Tíminn - 11.05.1996, Side 6

Tíminn - 11.05.1996, Side 6
6 Laugardagur 11. maí 1996 Seölabankinn sér engin merki ofþenslu og endurskoöar veröbólguspá sína: Verðbólga helmingi minni en spáð var Þorgerbur Ingólfsdóttir stjórnar söng framhaldsskólanemanna í Skálholts- kirkju. Tímamyndir SB Framhaldsskólanemar á Laugarvatni og í Skálholts- kirkju: Kórar hittast Ver&bólga á fyrsta fjórðungi ársins var langt undir því sem spáð hafði verið, eða 2,1% í stað 4,4% sem Seðla- bankinn hafði spáð og 5,3% samkvæmt spá Gjaldeyris- mála. f Hagtölum Seðla- bankans segir að spá hans hafi byggst á því aö verðlag breyttist með hefðbundnum hætti í framhaldi af rúmlega 3,5% hækkun launakostnaö- ar í upphafi árs. Svo hafi hins vegar ekki oröiö. „Með- al skýringa, sem líklegar eru á þessari þróun, má nefna að fyrirtæki standa almennt vel um þessar mundir og hafa því veriö betur í stakk búin til að taka á sig launahækk- anir en oft áöur, framleiðni- aukning gæti verið meiri en talið var og bætt veröskyn neytenda gerir það erfiðara en áður að velta kostnaðar- hækkunum út í verölagiö." Hækkun verðlags reyndist aðeins 0,51% á fyrsta ársfjórð- ungi (sem samsvarar 2,1% verðbólgu á ársgrundvelli). Þetta er innan við helmingur þeirrar 1,1% hækkunar sem Seðlabankinn hafði spáð. Ýmsir aðrir, sem reglulega spá um verðbólgu, spáðu þó enn meiri hækkun, t.d. var 1,31% spá í ritinu Gjaldeyrismálum. Seðlabankinn hefur nú gert nýja verðbólguspá til loka þessa árs. Þar er gert ráð fyrir stöðugu gengi, 2% hækkun innflutningsverðs í erlendri mynt, 0,75% launaskriði og 2% aukinni framleiðni. A grundvelli þessa er því spáð að verðlag hækki um 2% yfir árið og verði að jafnaði 2,1% hærra í ár en 1995. Hjá Seðlabanka telja menn enn ekki sjást marktæk merki um ofþenslu í eftirspurn, sem ógnað gæti stöðugleika í verð- lagsmálum. Þenslumerki sé helst að sjá í auknum inn- flutningi og þáttum sem mjög séu háðir tekjusveiflum eins og bílakaupum og utanlands- ferðum. Seðlabankinn viðurkennir samt að erfitt sé að spá, og einkanlega í framtíðina. Öfl- ugri efnahagsstarfsemi á síðari hluta ársins gæti stuðlað að meiri verðbólgu en í áður- nefndri spá. Á hinn bóginn sé einnig hugsanlegt að þeir þættir, sem haldið hafi aftur af verölagshækkunum að und- anförnu, séu enn vanmetnir, þannig að verðbólgan verði í raun minni, sérstaklega á næstu mánuðum. ■ Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara Tím- ans í uppsveitum Árnessýslu: Fyrir skömmu héldu kórar úr flestum framhaldsskólum kóra- mót á Laugarvatni, en sungu auk þess við sunnudagsmessu í Skálholtskirkju. Gestgjafarnir, kór Menntaskólans að Laugar- vatni ásamt stjórnanda sínum, Hilmari Erni Agnarssyni, höfðu veg og vanda af skipulagningu sönghelgarinnar, sem tókst hið besta. Listsýning í Washington vegna 10 ára afmcelis leiö- togafundarins í Reykjavík: Verk Sigrúnar Jóns- dóttur vekja athygli 2. maí sl. var opnuð listsýning í Washington DC til að minna á 10 ára afmæli leiðtogafund- arins í Reykjavík 1986, milli Reagans og Gorbatsjovs. Yfir- skrift sýningarinnar er „Brú- arsmíð: Reykjavíkurfundur- inn — tíu árum síðar". Leið- togafundurinn var merkur áfangi í samskiptum stórveld- anna og markaði upphafið að lokum kalda stríðsins. Einnig átti hann stóran þátt í að vekja athygli á íslandi og sér- staklega Reykjavík. Á sýningunni eru verk þriggja listamanna: Sigrúnar Jónsdóttur frá íslandi, Nancy Hamilton frá Bandaríkjunum og Pjotr Shap- iro frá Rússlandi. í frétt frá utan- ríkisráðuneytinu segir að verk Sigrúnar hafi vakið sérstaka at- hygli, en hún sýnir vefnað, bat- ík og steind glerverk, sem öll bera með sér sterk einkenni ís- lenskrar náttúru. Einnig eru sýndar Ijósmyndir frá leiðtoga- fundinum og tréútskurður eftir Gunnar R. Gunnarsson. Verk hans, Vinátta, sýnir á táknræn- an hátt samband íslands og Bandaríkjanna. Sýnt er í Martin Luther King- bókasafninu, sem er aðalbóka- safn borgarinnar með fjölda sýningarsala. Sýningin stendur til 28. maí, en alls koma um tvær milljónir gesta í safnið ár- lega. -BÞ Söngur og fibluleikur framhaldsskólanemanna í Skálholtskirkju undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Hagkvæmni ræður hvort Umsýslu- stofnun varnarmála verður flutt Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að liggja þurfi fyrir hvort hagkvæmni felist í því aö flytja Umsýslu- Nefnd, sem skipuð var árið 1994 til að ganga frá nýrri námskrá fyrir iönsveina til meistaraprófs, hefur lokið störfum og afhent ráðherra tillögur sínar. Aðild að nefndinni áttu Alþýðusam- band íslands, Samtök iðnað- arins, Samband iðnmennta- skóla og menntamálaráðu- neytið. Tillögur nefndarinn- ar gera ráð fyrir að meistaranámið skiptist í 3 meginsvið: almennt bók- nám, nám í stjórnunar- og rekstrargreinum og fagnám. Almennt bóknám ásamt stofnun vamarmála af Grensásvegi í Reykjavík til Suðumesja áður en ákvörö- un um flutning verði tekin. stjórnunar- og rekstrarnámi skiptist í kjarna eða skyldunám annars vegar og valnám hins vegar. Nám í kjarna miðast við sameiginlegar námsþarfir allra meistaranema. Nefndin telur að allir þurfi að tileinka sér grundvallarþekkingu og hæfni, er tengist stjórnun og rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt handleiðslu iðnnema og starfsmanna. Þá þurfi nemar að hafa sæmilega gott vald á móð- urmálinu í ræðu og riti, svo og þeirri stærðfræði sem einkum tengist viðskiptum og atvinnu- rekstri, auk lágmarksþekkingar Hann sagði að áformað væri að láta fara fram könnun á hvort flutningur hennar geti leitt slíka hagkvæmni af sér. og færni í tölvunotkun. Drög að heildarnámskrá meistaranáms skiptist í 8 hluta. Annars vegar aðalnámskrá og hins vegar skrá fyrir sérgreinar 7 iðngreinaflokka. Þeir eru bókiðngreinar; bygginga- og tréiðngreinar; fata-, skinna- og leðuriðngreinar; matvælaiðn- greinar; málmiðnaðargreinar; rafiðnaðargreinar og snyrti- greinar. Áformað er að staðfesta nýja námskrá meistaranáms fyrir lok þessa mánaðar og hefja kennslu samkvæmt henni á næsta skólaári. -BÞ Tilefni ummæla utanríkis- ráðherra var fyrirspurn frá Rannveigu Guðmundsdóttur um hvað liði flutningi Um- sýslustofnunar til Suðurnesja. Umsýslustofnun er í raun Sala varnarliðseigna, en verksviði hennar og heiti hefur nú verið breytt. Halldór Ásgrímsson sagði að stofnunin hafi nú þegar tekið við hinu breytta hlutverki, sem feli í sér aö annast frum- vinnu vegna útboða fram- kvæmda á vegum varnarliðs- ins og Mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins, auk sölu á ýmsum tækjum og bún- aöi fyrir varnarliðið. Nýtt nafn stofnunarinnar verði tekið upp innan tíðar, sem verði Umsýslustofnun varnarmála. Hvort stofnunin verði flutt til Suðurnesja sé háð niðurstöð- um þeirra athugana um hag- kvæmni þess sem nú standi fyrir dyrum. Varasamt sé aö vænta þess að flutningur þessarar stofn- unar muni skapa mörg at- vinnutækifæri á Suðurnesjum, þar sem hún byggist á störfum fárra manna. -ÞI Breytingar fyrirhugaöar á námskrá fyrir iönsveina til meistaraprófs: Þekkingar krafist á stjórn- un og rekstri fyrirtækja Áfengisveitingar Sjálfstoeöisflokks á ísafiröi: Opinbert leyndarmál í yfirlýsingu, sem Funk- listinn á ísafiröi hefur sent frá sér, segir að Funklist- inn hafi ekki dregið til baka orð sín um áfengis- veitingar Sjálfstæðis- flokksins til ungs fólks á ísafirði og staðið verði við það. Erinfremur hafi fram- kvæmdastjóri Funklistans ekki beðist afsökunar á orðum sínum varðandi nærveru sýslumanns við meintar áfengisveitingar Sjálfstæðisflokks. Haft var eftir sýslumanni í Tímanum sl. laugardag að framkvæmdastjóri Funklist- ans, Smári Karlsson, hefði beðist afsökunar á orðum sínum og tekið þau til baka. í yfirlýsingu Funklistans segir einnig: „Títtnefndar áfengisveitingar Sjálfstæðis- flokksins hafa lengi verið opinbert leyndarmál hér í bæ, en okkur fannst rétt að allir vissu um þessar starfs- aðferðir flokksins vegna þess hve ógeðfelldar þær væru. Sjálfstæðismenn ættu því ekki að móðgast, þeir ættu að skammast sín." -BÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.