Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 6
SímtHiW- Mi&vikudagur 22. maí 1996 Halldór Þorgeirsson hjá Umba er afar ósáttur viö framkomu mennta- málaráöherra í garö íslenskrar kvikmyndageröar og segir útlendinga ekki hafa áhuga lengur á aö fjármagna íslenska menningu: íslendingar hafa ekki lengur ráðin yfir eigin kvikmyndagerö Kvikmyndafélagið Um- bi fékk 20 milljón króna styrk úr Kvik- myndasjóöi fyrir myndina Ungfrúin góða og húsið. Þar sem forsvarsmönnum Umba tókst ekki aö ljúka fjár- mögnun myndarinnar, þrátt fyrir viðbótarfrest frá Kvikmyndasjóði, hafa þeir skilað aftur styrknum og hefur honum nú þegar verib endurúthlutað. Urgur virbist vera í kvikmyndagerðar- mönnum, alltjent ekki minni en ábur, en fyrr- nefndur urgur hefur reynd- ar lengi verið viðloðandi stéttina, ekki síst vegna þess að sú samúb, sem íslensk kvikmyndagerð hefur lengi notib hjá erlendum kvik- myndasjóbum, virðist nú fara þverrandi. Þegar haft var samband við Halldór Þorgeirsson hjá Kvik- myndafélaginu Umba sagði hann fjármögnunarsögu myndarinnar Ungfrúin góða og húsið, sem eiginkona hans Guðný Halldórsdóttir hyggst leikstýra, til vitnis um minnk- andi áhuga útlendinga á að styrkja íslenskar myndir að meirihluta. Kostnaðaráætlun myndarinnar hljóðar upp á 102 milljónir og fengu þau um 19%, eða 20 milljónir, úr Kvik- myndasjóði. „Svo fáum við pening í Svíþjóð, við fundum pening í Danmörku, en þá bregst norræni sjóðurinn og við verðum að skila peningun- um af því að við náum ekki endum saman. Það, sem allt er að verða brjálað út af erlendis, er að íslendingar ætlast til þess að 80% af peningunum komi frá útlendingum. Það skilur þetta enginn. Þeir segja bara blákalt: Við ætlum ekki að fara að borga íslenska menningu. Þannig að sá velvilji, sem var og hefur óneitanlega verið mjög mikill, er horfinn. Eins og Dag Alveberg (stýrir Nor- ræna kvikmyndasjóðnum) seg- ir: Hvernig dettur ykkur í hug að færa það í letur að þið styrk- ið myndir ekki meira en 25%? Hafið þið engan metnað?" Að sögn Halldórs em myndir á hinum Norðurlöndunum styrktar ekki minna en 80% innan heimalandsins og eru því að sækja um kannski 20% styrki frá Norræna kvikmynda- sjóðnum. Reglulega hefur verið rætt um skert framlag til Kvik- myndasjóðs og að sögn Hall- dórs var framlag til sjóðsins í fyrra um 102 milljónir. Hins vegar fari þær ekki allar til út- hlutunar, því skyldur sjóðsins hafi aukist jafnt og þétt. Þann- ig þurfi fyrst að taka af fram- laginu rekstrarkostnað sjóðs- ins, tryggingarkostnað, Kvik- myndasafn íslands og þátttöku í norræna sjóðnum og Evrópu- sjóðum. Þá sitji eftir um 65 milljónir. „í gamla daga þegar þetta var í skúffunni hjá hon- um Knúti Hallssyni, var rekstr- veröa íslenskar myndir í fram- tíbinni geröar á ensku, þýsku og sœnsku? arkostnaðurinn mjög lítill og féð nýttist mun betur. Nú er- um við að horfa á 35-40% fara í kostnað. Það má kannski segja að eftir því sem við fram- leiðum fleiri myndir sé meiri skrifstofuumsýsla kringum kynningar og slíkt. En sjóður- inn hafði alltaf þá viðmiðun að virðisaukaskattur af seldum aðgöngusmiðum átti að fara í sjóðinn. Það hefur aldrei verið. Það hefur alítaf verið skorið niður." Lög um að vsk. af seldum að- göngumiðum skyldi renna til Kvikmyndasjóðs voru afnumin á þessu þingi. „Reglan núna er sú að þeir ákveða þetta sjálfir." • Kvóti á Kanana Sem dæmi um fyrrum vel- vilja útlendinga segir Halldór að við fjármögnun Karlakórs- ins Heklu lögðu Þjóðverjar milljón mörk á borðið. „Nú er t.d. mjög lítið um pening í Þýskalandi. Þjóðverjar leggja núna aðalkapp á það að fram- leiða þýskt efni. Það eru allir að reyna að byggja upp inn- lenda dagskrárgerð af ótta við Kanana. Heilu Evrópuráðs- þirigin fjalla um það að setja kvóta á Kanana. Það eru allir að hugsa um þetta, nema eitt land — og það heitir ísland. Hér er öllum nákvæmlega sama. Við sjáum það kannski best á því að sjónvarpið er að verða að engu. Það er enginn búinn að móta stefnu í sjón- varpsmálum." • Ráðum ekki eigin kvikmyndagerb „Við íslendingar erum hættir að ráða því hvað er framleitt. Það gerist þannig: Það fær ein- hver úthlutað úr Kvikmynda- sjóði, svo fer hann einhvern stafkarlsstíg um Evrópu. Ef honum tekst að finna pening- ana, þá borgar Kvikmyndasjóð- ur út, ef það tekst ekki fær ein- hver annar styrkinn. Sjóðurinn veit ekkert hvað hann vill. Hann hefur enga löngun til að neitt verði framleitt. Þetta er bara spurning um hver er til- búinn að borga myndirnar. Sjóðnum er alveg sama hvaða vitleysa kemur út úr því. Það er þetta sem hefur breyst." • Danska abferbin „í Danmörku eru t.d. tvær leiðir. Þú getur sótt beint um til danska kvikmyndasjóösins og þá færðu yfirleitt mjög myndarlegan styrk. Þeir sjá til þess að myndin sé gerð, henni dreift og allt það. Svo er það líka 50:50 reglan. Ef þú ert bú- inn að fá 50% peninganna, þá borga þeir út hinn helminginn þegjandi og hljóðalaust. Þeir leggja ekkert mat á handritið, heldur segja að eitthvað hljóti að vera varið í verkefni sem búið er að útvega 50% fjár- magns í. Menn eru mjög spenntir fyrir þessu fyrirkomu- lagi af því að það býður bæði upp á kommersjalisma, vin- sæla, og menningarlega hluti sem er mjög nauðsynlegt. Ég nefni sem dæmi Babettes gæstebud, sem var mjög erfið í fjármögnun, það var danski kvikmyndasjóðurinn sem fjár- magnaði hana. Það voru hins vegar dönsku verkalýðsfélögin sem borguðU Pelle erobreren." • íslenska leibin? — Kvikmyndagerðarmenn hljóta að hafa hugmyndir um hvaða fyrirkomulag þeir telji ákjósanlegast hér. Hvaða leið finnst þér heþþilegust? „Við viljum að það sé farin sama leið og á hinum Norður- löndunum. Að skatthagnaður af kvikmyndaiðnaði renni aft- ur til kvikmyndagerðar, eins og er um alla Evrópu. Við meg- um ekki gleyma því að mynd- bandaleigurnar hér velta yfir milljarði. Hér er ríkið að græða á þessari listgrein. Því þó svo að þeir setji 100 milljónir í Kvikmyndasjóð, þá ættu að vera 140 í honum, því við er- um að fá það inn í virðisauka- skatt af miðasölu. Þeir eru að fá kannski 250 milljónir í virð- isaukaskatt af myndbandaleig- unum. Þeir eru aö gefa vinum sínum sjónvarpsrásir. Um all- an heim eru menn látnir borga fyrir þetta. í Frakklandi þarftu að borga fyrir að sýna erlent efni, þú borgar sekt." • Menntamála- rábherra Halldór fer út um víðan völl og stundum grýttan, þegar tal- ið berst að Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og þekk- ingarleysi þingmanna á kvik- myndagerð. Hann nefnir sem dæmi að fyrir síðustu kosning- ar hafi tilvonandi þingmenn verið spurðir hve miklir pen- ingar væru í Kvikmyndasjóði. Enginn vissi það og einn gisk- aði á milljón. „Svo hefur enginn þorað að bera þetta saman við aðrar list- greinar, hvað það kostar t.d. að gera út Þjóðleikhúsið og Borg- arleikhúsið. Ég staðhæfi að það fer yfir milljarður í leiklist sem er að deyja. Aðsókn að leikhús- um fer minnkandi ár frá ári," sagði Halldór og telur nærri lagi að um tífalt meiri pening- ar fari í rekstur leiklistar á landinu en til kvikmyndanna. „Það er eins og með sjón- varpið, sem tekur inn um rösk- an milljarð á ári í afnotagjöld, en það enda 200 milljónir í dagskrárgerð. Hvað varð um restina? Það er líka svolítið undarlegt að hvergi, nema kannski í Kína og Sovétríkjun- um, hefur yfirmaður getað set- ið í 30 ár á fjölmiðli. Það virð- ist aldrei þurfa að endurnýja þarna. Það er sama fólkið búið að stjórna þessari stofnun í 30 ár. Það gat það ekki þá og getur það heldur ekki í dag." Halldór telur það skelfilegt fyrir kvikmyndina ef tekin yröi upp sú stefna að styrkja ein- göngu eina til tvær myndir á ári. Þá myndi flótti kvik- myndagerðarmanna til út- landa aukast, þó sumir þeirra eigi á hættu að flýja í atvinnu- leysi. „Það byggir enginn iðn- að kringum eina mynd á ári. Á sama tíma hefur það nefnilega líka gerst að sjónvarpið er nán- ast hætt að framleiða leikið efni. Það eru heilu kynslóðirn- ar að vaxa úr grasi núna, sem í rauninni munu aldrei þekkja leikið íslenskt efni. Þegar ég var að vinna á sjónvarpinu frá '79-'83 þá voru yfirleitt fram- leidd um 10 leikrit á ári. Jón Þórarinsson, sem vann þá á sjónvarpinu, hann setti þetta á oddinn. Það voru auðvitað gerðar misjafnar tilraunir, en það var alltaf verið að reyna." • ísl-enskar mynd- ir — Þið hafið ekki hugsað ykkur að fara þá leið að taka myndir á útlensku? „Jú. Ég býst fastlega við að Ungfrúin góða og húsið verði ekki tekin upp á íslensku, held- ur á ensku," sagði Halldór og eru þau að vonast eftir fjár- magni frá Bretlandi og Amer- íku. „Hún hættir þá auðvitað að vera íslensk mynd. En við erum þegar búin að verja svo miklum peningum í þetta, að við verðum að fá þá til baka. Við erum með aðra mynd, sem er hugsanlega að fara í gang núna, með óþekktum íslensk- um leikstjóra sem hefur aldrei áður skrifað handrit. Það á samt sem áður að fara að taka hana upp í sumar fyrir 190 milljónir. Það eru til peningar fyrir enskumælandi myndir. Ef þær eru nógu kommersíal eða nógu heimskar, þá eru alltaf til pen- ingar." — Er straumurinn á leið út til að gera myndir á útlensku? Er orðinn lítill áhugi fyrir því að berjast um þetta fjármagn héma heima? „Já. Fyrir nokkrum árum var aldrei talað um neitt annað en að gera myndir á íslensku. Nú heyrir maður á kollegunum að það er verið að ræða það í fullri alvöru að fara að taka upp á ensku. Ég veit um 2-3 myndir sem eru á leið með að verða að einhverju og þær eru allar á ensku. Menn nenna ekki að standa í þessu." • Heimsveldi Kanans „Fólk verður að skilja hvern- ig ástandið er, af hverju Kan- arnir hafa þetta tak á Évrópu. Amerísk kvikmynd í dag er að taka inn 60% af sínum tekjum í Evrópu. Evrópski markaður- inn er stærri en sá ameríski. Þeir koma til bíóhúsaeigenda með kannski 20 titla og neyða þig til að kaupa allar myndirn- ar. Ef þú ert með eitthvert múður, þá færðu ekki block- buster- myndirnar (metsölu- myndirnar). Þannig að þú verður að kaupa allan pakk- ann, sýna myndirnar og aug- lýsa eins og þú sért rosa stoltur af þessu öllu. Fyrir bragðið stjórna þeir, án þess að eiga bíóin, valinu inn í bíóin. Þessa stjórn hafa þeir um gjörvalla Evrópu. T.d. var gerð kvikmynd í Sviss sem Gérard Depardieu lék í. Myndin fjallar um mann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.