Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 4
Láu^dagur^tel996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk.
80 ára
afmælishátíð ASÍ
í dag fagnar Alþýðusamband íslands áttræðisafmæli
sínu þó hið eiginlega afmæli hafi verið 12. mars síðast-
liðinn, en ASÍ var stofnað þann dag árið 1916. Ottó N.
Þorláksson var fyrsti forseti þess, en frá því hann stóð
fremst í forystusveit hins nýstofnaða sambands hefur
mikið vatn runnið til sjávar og mikilvægi Alþýðusam-
bandsins aukist til muna. Nú eru 203 félög og deildir í
sjö landssamböndum innan vébanda ASÍ og félags-
menn eru tæplega sjötíu þúsund. Eins og sannast hefur
á Alþýðusambandsþingi nú í vikunni blása þar enn
ferskir vindar um sali og sýna ab áttræður öldungurinn
er enn í fullu fjöri. Mikilvægi Alþýðusambandsins í ís-
lensku þjóðfélagi verður seint ofmetið og þó kastast hafi
í kekki með því og stjórnvöldum um stundarsakir er
viðbúið að menn jafni þann ágreining fljótlega. Tíminn
árnar Alþýðusambandinu heilla á þessari afmælishátíð.
Fyrsta ferðahelgin
Nú er fyrsta hefðbundna ferðahelgi sumarsins hafin
en hvítasunnuhelgin er í huga margra upphaf sumars-
ins, þó kærkomin veðurblíðan sem verið hefur undan-
farið hafi ruglað marga svolítið í ríminu með það. Veð-
urblíðan hefur líka sín áhrif til að hvetja fólk til að verða
á faraldsfæti.
Ferðaþjónustuaðilar víða um land gleðjast að vonum
yfir góðu veðri en uppbygging í þeirri atvinnugrein hef-
ur í raun og veru verið ævintýri líkust á undanförnum
árum. Mjög athyglisvert hefur verið að fylgjast meb því
hvernig fjölmargir íslenskir bændur hafa brugðist við
samdrætti í hefðbundnum landbúnaði meb uppbygg-
ingu á fjölbreyttri ferðaþjónustu. Mun fleiri en bændur
hafa tekið þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar en
uppbyggingin á sér ekki síst stað úti á landsbyggðinni, á
stöðum sem hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár
vegna samdráttar og breytinga í hefðbundnum at-
vinnuháttum. Víba hefur tilkoma ferðaþjónustunnar
skapað ný hlutverk fyrir fasteignir og tæki sem ella hefði
fátt annað legið fyrir en að grotna niður ónýtt og yfir-
gefin, engum til gagns.
Vöxtur og viðgangur ferbaþjónustunnar sem atvinnu-
greinar hefur verið slíkur á undanförnum árum að ef
fram heldur sem horfir mun ferðaþjónustan verða sú at-
vinnugrein sem aflar einna mestra gjaldeyristekna í
þjóðarbúið innan fárra ára. Sannarlega ánægjuleg þró-
un.
Tíminn gleðst með öðrum íslendingum yfir veður-
blíðunni sem hefur gælt við landsmenn að undanförnu
og hvetur þá sem verða á faraldsfæti að fara gætilega
hvar sem þeir eru á ferð og.sýna tillitssemi í umferðinni.
Góða skapið er oftast einn af bestu ferðafélögunum.
Njótið helgarinnar!
Heiöur Helgadóttir:
Kjallarakompan dýrari
en herbergi á Hótel Esju
Aö íslendingar í „feröamannaút- V
gerð'' skuli plana að hala inn allt að
1 milljón á mánuði fyrir hálfan
kjallarann hjá sér, með því að troða
hann fullan af örmjóum trébekkj-
um og kojum, er nokkuð sem undir-
ritaða hefði ekki órað fyrir að
óreyndu. Að „ferðamannaútgerðar-
maður" skuli með þessum hætti
raunverulega verðleggja þæginda-
snauðar 10-12 fermetra niðurgrafn-
ar kjallarakompur dýrar heldur en
helstu hótelin í Reykjavík fara fram
á fyrir herbergi með öllum þægind-
um er lyginni líkast.
Gestgjafinn virtist m.a.s. trúa því
sjálfur að hann væri að bjóða sér-
staklega hagstæð kjör — og gestirn-
ir raunar líka — þangað til þeir
mættu á staðinn.
Því gisting í „uppbúnu rúmi í álmu sem þið
getið haft út af fyrir ykkur, hitað ykkur kaffi og
horft á sjónvarp", fyrir 1.800 krónur á mann á
dag hljómar alveg glimrandi í síma. Eða hvernig
ér hægt, eftir slíkar upplýsingar, að búast við að
vera vísað á lítið herbergi með allt upp í 5 tré-
bekkjum eða kojum búnum 60 cm breiðum
tjalddýnum (5 cm þykkum eða réttara þunnum
svampdýnum)?
Einn sturtuklefi fýrir
19 gesti
„Gistihúsið" reyndist sem sagt ✓
vera niðurgrafinn kjallari undir |
einni álmu einbýlishúss, á að ,
giska 70-80 fermetrar að flatar- timans
máli. Meginhluti þessa rýmis er ✓
hólfaður niður í fjögur herbergi, l*3S
sem flest eru með rúmum fyrir 5
manns, þ.e. ef rúm geta kallast. í
tveim þeirra þriggja herbergja
sem fjölskyldunni (12 manns) var vísað til voru
að vísu „hjónarúm" (120 cm boxdýna), auk tré-
bekkjanna. Aðra húsmuni var afar fáa að finna í
herbergjunum; engar ábreiður á rúmunum, né
náttborð við þau eða ljós við höfðalag og því að
síður stólar. Skreytingar á veggjum virtust aðal-
ega úr japönsku almanaki, auk einnar myndar af
„drengnum með tárið".
Fyrir þá 19 gesti sem þetta „hótel" á að rúma er
einn sturtuklefi og tvö salerni hólfuð af inn af
forstofu og síðan tvær („fjölnota") handlaugar
þar framan við í almenningi, þ.e. nánast ólokuð-
um hluta forstofunnar.
Þóttu 110 dollarar
ekkl ódýrt...
Þab var því að vonum að hjónum frá Ameríku
með tvo uppkomna syni, þætti það ekkert tiltak-
anlega ódýrt að borga jafnvirði nærri 110 Banda-
ríkjadollara, eða 7.200 krónur (1.800 kr. x 4) fyr-
ir nóttina í einni af þessum vistarverum. Ekki
varð undrun þeirra minni þegar þau síöar áttuðu
sig á, að raunverulega var innheimt hærra verð
fyrir kjallarakompuna heldur en borgað er fyr-
ir gott herbergi með baði og öbrum þægindum
m.a. á Scandic hótelunum Esju og Loftleiðum í
Reykjavík á sama tíma. Tveggja manna herbergi
á þessum hótelum kostar (út maí) 7.400 krónur á
sólarhring, með morgunverði inniföldum (og
þribja rúmið ásamt morgunverði fæst fyrir 2.000
kr. til viðbótar).
Að morgunverðum frádregnum má þannig
áætla að herbergið eitt kosti kringum 6.200 til
6.400 kr. á Scandic hótelunum — á sama tíma og
umræddur „gestgjafi" fer fram á allt að 9.000 kr.
á nóttina (1.800 x 5) fyrir hverja kompu í kjallar-
anum hjá sér — og er m.a.s. djúpt særður fallist
gestirnir ekki að að þetta sé einstaklega ódýrt.
Brúttórými „hótelsins" um 4
m2á mann
Þegar „ódýra" gistingin (1.800 kr./dag) er skoð-
uð í ljósi þess að brúttórými umrædds „gistihúss"
er aðeins kringum 4 m2 á mann, þegar það er
fullbókað, breytast það úr ódýru í að vera fok-
dýrt. Fullbókuðu er þessu „kjallarahóteli" þannig
ætlað að skila rúmlega 34.000 kr. tekjum á dag,
eða rúmlega milljón krónum á mánuði m.v.
100% nýtingu. Þess má geta að annað álíka „hót-
el" mun vera í hinum hluta kjallarans, sem und-
irrituð kom ekki inn í.
Rétt er að taka fram að umrætt „gistihús" er
ekki án allra þæginda. Auk lítils kæliskáps í for-
stofunni eru gestum frjáls afnot af hraðsuðukatli
og hitakönnum sem komið er fyrir á hillu við
hlið handlauganna, ásamt bollum og nokkrum
borðbúnaði sem þar eru á annarri hillu. Hand-
laugarnar er líka heimilt að nota til að þvo upp
bollana og önnur ílát. Fjölskyldan fékk m.a.s.
lánað grill til að grilla nokkra hamborgara fyrir
„standandi borðhald" því afar fáa stóla var að
_______ finna á staðnum.
í gangi milli herbergjanna var
líka ágætt sjónvarp og útvarp,
sem allt að 5 manns gátu setið
við í einu (með því að sitja í
gangveginum fyrir hinum). Síð-
ast en ekki síst má nefna „tíkalla-
síma" — sem einungis er þó
hægt að hringja úr, en ekki í
(vegna þess að það mundi ekki
skila neinum tekjum upp í fjár-
festinguna, sagði gestgjafinn).
Og „hótelið" var líka hvítmálað og hreint, enda
tilkynnti eigandinn að hún hefði verið með
konu allan morguninn „fyrir 500 á krónur á tím-
ann" til að allt yrði nú hvítskúrað vib mættum á
staðinn.
Er e.t.v. víöa pottur brotinn í
„feröamannaútveginum"?
Rétt er að taka fram að umræddur „gististaður"
heyrir ekki undir Bændagistingu. Undirrituð
ákvað að nefna hann ekki með nafni, þar sem að
henni læðist illur grunur um að þarna sé kannski
alls ekki um neitt einsdæmi að ræða.
í rauninni er það heldur alls ekki ætlunin að
gagnrýna það að fólk bjóði ferðamönnum
„ódýra" gistingu í kjallaranum hjá sér — fremur
þvert á móti. Því í okkar rigningarsama landi er
afar æskilegt að ferðamönnum sé auðvelt að
komast í húsaskjól — jafnvel þótt buddan þeirra
sé létt. Undir slíkum formerkjum getur það jafn-
vel verið í stakasta lagi að troða 5-6 mjóum
bekkjum og kojum inn í eitt miðlungs herbergi
— þ.e. ef gjaldtakan er í réttu samræmi við það.
En að ætla sér að hala inn allt að 9.000 kr. (1.800
x 5) á nóttina, eða jafnvel þaðan af meira, fyrir
lítið herbergi með trébálka með tjalddýnum sem
einustu innanstokksmuni — það tekur eiginlega
út yfir allan þjófabálk.
Vilji húseigandi hins vegar bjóða gestum sín-
um „uppbúin rúm" hljóta gestirnir þá ekki að
mega ætlast til þess ab geta sofið þolanlega — í
stað þess að þurfa ab vakna upp allir í strengjum,
eftir endalausa snúninga af einni hlið á aðra
vegna þess hvað kojunar eru harðar og mjóar?
Skýrt skal tekið fram ab framangreindar kröfur
mótst ekki af því að undirrituð hafi vanið sig ein-
hvern lúxus á ferðalögum. Þvert á móti reyni ég
jafnan, bæbi utan lands og innan, að ferðast
ódýrt og leita því oftast að gistimöguleikum í
ódýrasta kantinum. En m.a.s. á flandri um Tyrk-
land þvert og endilengt og gistingu á tugum
ódyrra „pensjóna" (300-500 kr. herbergjum) í 20-
35 borgum og þorpum þar í landi hefur mér aldr-
ei verið boðið óþægilegra rúm en þau „ódýru"
sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Ætli
menn sér ab tvöfalda ferðamannastrauminn
hingað á næstu tíu árum, eins og fréttir herma,
getur slíkt tæplega verið rétta leiðin. ■