Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 8- júnf 1996 80 ára afmœli ASÍ: Jafnaldri ASÍfærbi forsetanum blómvönd Gísli Gíslason, fulltrúi VR á nýaf- stöönu 38. þingi ASÍ, faöir Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra afhenti Forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur blómvönd á afmæl- ishátíð ASÍ sl. laugardag, 25. maí. Gísli er fæddur áriö 1916 og er því jafnaldri ASÍ, en frú Vigdís var heiö- ursgestur á afmælishátíðinni. -grh Nýtt þjóbfrœbirit: Slæðingur þjóöfræbinema Félag þjóðfræöinema við Há- skóla Islands, sem ber nafnið Þjóðbrók eftir skessu norður á Ströndum, hefur gefið út nýtt fræðirit sem ber nafnið Slœö- ingiir. Ritið samanstendur af greinum eftir nemendur og kennara í þjóðfræði um ólík efni, jafnt þjóðsagnir og þjóð- líf, samtíð og fortíð. Svo dæmi séu tekin fjallar ein greinanna um Einar Benediktsson skáld og fylgjuna Sólborgu, sem sagnir gengu um, og önnur um hvernig sjálfsímynd þjóðarinn- ar endurspeglast í móttöku er- lendra gesta. Þá eru í Slæðingi tvær greinar um þjóðsagna- fræði, umfjöllun um alnæmi í Austur-Afríku og gerð grein fyr- ir þjóðfræðaefni á Árnastofn- un. Ritstjórar Slæðings eru þjóðfræðinemarnir Björg Er- lingsdóttir og Þór Hreinsson. Ritið, sem er ríflega 60 síður í litlu broti, fæst í takmörkuðu upplagi í Bóksölu stúdenta og kostar eintakið 500 krónur. ■ Nýr geisladiskur: Risaeölan kynnir EFTA! Seinni hluta síbasta áratugar var Risaeblan ein af aðal hljómsveitum bæjarins. Þessi léttleikandi hópur var leiddur af tveim tápmiklum skvettum, Möggu Stínu og Dóru Wonder, sem sungu og léku á fiðlu og saxófón. Ætíb var stuðiö í fyrir- rúmi hjá Eblunni og tónleikar hennar brábskemmtilegir fyrir fætur og heila. Risaeblan gaf út 4-laga plötu árið 1988 og stóru plötuna „Fame & Fossils" ári síðar. Hljómsveitin gat sér gott orð á erlendum mörkuðum (sem Rep- tile), spilabi víða og hlaut ein- róma lof gagnrýnenda. Eðlustuð- ið virtist í algleymi. Árið 1990 hóf hljómsveitin upptökur á sinni annarri plötu, en leystist upp ábur en hún var kláruð. Eðlustuð rann út í sand- inn. Nú er hins vegar nýtt Eölustuð í bígerð, því smekídegasta út- gáfufyrirtæki landsins, Smekk- leysa sm/ehf, hefur gefib út geisladiskinn EFTA! Þar eru 22 lög Risaeðlunnar, 9 fullkláruð lög úr síðustu upptökusessjón- inni, 8 af „Fame & Fossils", 3 af fyrstu plötunni og 2 gömul óút- gefin lög. Heilsteyptur stuðpakki og ómissandi skyldueign! ■ Brautskráöir nemendur (ekki bara stúdentar) ásamt skólameistara. Fjölbrautaskóla Vesturlands slitib Fjölbrautaskóla Vesturlands á Ákranesi var slitib föstudaginn 24. maí. í upphafi athafnar var minnst tveggja nemenda skól- ans, er létust úr sjúkdómum á skólaárinu. Þórunn Þórbardótt- ir, sem stefndi ab brautskrán- ingu nú í vor, lést 31. mars. Gunnar Hjörtur Bjamason, sem varb stúdent í desember sl., lést 15. maí. Brautskráður var 101 nemandi frá skólanum að þessu sinni, eða 158 alls á skólaárinu. Þetta er stærsti hópur sem hefur verið brautskrábur frá skólanum frá upphafi. Á Akranesi vom 720 nemendur í dagskóla sl. vetur og 40 í Stykk- ishólmi. Öldungadeild var í Stykkishólmi og einnig vélstjórn- arnám í kvöldskóla. Skólahald í Reykholti í Borgarfirbi var í fyrsta sinn í vetur á vegum FVA, en þar hófu 65 nemendur nám sl. haust. Námskeið á vegum Farskóla Vest- urlands sóttu 280 manns. Saman- lagt vom nemendur Fjölbrauta- skóla Vesturlands 1140 sl. skólaár og hafa aldrei áður verib jafn margir. Starfsmenn skólans vom um 100. Að þessu sinni voru 79 nem- endur brautskráðir á Akranesi: 58 stúdentar, 14 iðnnemar, 1 sjúkra- liði, 1 nemandi með verslunar- próf og 5 luku burtfararprófi á uppeldisbraut. Brautskráning í Reykholti fór fram 19. maí. I annál skólaársins, sem Þórir Ólafsson skólameistari flutti, kom m.a. fram ab í lok júní í fyrra fól menntamálaráðherra FVA að annast skólahald í Reykholti. Samkomulag hefur verið gert um tveggja vetra tilraunastarf í skól- anum þar. Skilyrði em til þess að í Reykholti þróist námstilboð, sem er einstakt í íslenskum framhalds- skólum og hentar breiðum hópi nemenda sem við lok gmnnskóla eru óvissir um framhaldiö og vilja reyna eitthvab nýtt. Fjölbrautaskóli Vesturlands er svæðisskóli með mjög fjölbreytta starfsemi. Á þeim mælikvörðum, sem notaðir em til að flokka skóla, sést að hann er með marg- þættustu starfsemi allra fram- haldsskóla á íslandi. Listalíf var blómlegt í skólan- um. M.a. var opnað nýtt gallerí þar sem vikulega er kynntur lista- maður úr röðum nemenda og söngleikurinn Grettir undir stjórn Jakobs Þórs Einarssonar var settur upp og hlaut einstaklega góðar vibtökur. Jafningjafræbslan vann gott starf að forvamarmálum vímu- efnaneyslu og var jákvætt svar við aösteðjandi ógn vímuefna. Unnið er að undirbúningi næsta byggingaráfanga fyrir skól- ann, sem er um 2500 fm kennslu- hús til bóklegrar og verklegrar kennslu. Þar verður stórt miðrými til ab vinna með upplýsingar af ýmsum toga. Vib hönnun hússins hefur verið tekið tillit til breyt- inga á nálgun upplýsinga og í kennslustofum er gert ráð fyrir að nemendur geti tengt einkatölvur sínar í tengi vib hvert borð. Skólinn gerðist nýlega einn ís- lenskra skóla aðili að stóru verk- efni á sviði upplýsingatækni sem kostaö er af ESB. Nefnist verkefn- ið Skólavefurinn eba Web for Schools. Eiríkur G. Guðmundsson lætur nú af starfi abstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, en hann hefur verið ráðinn rektor Menntaskólans við Sund. Vib starfi Eiríks tekur Hörður Óskar Helgason. Fimmtán nemendur fengu við- urkenningar fyrir ágætan námsár- angur í ýmsum greinum. Valgerð- ur Jónsdóttir, nýstúdent á mála- braut, nábi bestum árangri stúd- enta ab þessu sinni. Unnur María Bergsveinsdóttir fékk Listaverb- laun NFFA fyrir gott framlag til lista í skólanum og einnig verð- laun úr minningarsjóbi Elínar írisar Jónasdóttur fyrir íslenska ritgerð. Hallur Þór Sigurðsson hlaut verðlaun Rótaryklúbs Akra- ness fyrir félagsstörf. Námsstyrkur Akraneskaupstaðar, sem nemur liðlega 300 þús. krónum, var af- hentur í fimmta sinn. Að þessu sinni fékk Guðmundur Haukur Jörgensen úr Stykkishólmi styrk- inn, en hann lauk stúdentsprófi frá skólanum sl. haust. Á skólaslitaathöfninni leik tríó undir stjórn Davíðs Þórs Jónsson- ar, flutt var lesin dagskrá um Þór- berg Þóröarson. Yot, skiptinemi frá Tælandi, lék tælenska tónlist á flautu. Róbert Badí Baldursson, stúdent á tónlistarbraut, lék ein- leik á píanó. Hallur Þór Sigurðs- son nýstúdent ávarpaði samkom- una fyrir hönd brautskráðra nema og færði skólanum peningagjöf frá nemendum til kaupa á kennslutækjum. í lokin kvaddi skólameistari brautskráða nem- endur og óskaði þeim heilla í framtíðinni. Athöfnina sóttu lib- lega 500 manns og var viðstödd- um boðið í hátíðarkaffi í skólan- um í tilefni dagsins. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir meb blómvöndinn sem Císli Císlason t.h. afhenti henni í Háskólabíói á afmœlishátíö ASÍ. Gubmundur Rafn Geirdal: Opið bréf til forsetaframbjóðenda Ég vil staðfesta enn á ný stuöning minn við ykkur öll sem eitt. Stuðningur minn hefur komið fram margítrekað í fjöl- miðlum. Einnig hef ég birt auglýsingar í Morgunblaðinu þar sem það kemur fram. í þriðja lagi hef ég gengið á kosninga-, upplýsinga- eða samtakaskrifstofur ykkar og skrifað meðmæli mín við framboði ykkar og hefur frétt um það birtst til að mynda á baksíðu DV. í fjórða lagi kom það fram í bréfi til fjölmiðla, sem ég sendi daginn eftir að fresturinn rann út til að skila inn nægum fjölda meðmæl- enda, og hefur fréttaflutning- ur verið um það bréf í undan- genginni viku. Þetta er því í fimmta sinn sem ég staðfesti afstöðu mína. Tilfellið er að ég lít á ykkur öll sem hœf til að vera forsetaefni. Það er háleitt að bjóða sig fram til þjónustu. Síðan er það þjóðin sem velur. Þjóðin ræð- ur sér sjálf, og hún ræður hvern hún kýs yfir sig sem for- seta. Ég kem til með að sætta mig við val hennar, hvert sem þab er. Það er nánast undravert hvað þjóðin hefur alið af sér hcefa einstaklinga á undangenginni hálfri öld, þar sem hún hefur brunað fram úr mörgum þjóð- um í það hraðri framþróun að dr. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla ís- lands, hefur lýst því sem álíka undri og þýska og japanska efnahagsundrið hefur verið á erlendum vettvangi. Þið, sem nú eruð í framboði, eruð að mörgu leyti túlkun á þessari framþróun. Okkar fyrsti for- seti var með B.A.-gráðu að baki (í guðfræði). Það sama hefur líklega gilt varðandi Gunnar Thoroddsen og Krist- ján Eldjárn. Við síðustu for- setakosningar voru Vigdis og Guðlaugur og þá líklega Pétur einnig með B.Á.-próf að baki, en nú eru þrjú ykkar með doktorspróf að baki, ef ég skil fréttir rétt. Reynsla ykkar er al- þjóðlegri. Auk þess eru fleiri í framboði en áður, sem ætti að gefa kjósendum fleiri valkosti. Eg óska ykkur góbs gengis. Höfundur er „þáverandi væntanlegur forsetaframbjóöandi".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.