Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 8. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Listahátíð í Reykjavík Listahátíö í Reykjavík er orðin ein af mikilvægari vörðum í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu, enda stendur nú yfir 14. hátíðin sem haldin er. í gegnum áratugina hefur Listahátíð verið sá vettvangur og það tilefni, sem heimskunnir listamenn hafa gripið til að sækja ísland heim og gefa íslendingum kost á að njóta þess besta sem þekkist, samhliða því að þeir auka víðsýni sína og þekkingu á því sem er að gerast í heimi list- anna. Hátíðin nú er gott dæmi um þetta og margt eftirsóknar- vert er á hana að sækja. Listahátíð er tilefni fyrir stjórnmálamenn til aö sýna sig og sjá aðra og láta hjartnæm og hugljúf orð falla um listir og menningu og hversu mikil menningarþjóð viö íslendingar sé- um. Þetta á auðvitað sérstaklega við um menntamálaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur á hverjum tíma, enda eru borg og ríki fjárhagslegir bakhjarlar hátíðarinnar. Á dagskrá Listahátíð- ar eru einmitt ávörp frá Birni Bjarnasyni og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í tilefni hátíðarinnar. Björn segir m.a.: „Gróskan í íslensku listalífi er mikil. Listahátíö í Reykjavík annað hvert ár gefur gott tækifæri til að bera framlag íslenskra listamanna saman við það sem góðir erlendir gestir hafa að bjóða." Og Ingibjörg Sólrún segir: „Fátt er okkur, sem búum hér norður í hafi, mikilvægara en að eiga sem mest og best samskipti við aðrar þjóðir. Innlend nýsköpun, hvort sem er í listum, stjórnmálum eöá efnahagsmálum, hefur alla tíð orðið til fyrir erlend áhrif. Þegar samskipti okkar við aðrar þjóðir hafa verið sem mest og fjölbreyttust, hefur menningarstarf- semi í landinu staðið með mestum blóma." Óhætt er að gera ráð fyrir að þessir tveir stjórnmálaforingjar, hvor úr sinni áttinni, túlki nokkuö vel jákvæð viðhorf al- mennings til Listahátíðar. Hins vegar hefur nú komið í ljós að eölilegt getur verið að reyna að verðleggja á einhvern hátt þennan velvilja, t.d. með því að opinberir aðilar geri sér grein fyrir því fyrirfram hvort og aö hve miklu leyti ríki og borg eigi að bera hugsanlegt tap af listahátíðum. í vikunni var greint frá því að fram væru komnar hugmyndir um að tengja saman listahátíðir, þannig að ef tap yrði á einni hátíö, kæmi það tap til frádráttar framlaga til þeirrar næstu. Þessi tillaga er í raun ný hugsun í þessum efnum og í frétt í Tímanum benti borgarstjórinn í Reykjavík á að vitaskuld væri fullseint að reyna að beisla útgjaldaliði þeirrar listahátíðar, sem nú stendur yfir, með þessum hætti. Slík skilyrði þyrftu að liggja fyrir strax á undirbúningstímanum. Þetta er rétt hjá borgarstjóranum, því þó svo að yfirlýst sé að sérhver hátíð eigi að bera sig, hafa forsendur fyrir rekstrinum engu að síður breyst í raun, ef fyrir liggur að mikiö tap á hátíöinni nú gæti í versta falli eyðilagt næstu hátíð, vegna fjárskorts. Framlög til Listahátíðar frá hinu opinbera eru í raun ekki mjög mikil og miða fyrst og fremst að því að halda skrifstofu og starfsmann til að undirbúa næstu hátíð. Þess vegna gæti tap einnar hátíðar ráðið úrslitum um þá næstu, og ef farið er út í slíkar samtengingar milli hátíða, yrði væntanlega að setja það skilyrði að sömu aðilar séu ábyrgir, listrænt og fjárhags- lega, fyrir fleiri en einni hátíð. Það er ekki fýsilegur kostur og í raun stórhættulegt að langtímaráða menn til að færa þjóðinni síferskar listahátíðir. Sú tillaga að tengja saman fjárhag listahátíða þarfnast því miklu ítarlegri útfærslu og betri rökstuönings en virðist hafa komið fram, enn sem komið er í það minnsta. Ríki og borg verða einfaldlega að axla sjálf þá ábyrgð sem þau hafa tekið á sig með þátttöku í Listahátíð nú, enda ljóst af ummælum stjórnmálaforingja að verkefnið er verðugt. Ætli menn að gera breytingar, verða þær að bíða þar til í fyrsta lagi á næstu hátíð, og tilkynna þá um þær breytingar áður en undirbúningur er hafinn. Jón Birgir Pétursson: Falskar vonir vakna Tíminn afgreiddi afkomu landsmanna snyrtilega í vikunni: Islendingar á lægstu launum en búa stærst og eiga flesta bíla, stóð í fyrirsögn á baksíð- unni. Þetta er nú mergurinn málsins. Þrátt fyrir lág laun, meinta skattpíningu og okur í verslunum, þá erum við samt svo borubrött að eiga heimsmet á flestum sviðum velsældarinnar. Danirnir með háu launin sín lifa sem fyrr — eins og ræflar, og eyöa krón- unum í grön Tuborg og Gammeldansk og fara hjól- andi á krána á reiðhjólum. Þannig förum við ekki að, ís- lendingar. Við fjárfestum sem kallað er — grön Tu- borg er hæpin fjárfesting að mati Þjóð- hagsstofnun- ar, enda skilar Danskurinn henni í næstu klósettskál innan klukku- stundar. Heimili skatt- pínds láglaunamanns Það er því einkar lærdómsríkt aö fara gangandi um mörg hverfi borga og bæja á íslandi. Þar standa reisulegar villur í röðum, með tvöfaldan bílskúr í það minnsta, litfagra og skipu- lega blómagarða þar sem úti- sundlaugin eða heiti potturinn er í öndvegi. Hagsældin er mikil, £ enda ljóst að hér hafa menn far- I ið vel með þau naumu laun sem - * þeir hafa. Við bílskúrana standa lliHflriS jeppi hins starfsglaða fjölskyldu- föður, frúarbíllinn og svo ef til ■ *** vill bíll sem börnin fá að skjattast á. Eitthvað önnur sjón en í Dan- mörku! ______________ Aumur launaþræll á göngutúr telur sig hálfgerðan galeiðuþræl Frikka Soph., horfir upp undir risastóru og breiðu 43 tommu jeppadekkin, sem kosta tugi þúsunda hvert, og spyr sjálfan sig hvernig í ósköpunum maðurinn í fína húsinu getur líka haldið úti því- líku farartæki, og veit þá ekki af sumarvillunni í Grímsnesinu, sportbátnum og vélsleðanum. Auð- vitaö tautar göngumaðurinn eitthvað um aö þessi borgi áreiðanlega ekki skatta til Frikka Soph. Þab er nú ekki annab en öfund, sem er mikill löstur í fari manna, sérstaklega á íslandi. Við eigum að dást að framtaksmönnum, ekki öfunda þá. Og jeppamennirnir á breiðu og belgvíöu dekkj- unum eru, sem betur fer, fjölmargir. ísland er jeppalandið. Því betri sem þjóðvegirnir verða, þeim mun breiðari jeppadekk og því fleiri jeppar. Engin ástæba til öfundar En öfundsjúki göngumaðurinn ætti ekki að býsnast yfir velsældinni í finu hverfunum. Þar inn- andyra kann að vera í gangi harmleikur mikill og skal það nú nánar útskýrt. Við erum mikil neysluþjóð, íslendingar. Við er- um nýjungagjarnir og tökum fyrr upp flestar þær nýjungar sem berast, miklu fyrr en aðrar þjóðir. Á rúmu ári er þjóðin til dæmis að verða farsímavædd, enda þótt það símakerfi sé nánast barn í brók enn sem komið er. Farsíminn hringir í menn hvar sem þeir eru staddir, í óperunni, kirkjunni eða á rölti úti á götu. Aðeins á einu sviði tæknivæðingar megum við íslendingar skammast okkar. Við eigum ekki upp- þvottavélar að neinu gagni. Við erum aftur í öld- um, í torfkofamenningunni nánast, samanborib við önnur lönd, meðal annars Dani, sem þvo alltaf ölglösin í uppþvottavélum. Harmrænt. En nánar að hugsanlegum harmleik hjá hús- freyju og bónda í fínu húsi. Við erum illa staddir varðandi uppþvottavélavæðingu og líklega er pott- ur brotinn einmitt hjá þeim sem mest hafa fjárfest í öðrum hlutum, eins og belgmiklum hjólbörðum. Davíb og Þjóbhagsstofnun sé lof Nákvæmar eftirgrennslanir Davíðs Oddssonar og hans sérfræðinga hafa leitt þennan harmleik í Ijós. Er mér sem öðrum sönnum íslendingum mikil þökk í að Þjóðhagsstofnun hefur flett ofan af þess- ari brotalöm í íslensku þjób- lífi. Fjölmargir góðir íslend- ingar, menn og konur, standa enn og vaska upp í höndunum. Þetta er okkar veika hlið og hlýtur ab vekja upp áleitnar spurningar. Eru fjölmargir góðir jeppa- karlar að eyða tímanum í uppvask, þegar þeim væri nær ab spæna upp nýrækt Land- græðslunnar á breiöu dekkj- unum sínum? Eru saklaus börn og ung- m e n n i kannski látin standa við eldhúsvask þar sem brennheit bunan ógnar viðkvæmum höndum þeirra, þvert ofan í staðla Evrópusambandsins um að íþyngja ekki krökkum með óhollri vinnu? Em það kannski vesalings konurnar sem eru kúgaðar til að standa í vatnsgufunni og skola skítinn af ______ leirnum? Uppþvottavélavæðing verður að hefjast í landi hér og það eigi síðar en nú þegar. Við höfum reyndar staðfestan gmn um að von sé á lækkun á vöru- gjöldum sem snúa að heimilistækj- um. Ríkisstjórnin hefur skiljanlega brugðist skjótt við, blandar sér nú í leikinn og bjargar heimilunum. Það er von að þessi ríkisstjórn sé studd af þorra alþýðu — og ekki minnka ' vinsældirnar nú. Og munið það að ein uppþvottavél kostar ekki nema svipað og eitt mjög breitt jeppadekk, það er nú allt og sumt! Framleibni hvab ...? En þversögnin um slæma tímakaupið og vel- sældina sem því fylgir: íslendingar, sem vændir hafa verið um að sýna minnsta „framleiöni" allra þjóða, em með meiri „landsframleiðslu" en flestar aðrar þjóðir, til dæmis 8% meira en hinir sjálfum- glöðu Evrópubandalagsbúar. Að vísu emm við lengur að vinna. Við emm iðjusöm þjóð og við vöndum betur til verka en gerist, til dæmis í Dan- mörku. Þar eru menn ekki í rónni allan daginn fyrr en þeir komast á knæpuna til að fá sér Grön og Gammeldansk. Hér á landi sitja menn prúðir og stilltir við vinnu sína og bíða eftir að eðlilegum vinnudegi ljúki. Mönnum finnst ekki nóg að gert og þá tekur við yfirvinna, næturvinna, og þeir sem em heppnir geta líka unnið á helgidögunum. Okk- ar sæla felst í yfirtíðinni. Sumir em líka svo heppn- ir að fá greidda „óunna yfirtíð", sem mun vera alís- lensk og afar lógísk aðferb, en það er nú önnur saga. A meðan svolgra Danir í sig Tuborg og Gammeldansk. Unnib í „óunninni yfirtíby/ Þegar litið er yfir sviðið, má sjá að íslendingar vinna hörðum höndum - bæði í yfirvinnu eöa óunninni yfirvinnu eftir atvikum. Þeir búa rúmt og flott, eiga góða bíla — en vaska upp í höndunum. Þegar ríkisstjórnin hefur sett undir þann leka, er ís- land án efa draumalandib. Skilur þá varla nokkur sál lengur þau hundruð fjölskyldna sem kusu Dan- mörku sem framtíðarbústað fyrr á þessu ári. Hjá því fólki hafa falskar vonir vaknaö og þab er mibur. Með tölum skal land byggja. Þjóðhagsstofnun kann á vasareiknivélar og hefur reiknað okkur út úr vandanum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.