Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 12
12 IjEinwnw Laugardagur 25. maí 1996 Aöeins ein sýning: Sauðkrækingar í Þjóðleikhúsinu Þjó&leikhúsið bý&ur nú þri&ja áriö í rö& áhugaleikfélagi aö sýna á Stóra sviöi leikhússins og var sýning Leikfélags Sau&ár- króks á leikritinu Sumariö fyrir stríð eftir Jón Ormar Ormsson valin Athyglisver&asta áhuga- leiksýning ársins '96 en 7 leikfé- lög sóttust eftir titlinum. I fjölmennri sýningu Sauð- krækinga er mikil tónlist og söng- ur en þar segir frá einu sumri í ís- lensku byggöarlagi. í umsögn dómnefndar kemur fram að tekist hafi að virkja hæfileika allra þátt- takenda og a& sterkur heildarblær sé á sýningunni. Sumarið eftir stríð verður sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins á ann- an í hvítasunnu 27. maí kl. 20. Aðeins þessa eina sýning. ■ J Jara og Einar duttu í lukkupottinn! Nú eru Jara og Einar byrjuð að kaupa. Það fyrsta sem varð fyrir valinu var vaskur og krani. Þau vantar ennþá allt milli himins og jarðar, s.s. sófaborð, borðstofuborð og stóla, hornskáp með gleri, fataskáp, náttborð, tölvuborð, vesk; baðskáp, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV œtlar að gefa þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 286.500 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! Smáauglýsingar OV S50S000 Pétur Hafstein forseta- frambjóöandi: Fyrsti opni framboos- fundurinn Pétur Hafstein heldur fyrsta opna framboðsfund sinn í ís- lensku ópemnni í dag kl. 17. Pétur mun halda ræðu og fjalla um framboð sitt og stefnu og embætti forseta íslands. Fram koma þekktir hljómlistarmenn á fundinum. Eftir hvítasunnuna mun Pétur halda til Reykhóla og þaðan til Bíldudals. Frambjóðandinn verö- ur kl. 14 á Tálknafirði, en um kvöldið er fundur í félagsheimil- inu á Patreksfirði kl. 20.30. Á miðvikudaginn verður Pétur Hafstein í Vestmannaeyjum og heldur opinn fund á Hertogan- um kl. 20.30. Á fimmtudag verða Grindvíkingar sóttir heim. -JBP Súsanna í Höfunda- smiöjunni: Mig dreymir ekki vitleysu Einþáttungurinn Mig dreymir ekki vitleysu eftir Súsönnu Svavarsdóttur verður fluttur í Höfundasmiðju LR í Borgar- leikhúsinu í dag kl. 16. Þátturinn fjallar að sögn Sú- sönnnu um kærleikann, raun- vemleikann og skuldbindingar í heimi skipulags, forsjárhýggju og hæfni. Tvenn fullorðin hjón standa frammi fyrir því að þurfa aö búa á sitthvorum staðnum. „Það má segja að þetta sé ádeila á þjóðfélag þar sem öllu er stjórnað með hagfræðinni; fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og mannlegum samskiptum. Hið svokallaða „gæðamat" hefur gert það að verkum að hver mínúta í vinnudegi einstaklinga er skil- greind til að framleiðni og afköst verði í hámarki." Með hlutverk fara Rúrik Har- aldsson, Margrét Ólafsdóttir, Theodór Júlíusson og Jóhanna Jónas. Ásdís Skúladóttir leikstýrir. Söngleikja- og kráar- kvöld Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara Tím- ans í uppsveitum Árnessýslu. Að eiga notalega kvöldstund - „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur ..." - í West side Story, í Oklahóma og með Ton- deleyo hans Sigfúsar Halldórs- sonar var nokkuð sem bændum og búaliði í uppsveitum Árnes- sýslu var boðið upp á kvöldið fyrir síðastliðinn uppstigningar- dag í Aratungu, félagsheimili Biskupstungna. Krásirnar voru framreiddar af heimamönnum uppsveitanna, þeim Lofti Er- lingssyni baritónsöngvara og Gnúpverja, Margréti Bóasdóttur sópransöngkonu og Tungna- manni, Miklos Dalmay píanó- leikara, Ungverja og Hreppa- manni og Vörðukórnum sem er uppsveitablendingur, en Jón K.B. Sigfússon Aratungumaje- stró sá um léttu nóturnar í mat og drykk. Og svo fóru menn glaöir út í sumarnótt vorsins, ýmist áleiðis í draumalandið eða í nátthagann til að huga að ám sínum og nýju lífi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.