Tíminn - 13.01.1996, Síða 10
10
Laugardagur 13. janúar 1996
Haqyröinqaþáttur
Væringar innan kirkjunnar eru flestum umhugsunar-
efni og hagyrðingum að sjálfsögðu yrkisefni. Er þáttur-
inn því að þessu sinni helgaður köppum Langholts-
sóknar.
Frá Húsavík hafa lengi borist snjallar stökur og orðið
landsfleygar. Fremstur í flokki góðra hagyrðinga norð-
ur þar var vafalítið Egill heitinn Jónasson. En sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni og er eftirfarandi kveð-
skapur eftir Jónas Egilsson.
í bráðum vanda er biskupinn,
í biðskák má ei hróka.
Sáttfús er ekki söngstjórinn
og síst mun það vilji Flóka.
Og því er svo komið sem hver einn sér,
í kirkju þarfmargs að gœta.
Það gleymist eitthvað sem góðum ber,
efguð nennir ekki að tnœta.
Kirkjusaga
ífáum orðum saga sögð
af söngstjóra og presti.
Flóki vill engin bellibrögð
brúka við kirkjugesti.
Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum fylgist með safnað-
arstarfi í höfuðborginni og kveður:
Stríð í kirkna háum höllum,
herir bíða lags.
Drottinn hjálpi okkur öllum
og ekki seinna en strax.
í Langholtssókn með lítil grið
lausn fann klerkur slíka:
Frá mér Jón og frúna bið
og fari kórinn líka.
Og fleiri fá andann yfir sig, er þeir hugsa til guðskristn-
innar á Langholtinu:
Bull
Afguðrœkni og kœrleika full,
að sök þeirri sannan
þeir segja hver annan
fara með fleipur og bull.
En sannleikann herma ég hlýt,
er herrans boðskapar nýt.
Þótt bull hrjóti um bekki,
þá bjóða þeir ekki
hver öðrum að eta skít.
hápé
Búi hefur síðasta orðið í þessum guðrækilega hagyrð-
ingaþætti:
Trúnaðarbrestur
Margt hefur dýrlegt úr fjölmiðlum frést,
frábært að efni oggæðum.
Listrænt er sungið og leikið er best
á Langholtsins þéttbýlu svæðum.
Ársins ergengin ein gleðileg rest,
guðstrúin logar í æðum.
Hjá vígðum er andríkið auðvitað mest
í altarisgöngum og ræðum.
En söngflokkur bekkist við blóðheitan prest,
biskup verst at-geirum skæðum,
og kannski má tala um trúnaðarbrest
við tárvotan fóður á hæðum.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Merkjavara og stöðutákn
I síbasta þætti svaraði Heiöar
spurningum um úr, sem eru
nánast hluti af hverjum manni,
og kom í ljós aö tímamælarnir
eru ekki síður háðir tísku-
straumum en margt annaö.
Stóru tískuhönnuðirnir láta
framleiða úr undir sínum nöfn-
um og eru þau misfín og mis-
dýr, eins og ígangsklæöi og
fleira sem allir þurfa að nota. I
framhaldi af því er Heiöar
spurður hver séu einkenni
tískuúranna og hvort svokallað-
ar merkjavörur séu eins fínar og
af er látið.
Heibar: Úrin frá frægum
hönnuðum eru misjöfn hvað
varðar verð og gæði. En margt
dettur þeim sniðugt í hug. Til
dæmis hefur þeim hjá Gucci
dottið í hug að setja á markaö úr
með marglitum skífum, sem má
skipta um, og fylgja nokkrir
mismunandi litir dömuúrinu.
Þeir eru líka með leðurólar, sem
eru í mismunandi litum og
hægt er að skipta um svo þær
passi við viðkomandi föt.
Framleiðendur tískuvarnings
eru mikið komnir út í svokall-
aða fylgihluti, og þar telst úrið
með nú til dags.
Verðmerkt gæöi
Flestir hönnuöir sem gera úr í
sínu nafni, eins og Dior og aðr-
ir, láta gera úrin í Sviss, þannig
að þetta eru sömu gæði og eru
almennt á svissneskum úrum.
Verðið spilar svo þarna mikið
inn í. Tískuhúsin Pierre Cardin
og Nina Ricci eru með heldur
ódýrari úr, þannig aö hjá þeim
erum við að kaupa meðalúr,
sem er sambærilegt við mörg
önnur svissnesk úr, einsog við
þekkjum þaö hjá íslenskum úr-
smiðum. í þessari vörutegund
held ég að flestir hönnuöir séu
kynntir hér á landi og fólk
hreinlega safnar þessu, í öllum
þessum barlómi og blankheit-
um.
En oft verður maður dálítið
hissa á hvar fólk setur áhersl-
urnar í hvað það eyðir og hvað
skiptir þaö máli.
Sumir eyða öllum sínum pen-
ingum í dýra bíla og þá skiptir
voða miklu máli hver tegundin
er. Sumum þykir fordild af ná-
unganum aö eiga rándýran
þýskan bíl, en það er allt í lagi
að eiga jafndýran jeppa. En það
er þá tengt fjallaferðum eða ein-
hverjum svoleiöis tískufyrirbær-
um og þá er allt í lagi. Það getur
líka verið nauðsynlegt að eiga
jeppa og ef maðurinn á kannski
hjákonu norðan heiða eða fyrir
austan fjall, þá er þaö raunveru-
leg nauðsyn að eiga jeppa.
En eigi maður Benz eða BMW,
er spurt hvað maðurinn sé eig-
inlega að gera með þetta, sem
kemst ekki einu sinni yfir heiði
ef eitthvað snjóar. Það hlýtur þá
að vera tóm sýndarmennska aö
eiga dýran bíl.
Stööutáknin
Við hrærumst í alls kyns
stöðutáknum og sumir ota þeim
meira fram en aðrir. Ég hef
stundum verið að hugsa um aö
halda námskeið í því hvernig á
að nota alla merkjavöruna og
stöðutáknin og hvaö stendur
fyrir hvað.
Stundum er fólk hreinlega að
verðmerkja sjálft sig með þess-
um táknum, en þaö stendur allt
til bóta. Hér á íslandi finnst mér
stundum að fólk meti gæði sín
og sýni öðrum í fermetrum hús-
næðis, stabsetningu hússins og
hver sé bílaeignin þar fyrir utan.
Eftir hvern málverkin á veggj-
unum eru og því miöur dálítið
hvað þau eru stór. Síðan er það
úrið og hvað maður á þau mörg
og dýr, og merkið á yfirhöfn-
inni þegar stigið er út úr ein-
hverjum af þessum bílum. Frúin
þarf aö láta merkið á silkislæð-
unni sjást og síðan jafnvel vöru-
merkið á eyrnalokkunum, sem
er bara beint framan á. Svo þarf
Heiðar
Jónsson,
snyrtir,
svarar
spurningum
lesenda
Hvernis
/ / x. u
aegao
vera?
að ota skófatnaðinum fram til
að sýna hvaðan hann kemur.
Fólk, sem svona hegðar sér,
skýtur auðvitað yfir markið. Ef
fólk er alltaf að spekúlera í þessu
öllu saman og lífið snýst allt um
þetta, hefur það varla tíma til að
sinna börnunum sínum eða því
sem er raunverulega mannbæt-
andi og skemmtilegt.
Góö leiöbeining
Hér er ég alls ekki að tala á
móti vönduðum hlut og hlut
með merki á. En það á aö vera
gleöigjafi þess sem á hlutinn, en
ekki eingöngu til að sýna öðr-
um.
Ég á til dæmis ágætis snobbúr
frá góðu firma. Ég er hrifinn af
því útlitslega séð og mér finnst
það passa mér vel, en þetta er
líka fertugsafmælisgjöfin sem
konan sem ég elska gaf mér. Úr-
ið er því dýrmætt fyrir mig, en
ég er ekkert að ota því fram fyr-
ir augun á öðrum.
En hinu skulum við aldrei
gleyma, aö merkjavaran svo-
kallaða er mjög góð leiðbeining
fyrir þá sem ekki hafa nema tak-
markaða vöruþekkingu. Ef fólk
þekkir merkin og vandaðar
verslanir, sem ekki svindla á
því, getur það verið öruggt um
að fá góða vöru, hvort sem það
er fatnaður, skór, klukkur, tösk-
ur eða sitthvað annað sem
vandaðir framleiðendur setja á
markað.
Þegar maður er kominn með í
hendur eitthvað sem er viður-
kennd merkjavara, er maður
búinn að kaupa bæði endingu
og gæði.
Þýskur gæöabíll endist helm-
ingi lengur en japanskur, en
maður borgar líka helmingi
meira fyrir hann. Eins er þaö
með merkjavöruna.
Góð vara og viðurkennd er
dýr vegna þess aö hún er vönd-
uð. Það er dýrt aö vera fátækur,
til að mynda vegna þess aö þá
kaupir maður oftast minni gæði
fyrir lítinn pening, en ella end-
ingu og gæði.
En maöur getur farið offari á
því að vera ríkur eða eyðslusam-
ur. Hófsemd og smekkvísi er
besti lífsstíllinn, þegar allt kem-
ur til alls. ■