Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 5
- ,Laugardagur 25. maí 1996
5
.
Jón Kristjánsson:
Nýlega fengu á annað hundrað manns ís-
lenskan ríkisborgararétt með lögum frá Al-
þingi. Sú venja hefur skapast að leggja
fram frumvörp á haust- og vorþingi um
ríkisborgararétt þeim til handa sem upp-
fylla skilyrði þár um eða Alþingi ákveður af
einhverjum ástæðum að veita þessi rétt-
indi.
Nokkur umræða hefur orðið um hina
nýsettu löggjöf, einkum ríkisborgararétt
nokkurra íþróttamanna. Ég vil leggja nokk-
ur orð inn í þessa umræðu vegna þess að ég
átti nokkurn hlut að máli með setu í alls-
herjarnefnd Alþingis sem um þessi mál
fjallar.
Vaxandiásókn
Það er mikil og sívaxandi ásókn fólks af
erlendu bergi brotið, sem býr hérlendis, í
að fá íslenskan ríkisborgararétt. Við höfum
hér frið og réttaröryggi og góð lífskjör mið-
að við margar aðrar þjóðir, þrátt fyrir um-
ræður um efnahagserfiðleika og bág kjör.
Allsherjarnefnd þingsins haföi í höndun-
um einar tvö hundruð umsóknir til þess að
vega og meta. Allt að helmingur þeirra var
frá fólki sem hafði uppfyllt þær viðmiðun-
arreglur sem settar eru.
Til þess að fá ríkisborgararétt þarf að hafa
dvalib hér á landi í sjö ár. Norðurlandabú-
ar þurfa fimm ára dvöl. Ef makinn er ís-
lenskur ríkisborgari þarf þriggja ára dvöl til
þess að öðlast réttinn. Þetta eru viðmiðun-
arreglur sem Alþingi hefur sett sér. Hins
vegar hefur þingið fullan rétt til þess að
bregða út af og gera undantekningar.
Ákvörðunarvaldið um þab er í þess hönd-
um.
Hins vegar er æskilegt ab fariö sé sem
mest eftir áðurnefndum viðmiðunarregl-
um til þess að mismuna fólki ekki. Ég full-
yrði að það hefur verib gert. Hins vegar eru
á því nokkrar undantekningar, en mér
finnst ekki hafa komið nægilega fram í
umræöunni ab forsendan fyrir því er sú ab
sá hinn sami sé í einhverjum vandkvæð-
um, t.d. ferðafrelsi hans sé á einhvern hátt
skert, eða hann eigi ekki afturkvæmt til
fyrri heimkynna af einhverjum ástæðum.
Langsamlega flest undantekningatilvik eru
af þessum ástæðum. Svo er til dæmis hátt-
ab með flesta þá íþróttamenn sem hafa
fengið íslenskan ríkisborgararétt án þess að
uppfylla viðmiðunarreglur Alþingis. Sú
gagnrýni, að þab eitt að geta kastað eða
sparkað bolta sé nóg til þess að fá réttinn,
er ekki sanngjörn að mínum dómi.
þeirri afstöbu ab draga eigi frumvörpin til
baka.
Vinna allsherjarnefndar
Allsherjarnefnd vinnur þetta mál þannig
ab formaður nefndarinnar og einn fulltrúi
stjórnarandstöbuflokkanna í henni fara yf-
ir allar umsóknir ásamt starfsmanni henn-
ar, afla upplýsinga og taka á móti viðtölum
aðila. Þau Sólveig Pétursdóttir og Ögmund-
ur Jónasson unnu þetta verk ásamt ritara
nefndarinnar af mikilli samviskusemi. Síb-
an tekur nefndin í heild fyrir allar umsókn-
irnar, og enginn er samþykktur nema meb
samstöðu allrar nefndarinnar um þann
einstakling.
Mér þykir rétt að þessar hugleiðingar
komi fram af minni
hálfu vegna þess að
mér finnst brydda á því
í umræðunni að hér sé
um geðþóttaákvarðanir
að ræða. Því fer víðs
fjarri. Bak við alla ein-
staklinga, sem fengu
ríkisborgararétt nú, eru
ástæður sem nefndin
mat gildar til undan-
tekninga, en ég mun að
sjálfsögðu ekki ræba
einstaklinga í þessu sambandi eba per-
sónuleg mál þeirra.
Stóru deilumálin á Alþingi
Hin umdeildu mál um réttindi og skyld-
ur opinberra starfsmanna og um frumvarp
um samskipti á vinnumarkaði eru nú kom-
in til þriðju umræðu eftir maraþonræður
vib abra umræöu. Bæbi frumvörpin hafa
tekið miklum breytingum og hefur verið
tekið tillit til fjöldamargra ábendinga og
gagnrýni sem komiö hefur fram frá sam-
tökum launþega um málin. Það var alveg
ljóst í upphafi ab Alþingi myndi vinna
þessi mál á þann veg að hinn upphaflegi
bókstafur lagafmmvarpanna væri ekki
heilagur og starfsnefndir þingsins væru
opnar fyrir breytingum. Þótt mikill hluti
umsagna verkalýðsfélaga væri ýmist mót-
mælaorðsendingar eða staðlaðar umsagnir,
voru sendar inn frá heildarsamtökum ítar-
legar umsagnir, sem voru góð vinnuplögg.
Eigi ab síður hefur ekki verið hvikað frá
Löggjafarvaldið á ekki að
framselja
Ég greiddi frumvörpunum atkvæbi,
meðal annars af þeim prinsipástæðum ab
ég get ekki sætt mig við að Alþingi hafi
ekki lögsögu nema í ákveðnum málum og
vald þess sé framselt í málum sem varða
verkalýðshreyfinguna. Ég er þeirrar skoð-
unar að löggjöfin, eins og hún lítur nú út,
muni ekki veikja hreyfingu launafólks og
hef ábur sagt á þessum vettvangi að ég hef
engan áhuga á því. Þau samtök gegna þýð-
ingarmiklu hlutverki í samfélaginu.
Sú abferb að semja
um lagabreytingar og
rétta Alþingi pakkann
síban til samþykktar
samrýmist ekki reglum
um lýðræbi og þrískipt-
ingu valdsins. Álþingis-
menn eru kosnir al-
mennri kosningu til
þess að fara með lög-
gjafarvaldið og eiga
ekki að framselja þab,
hvorki samtökum at-
vinnulífsins -né öðrum. Jafnframt ber að
fara eftir þeim leikreglum sem settar eru
meb lögum. Mér finnst mestu máli skipta
hvort nýjar leikreglur, sem settar eru með
lögum, veikja möguleika launafólks til þess
að sækja sinn hlut af þjóðarkökunni. Leik-
reglurnar breytast í því efni, en ég hygg að
þab atkvæðagreiðslukerfi sem tekið er upp,
með viðræðuáætlun aðila geti í mörgum
tilfellum styrkt stöðu launafólksins í sinni
baráttu, sé á annað borð almenn þáttaka í
atkvæðagreiðslum.
Maraþonræöur,
eöa skoöanaskipti
Þab er ein umræða eftir enn um þessi
mál á Alþingi, þannig að vafalaust hefur
síðasta orðið ekki verið sagt. Hins vegar á
að ljúka þessum málum og það er von mín
að í ljós komi þegar verður farið ab vinna
eftir hinni nýju löggjöf að hún sé ekki það
gerræði sem haldið hefur verið fram í ræð-
um stjórnarandstöðunnar á Alþingi.
Því hefur einnig verið haldið fram að
Menn
°9
málefni
stjórnarliðar hafi verið þögulir á Alþingi
um málið. Það liggur í hlutarins eðli. Mara-
þonræðurnar drepa niður öll skoðana-
skipti sem myndu fara fram undir öðrum
kringumstæðum. Þeir sem hafa nokkra
þingreynslu þekkja það ofur vel. Ég er ekki
saklaus af mikium ræðuhöldum fremur en
aðrir sem hafa verið í stjórnandstöbu á
sinni þingtíð. Hins vegar fannst mér oft
ósköp lítiö munað eftir þessum afrekum í
ræðuhöldum þegar út í þjóðfélagiö er kom-
ib.
Þing ASÍ
Alþýðusamband íslands hefur haldið
þing sitt þessa dagana og heldur upp á 80
ára afmæli sitt með hátíðardagskrá í dag.
Þingið hefur kosib sér nýja forustu og ég vil
óska henni velgengni og árangurs í störf-
um. Ég veit að nýr forseti samtakanna,
Grétar Þorsteinsson, er gegn og athugull
maður og vona ab honum farnist vel í sínu
mikilvæga starfi. Forusta fyrir ASÍ er ein
mikilvægasta áhrifastaðan í þjóðfélaginu
og þar skiptir miklu máli að forsetastóllinn
sé vel skipabur, ásamt þeirri sveit sem að
baki honum stendur.
Hins vegar hafa verið átök á þinginu um
kosningar sem ég ætla ekki að dæma um
hvaða slóba draga á eftir sér, en ljóst er að
fylkingar takast á þar á bæ eins og víða
annars staðar í þjóðfélaginu.
Málafjöldi á Alþingi
Mikill fjöldi mála kemur nú til umræbu
og afgreiðslu á lokadögum Alþingis og ég
býst við ab þau umdeildustu, sem eiga eftir
að koma fyrir, séu breytingar á lögum um
stjórn fiskveiða og frumvarpið um fjár-
magnstekjuskatt. Þessum málum þarf að
ljúka fyrir þinglok. Um önnur mál vil ég
ekki spá að þessu sinni. Þau mál sem ekki
tekst að ljúka nú verða tekin upp að hausti
að venju. Ég ætla ekki heldur að spá um
það á þessu stigi hvenær Alþingi lýkur á
þessu vori, en vil segja á þessari stundu að í
vetur hafa veriö afgreidd mörg stórmál og
starfið inni á löggjafarsamkomunni hefur
gengið mjög vel. Á Alþingi hljóta alltaf að
verða mál þar sem skerst harkalega í odda
með stjórn og stjórnarandstöðu. Það er eðli
lýðræbislegrar umræðu og afgreiðslu og án
þess getum við ekki verið. ■