Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 25. maí 1996 Haavrðingaþáttur í handritaþætti Ómars Ragnarssonar í sjónvarpinu, sem sýndur var í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá komu handritanna, kom skilmerkilega fram sú skoðun að endurheimt handritanna hafi verið einkaverk Gylfa Þ. Gíslasonar. Um það yrkir Gestur í Vík: Vor sögulega handritsheimt var hetjuverk og engum gleymt. Sú dáð, sem þama dugði til, var doktors Gylfa sólóspil. Og Gestur í Vík hefur lýst þeirri skoðun við þáttinn að Ómar hafi í fyrrnefndum þætti flutt hjartnæmt lof um aldalöng dönsk yfirráð á íslandi, ekki síst ágæti dönsku einvaldskonunganna, sem háðu drengilega baráttu fyr- ir réttindum íslensks almúga gegn kúgun innlends höfðingjavalds! Var því líkast sem þar talaði sjálfur Gísli Gunnarsson gegnum talfæri Ómars Ragnarssonar. Af því tilefni orti Gestur í Vík: Á góðu þykir varla von, verða margir hnökrar á, þegar Gísli Gunnarsson gegnum Ómar segir frá. „Strandaglópur" sendi þættinum línu og sagði að í þætti í vetur hefðu verið stökur eftir Pétur Stefánsson þar sem hann taldi upp nokkra af þeim sem hafa látið til sín heyra hér í þættinum. Og þótt Pétur hafi metið Búa mest, eggjaði hann minni spámenn til dáða og seg- ist Strandaglópur vilja taka undir þau orð: Þótt Búi kœti bragna gerð með Bragalistir slyngar, zkaðar ekki að mauli með miðlungs hagyrðingar. eða: Þótt Búi ausi úr orðasjóð og iðki listir slyngar, dugir ekki að missi móð miðlungs hagyrðingar. Og síðan fær Framsóknarflokkurinn tiltal frá Stranda- glópnum, sem ekki er alls kostar ánægður með hvernig þetta stjórnarsamstarf hefur þróast: Ekki get ég unað því, og upphef kröftugt múður, að Framsókn er að flœkjast í frjálshyggjunnar klúður. Og Búi sendir þættinum skammt að þessu sinni. Fyrsta vísan kemur í framhaldi af því að eftir kosningarnar í ísafjarðarbæ bárust fréttir af athyglisverðri neðanjarðar- starfsemi í nýju göngunum þar sem samstarfssáttmáli var undirritaður: Æðstu prestar ísafjarðar iðka göfug skylduverk nú um stundir neðanjarðar, nýjung sú er frœg og merk. Búi yrkir um allt milli himins og jarðar og þessa kallar hann einfaldlega „í gamla daga": Húskarlitm hafði þann ósið á haustin að blása á Ijósið. í myrkri var duflað, daðrað og gmflað, er Möngu hann fyigdi í fjósið. Og þessa kallar hann „Nú er gaman": íslensk þjóð er œrslagjöm og œtlar bráðum að flytja snjallan, fólks úr röðum, forseta að Bessastöðum. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Allir skyldu verja andlitib fyrir sólinni eins og unnt er: Kossar sólarinnar oft alltof heitir fyrir hvíta húð „Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur," segir í upphafi kvæbis sem allir sólarhungraðir íslendingar læra. Á undanförnum árum hefur verið að koma betur og betur í ljós að kossar sólarinnar geta orðið allt of heitir og í versta falli banvænir, ekki síst fyrir hina bleiku íbúa norðurslóba. Fólki, sem gegnum árin hefur baðað sig í sólskini í þeirri góðu trú að með því bæti það bæði heilsu sína og útlit, er nú sagt að sólin sé mesti óvinur húöarinnar. Ekki aðeins geri hún húðina hrukkótta og skorpna fyrir aldur fram, heldur fjölgi þeim ógnvænlega sem fái húðkrabbamein. Eina þeirra ótal kvenna, sem hlupu út í garð- inn sinn til að njóta fyrstu „sumarhelgarinnar" þetta árið og uggði ekki að sér fyrr en hana var fariö að hita í kinnarnar, langabi að fá nokkrar ráðleggingar frá Heiðari um hvernig hún ætti að verja húð sína fyrir ofurkossum sólarinnar næstu mánuðina. Hvort það sé t.d. sæmileg vörn í þeirri sólarvörn (UVA) sem gjarnan er getið um á ýmsum snyrtivörum, en án þess að nokkuð sé sagt um styrkleikann. Og hvernig hægt sé að komast hjá því að andlitið verði allt glansandi af fitu í sólarhita? Andlit og hendur þessarar öldrubu konu gœtu bent til ab sólin hafi kysst hana of heitt og of oft, enda sólargeislarnir fremur taldir hollir en hœttulegir í hennar ungdœmi. Sólarvörn nú í flestum dagkrem- um Heiðar: Það eiga allir að verja andlitið eins og hægt er fyrir sól. Það er allt í lagi að fá á sig svolítinn lit, en fólk þarf að varast að brenna. En í dag er sólarvörn í öllum dagkremum og öllum „meik- um", þ.e.a.s. í öllum vibur- kenndum snyrtivörumerkjum. Þannig að kona, sem er með ný krem og farða í andlitinu, hún er með sólarvörn, en fær samt svolítinn lit í gegn. Öll ný púður eru einnig meb sól- arvörn. Kona, sem er með andlitsfarða, er því varin fyrir sólinni, bæði af kreminu sem er undir og af farðanum. Styrkleiki þessarar sólarvarn- ar er misjafn eftir tegundum. Þegar um venjulegt krem er að ræða, en ekki beinlínis sólar- hrem, þá erum við ab tala um sólarvörn á bilinu 2-4, nema Þau mistök, sem algengast er ab fólk geri og skaba húb þeirra, eru: sólböb án góbrar sólar- varnar, „ofhreinsun" sem of- þurrkar húbina og ab kreista bólur og fílapensla, er haft eftir dr. Nicholas Lowe, prófessor í húbsjúkdómafrœbi, í blabinu Hello! Foreldrar cettu ab gera börnum sínum þann stóra greiba ab verja húb þeirra fyrir ofsterkum sólargeislum meban þau eru of ung til ab gæta sín sjálf. annað sé tekið fram. Sum ný krem, sem eru bara dagkrem, fara þó alla leiö upp í 15, en þá er það tekið sérstaklega fram á umbúöunum. Þannig að ég mundi segja að kona, sem er utan dyra en ekki beinlínis í sólbaði, væri nægi- lega varin í íslenskri sól með venjulegt dagkrem. En ætli hún að vera úti allan daginn og líta mikið til sólar, þá mundi ég ráðleggja henni að svissa yfir í andlitssólarkrem með þá meiri vörn. Áfram með púbrið Fari kona hins vegar í sólbað og sé með hreina húð, þá þarf hún miklu hærri vörn á andlit og axlirnar kannski líka, a.m.k. til að byrja með. Kona, sem t.d. er óvön að fara topplaus í sól- bað, hún þarf sömu sólarvörn á andlitið og hún þarf í kringum geirvörturnar. Helsta ráðið til að losna við að glansa í framan er ab vera duglegur meb púðrið. Það eru líka komnar á markaðinn — t.d. frá japanska snyrtivörufyr- irtækinu Kanebo — litlar pakkningar af þerriservíettum sem drekka í sig húðfitu, eins konar þerripappír. Kona, sem ætlar að vera mál- uð úti í sól, þarf fyrst og fremst að gæta þess að vera ekki með andlitið allt of kremað og púðra sig vel. Heiðar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áég að vera?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.