Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. júní 1996 Börnum meb lestrarerfibleika hefur fjölgab á undanförnum árum. Fjórbungur nemenda vib grunnskóla Vesturlands- umdæmis hefur fengib þjónustu talkennara á síbustu tíu skólaárum samkvæmt ný- legri samantekt Elmars Þórb- arsonar, talkennara. Elmar segir þetta háa hlutfall undir- strika mikilvægi þess ab nem- endur hafi abgang ab tal- kennurum í grunnskólum landsins en víba er misbrestur á því. Greinilegt samband er á milli mibeymarbólgu hjá ungum bömum og framburb- argalla. Kom sjálfum sér á óvart Elmar Þórðarson talkennari hefur starfaö í tengslum við Fræðsluskrifstofu Vesturlands undanfarin tólf ár. Hann hefur tekib saman skýrslu um starf sitt á undanförnum tíu árum og segir að sér sjálfum hafi jafnvel komið á óvart hversu hátt hlut- fall nemenda hafi þurft á þjón- ustu sinni að halda gegnum ár- in. Elmar segir enga ástæðu til að ætla að ástandið sé betra eða verra á Vesturlandi en annars staðar á landinu. „Þessi niöurstaða sýnir ab það er dulin mjög mikil þörf fyrir þjónustu talkennara. Mér þótti ástæða til ab vekja athygli á þessum niðurstöðum nú þegar Fræösluskrifstofur eru að hætta starfsemi og nýjar skólaskrif- stofur að taka við hlutverki þeirra. Réttur grunnskólanem- enda til talkennslu hefur verið veikur og virðist verða enn veik- ari með nýrri sérkennslureglu- gerb. Auk þess er ágreiningur um hver eigi að borga fyrir tal- kennslu forskólabarna, mennta- málaráðuneytið vísar á sveitar- félögin en þau neita." í samantekt Elmars kemur fram að á síðustu tíu árum hafa 25% nemenda (628 af 2524) í 1. til 10. bekk fimmtán grunn- skóla Vesturlands fengiö þjón- ustu talkennara. Af þeim voru 86 eða 14% ekki skilgreindir með málvanda eftir mat tal- kennara. Erfiðast ab segja /r/ Algengasti málvandi nem- enda er framburðargalli en um helmingur þeirra sem fengu tal- kennslu glímdu við hann. Mest ber þar á /r/ erfiðleikum. Tæp- lega 150 nemendur voru skil- greindir með seinkaðan mál- þroska. í þeim hópi eru fatlaðir nemendur og nemendur sem eru til baka í virkum orðaforða eða valda illa beygingarkerfi málsins. Rúmlega 100 nemendur hafa fengið þjónustu hjá talkennara vegna greiningar á lestrarvanda og hefur allstór hluti þeirra ver- ið greindur meö alvarlega lestr- arörðugleika (dyslexíu/les- blindu). Um 1.6% af núverandi grunnskólanemum Vesturlands eða 42 hafa greinst með stam sem er í samræmi við tíðnitölur frá nágrannalöndunum. Nokkr- ir nemendur hafa veriö flokkað- ir sem nefmæltir og eru flestir þeirra fæddir holgóma. Elmar segir ab nú orðið fái flestir nemendurnir abstob á fyrstu þremur skólaárunum þ.e. í 1., 2. eba 3. bekk grunnskóla en fyrstu árin vann hann með börn á ýmsum aldri. Hann hef- ur einnig starfaö með forskóla- börn og segir reyndar best að vinna með börnin á aldrinum fjögurra til sex ára. 8% sex ára barna þurfa aðstoð Elmar segir greinilegt að börnum með lestrarörðugleika hafi fjölgað á undanförnum ár- um en hann telur að hið sama eigi ekki við um framburðar- galla. „Ég held að þetta hafi alltaf verið svona. Það má segja að um 8% sex ára barna sem eru að byrja í skóla hafi framburð- arfrávik af einhverju tagi, mis- alvarleg. í mörgum tilfellum eru frávikin væg t.d. að börnin séu smámælt eba R-ið hefur látið standa á sér. En í sjálfu sér er það alltaf alvarlegt ef barn getur ekki myndað /r/ þegar það byrjar í skóla, a.m.k. er þá ástæða til að veita því aðstoð. Hlutfallið hefur þó e.t.v. lækk- að eitthvað undanfarin ár því það hefur verið unnið mikið með forskólabörn." Sterk tengsl vib eyrnabólgu Engin ein skýring er á því af hverju börn eiga við framburð- arerfiðleika að stríða að sögn Elmars. „Framburðargallar tengjast stundum slakri hljóðúrvinnslu sem þýðir að börnin greina hljóðin ekki rétt. Mjög oft tengjast þeir miðeyrnarbólgu eða vökva í eyrum sem veldur heyrnarskérbingu. Það eru uppi tilgátur um að vökvi í eyr- um á fyrsta aldursári skemmi ákveðna hæfileika til að vinna úr hljóðum síðar meir. A.m.k. eru greinileg og sterk tengsl á milli miðeyrnarbólgu og fram- burðargalla." Aðrar skýringar eru t.d. stirb- leiki í talfærum og athyglis- brestur (ADHD). Margir foreldrar velta því ef- laust fyrir sér hvort og hvenær ástæða sé til að útvega barni sínu talþjálfun. Elmar segir að rétt sé að láta athuga málið ef barnið getur ekki myndað ákveðin málhljóð fimm til sex ára. „Það er mjög eðlilegt að leita aðstoðar ef barn er illskiljan- legt fjögurra ára gamalt. Ef það er vel skiljanlegt en vantar t.d. /r/ er spurning hvort það sé ástæða til þess. En ef barnið er orðið fimm til sex ára er rétt að leita rába. Börnin eru móttæki- legust á þessum aldri og oft auðveldara að hjálpa barninu þegar það er fimm ára en þegar það er orðið sjö ára eða eldra." Elmar segir að í flestum til- fellum sé hægt að hjálpa börn- um með seinkaðan málþroska, sérstaklega ef um framburðar- galla er að ræða. Börnum með lestrarvanda sé líka hægt að hjálpa, þótt ekki sé nema með því að greina vandann og upp- lýsa þau. Sömuleiðis sé hægt að örva börn sem eru fötluð og með slakan málþroska þótt það leysi auðvitað ekki vandann. Fáar stöbur talkennara Vandinn sem Elmar og aðrir talkennarar á landsbyggðinni (utan Akureyrar) standa frammi fyrir er að þótt hægt sé að hjálpa flestum börnunum með markvissri meðferð eða talkennslu fer mestur tími þeirra í greiningu á vandanum og ráðgjöf. Elmar er eini starf- andi talkennarinn á Vestur- landi og því enginn annar sem hægt er að vísa til á svæðinu. Einn talkennari starfar sömu- leiðis á Austurlandi og einn á Suðurlandi. Þar er ástandið þó betra en á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra þar sem engir talkennarar starfa. Elmar segir ástæðuna ekki þá að lærð- ir talkennarar séu ekki til á landinu heldur sé vandinn sá að fáar stöbur séu til fyrir þá. Hann bætir því við að hann hafi tvisvar á tæpum tuttugu árum hafa séð auglýst eftir tal- kennara. En jafnvel þótt börn- in komist í þjálfun hjá talkenn- ara er máliö ekki alltaf í höfn því þá kviknar spurningin hver eigi að borga brúsann. Enginn vill borga „Tryggingastofnun greiðir talþjálfun þar sem rekja má or- sök vandans til sjúkdóms, fötl- unar eba einhvers líkamlegs „galla". Þar er hins vegar verið að spara gríðarlega og sýnt mjög mikið aðhald þótt ekki sé um háa upphæð að ræða. Menntamálaráðuneytið greiddi talþjálfun forskóla- barna þar til fyrir ári. Ráðu- neytið hefur síðan vísað á sveitarfélögin. Þau hafa hins vegar flest hver neitað að þeim beri ab borga fyrir þetta. Þann- ig að í rauninni er erfitt að vísa fólki eitthvað. Það er mjög óþægilegt fyrir talkennara að þurfa að rukka foreldra fyrir þjálfunina því þá erum við far- in að mismuna börnunum", segir Elmar. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.