaldið
verbur eftir þeim vonum, sem
gefnar hafa verið, þá erum vib á
leið ab því marki sem við settum
okkur í atvinnumálum."
Vibtal: ÞI.