Tíminn - 25.05.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. maí 1996
11
Abraham Lincoln
lét fyrir öllu ööru
ganga aö koma í
veg fyrir aö Suöur-
ríkjunum tœkist aö
slíta sig frá Banda-
ríkjunum. Hann var
örlagatrúar og átti
fremur auövelt meö
aö létta afsér
þungri ábyrgö meö
því aö varpa henni
á Cuö og/eöa ör-
lögin.
Abraham Lincoln
(f. 1809, Banda-
ríkjaforseti frá
1861 til dauöadags 1865)
hefur oröið aö einskonar
þjóðardýrlingi hjá
Bandarí k j amönnum,
a.m.k. öörum en hvítum
Suðurríkjamönnum. í
augum þeirra var hann
lengi fyrst og fremst
harðstjóri sem braut þá
undir alríkisvaldiö meö
báli og brandi.
Þjóðardýrlingsímyndina á
Lincoln einkum því aö þakka
aö undir hans forystu afnam
Bandaríkjastjórn þrælahald
þarlendis og vann bandaríska
borgarastríðiö (1861-65). Meö
þeim sigri var komið í veg fyr-
ir að Bandaríkin klofnuöu í
tvö ríki. Verulegan þátt í þjóð-
ardýrlingsímynd „fööur Abra-
hams" átti og píslarvotts-
ímynd, sem myndaðist um
hann vegna þess að hann var
myrtur.
Átök um vestursvæði
Bandaríkjaforseta þennan
hefur undanfarið borið nokk-
uð á góma í blöðum, vegna
nýútkominnar bókar um
hann, eftir þarlendan sagn-
fræðing, David Herbert Don-
ald. Er því riti mjög hrósað og
jafnvel kallað besta bókin um
Lincoln til þessa. í þessari
grein er höfð hliðsjón af þeim
skrifum og öðrum um „Old
Abe."
Lincoln var frá Kentucky og
ól meirihluta aldurs síns í
vesturríkjunum eða jafnvel
vestan hinna eiginlegu
Bandaríkja eins og þau voru
þá, í Kentucky, Indiana, 111-
inois. Hann var af fátæku
fólki, en vann sig upp og varö
sterkefnaður málaflutnings-
maður. Hann var hrjúfur (og
raunar forljótur) í augum
austurfylkjamanna, laginn
við að laða að sér óbrotið fólk,
forðaðist málskrúð í ræðu-
mennsku sem þá var vani
með stjórnmálamönnum.
Hann átti það til að taka af-
stöðu með verkamönnum í
kjarabaráttu, stighækkandi
skattar eftir efnahag voru í
hans augum eðlilegir en hann
haföi litlar áhyggjur af vax-
andi misskiptingu auðs; taldi
að hver og einn gæti unnið
sig upp ef hann legði nógu
hart að sér. Bandaríkin þönd-
ust þá hratt út í vestur á
menn yröu áfram í Bandaríkj-
unum. Framan af forsetatíð
sinni var hann á því að best
væri að bandarískir blökku-
menn fljdtu til einhvers heit-
ara lands, t.d. Líberíu (sem
hafði verið stofnuð einmitt í
þeim tilgangi). Hann var og á
móti hjónaböndum hvítra og
svartra og almennum kosn-
ingarétti fyrir blökkumenn.
Suðurríkjamenn héldu eigi
að síður að Lincoln væri rót-
tækur þrælahaldsandstæðing-
ur. Vera kann að hann hafi í
þeirra augum verið fulltrúi
róttækra þrælahaldsandstæð-
inga á vesturmarkasvæðun-
um og þar að auki var hann
kosinn forseti sem frambjóð-
andi repúblíkana, sem þá
voru svo til eingöngu norður-
ríkjaflokkur. Með kosningu
Lincolns varð með sunnan-
mönnum ofan á sú skoðun að
þeir ættu ekki annars kost en
að segja sig úr Bandaríkjun-
um. Mikill hiti var þá hlaup-
inn í deilurnar út af þræla-
haldinu, m.a. vegna keppn-
innar um vestursvæðin. I því
sambandi skipti og talsverðu
skelfing sem greip um sig í
Suðurríkjunum 1859 út af at-
höfnum Johns Brown, hálf-
ruglaðs trúarofstækis- og
hryðjuverkamanns sem var
ákafur þrælahaldsandstæð-
ingur. Brown varð þjóðhetja
(„his soul goes marching on")
af því að „hans menn" unnu
borgarastríðiö.
Frelsunaryfirlýsingin
og herferö Shermans
Að sögn Donalds var Linc-
oln örlagatrúar og tengdi ör-
lögin Guði. Virðist hann hafa
litið svo á aö allt sem gerðist
væri forákvarðað. Má því vera
að honum hafi veist frekar
létt að halda hugarró með því
að kasta af sér ábyrgðinni á
stríðinu og hryllingnum, sem
því var samfara, á örlögin/
Guð.
Sú ráðstöfun, sem Lincoln
hefur hvað mest verið rómað-
ur fyrir, var yfirlýsing hans
birt í september 1862, þess
efnis að frá næstu áramótum
skyldu allir þrælar á yfirráða-
svæði Suðurríkjanna teljast
frjálsir. Á bak við það kann að
hafa legið sú hernaðarlega
nauðsyn að fá sem flesta
blökkumenn í bandaríska
stjórnarherinn (Norðurríkja-
herinn). Sumarið 1862 sagði
Lincoln: „Við verðum víst að
frelsa þrælana, annars verð-
um við yfirbugaðir." Önnur
ástæða kann að hafa verið að
Lincoln hafi talið nauðsyn-
legt að stæla stríðsþreytta
Norðurríkjamenn með hug-
sjónaeldmóði. En I Suðurríkj-
unum og einnig í Bretlandi
var litið á frelsunaryfirlýsing-
una sem tilraun til að koma af
stað þrælauppreisn með
fjöldamorðum á varnarlausu
hvítu fólki. Ýmsir sagnfræð-
ingar telja og að Lincoln hafi
með þessu verið að eggja
þrælana til uppreisnar, með
það fyrir augum að lama Suð-
urríkin innan frá. í sveitunum
þar var þá fátt eftir hvíts fólks
annars en kvenna, barna og
gamalla manna.
Varla telst vafamál að her-
ferð Williams Tecumseh
Shermans hershöfðingja
gegnum Georgíu og Suður-
Karólínu 1864-65, sem Linc-
oln mun hafa hvatt til, hafi
verið farin fremur gegn
óbreyttum borgurum þar en
beinlínis her Suðurríkjanna. í
þeim leiðangri eyddi Norður-
ríkjaher byggðina, hvar sem
hann náði til, og olli hungurs-
neyð og gífurlegum hörm-
ungum. ■
Faðir Abraham
kostnað indíánaættbálka.
Norðurríkjamenn vildu að
„nýju" svæðin yrðu þræla-
laus, Suðurríkjamenn vildu
innleiða þar þrælahald. Hér
rákust á efnahagslegir og pól-
itískir hagsmunir Norður- og
Suðurríkja. í Norðurríkjunum
var iðnbylting á fullri ferð og
þau efldust óðum efnahags-
lega í hlutfalli við Suðurríkin.
Þangað náði iðnvæðingin lítt
og þar óttuðust menn að óð-
um myndi draga úr áhrifum
þeirra innan Bandaríkjanna.
Gert var ráð fyrir að nýju ríkin
í vestri yrðu Suður- eða Norð-
urríkjamegin i stjórnmálum,
eftir því hvort þrælahald yrði
leyft þar eða ekki. Átök Norð-
urs og Suðurs um „nýju" vest-
ursvæðin urðu hörð. Það var
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
einkum á grundvelli and-
stöðu við útbreiðslu þræla-
halds í vestur sem repúblík-
anaflokkurinn var stofnaður
(1854). Demókrataflokkur-
inn, sem er eldri, var sterkast-
ur í Suðurríkjunum.
Vildi a& blökkumenn
færu
Sem andstæðingur þræla-
halds var Lincoln „hægfara",
vildi lengi vel umbera það í
þáverandi þrælahaldsríkjum
en banna útbreiðslu þess út
fyrir þau. Hann taldi að það
dygði til þess að þrælahaldið
hyrfi af sjálfu sér, þar eb það
væri efnahagslega óhag-
kvæmt (ræktarjörð ofboðið,
of vinnuaflsfrekt). En hann
var eindreginn sambands-
sinni og stuðlaði meira að
sterkri miðstjórn en nokkur af
fyrirrennurum hans á forseta-
stóli. Aðalmarkmið hans sem
forseta virðist hafa verið að
koma í veg fyrir að Suðurríkj-
unum tækist að slíta sig frá
Bandaríkjunum. Hættu þau
við það, var hann tilbúinn aö
koma til móts við þau með
því að fresta afnámi þræla-
halds.
Lincoln efáðist, líkt og t.d.
Thomas Jefferson, um að
ákjósanlegt væri að blökku-