Tíminn - 11.05.1996, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 11. maí 1996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Hugarfarsbreyt-
ingar er þörf
„Þeir hótuðu aö drepa okkur og byrjuðu svo að berja." Þannig
hljóöar fyrirsögn í dagblaði nýveriö og er ekki sú eina sinnar
tegundar sem birst hefur að undanförnu. Stöðugt berast frétt-
ir af að ungmenni efni til ófriðar og níðist á hvers konar verð-
mætum án þess að um sýnilegar tilraunir til auðgunar sé að
ræða. Við þessar fréttir og aðrar slíkar vakna eðlilega spurning-
ar um hvað liggi að baki. Hvort hingað séu að berast áhrif frá
öðrum þjóðum þar sem margskyns óknyttir og ofbeldi eru
daglegt brauð á meðal íbúa stórborga og jafnvel einnig smærri
staða. Einnig hljóta að vakna spurningar um hvort einhverjar
þær breytingar séu að verða á okkar samfélagi sem kalla á þau
viðbrögð ungmenna sem fjölmiðlar lýsa nú stöðugt í fréttum.
Við þessum spurningum eru engin einhlít svör en athygli
manna beinist að ýmsum breytingum er oröið hafa á um-
hverfi manna og samfélagi. í því efni má staldra við hið aukna
myndefni sem almenningi berst á öldum ljósvaka og á mynd-
böndum og sýnir meira ofbeldi en áður hefur komið fram á
sjónarsviðið. Þar er ekki eingöngu um íslenskar aðstæður að
ræöa því nú er rætt á alvarlegum nótum um hver áhrif hinn
bandaríski kvikmyndaiðnaöur hafi á framferði ungra sem
aldna þar í landi. Gegn þessu myndefni verður erfitt að sporna
á meðan það er framleitt en spurning er um hvort hafa megi
áhrif á hugarfar ungmenna um að þeir ofbeldisleikir, sem
framleiddir og sýndir eru, séu ekki til eftirbreytni í daglegu lífi
á götum úti.
Þá er óhjákvæmilegt að beina athyglinni að þeim aöstæðum
sem unglingar hér á landi alast upp við. Fyrir liggja upplýsing-
ar um að aukinn fjöldi ungmenna hverfi frá námi og þá ekki
eingöngu á framhaldsskólastigi, heldur einnig áður en grunn-
skóla og hinu eiginlega skyldunámi lýkur. Þetta eru alvarlegar
staöreyndir í ljósi þess aö meö hverju árinu verður erfiðara að
finna ungu fólki atvinnu sem enga skólagöngu hefur hlotið.
Sá tími er liðinn að unnt sé að hverfa frá námi á bernsku- eða
unglingsárum og afla sér verulegra tekna með erfiðisvinnu
sem engrar menntunar krefst. Það umhverfi sem blasir við
ungmennum sem hverfa frá námi er því gjarnan umhverfi
iðjuleysis og takmarkaöra lífsgæða.
Aðstæður sem þessar eru kjörnar til þess að skapa það hug-
arfar sem umræddar fréttir lýsa. Þegar kraftmikil ungmenni
hafa ekkert við að vera og að engu sérstöku að hverfa leitar
orka þeirra og framkvæmdasemi stundum inn á óheppilegar
brautir eins og dæmin sanna. Virðing fyrir samborgurum og
mannlegum verðmætum þverr og ungmennin leita inn í
heim óraunverulegra aðstæbna.
Alltaf verður svo að einhverjir munu villast af leið í þessum
efnum. En þegar um daglega viðburði er að ræða þá hljóta
menn aö huga að orsökum þeirra og hvernig megi vinna á
móti þessari þróun. Þar mæðir mikið á þeim sem með uppeld-
is- og menntamál fara. Þar vakna spurningar um á hvern hátt
skólakerfið geti komið meira til móts vib þau ungmenni sem
ekki ná af einhverjum orsökum að notfæra sér það sem fram
er borið. Hugmyndir um aukinn veg starfsnáms eru liður í
slíkri viðleitni en einnig verður ákveðin hugarfarsbreyting að
eiga sér stað. Slík hugarfarsbreyting getur aldrei komið ein-
göngu frá opinberum aðilum á borð við skólakerfiö. Hún verð-
ur einnig að eiga sér upptök innan veggja heimilanna. For-
eldrar og uppalendur verða að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að beina börnum sínum frá þeim hættum sem
á ofbeldisbrautinni leynast. Ef unnt verður að vinna bug á því
hugarfari, sem að baki óknyttum og ofbeldi býr, þá mun fyrir-
sögnum á borð við þá er hér er vitnað til fækka á síðum dag-
blaðanna.
______Wfasúwíi______
Birgir Guömundsson:
Islenski örninn
og ímynd bænda
Bændur hafa í gegnum Bændasamtökin lagt út í
mikla herferð á umliðnum árum til þess að bæta
það sem kallað hefur verið ímynd bændastéttar-
innar. Sérstakir ímyndarsmiðir og auglýsingasér-
fræðingar hafa verið fengnir til að vinna þetta
verk með bændum, og hefur ekki síst verið lögð
áhersla á hið hreina og náttúruvæna eðli íslenskr-
ar landbúnaðarfram-
leiðslu. Hinn nátt-
úrulegi samhljómur
hefur enda verið far-
inn að hljóma í vit-
und þéttbýlinga um
land allt, og menn
hafa jafnvel talið það
tákn breyttra tíma og
nýrrar hugsunar um
landbúnað á íslandi,
að sami maður gegni
stöðu umhverfisráð-
herra og landbúnað-
arráðherra.
Þetta hefur verið
góð þróun, því sú
villukenning hefur
verið allt of lífseig,
að bændur almennt
og þá náttúrlega fyrst
og fremst sauðfjár-
bændur séu ein-
hverjir sérstakir nátt-
úruníöingar vegna
þess að þeir nota
landið, ýmist til beit-
ar eða ræktunar. Hið
rétta í málinu er hins vegar að í yfirgnæfandi
meirihluta tilfella eru bændur einmitt mestu nátt-
úruverndarmennirnir — þeir eru í nánari snert-
ingu við landiö en aðrir, hafa meiri tilfinningu
fyrir því og bera hag fánu og flóru því ríkulega fyr-
ir brjósti.
Sorgleg mynd
Það er ekki oft sem ég verð hneykslaður á mál-
flutningi manna í fjölmiölum, en í þetta sinn
gerðist það. í kjölfar hneykslunarinnar fylgdi sorg
yfir þeirri mynd, sem þarna var dregin upp af ís-
lenskum bændum, umkvörtunarefnum þeirra og
þeim málum sem þing-
menn taka upp á Al-
þingi fyrir þeirra hönd.
Allir peningarnir og öll
vinnan, sem búið er að
leggja í við að stilla
bændastéttinni upp
sem náttúrubörnum í
óspilltu umhverfi, sem
lifa og starfa í sátt og
samlyndi við landið og
dýrin, má sín lítils þeg-
ar fulltrúar þessarar
sömu stéttar tala um
það í sjónvarpi að þeir
muni sjálfir drepa eitt-
hvað af þessum 36 arn-
arpörum eða svo, sem
eftir eru á landinu. Allt
vegna þess að þeir fái
ekki bætur fyrir æðar-
varp, sem kannski var
til einhverstaðar þegar
þeir voru börn!
Og til þess að menn
átti sig á því hvað um
er að ræða, þá má búast
við því að 12 eöa
kannski 15 arnarhjón komi upp unga á hverju ári.
Á síðustu öld taldi hafarnarstofninn yfir 200 pör í
þaö minnsta og verpti um land allt. Þá hófust
skipulegar ofsóknir á hendur honum og var hann
veiddur, en þó munu eitruð hræ sem ætluð voru
refum hafa reynst stofninum sérstaklega afdrifa-
rík. Er nú svo komið að örninn finnst nær ein-
Sérkennileg umræöa
Sérkennileg umræða kom þó ~”“
inn á Alþingi í vikunni í formi
fyrirspurnar frá Gísla S. Einars- £
syni, þingmanni Vestlendinga. I
Vildi Gísli fá að vita hvort ríkið
væri ekki skaðabótaskylt vegna
tjóns sem íslenski haförninn u««
kynni að valda bændum við ***
Breiðafjörð. Sagði Gísli þetta tals-
vert tjón, einkum á æðarvarpi og
einnig væri um skakkaföll vegna
arna í sauðfé. í svari umhverfis- og landbúnaðar-
ráðherra kom fram að ríkið er ekki skaðabótaskylt
vegna tjóns af völdum arna eða annarra friðaðra
dýrategunda.
Það eitt að fara með svona mál inn á Alþingi og
stilla tilvist hafarnarins upp sem einhverju stór-
vandamáli, sem krefjast verði skaðabóta fyrir, er
óvenjulegt. Enda vakti málið víða athygli, því til
þessa hefur hinn fáliðaði stofn íslenska hafarnar-
ins ekki verið talinn til meindýra. En í frétt á Stöð
2 í fyrrakvöld kom í ljós að Gísli var að öllum lík-
indum þarna að hlaupa eftir einhverjum um-
kvörtunum örfárra manna í kjördæminu, eins eða
tveggja, sem eru að amast við erninum.
Það mun ekki verða þingmanninum Gísla S.
Einarssyni til pólitísks framdráttar að hafa hreyft
þessu máli, eftir að þjóðin sá hvað þarna bjó að
baki. í frétt Stöövar 2 var rætt við tvo bændur á
Fellsströnd, sem báðir virtust sammála um að örn-
inn væri vandamál. Annar var þó sýnu vígreifari
en hinn og hafði uppi hótanir um að hann myndi
grípa til sinna eigin ráða til að fækka örnum, ef
hann fengi ekki bætur fyrir meintan skaða í æðar-
varpi. Raunar kom í ljós í viðtalinu að skaðinn í
æðarvarpinu var greinilega meira ímyndaður en
raunverulegur, því bóndinn talaði um að hann
myndi eftir því að það hafi verið æöarvarp í eyj-
unum úti fyrir jörðinni sem hann býr á, þegar
hann var barn! Auk þessa segist maðurinn hafa
misst lamb í fyrra í arnarklær. Kvaðst hann ekki
geta unað þessu lengur og taldi sig búa yfir ýms-
um ráðum til að fækka örnum á svæðinu til við-
bótar því að skjóta þá.
göngu við Breiðafjörðinn og á Vestfjörðum. Var
stofninn kominn niöur í um 20 pör um miðjan
sjöunda áratuginn, en náði sér
upp í þetta 35-40 pör á næstu
tuttugu árum og á því róli er
stofninn í dag.
Örninn flýgur fugla
hæst
„Örninn flýgur fugla hæst / í
forsal vinda," segir í kvæðinu og
íslenski haförninn er gríðarlega
mikilvægt tákn fyrir íslenska
náttúru og náttúruvernd. Kannski ekki síst vegna
þess að hann er hvort tveggja í senn konungur
fuglanna og glæsilegastur þeirra, en er um leið
dæmi um tegund sem maðurinn var nánast búinn
að útrýma. Og það er vegna þess að haförninn
hefur þetta táknræna gildi — auk annars — sem
það vekur upp sérstakar tilfinningar að heyra
menn hóta að drepa hann í nánast fullkomnu til-
gangsleysi.
Samkvæmt fréttinni á stöðinni í fyrrakvöld og
þeim málflutningi, sem lagður er upp í henni, er
verið aö gefa til kynna að íslenskir bændur al-
mennt séu slíkir kotkarlar að þeir eru tilbúnir að
drepa þetta stolta tákn, vegna þess að þeir telja sig
hafa orðið fyrir einhverju afar illa skilgreindu
tjóni.
Ekki margir skobanabræöur
En þó þessir tveir bændur á Fellsströnd - eink-
um annar þeirra - hafi eflaust náð að vinna stór-
tjón á ímynd bænda, sem svo mikið hefur verið
lagt upp úr að bæta á umliðnum árum, er það
huggun harmi gegn að þarna fara menn sem ekki
eiga sér marga skoðanabræður. Eftir því sem ég
best veit, túlka þeir ekki einu sinni almenn við-
horf manna á Fellsströndinni, sem þó ættu að eiga
við svipuð „vandamál" að glíma. Kannski hafa
hótanir um að drepa erni átt að vera hótfyndni og
til þess fallnar að knýja fram einhverjar bætur fyr-
ir meint tjón. Ef svo er, þá er ég hræddur um að
fyndnin hafi ekki komist til skila. ■