Tíminn - 17.02.1996, Page 1

Tíminn - 17.02.1996, Page 1
KHI og HIK segja yfirfœrslu grunnskólans í uppnámi: Alvarleg atlaga að réttind- um opinberra starfsmanna Kennarafélag Islands og Hiö íslenska kennarafélag gagn- rýna þaö sem þau segja alvar- lega skeröingu á réttindum starfsmanna ríkisins og telja yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna í uppnámi. Samtökin segja drög aö frum- varpi til laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skeröa réttindi sjóðsfélaga og muni þeir í framtíöinni þurfa aö greiða hærra verð fyrir lakari réttindi. Þá sé í frumvarpi um samskiptareglur á vinnumark- aöi stefnt aö afnámi sjálfstæös samningsréttar stéttarfélaga og þeim þannig gert ómögulegt að sækja í samningum bætur fyrr réttindi sem sú afnumin meö lögum. Fordæma KHÍ og HÍK þessar hugmyndir og krefjast þegar í staö aö fallið verði frá áformum. „Kennarafélögin hafa því, aö svo komnu máli, ákveö- iö að draga sig út úr öllu sam- starfi um flutning grunnskólans til sveitarfélaga og lýsa fullri ábyrgö á hendur stjórnvöldum. Veröi af flutningi viö þessar kringumstæöur er það í fullri andstöðu við kennarafélögin sem líta svo á aö þar meö séu kjarasamnigar lausir 1. ágúst næstkomandi," segir í yfirlýs- ingu frá samtökunum. -BÞ Félagsmálaráöherra: Taxta ab greiddu kaupi Páll Pétursson félagsmála- ráöherra telur ab þaö þurfi aö athuga þaö gaumgæfilega hvort ekki sé eölilegt aö reyna aö hækka lægri launa- taxta og gera launakerfiö í landinu sýnilegra. í þeim efnum sé brýnt aö aö huga að því aö hækka hina umsömdu launataxta á kostn- aö eftirvinnu, bónusgreiðslna og fríðinda, þ.e. að færa taxt- ana að greiddu kaupi. Hug- myndin að baki þessu er sú að launfólk geti náð sínum fram- færslutekjum með skemmri vinnutíma sem vafalaust mundi hafa góð áhrif á fjöl- skyldur landsins. Félagsmála- ráðherra segir einnig að breyt- ingar á vinnulöggjöfinni muni verða til hagsbóta fyrir lág- launastéttir enda sé markmið- ið með breytingunum aö stuðla að launajafnrétti og auknu lýðræöi innan verka- lýðshreyfingarinnar. -grh Sjá síöu 12 Ögmundur Jónasson: Leiftur- sókn gegn launafólki „Ríkisstjórn- in boöar til leiftursókn- ar gegn Iaunafólki með þeim drögum aö frum vörp- um sem kynnt hafa Ogmundur verið um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins og Lífeyris- sjóö starfsmanna ríkisins. Þetta er leiftursókn til fortíö- ar þar sem boöuö eru sérrétt- indi háembættismanna, þingmanna og ráöherra, en réttindi annarra starfs- manna ríkisins á aö skeröa stórlega eöa afnema," segir í haröoröri ályktun stjórnar BSRB sem kynnt var Friöriki Sophussyni fjármálaráö- herra í gærmorgun. Ögmundur Jónasson for- maöur BSRB segir aö röksemd- ir ríksins um aö samræma þurfi öll réttindi á vinnumark- aðnum séu í sjálfu sér góöra gjalda veröar. Hinsvegar leggja opinberir starfsmenn áherslu á þaö að slík samræming lúti ekki að því að skeröa þau rétt- indi sem fyrir eru, heldur eigi að auka þau hjá þeim sem hafa minni réttindi. Formabur BSRB segir að það sé varla tilviljun að veriö sé að boöa mikla einkavæöingu og stórfellda réttindaskerðingu á sama tíma. Hann segir aö þessi leiftur- sókn stjórnvalda sé mjög í takt viö þaö sem fyrrverandi fjár- málaráðherra Nýja Sjálands hefði ráðlagt íslenskum stjórn- völdum að gera á ráðstefnu með stjórnendum ríkisstofn- ana og stjórnmálamönnum sl. haust. Þessi aðferð miðar aö því aö keyra í gegn í upphafi kjörtímabils harðar aðgeröir af þessu tagi og hafa ekki samráð við einn eöa neinn og láta öll mótmæli sem vind um eyru Steingrimur Hermannsson, seölabankastjóri, þekkir vel til í Rábherrabústabnum frá œskuárum sínum. Hér lýsir hann fyrir forsætisrábherra abstœbum í húsinu, en Halldór Asgrímsson fylgist meb. rímamynd: bg Fundur ráöherra og bankastjóra: Abstæður skapast til vaxtalækkana Ab sögn Finns Ingólfssonar, vib- skiptarábherra, voru engar ákvebnar niðurstöbur af fundi ráðherra ríkisstjórnar og banka- stjóra í gær enda hefbu menn ekki búist við að vextir yrbu lægri þegar gengib yrbi af fundi. Þarna hefbi farib fram samrábsfundur og í ljós hafi komib ab enginn ágreiningur er um ab nú hefbu abstæbur skap- ast í efnahagslífinu sem gætu orbib til ab lækka vexti. Forsendur vaxtalækkana sem nú væru til staðar væru m.a. minni halli ríkissjóös, minni láns- fjárþörf ríkissjóbs og aö verö- bólguhraði væri minni en menn heföu áætlað. Engar ákvarbanir voru teknar á fundinum en að sögn Finns munu ráðherrar og bankastjórar nú leita allra leiða til að lækka vexti og myndi árangur þeirrar leitar koma í ljós í fyrsta lagi á næsta vaxtabreytingardegi, þann 21. þessa mánaðar. Davíð Odds- son, forsætiráðherra, taldi enn fremur að þó að bankastjórnir réðu eigin vöxtum þá hefði það sitt að segja ef eigendur bankanna og Seðlabankinn lýstu þeirri skoð- un sinni að gengið hefbi verið of langt í vaxtahækkunum. Sam- kvæmt viðskiptaráðherra voru þó engar yfirlýsingar gefnar út af ráð- herrum ríkisstjórnar á fundinum um leiðir eba nauðsyn skatta- lækkunar. -LÓA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.