Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. maí 1996 15 etta er maöurinn! Ég mun þekkja manninn, sem miöabi á mig, svo lengi sem ég lifi!" hrópar vitni af sannfæringu, þegar hann eftir rán er beöinn um aö benda á hinn seka í röö manna. Því miöur er þaö blásaklaus lögreglumaöur sem hann bendir á. Dæmið er sótt í raunvemleik- ann, en ýmsar tilraunir hafa gef- ið sömu niðurstöðu. Fólk, sem lendir í ofsafengnum atburðum, em afleit vitni. Vitnasálfræöing- ar tala hreinlega um gun point- áhrifin: Ræningi kemur æðandi inn í banka, vopnaður byssu, og þeir sem inni em komast í mikið uppnám. En það sem athygli þeirra — og þar með líka minn- ingin — beinist fyrst og fremst að er vopnið í hendi ræningj- ans. Ekki ræninginn sjálfur. Það er ekki bara undir álagi, sem við erum vond vitni. Jafn- vel þótt við sýnum heiðarleg- usm viðleitni til að muna og endurvarpa atburðum, verður okkur á mörg skyssan. Ekki af vondum ásetningi, heldur vegna þess að heili okkar er ekki gerður til að endurvarpa. Heilinn virðist kjósa að hafa reglu á þeim mörgu áreitum, sem hann verbur stöðugt fyrir, en oft gerist það á kostnað sann- leikans. í Þýskalandi var farið í saum- ana á framburði 240 vitna. Að- eins fimm vom óaðfinnanleg. Líka þegar um er ab ræða að benda á hugsanlegan afbrota- mann við svonefndar sakbend- ingar, þar sem hinum grunaða er stillt upp í röð við hlið manna, þá er skekkjuprósentan ískyggilega há. Um 40% allra vitna álíta sig t.d. geta „þekkt aftur" saklausan mann í slíkri _ röð. Óáreiðanleiki vitna setur lög- menn í vanda. Annars vegar verður að sjálfsögðu ekki gengið framhjá framburði vitna, en á hinn bóginn veit lögmaðurinn að framburðinum verður að taka með töluverðum fyrirvara. í tímans rás hafa þess vegna verið gerðar nokkrar tilraunir til ab tryggja að framburður vitna verði áreiðanlegri. í Þýskalandi er t.d. algengt að vitnasálfræb- ingar séu kallaðir til við réttar- höld. Verkefni þeirra er að meta trúverðugleika vitnis. Slíkir sál- fræðingar starfa líka í Svíþjóð og m.a. var til þeirra leitað við rannsókn Palme-morðsins. Oft eru sjónarvottar það eina sem rétturinn hefur til ab byggja á þegar leggja skal fram sannan- ir í máli. Og venjulega er fram- burður vitna þungur á metun- um þegar rétturinn kveður upp úrskurð sinn. Hafi tvö vitni, hvort öðru óháb, gefið sam- hljóma vitnisburð, er það venju- lega talin öflug sönnun. Ekki fer sérann aö stela Fæst vitni ljúga af ásettu ráði. Þau eru þvert á móti flest sér þess vel meðvitandi að fram- buröur þeirra getur haft úrslita- áhrif á líf annarrar manneskju. Vandamálið er öllu heldur sá máti, sem heili okkar vinnur úr áreitum. Áöur höfðu menn tröllatrú á því ab við gætum skynjað og síðan endurvarpað veruleikanum nákvæmlega eins og hann var. Vib gætum nánast „ljósmyndað" eitthvert atvik og síðan framkallað myndina. Á vorum tímum eru sálfræð- ingar miklu vísari. Meðal annars vita þeir að minni okkar velur alltaf úr. Það nær ekki að drekka í sig öll þau áreiti, sem það tekur stöðugt við, svo í staðinn gerir heilinn m.a. það sem kallast uppfylling. Hann skáldar áfram — við sjáum snifsi af kjól og síð- an fyllir heilinn út í myndina og getur sér til um hvernig mann- eskjan var klædd. Á sama hátt skáldum við inn í atvik — og síðar meir erum við ófær um að greina á milli þess, sem raun- verulega gerðist, og þess sem heilinn hefur ómeðvitab búið sér til. Þegar vib eigum að kalla fram atvik, renna upphaflegu áreitin oft saman við þær upplýsingar sem við seinna höfum fengið. Þetta getur verið orsök þess að vitni eru oft fullkomlega í mót- sögn hvert við annað fyrir rétti. Ekkert þeirra lýgur vitandi vits, en þau upplifa oft raunveruleik- ann á gjörólíkan hátt. Fyrir lögmenn eru þetta óþægilegar staðreyndir. Þeirra verkefni er jú að framfylgja rétt- vísinni, að komast að sannleik- anum. Þess vegna neyðast lög- menn til að þekkja algengustu skekkjuorsakir, svo þeir geti gert ráð fyrir þeim þegar málið skal útkljáð. Algeng skekkjuorsök er sú staðreynd að við sjáum oft það sem við búumst við að sjá. Gerð var tilraun: Maður einn fór í þrjú gervi. Hann bjóst sem prest- ur, kaupsýslumaður og verka- maður og lést síðan hnupla tösku. 30% áhorfenda skárust í leikinn þegar presturinn stal, 42% þegar kaupsýslumaðurinn gerði það og 50% þegar verka- maðurinn lék þjóf. Eftirá voru hinir aðgerbalausu áhorfendur spurðir af hverju þeir hefðu ekki aðhafst neitt. „Ekki fer prestur að stela," var algengasta svar þeirra sem höfðu séð prestinn taka töskuna. Önnur skekkjuorsök er hin al- menna þörf mannsins fyrir að skipta fólki í vini og óvini. Fólk, sem er líkt sjálfum manni, er vinir, hinir eru litnir tortryggn- isaugum. Allmargar tilraunir hafa smám saman leitt í ljós á hvaða sviðum við erum bestu og lélegustu vitnin. T.d. kemur í ljós að við ruglumst oft á litum. Okkur er heldur ekki vel gefið að áætla SAKAMAL Trúveröugleiki okkar sem vitna getur verib mjög staöbundinn. Heilinn er ekki gerö- ur til aö „ijós- mynda" atvik og til aö bœta okkur þaö upp skáldum viö ómeövitaö upp út- skýringu. tímalengdir og hraða, en aftur á móti munum við kynferði fólks af miklu öryggi. Við könnumst allsæmilega við andlit og við munum sérlega vel eftir mjög ófríðum og mjög fríð- um andlitum. Það kemur líka á daginn að konur almennt eru heldur betri en karlarnir við að muna eftir klæðnaði. Aftur á móti muna karlar miklu betur eftir bíltegundum. Tvær ein- kennilegar niðurstöður eru að hávaxib fólk ofmetur yfirleitt hæð annarra, og of feitir ofmeta á tilsvarandi hátt þyngd ann- arra. Við erum heldur ekki sérlega snjöll í að ákvarða aldur fólks. Tveir breskir könnuðir rannsök- uðu framburð 20.000 vitna og komust að því, að ab meðaltali skeikaði um átta árum á því að aldur væri áætlaður réttur. Almennt eru aðeins u.þ.b. 45% vitna fær um að gefa góða eða nothæfa útlitslýsingu. Það sýnir rannsókn, sem prófessor Eva Smith við Kaupmannahafn- arháskóla gerði er hún skrifaði doktorsritgerð um trúverðug- leika vitna. En það að við þurfum að bera vitni um atburð nokkru eftir að hann gerðist virðist hins vegar ekki vera aðalmeinið. Satt að segja eru til rannsóknir, sem sýna blátt áfram að það er ekki alltaf kostur ab hafa atburðinn í fersku minni. Að sjálfsögðu gleymum við einhverju, en það sem við munum reynist hins- vegar réttara. Minnisskammhlaup Nýleg dönsk tilraun sýnir þar að auki að flestir eru býsna góð- ir í að negla það niður, hvenær ákveöinn atburbur átti sér stab. Jafnvel eftir heilt ár var yfir þriðjungur tilraunafólksins fær um að rekja sig að nákvæmri tímasetningu ákveðins atburð- ar. Svo hættir okkur aftur til ab misminna þegar um er að ræða það sem fræðimenn nefna leift- ur- minningar — þegar frétt kemur okkur í opna skjöldu. Yf- irleitt teljum við okkur t.d. muna nákvæmlega hvað við vorum ab sýsla þegar vib heyrb- um um Kennedy-morðið, morð- ið á Olof Palme, þegar geimferj- an Challenger fórst, slysið í Tsjernóbyl eða aðra öríagaat- burði. En það stenst ekki. Við tilraunir hafa dagbækur fólks verið bornar saman við minningar þess, og jafnvel þótt fólkið segist muna það klárt og skýrt hvar það var statt, þá stemmir það sjaldan við dag- bókina. Vlb látum undan leib- andi spurningum Meðal margra skekkjuorsaka er líka val á yfirheyrsluformi. Vib fjölda tilrauna hefur komið í ljós að sá, sem yfirheyrir vitni, á furöu auðvelt með að hafa áhrif á viðkomandi, t.d. með því að spyrja hann/hana leiðandi spurninga. Var bíllinn grænn eba gulur? spyr yfirheyrandinn og vitnið veíur annan hvorn þessara lita, þó hann hafi annars verib viss um að hafa séð rauðan bíl. Sum vitni geta þó vel staðist Ieiðandi spurningar, en langflest láta undan bara ef þau eru spurð nógu margra slíkra spurninga. Einkum getur slegið út í fyrir vitnum, ef yfirheyrandinn þrýstir á þau til að knýja fram svar. „Hugsaðu þig nú enn einu sinni um. Manstu alls ekki neitt?" spyr yfirheyrandinn. „Nei, ég man ekki háralitinn, en hann var víst í dökkum bux- um," hljómar dæmigert svar við þessari tegund spurninga. Ef vitnið reynir ab gera yfirheyr- andanum til geðs, segir það oft meira en þab á innistæöu fyrir. í tengslum við rannsóknina, sem Eva Smith gerði sem lið í doktorsritgerð sinni, lét hún 118 tilraunamanneskjur horfa á bíó- mynd um glæpaverk. Á eftir voru þær spurðar í þaula. Ein spurningin var á þá leið hvort þau hefðu tekið eftir hvort unga stúlkan í myndinni var í blárri eða drapplitri kápu. Stúlkan var aöeins hugarfóstur yfirheyrand- ans, en engu að síður töldu 33 sig hafa veitt henni athygli. Við erum jafnvel svo auð- blekkt að blæbrigði í máli geta haft áhrif á framburð okkar. í einni tilraun horfðu nokkrar til- raunamanneskjur á kvikmynd um bílslys. Síðan var einn hópur spurður: Hvað var bíllinn á mik- illi ferð þegar hann rakst á hinn bílinn? Við annan hóp hafði spurningunni verið breytt lítils- háttar. Nú hljómaöi hún svona: Hvað var bíllinn á mikilli ferð þegar hann skáll á hinum bíln- um? Síðari hópurinn nefndi verulega meiri hraða. Viku seinna voru sömu vitnin spurð nokkurra hlutlausra spurninga. Ein þeirra var á þá leið, hvort þau hefðu tekið eftir brotnu bílljósunum. Vel að merkja voru engin brotin ljós á bílunum, en í þeim hóp sem hafði heyrt sterkast kveðið að orði, höfðu meira en tvöfalt fleiri „séð" brotnu bílljósin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.