Tíminn - 10.02.1996, Qupperneq 15

Tíminn - 10.02.1996, Qupperneq 15
Laugardagur 10. febrúar 1996 15 70 ára: Jón Guðjónsson á Laugabóli í ísafiröi í Djúpi ísafjörður heitir innsti fjöröur- inn sem gengur suövestur úr ísafjaröardjúpi. Stórbýlið Laugaból stendur hátt í túni á móts við miðjah fjörðinn sunn- anverðan. Af hlaðinu blasir við í norðri Drangajökull og Hroll- eifsborg ber við himin. Fyrir rótum liggur ísafjörður, spegil- sléttur á fögrum sumardegi, stundum úfinn eða ísilagður á vetrum, en oft lognkyrr og fag- ur undir hvítum hlíðum fjarð- arins. Fuglalíf er mikið úti á firðinum og oft má sjá stór fuglager í smásíldinni sem svo oft er mikið af í Djúpinu, ein- staka hrefna sést blása.. Kon- ungur íslenskrá fugla, örninn, sést oft á sveimi yfir ísafirði og á hann sér hreiðurstæði inni í botni fjarðarins við fagra lax- veiðiá. Gæsirnar skyggja á him- ininn á haustin, þegar hópar þeirra koma ofanaf heiöalönd- um austanverðs Vestfjarða- kjálkans og sækja í grasgefin túnin á Laugabóli og finna sér náttstað úti á ísafirðinum. Sumarið 1943 segir Árni Óla frá því, eftir ferð sína um ísa- fjarðardjúp, að það sé höfð- ingjabragur á öllu á Laugabóli. „Þar er stærsta tún, sem til er á nokkrum sveitabæ á landinu, um 80 dagsláttur og gefur af sér um 1300 hesta af tööu. Þar er sérstakt hesthús fyrir reiðhest- ana. Þeir eru 12 að tölu og hver öbrum betri, því húsbóndinn kann góð skil á hestum og vill eiga góða hesta," segir Árni Óla ennfremur. Þegar þetta var skrifað bjó á Laugabóli sveitarhöfðinginn Sigurður Þórðarson, sonur Höllu Eyjólfsdóttur skáldkonu. Sigurður flutti suður árið 1967 og seldi Jóni Guðjónssyni frá Hermundarstööum í Borgar- firbi jörðina og hefur Jón ásamt konu sinni Dórótheu Guð- mundsdóttur búið þar síðan með miklum rausnarbrag. Jón verður sjötugur á morgun, 11. febrúar, og af því tilefni eru þessar línur skrifaðar. Ekki hefur höfðingjabragnum farið aftur á Laugabóli í búskap- artíb Jóns og Dóru og hann kann einnig góð skil á hestum eins og Sigurður. Aukib hefur verib við túnin jafnt og þétt í tíb Jóns og nú eru 600 kinda fjárhús á Laugabóli, auk ann- arra eldri fjárhúsa frá tíð Sigurð- ar sem taka um 200 fjár. Um tíma var Jón trúlega sá bóndi á íslandi sem hafði flest sauðfé, a.m.k. af þeim sem þá bjuggu í einbýli. Einnig er hann meb fjöldann allan af hestum, þó að tveggja stafa tala dugi til að túlka fjölda þeirra enn sem komið er. Ekki er þó langt í þriggja stafa töluna. Jón Guðjónsson er fæddur 11. febrúar 1926 í Sveinatungu í Noröurárdal í Borgarfirði og átti heima hjá foreldrum sínum, Guðjóni Jónssyni og Ingveldi Guðmundsdóttur, á Hermund- arstöðum í Þverárhlíð til 1955. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykholti 1943- 1945. Jón stundaði nám í vél- fræði og verkstjórn í Bandaríkj- unum árið 1955 og árib 1958 útskrifaðist hann sem búfræð- ingur frá búnaðarskólanum í Kalnes í Östfold í Noregi. Hann starfaði hjá Ræktunar- sambandi Borgarfjarbar 1948- 1955. Ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Vestfjaröa 1959- ÁRNAÐ HEILLA 1973. Bóndi á Laugabóli frá 1967. Framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Nauteyrar- og Snæfjallahreppa 1964- 1969. I Inn-Djúpsnefnd við gerð Inn- Djúpsáætlunar 1973. Formaður jarbanefndar Norbur-ísafjarbar- sýslu frá 1976 til 1994. í stjórn Djúpbátsins hf. 1975-1981. For- maöur skólanefndar Héraðs- skólans í Reykjanesi 1973rl989. Hreppstjóri í Nauteyrarhreppi frá 1967 til 1994 og umboðs- maður skattstjórans í Vest- fjarðaumdæmi frá 1972 til 1994 eða þar til hreppurinn var sam- einaður Hólmavíkurhreppi. Auk þessa hefur Jón gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa í sveit og héraði. 9. maí 1956 kvæntist Jón Dó- rótheu Guömundsdóttur frá Veðrará ytri í Önundarfirði. Dó- róthea er mannkostakona, eins og hún á reyndar ættir til. Þau hjón eiga fimm börn, þrjá pilta og tvær stúlkur, öll uppkomin. Undirritaöur hefur verið heimagangur á Laugabóli og hefur smalað þar á hverju hausti mörg undanfarin ár, og svo mun eflaust verða meðan Jón situr staðinn. Göngur í ísa- firði eru erfiðar á stóru land- flæmi, er heyrir undir Laugaból og tekur fimm daga að smala í fyrstu göngum Laugabólshöfð- ingjans. Svo eru það eftirleitirn- ar. Jón á hóp vina, enda vinfast- ur mjög og vinur vina sinna, sem mæta í göngur til hans á hverju hausti ef þeir eiga heim- angengt. Má þar nefna skóla- stjórann í Reykjanesi, Einar Val yfirkennara á ísafirði, Þórarin rábunaut í Barðastrandarsýslu og marga fleiri mæta menn, auk undirritaðs Skutulsritstjóra á ísafirði. Ab loknum erfibum gangnadegi þykir smölunum gott að koma í hús á Laugabóli og gæða sér á íslenskum sveita- mat eins og hann gerist bestur, hjá Dórótheu húsmóður. Síðan er sest við spjall um landsins gagn og nauðsynjar og berst þá talið æði oft ab stjórnmálun- um. Jón er eindreginn fram- sóknarmaður og fylginn sér í stefnu Framsóknarflokksins. Samt er hann víðsýnn í skoöun- um og virðir skobanir annarra og hlustar á þeirra rök. Oft höf- um við, ég krataritstjórinn og hann framsóknarmaðurinn, rætt um vandamál landbúnað- arins og hvor haldið fram rök- um sínum af einurð. Aldrei hef- ur þó slegið í alvarlega brýnu á milli okkar, þótt báðir séum ákafir fylgismenn tveggja önd- veröra skoðana. Hér á undan var minnst á hestaeign Jóns á Laugabóli. Hestar eru hans líf og yndi. í blaðaviðtali við mig fyrir nokkrum árum sagbi Jón fyrstu kynni sín af hestum þau er hann ekki myndi eftir. Það hefði trúlega verið þegar for- eldrar hans fluttu norbur yfir Holtavörðuheiði úr Borgarfirði ab Brandagili í Hrútafirði þar sem þau bjuggu í eitt ár. Þetta var í maí og Jón aðeins rúmlega 3ja mánaða gamall. Fór fjöl- skyldan á hestum norbur yfir heiðina með póstinum, sem þá var Jóhann Jónsson, síðar bóndi í Fornahvammi. Þegar kom noröur að Miklagili var veður orðið vont og komin slydduhríð. Þá var sveinninn oröinn svo kaldur að pósturinn þurfti að kynda undir honum með prímus til að halda á hon- um hita. Jóhann sagði síðan oft við Jón, þegar hann var strákur, ab hann ætti sér líf að launa, því hann hefði bjargað honum norður við Miklagil þegar hann kynti prímusinn undir honum. Jón sagöi einnig í umræddu vibtali að þótt hann ætti hross, liti hann ekki á sig sem neinn hestamann, enda vantabi hann alla þá kosti sem prýða sannan hestamann, en það er: Hann má ekki forsmá Bakkus, verður ab vera kvensamur og umfram allt þokkalegur hagyrðingur. Þótt Jón skorti hina fyrstu tvo kosti sannra hestamanna, þá væri synd ab segja ab hann væri ekki hagyrðingur. Hann á afar létt með að kasta fram vísum, jafnvel sumum dýrt kveönum. Nú er þessi góði vinur minn sjötugur. Ég veit satt ab segja ekki úr hvaða efni hann er bú- inn til, því hann vinnur frá morgni til kvölds alla sjö daga vikunnar allt árið. í hrossasmöl- un eða göngum sendir hann ekki yngra fólkið fyrir vitlausa hesta eða þrjóskar rollur sem rekast illa, heldur hleypur hann sjálfur af stab og hefur ávallt vinninginn, enda þrjóskari en allt sem þrjóskt er í þessum heimi þegar hestar eða saub- kindur eiga í hlut. Gamli vinur! Ég óska þér hjartanlega til hamingju meb 70 ára afmælið og vona ab þú fyrirgefir mér þann grikk sem ég geri þér núna með því að skrifa um þig á þessum merku tíma- mótum í lífi þínu. En kannski er ég að gera mér sjálfum grikk. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem ég, kratinn, skrifa í Tím- ann! Þab er einungis gert þér, framsóknarmanninum, til heiðurs! Hvab lætur maður ekki hafa sig út í til að hrella vini sína? Lifdu heill, kœri vinur! Gísli Hjartarson, ritstjóri Skut- uls, málgagns jafnaöarmanna á Vestfjörðum, og eini kratinn sem treyst er til að rölta á eftir Lauga- bólsrollunum. Sjötugur verður á morgun, 2. sunnudag í níuviknaföstu — Biblíudaginn — Jón hrepp- stjóri, lengi á Langadalsströnd áður féll til Strandasýslu, Guð- jónsson. Hann á rætur í sumar- sælum Borgarfirði, en fluttist vestur hingað sem ráðunautur bænda með búsetu á ísafirði. Ofarla í honum hefur þó blund- ab búmaður, löngun til að tak- ast á við verkið sjálft, fremur en leiðbeina öðrum og halda skrár yfir annarra verk. Stórbýlið Laugaból í ísafirði varð laust til ábúðar, þá fyrri ábúendur flutt- ust sunnar á land vort, aldur- hnigin nokkuð og höfðu lengi þar búið stóru búi. Forfeður húsbónda raunar í ættliði. Vildi svo til að undirritaður var sam- ferða Jóni er hann sigldi á hinu gamla Fagranesi í sumri og logni, Djúpiö blátt og yfirborð þess sem spegill, þeirra erinda að virða fyrir sér býlið. Þetta var árið 1967 og hefur Jón búið þar síðan. Mun honum hafa litist vel á, landstór jörð og mikil, enda segja þýskir tveir er hér voru á ferð fyrir fyrra stríö, að þar sé stærsta „Wiese" á Vest- fjörðum að mig minnir og hljóta að eiga við tún, en ekki engjar. Hefur og Jón stækkað ræktað land að mun. Eigi leib á löngu uns sýnt þókti að Jón stefndi á stórbú- skap á Laugabóli og varð sú raunin á er tímar liðu. Mun enginn bóndi á Vestfjöröum hafa verið svo auðugur aö gang- andi fé sem hann um skeið, en mig brestur þekkingu á, hvort þeir eru ekki teljandi á fingrum annarrar handar er fleira höfðu fjár, ef nokkur stéttarbræbra. Hestar hafa og lengi verið hluti búskapar hans, þótt ég viti eigi hvort er af efnahagslegum ástæðum eba hinu, að hestar hafi verið honum kærir frá upp- vexti og skipi í dag háan sess í vitund hans sem búanda. Mun honum ekki fjarri ab ríða til hrossa svipað og öbrum Borg- firöingi, Þorsteini á Borg Egils- syni, sem segir í Gunnlaugs sögu ormstungu. Minnist ég þess er ég kom þar að, er hann fór að hrossum um hásumarstíð og stirndi á selfeit essin í sól- skininu. En því minnist ég á forna sögu ab Jón er vel heima í fornsögum vorum og vel lesinn að öðru. Er og margt góbra bóka í skápum hans, þjóðlegra fræba. Hagyrðingur er hann dágóður og létt um að kasta fram stök- um af ýmsum tilefnum, eink- um þeim er skopleg mega telj- ast. Veraldlegt vafstur ýmiskonar hefur Jón meb höndurn haft, og mun slíkt tíundað á öðrum blöðum framar. Að öbru: I.auk prófi frá Reykholti, nam vél- fræði og verkstjórn í Ameríku, og 1958 námi í búfræðum frá Kalnes, Östfold í Noregi. Hefur hann því verib vel undirbúinn búskap, þótt hripara virðist sem svo, að eigi verði glöggt séð, að skólagengnir búi betur en hinir aðrir, er af feðrum sínum lærðu eingöngu. Hitt er, að kynni af fjörrum löndum og nám þar hefur víkkað sjónhring hans ab mun, og mun sannast jafnan ab „heimskt er heimaalið barn". Merkileg tilviljun ab sjötugur yrði hann á Biblíudeginum, 11. þ.mán. Mun það táknrænt með því hann lét og lætur kirkjuleg málefni mjög til sín taka. Varð formaður sóknarnefndar Naut- eyrarkirkju og er enn. Átti drjúgan þátt í, og var e.t.v. frumkvöðull í hinni glæsilegu endurgerð þeirrar kirkju er byggð var af öðrum Jóni á Laugabóli, 1985. Ber mér að þakka störf hans vib kirkjuna, bæði sem meðhjálpara, hringj- ara, reikningshaldara og kirkju- haldara yfirleitt, fyrir utan for- mennsku í sóknarnefnd, ábur áminnst. Les hann bæði úr kór kunnáttusamlega og meb þeirri andakt er heyrir til kristnum. Jafnan er ekið inn að Laugabóli eftir embætti og hafa kirkju- gestir þar kaffi í boði þeirra hjóna. Og er vert að minnast konu hans í þessum punkti skrifsins, því hennar hlutur er mikill í búskap þeirra og er hún mikill stuðningsmabur í kirkju- Iegu starfi safnaðarins. Dóró- thea Guömundsdóttir og Jón gengu til vígslu 1956 og eignað- ist afmælisbarnið þar traustan förunaut. Vestfirsk kona, ön- firsk, frá Veðrará hinni ytri, mikil myndarkona, matreiðslu- kennari, svo sem gestir mega við varir verba, er þar koma að hennar borði. Koma margir þar af ýmsum ástæðum. Þannig er Laugabóí fyrsti bær þá komið er af Steingrímsfjarðarheiði, ef ekki er sveigt til hægri að Rauðamýri og út Strönd. Þiggur þá margur hvíld og fæðu hjá þeim hjónum. Hefur það vitan- lega fyrst og fremst hvílt á frú Dórótheu og eru móttökur hennar rómabar. Er allt snyrti- legt í húsi hennar, smekklegt og býður af sér góban þokka, sem og húsmóðirin sjálf. Sókt hefur Jón bifreiðar og bíleigendur á heiði upp er færð hefur tafib för eba vél þrotið ör- endið. Er þess skemmst að minnast af minni hálfu er hjól gekk af kerru er dregin var af bifreið, er ég var farþegi í, góð- an spotta fyrir innan Laugaból. Kom hann þar ab og barg þessu. Mun það hafa tekiö fyrripart nætur allan. Var á veður kalt meb keyfanda. Varb mér til þess hugsað hversu fara mun í fram- tíð fyrir mörgum vegfaranda, er byggð tekur að strjálast og leið lengist milli bæja hér í Djúpi. íslensku talar Jón vel. Nýtur hann þar lesturs síns í fornsög- um. Hafa eftir honum verið á prenti höfð ýmisleg orðtök, er þetta sanna. Læt ég hér undir lok skrifs þessa fara litla sögu af okkar viðskiptum. Vorum við staddir á dyraþrepi Nauteyrar- kirkju skömmu áður en endur- vígja skyldi. Reyndi ég hurðina, hversu að félli karmi. Lokaði dyrum með henni nokkrum sinnum og líkaði eigi allskostar, minnugur þess ab þær vilja þrútna er tími líður. Segir Jón þá við mig: „Finnst þér hún full rík í stöfum?" Ég mælti: „Hurð- in er hið besta smíði, en, já, lík- lega nokkuð frek í falsi." Hávamál: ... matar og voða / er manni þörf, / þeim er hefur um fjall farið. Kemur mér stef þetta í hug er ég hugleiði gestrisni þeirra hjóna á Laugabóli, sem og ann- arra búenda í Djúpi. Komið hef ég oft á ferðum mínum, gist að þeirra og notið góðs beina. Tek- iö úr mér vetrarhroll. Er þá gott að fá heitt kaffi í stofu þar. Þab veitt er umfram og með skyldi enginn kófentu kalla. Góðra daga óskum við hér í Vatnsfirði ykkur hjónum á Laugabóli. Baldur Vilhelmsson, sóknarprestur Vatnsfirdl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.