Tíminn - 01.06.1996, Page 8
8
Laugardagur 1. júní 1996
Forsetaframbjóbendurnir „ heimsóttir", kíkt á hús og garba:
Frambjóbendur í forsetakjöri búa allir á höf-
ubborgarsvœbinu. Þeir búa misvel eins og
gengur. En hvernig rœkta þeir garbinn sinn?
Vib fórum út í blíbvibrib í gœr og könnubum
þetta, kíktum á hús þeirra og skrúbgarba. í
Ijós kom ab forsetaframbjóbendur virbast
ekki ýkja hugmyndaríkir, alla vega ekki hvab
varbar þab ab rcekta húsagarbinn sinn. Þar
er allt meb hefbbundnum haetti og án efa
eiga garbyrkjumenn sinn þátt í handbragb-
inu á sumum bcejum, þau handbrögb leyna
sér sjaldnast, en greinilegt ab landslagsarki-
tektar hafa ekki komib ncerri. Hitt er svo ann-
ab mál hvernig frambjóbendur rcekta sinn
andlega garb. Um þab verbur hver og einn
ab dœma. Um þab snýst líka baráttan um
Bessastabi.
Hús og garöur aö Lœkjarási 1 6, gífurlega stórt hús fyrir hjón meö tvo upp-
komna syni.
Cubrún Agnarsdóttir:
Býr í villu
Læknarnir Guðrún Agnarsdóttir og
maður hennar, Helgi Valdimars-
son, prófessor, búa í austasta hverfi
Reykjavíkur, Ásahverfinu, sunnan
og austan við Árbæjarhverfi, að
Lækjarási 16, steinsnar frá perlu
borgarinnar, Elliðaánum. Húsið er
390 fermetrar að stærö, byggt
1981, nánast höll á að líta. Húsa-
kynni forseta á Bessastöðum eru
ekki stærri. Hverfið er ekki gamalt,
en vel gróið og greinilegt að íbú-
arnir búa við rúman hag. Hjá þeim
Guðrúnu og Helga er lóðin í góðu
standi en líklega hafa íbúarnir ekki
haft mikinn tíma aflögu til garð-
verka þetta vorið. Við götuhliðina
er afar þjóðleg hleðsla úr grjóti, en
skipulag garðsins hefðbundið og
ekkert frumlegt þar að sjá. ■
Lœkjarás 16 er
virt á 19 milljónir
króna í fasteigna-
mati, lóbin á 1,5,
alls 20,6 milljónir
króna eign sam-
kvœmt því mati.
Brunabótamatib
er 38,7 milljónir
króna.
Cubrún Pétursdóttir:
Engey ekki ávísun á auðlegð
Margir töldu að forsetaframbjóð-
andi af Engeyjarætt, sem oft er
tengd við Kolbrabbann svo-
nefnda, mundi velta sér upp úr
peningum. En svo er ekki í tilfelli
Guðrúnar Pétursdóttur forseta-
frambjóðanda. Guðrún kýs bú-
setu í miðborginni, gamla bæn-
um og býr við þrengstan kost
frambjóðendanna og langlægsta
fermetraverðið.
Guðrún býr í látlausu steinhúsi
frá 1937, Freyjugötu 40, sem
Benedikt Guðmundsson hús-
gagnasmibur og Guðrún Jóns-
dóttir, kona hans, reistu. Sambýl-
ismaður Guðrúnar Pétursdóttur
er Ólafur Hannibalsson, blaða-
íbúb Gubrúnar
Pétursdóttur ab
Freyjugötu 40 er
virt á 4,4 milljónir
í fasteignamati',
lóbin á 967 þús-
und, alls 5,4 millj-
ónir króna. Bruna-
bótamatib er upp
á 9,6 milljónir
króna.
maður og fyrrum bóndi í Selár-
dal, og þar vestra eiga þau hjón
sumarathvarf. íbúð þeirra í risi
hússins er rétt um 106 fermetrar
að stærð.
Hverfið er eitt hið grónasta í
borginni og sumir segja að vorið
birtist fyrst í borginni undir
Skólavörðuholtinu sunnanverðu,
enda skjólgott á staðnum þeim.
Freyjugatan þótti í eina tíb
flott gata, og er það enn á sinn
hátt. En efnaðra fólkið, frum-
byggjarnir, eru hins vegar flestir
farnir og yngra fólk flutt inn.
Virðuleg hús standa flest með
reisn, en hafa sum fengið á sig
fremur ljótar viðbyggingar. Það
hefur einmitt gerst að Freyjugötu
40. ■
Svipgott hús frá því fyrir stríö aö Freyjugötu 40, og baksviöiö meö nokkrum gróöri og viöbyggingu sem er ekki í
góöum stíl.