Tíminn - 13.01.1996, Síða 15
Laugardagur 13. janúar 1996
15
af sínu samferðafólki.
Á barnsárum mínum var mikill
samgangur við Leifsstaðaheimiliö,
því aö móðir mín, Guðrún, sótti
mikið á æskustöðvar sínar og var
það jafnan tilhlökkun ef fara átti í
Leifsstaöi.
Mér er minnisstætt er ég var
einu sinni á Leifsstööum hjá
Munda í nokkra daga um sauö-
burð. Þá fór ekki framhjá mér
hvað skepnurnar og útiveran áttu
hug hans allan, enda var oft farið
aö líða á nóttina er viö komum úr
húsunum. En hann gaf sér tíma
til að segja mér frá grenjaferðum
upp í Hraun eöa göngum á heiö-
ina. Ég dáðist að því hvað hann
mundi hlutina vel, en frásagnar-
hæfileikar hans voru alveg ein-
stakir. Hann sagði frá atvikum
eins og þau hefðu gerst í gær, en
ekki fyrir mörgum árum. Og eina
nóttina, er við vorum aö koma of-
an úr Geröi og vorum komin nið-
ur í miðja brekku, stoppaöi
Mundi allt í einu og sagði: „Hvað
var þetta þarna? Þetta var þó ekki
tófuskratti?" Ég stoppaði líka, en
sá ekkert og þar sem við stóðum
og horfðum var algjör þögn, að-
eins niöurinn í ánni. Þannig er
það núna í norðurendanum á
Leifsstööum, algjör þögn, aöeins
niðurinn í ánni fyrir utan glugg-
ann.
Blessuö sé minning hans.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé loffyrir liðna tíð.
(V. Briem)
Áslaug Guðmundsdóttir
Guðmundur Sigurðsson á Leifs-
stöðum lést á heimili sínu þann
4. janúar sl., tæplega 74 ára. Alltaf
koma slíkar fregnir manni jafn
mikið á óvart, en það er þó hugg-
un harmi gegn að hann skyldi fá
að deyja eins og hann sjálfur
vildi, í rúminu sínu.
Það var í mars '92 sem ég hitti
Guömund eða Munda, eins og
hann var jafnan kallaður, fyrst. Ég
minnist þess æ síðan meö bros á
vör, hvað ég kveið því ofboöslega.
En sá ótti var aö sjálfsögöu
ástæðulaus. Mundi reyndist vera
hinn skemmtilegasti maöur, sem
kunni hafsjó af glettnum sögum
af mönnum og dýrum. Þegar ég
svo síðar fór aö dvelja þar dögum
saman, fór ég að dást að því sem
hann kunni, maöur á hans aldri.
Þaö vafðist ekki fyrir honum aö
hnýta múla, spinna ull og prjóna
sokka og vettlinga. Einnig átti
hann þaö til að baka handa okkur
pönnukökur, lummur eða jóla-
köku, og sjálfur bjó hann til slát-
ur, kæfu og fleira. Svo eldaði
hann allt, bjó t.d. til „heimsins
bestu kássu".
Áhugi Munda á náttúru lands-
ins var mikill. Hann fylgdist
grannt meö fé og hrossum í hag-
anum og fátt vissi hann jafn
skemmtilegt og að fara að veiöa
frammi í Bugavatni. Fyrr á árum
stundaöi hann mikið grenja-
vinnslu og sagði mér oft sögur af
þeim feröum. Á veturna var það
hins vegar spilamennskan sem
átti hug hans allan. í Húnaveri
spilaði hann bridds flest föstu-
dagskvöld, og núna 30. desember
sl. brá hann sér á félagsvist og
vann þar til verölauna. Nákvæm-
lega eins og hann sagðist ætla aö
gera, þegar ég spurði hvort hann
ætlaði ekki aö fara.
Allir, sem til þekkja, vita að
Mundi var mjög bamgóður. Fyrir
þaö er ég þakklát hvað hann
reyndist Arnheiöi dóttur minni
góður. Garðar Smári verður hins
vegar ekki svo lánsamur að eiga
minningar um afa sinn, þó sam-
verustundirnar hafi verið nokkrar
nú um jól og áramót. En það
munum viö hin í fjölskyldunni
eiga. Sumir margar, aðrir færri —
en allir góðar.
Blessuð sé minning hans.
Fanney
Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir
Vilborg var fœdd á Gíslabala í Ár-
neshreppi í Strandasýslu, 18. nóvem-
ber 1936. Hún lést á Borgarspítalan-
um í Reykjavík 6. janúar síðastlið-
inn.
Hún var dóttir hjónanna Guð-
mundu Kristveigar Guðjónsdóttur (f.
26.5. 1907, d. 5.3. 1988) og Jó-
hanns Andréssonar (f. 18.8. 1905, d.
8.1. 1973), bónda á Gíslabala og
síðar á Bassastöðum í Kaldrananes-
hreppi í Strandasýslu. Jóhann og
Guðmunda eignuðust 10 böm. Vil-
borg er 4. í systkinaröðinni, en látin
eru auk Vilborgar Ólafur Jóhannes
og Bjamveig. Á lífi em Jóhanna Guð-
björg, Sólmundur Aðalsteinn, Sigur-
rós Aðalheiður, Guðrún Júlíana,
Andrés Júlíus, Lilja Þóra og Fanney
Hallfríður.
Vilborg kvœntist 22. júní 1957
Guðfinni Áskeli Benediktssyni, f.
14.1. 1932. Þau eignuðust 8 börn.
Þau eni: 1) Hreiðar, f. 11.11. 1957,
fiskvinnslumaður á Akranesi, kvaent-
ur Láni Guðmundsdóttur; þau eiga 2
börn. 2) Jóhann, f. 23.2. 1959,
bóndi, kvœntur Lísebet Guðmunds-
dóttur; þau eiga 3 böm. 3) Guðríðitr,
f. 25.6. 1960, gift Einari Val Guð-
mundssyni; þau eiga 3 böm. 4) Páll,
f. 18.6. 1962. 5) Benedikt, f. 9.4.
1965; hann á 3 böm. 6) Guömunda,
f. 26.7. 1968, gift Kristjáni Þór Jóns-
syni; þau eiga 3 böm. 7) Þröstur, f.
30.10. 1972. 8) Júlíana, f. 1.8.
1974; hún á 1 bam.
Vilborg hóf búskap ásamt eigin-
manni sínum á Neðri-Bassastöðum í
Kaldrananeshreppi í Strandasýslu
um 1957. Þau bjuggu nokkur ár á
Akranesi í kringum 1970, en fluttu
svo að Hnitbjörgum nœrri Hólmavík
og hafa búið þar síðan. Meðfram
bóndastarfinu síðustu árin leysti Vil-
borg afá sjúkraskýlinu á Hólmavík.
Guð gefur, guð tekur. Það á fyrir
okkur öllum að liggja að hverfa á
vit forfeðra okkar, en oft þykir
okkur sem það ferðalag hefjist of
snemma. Fólk hefur þetta loka-
ferðalag oft í blóma lífsins, fullt af
lífsþrótti.
Svo var með Villu frænku, sem
síðustu mánuði háði hetjulega
baráttu við erfiöan sjúkdóm. Sú
barátta var spegilmynd af lífs-
hlaupi hennar.
Kolniöaþoka í myrkri á Bassa-
staðahálsi, farþegi í bíl 5 ára gam-
all á leið að Bassastööum. Þetta
eru mínar fyrstu minningar af
Ströndunum, minningar sem
greyptust í barnssálina. Við vor-
um að koma frá jarðarför Júlíönu,
ömmu okkar Villu, sem jarðsett er
í Árneskirkjugarði.
Ferðirnar á Strandirnar áttu eft-
ir að verða fleiri og hver ferö hef-
ur sína minningu. Villa á stóran
skerf af þessum minningarbrot-
um, svo tengd var hún því stór-
kostlega umhverfi sem þessar
stórbrotnu byggðir eru í huga
kaupstaðarbúans.
Ungur að árum átti ég þess kost
að heimsækja Villu og Ása á
Bassastaði með móður minni, en
yngri bróðir minn dvaldi þar í
góðu yfirlæti yfir sumartímann
frá unga aldri.
í minningunni var þaö visst
ævintýri fyrir kaupstaðardrenginn
að koma norður yfir sumartím-
ann, það var alltaf nóg við að
sýsla. Þar kynntist maður m.a.
mótekju til eldiviðar og ferðalög-
um með baggahesta.
Álengdar horfði maður með að-
dáun á þessa smávöxnu en fín-
geröu frænku sína, sem féll aldrei
starf úr hendi. Frítími var ekki til í
hennar orðasafni. Ef hún var ekki
í inniverkum, þá var hún komin í
útiverkin.
Lífshlaup frænku minnar er lýs-
andi fyrir þær kynslóðir sem ólust
upp í stórum systkinahópi í litlu
húsi. Rafmagn var munaður sem
t MINNING
hún kynntist ekki fyrr en á síðari
hluta ævi sinnar, og á fyrstu bú-
skaparárunum var tækni í búskap-
arháttum eitthvað framandi.
Barnahópurinn var stór, en stóra
hjartað gat alltaf tekið við fleir-
um.
Mér þótti vænt um aö fyrir
rúmum þremur árum, þegar við
Rósa vorum á ferðalagi um
Strandir með móöur minni og
komum við á Hnitbjörgum, aö
Villa skyldi þiggja boð okkar um
aö fara í dagsferð norður Strandir
á vit forfeðra og ættingja. Hún
sagðist þó varla mega vera að því,
því mörg verkefni biðu hennar.
Þegar við vorum komin af staö, sá
ég vel hvað við höfðum öll mikla
ánægju af þessu ferðalagi. Rifjaðar
voru upp gamlar sagnir, og þær
sögðu eigin reynslusögur frá þessu
að mörgu leyti harðbýla svæði.
Ættingjar voru heimsóttir.
í þessum fátæklegu línum hef
ég rifjað upp minningarbrot frá
kynnum mínum af stórbrotinni
konu, sem kynntist aldrei þeim
miklu lífsþægindum sem við nú-
tímafólkið teljum forsendu þess
að geta búiö hér á þessu ágæta
landi okkar.
Ég vil þakka þær stundir sem ég
fékk að dvelja, er ég með mömmu
kom í heimsóknir. Á komandi ár-
um, þegar ég ásamt samferðafólki
ferðast um Strandir, mun minn-
ing þín lifa, því þú hefur veriö
hluti af Ströndum í huga mér og
munt veröa þaö áfram.
Einn er sá aðili sem færir þakkir
tii þín, Villa mín, þakkir sem erf-
itt er að koma í orð. Þakkir sem
rista djúpt, eiga upphaf sitt í
barnssálinni og hafa með aldrin-
um orðið að virðingu fyrir kon-
unni, sem tók á móti honum
hvert sumar í sinn stóra barna-
hóp. Júlli Maggi, eða bara Maggi
eins og þú kallaðir hann alltaf,
færir þessi fátæklegu þakkarorð til
þín.
í lífi sínu átti Villa tryggan lífs-
förunaut. Ási minn, ég veit aö
missir þinn er mikill, en ég biö
guð að veita þér styrk.
Við Rósa, Gústa og fjölskylda
hennar vottum þér, Ási minn,
systkinum, börnum og barna-
börnum okkar dý’pstu samúð um
leið og við biðjum guð að veita
ykkur þrek og styrk í sorg ykkar.
Blessuð sé minning Vilborgar
Sólrúnar Jóhannsdóttur.
Andrés Ólafsson
Já, Villa er flutt þangað sem
næsta líf tekur viö, og þar mæta
henni systkini, foreldrar, frændur
og vinir sem á undan eru farnir. í
huga mínum sé ég hana brosandi
og bjarta, lausa viö þjáningar síð-
ustu mánaöa, sem hún bar með
einstakri þolinmæöi og ró.
Hún hét Vilborg Sólrún Jó-
hannsdóttir, fædd á Gíslabala í
Árneshreppi 18. nóvember 1936,
sú fjórða í röðinni af 10 börnum
foreldra sinna og það þriðja sem
nú kveður þetta jarðlíf. Áður eru
farin Ólafur Jóhannes (fæddur
23.1. 1931, d. 18.9. 1951) og
Bjarnveig (fædd 18.2. 1942, d.
17.11. 1982).
í gegnum árin hef ég alltaf haft
kunningsskap við allt þetta
frændfólk mitt alveg frá upphafi,
þó mest væru tengsl mín við
Villu. Hún varð sumarmamma
yngsta sonar míns; hún var ekki
búin aö stofna eigið heimili þegar
hún tók hann fyrst með sér í
sveitina. Þá voru foreldrar hennar
fluttir að Bassastööum, hún var
aö koma úr vetrardvöl á Hvann-
eyri og kom viö hjá mér á Akra-
nesi áður en hún færi norður. Þá
hitti hún svo á að allir voru að
leita aö litla stráknum mínum,
hann var týndur rétt einu sinni.
Þá fannst henni tilvalið aö taka
hann með sér norður og fékk leyfi
hjá foreldrum sínum aö taka
hann með, ef hún vildi sjá um
hann sjálf. Þau vissu svo sem að
hann var mikið á ferðinni, því
tveimur sumrum áður var ég meö
alla strákana mína fyrir norðan
hjá þeim á Gíslabala í eina þrjá
mánuði.
Þaö var mikiö af ungu fólki á
Gíslabala, þá sjö börn innan við
fermingu og átta þar fyrir ofan á
ýmsum aldri og litla baðstofan
bara þrjú stafgólf. En aldrei
minntist neinn á þrengsli og hef-
ur það sjálfsagt verið heimilisand-
inn og hjartahlýjan sem réð, ekki
húsplássið, og gilti það jafnt á
Bassastöðum sem á Gíslabala.
Þennan heimilisanda hafa börn
Jóa og Mundu tekið aö erfðum,
og þegar Villa giftist og stofnaði
sitt eigið heimili með Ása manni
sínum á Neöri- Bassastöðum, hélt
hún áfram að hafa litla strákinn
minn á hverju sumri fram aö
fermingu. Það breytti engu þó
hún eignaðist átta börn, hún
hafði alltaf pláss fyrir það níunda.
Svo þegar ég fór að fara í sumarfrí,
var aldrei hugsað um annað en
komast norður til Villu, og stund-
um var ég meira að segja með alla
fjölskylduna. Alltaf var jafn gott
og skemmtilegt að koma til þeirra
hjóna, aö ég ekki tali nú um hvað
það var indælt að koma á haustin
og tína ber og fjallagrös.
Seinna fluttu þau hjón frá
Bassastöðum og hingaö á Akra-
nes, en aftur lá leið þeirra norður
og nú fluttu þau að Hnitbjörgum
stutt frá Hólmavík og þar hafa
þau búiö síðan. Börnin öll upp-
komin og bamabörnin orðin 15.
Um tíma leysti Villa af á sjúkra-
skýlinu á Hólmavík. Þaö starf
held ég hafi hentaö henni vel.
Annars held ég að það hafi verið
alveg sama hvaö hún gerði, henni
fórust öll störf vel úr hendi. Hún
bakaði ákaflega góðar kökur og
eldaði góöan mat, aö ég nú ekki
minnist á alla fallegu dúkana sem
hún heklaði og gimbaöi. Ein-
hvern veginn fannst mér alltaf aö
henni hentaði betur einhver fín-
leg vinna heldur en erfiður bú-
skapur, en búkona var hún í þess
orðs fyllstu merkingu, jafnt úti
sem inni.
Hún var heilsugóð þar til fyrir
tveimur árum að hún kenndi
þeirrar veiki, sem nú hefur sigrast
á líkamanum. Nú er hún farin frá
okkur og viö vitum að hún er laus
við sjúkdóm og þjáningar og
gengur nú glöð og heilbrigö á
guðs vegum.
Oft fannst mér furðulegt hvaö
þessi smávaxna, fíngerða kona gat
komiö miklu í verk á einum degi,
en allt var miðað við að hlynna
að heimilinu, manni og börnum.
Aldrei var þó svo mikiö aö gera aö
ekki væri tími til að taka á móti
gestum og hýsa flökkufólk eins og
mig og mína fjölskyldu.
Þetta er nú hálf ruglingslegur
samtíningur frá liöinni tíð og ég
er innilega þakklát fyrir dagana
sem við vorum saman hérna í
haust. í lokin innilegar samúðar-
kveðjur til Ása og barna og alls
frændfólksins og hjartans þakkir
fyrir allar góðu og glöðu stundirn-
ar sem við Júlli Maggi höfum átt
með Villu og ykkur öllum.
Guð og góðar vættir styðji ykk-
ur.
Ágústa
Síminn hjá mér hringir á laugar-
daginn var, ég þýt í símann af
gömlum vana. Þetta er örugglega
einhver að spyrja um nýfæddu
sonardóttur mína, en það var nú
ekki. Það dregur skyndilega dökkt
ský fyrir sólu. „Jenna mín, hún
Villa frænka lést í morgun." Þetta
var mamma. Mig setti hljóða
skamma stund, en sagði svo: „Nú
líður þessari elsku vel."
Margar ferðir var ég búin aö
laumast úr vinnunni til að heim-
sækja þig upp á spítala og alltaf
varstu kát og fannst okkur margt
ansi spaugilegt. Síðasta feröin
okkar saman upp á Skaga var í
október og ekki var mikið að sjá á
þér, er þangaö kom, hvaö þér leiö
illa. Þú hafðir ekki snert húsverk í
nokkurn tíma og vildir því fara að
hjálpa mömmu að fægja silfur-
bakka og annað dót er þú fannst
hjá þeirri gömlu.
Ekki má heldur gleynra er þú
varöst 59 ára og mamma áttræö
og þið slóguð saman og hélduð
rokna fína fjölskylduveislu. Já, þú
varst svo sannarlega blómadrottn-
ing þá.
Villa mín, manstu fyrir þremur
árum er við vorum báðar á spít-
ala, þú á Borgarspítala en ég á
Akranesi, að okkur vantaði frí-
helgi til að skella okkur á Árshátíö
Árneshreppsbúa og þangað fórum
við og vorum alsælar. Síðan átti
aö skera okkur á mánudag, þú
fórst í stóran uppskurð en ég í lít-
inn. Nú blasti gæfan við, það var
búið að reka vágestinn út, aö sagt
var. Svo leið ár og oft töluðumst
viö saman í síma, þú bóndakona
á Ströndum, en ég upp undir jökl-
um í Borgarfirði, þannig að um-
ræöuefni voru nóg. Þó aðallega
væri talað um hænur, sauðburö
og handavinnu, aldrei komst ég
meö tærnar þar sem þú hafðir
hælana.
Já, Villa mín, mikið varstu búin
að þjást, en reyndir að fela það.
Þú barst þig eins og sannri hetju
sæmir. Þú settist viö gluggann og
beiðst, því í þrjú ár blundaði þessi
vágestur í þér, en gaus svo upp
margfaldur í haust þannig aö ekki
varð við neitt ráðið. Ofbauð mér
sú sálarró og kjarkur er þú hafðir.
En nú ertu laus við allar þjáningar
og komin til áður farinna foreldra
þinna o§ systkina.
Kæri Ási og börn, guð gefi ykk-
ur styrk til aö takast á við þessa
miklu sorg. Guö fylgi ykkur.
Hótel jörö
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við enmt gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltafbcetast nýir hópar í skörðin.
Og til eni ýnisir, seni ferðalag þetta þrá,
en þó eru niargir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
(Tómas Guömundsson)
Þín frænka og gamla pennavin-
kona,
Jenný
Aösendar
greinar
sem birtast eiga í
blaöinu þurfa aö vcra
tölvusettar og vistaöar
á disklinga sem texti,
hvort sem er í DOS eöa
Macintosh umhveríi.
Vélritaöar eöa skrifaöar
reinar geta þurft aö
íöa birtingar vegna
anna viö innslátt.