Tíminn - 11.05.1996, Side 19
Laugardagur 11. maí 1996
19
Anna prinsessa var heiöursgest-
ur á verölaunaafhendingunni og
viöurkenndi hún aö hafa sleppt
afmælisveislu móöur sinnar til
aö geta veriö viöstödd afhend-
ingu BAFTA-verölaunanna.
loan Collins var einnig kynnir á
afhendingunni og hafa þaö
vœntanlega veriö samantekin
ráö hjá þeim kerlum aö mœta í
hvítu.
Jane Austen stal senunni
Verðlaunatíðinni lýkur ekki
með afhendingum Óskars-
verðlauna og fyrir skömmu af-
hentu Bretar kvikmynda- og
sjónvarpsstjörnum sína ósk-
ara, svokölluð BAFTA-verð-
laun.
Þetta er í 27. sinn sem
stjörnurnar eru verðlaunaðar
frá BAFTA og það var rithöf-
undurinn Jane Austen sem
stal senunni nú nærri tveimur
öldum eftir ab hún skrifaði
skáldsögur sínar en kvik-
myndaútgáfan af Sense and
Sensibility fékk verðlaun sem
besta kvikmyndin. Auk þess
var Emma Thompson valin
besta aðalleikkona í þeirri
mynd og besta leikkona í
aukahlutverki var valin Kate
Winslet, einnig úr myndinni
Sense and Sensibility.
Besta leikkona í aukahlutverki
var valin hin tvítuga Kate Wins-
let fyrir leikinn íSense and Sensi-
bility.
Af öðrum ánægðúm gestum
má nefna ab Nigel Hawthorne
var valin besti aðalkarlleikari
fyrir leik í myndinni The Mad-
ness of King George en hún
hlaut einnig titilinn Framúr-
skarandi bresk kvikmynd. Ým-
islegt fleira var verðlaunað
þetta kvöld, t.d. voru Ráðgátur
valdar vinsælasta sjónvarps-
þáttaröðin, tímamótaviðtalið
vib Díönu prinsessu þar sem
hún viðurkenndi 'að hafa
haldið framhjá Karli Breta-
prins var valið besta sjónvarp-
sviðtalið og þáttaröðin sem nú
er sýnd í ríkissjónvarpinu, The
Politician's Wife, hlaut verb-
laun sem besta dramatíska
þáttaröðin. ■
Hún Emma Thompson þarf sjálf-
sagt bráölega aö fjárfesta í nýj-
um glerskáp því dómnefndir
viröast óþreytandi viö aö af-
henda konunni verölaun af
ýmsu tagi.
Angela Lansbury ásamt eigin-
manninum Peter Shaw.
í SPECLI
TÍIVIANS
Patsy Kensit mætti í drifhvítum
jakkafötum en hún var kynnir á
athöfninni.
Framsóknarflokkurínn
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1996
Dregiö ver&ur í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Velunnarar
flokksins eru hvattir til a& grei&a heimsenda gíróse&la fyrir þann tíma.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 562-4480.
Framsóknarflokkurinn
Kópavogur
Bæjarmálafundur ver&ur haldinn a& Digranesvegi 12,
mánudaginn 13. maí kl. 20.30. Sigur&ur Geirdal ræöir bæj-
armálin.
Framsóknarfélögin í Kópavogi
Sigurður
26. þing Sambands ungra
framsóknarmanna, Bifröst
í Borgarfirbi 7.-9. júní 1996
Föstudagur 7. júní:
Kl. 20.00 Setning — Gu&jón Ólafur Jónsson, formaður SUF.
Kl. 20.10 Kosning embættismanna:
a) Tveggja þingforseta.
b) Tveggja þingritara.
c) Kjörnefndar.
Kl. 20.15 Skýrsla stjórnar:
a) Gu&jón Ólafur Jónsson, forma&ur SUF.
b) Þorlákur Traustason, gjaldkeri SUF.
Kl. 20.45 Tillögur a& ályktunum þingsins.
Kl. 21.30 Ávörp gesta — umræ&ur og fyrirspurnir.
Kl. 22.45 Nefndastörf.
Kl. 00.00 Óvæntar uppákomur.
Laugardagur 8. júní:
Kl. 09.30 Morgunver&ur.
Kl. 10.00 Nefndastörf.
Kl. 12.00 Hádegisver&ur.
Kl. 13.00 Umræ&ur og afgrei&sla ályktana.
Kl. 15.30 Kaffihlé — uppákomur.
Kl. 17.00 Afgrei&sla stjórnmálaályktunar.
Kl. 17.30 Kosningar.
Kl. 18.00 Önnur mál — þingslit.
Kl. 19.30 Grillveisla — samdrykkja.
Kl. 23.00 Dansleikur.
Sunnudagur 9. júní:
Kl. 09.30 Morgunverður — brottför.
A
KÓPAV OGSBÆR
Húsnæðisnefnd Kópavogs
Umsóknir
Húsnæöisnefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir umsóknum
um félagslegar eignaríbúbir og félagslegar kaupleiguíbúbir.
Þeir einir koma til greina sem uppfýlla eftirfarandi skilyrbi:
1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign.
2. Eru innan eigna- og tekjumarka Húsnæbisstofnunar ríkisins,
sem eru meöaltekjur áranna 1993-1995.
Meðaltekjur einstaklinga: kr. 1.500.000
Mebaltekjur hjóna: kr. 1.875.000
Viðbót fyrir hvert barn: kr. 250.000
Eignamörk eru: kr. 1.900.000
3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við ab greiðslubyröi
lána fari ekki yfir 28% af tekjum.
Umsóknareyðublöð verba afhent á skrifstofu Húsnæbisnefndar
Kópavogs ab Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga-
föstudaga.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 1996.
Athygli er vakin á því ab gildar eru umsóknir sem borist hafa
eftir 1. janúar 1996, en eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Nánari upplýsingar veittar hjá Húsnæðisnefnd Kópavogs,
Fannborg 4, eba í síma 554-5140 frá kl. 11 -12 alla virka daga.
Húsnæðisnefnd Kópavogs.
Greiöslumark í sauðfé óskast
Upplýsingar í síma 468-1166 og 854-3531.