Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 17
Laugardagur 8. júní 1996 17 Umsjón: Blrglr Gu&mundsson ]VIeð sínu nefi í þættinum í dag verður gullfallegt lag eftir Thorstein Bergman, sem raunar gerði líka textann. Þetta er lagið „Til Samarkand". Það var hins vegar Hjörtur Pálsson sem þýddi Ijóðið listavel yf- ir á íslensku. Þetta lag er býsna þekkt hér og hefur verið flutt af fleiri en einum íslenskum söngvara, en varð m.a. vinsælt í flutningi Kristínar Á. Ólafsdóttur fyrir þó nokkrum árum. Lag- ið er líka að finna á splunkunýrri og bráðskemmtilegri plötu með þeim vísnasöngvurum Önnu Pálínu Árnadóttur og Aðal- steini Ásberg Sigurðssyni, en þessi plata heitir „Fjall og fjara". Það er einmitt í tilefni af útkomu þeirrar plötu sem lagið ratar inn í þáttinn nú. D TIL SAMARKAND D G D Er ég lauk upp augum, eygló heitt mig kyssti, Em A og um opinn gluggann streymdi golan inn, D G D Hm um mig flæddi birta og fang mitt ilmur gisti; Em A D D7 það var far í koddann eftir vanga þinn. G G7 D Hm Og ég fann það glöggt, er var ég loksins vöknuð, Em A að nú væri rofið gamalt tryggðaband, D G D Hm og nú máttu ekki ala í brjósti söknuö, Em A D ef þú einhvern tíma kemst til Samarkand. Ég var guð með þetta líf að láni hjá mér, og allt lifði í sumardýrð, sem ennþá skín. Mér var ljóst, að þú varst langt í burtu frá mér, þótt mig langaði að kalla, ástin mín. Það er von mín, er ég sakna og sit við borðið, að þú sjáir bráðum drauma þinna land, einhver verði það, sem ég gat aldrei orðið, ef þú einhvern tíma kemst til Samarkand. Fuglar syngja, og það suða flugur hjá mér, og í sólskininu dögg á stráum skín. Þótt ég sakni þín, skal enginn sjá það á mér, ég á ennþá gjafir þínar, ástin mín. Þá er sífellt hjá mér allt, sem á þig minnir, eins og fiðrildi og blóm vib gulan sand, þab sem fegurst get ég óskað, að þú finnir, ef þú einhvern tíma kemst til Samarkand. x 0 0 1 3 J 2 10 0 0 3 Hm T m I_I_L_ 0 2 3 0 0 0 ( »( 1 1 X 2 3 0 Hm ( i i * > X X 3 4 3 D X 0 0 2 1 3 G7 3 2 0 0 0 1 Framsóknarflokkurínn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregib var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Vinningsnúmer eru sem hér segir: Í. vinningur nr. 26546 2. vinningur nr. 11487 3. vinningur nr. 2022 4. vinningur nr. 30646 5. vinningur nr. 37564 6. vinningur nr. 34412 7. vinningur nr. 12022 8. vinningur nr. 35594 9. vinningur nr. 2118 10. vinningur nr. 15970 11. vinningur nr. 9187 12. vinningur nr. 17679 13. vinningur nr. 6449 14. vinningur nr. 31457 15. vinningur nr. 34925 Ógreiddir mi&ar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upp- lýsingar eru veittar í síma 552 8408 og 562 4480. Framsóknarflokkurinn Leita ab landi til kaups ÆSKILECA m. tekjumögul. + íb.húsi og v/sjó, nál. íbuö mi&sv. í Rvk. Uppl. sendist í p.hólf 5415-Rf25. UDi i. Hucjsanl. skipti á gó&ri S£itiilat&r'ta Fyrir 6 Tertubotninn: 175 gr hveiti (ca. 3 dl) 1/2 tsk. salt 100 gr smjör 2 msk. kalt vatn Blandiö saman hveiti og salt, myljið smjörið saman við með fingrunum. Bætið kalda vatninu út í og hnoðið deigið saman. Látið bíða í 1 klst. Deigið flatt út og sett í eldfast mót (20-22 sm). Fylling: 250 gr skinka, skorin í smábita 100 gr ostur 2egg 2 dl rjómi Pipar Skinkan sett á tertubotninn ásamt rifnum ostinum. Egg og rjómi þeytt saman, kryddað með pipar og örlitlu salti. Tert- an bökuð við 200° í 30-40 mín. 4 ananashringir settir of- an á síðustu 10 mínúturnar. Rúlluterta. RáHHu.twta Þab tekur bara 15-20 mínút- ur að baka rúllutertu. Og fyll- ingin getur verið margvísleg — krem, þeyttur rjómi, ávextir eða gott sultutau. 4 egg 125 gr sykur 125 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft Þeytið saman egg og sykur í þykka eggjafroðu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og blandið því út í eggjahræruna. Búið til form í ofnskúffuna, úr bökun- arpappír, og bakið við 220° í 8- 10 mín. Smyrjið deiginu jafnt yfir bréfformib. Kökunni hvolft yfir á sykri stráðan pappír, pappírinn fjarlægður. Smyrjið sultunni strax á botninn og rúllið kökunni strax saman. Ef önnur fylling er höfð á, þá er rakt stykki sett yfir köku- botninn og hann látinn kólna Skinkuterta. áður en t.d. smjörkremi er smurt yfir. Það gildir líka ef viö notum þeyttan rjóma í fylling- una. Flórsykur sigtaður yfir. SUNNUD AGSKAKAN: 100 gr sykur 125 gr suðusúkkulaði 125 gr smjör 2 egg 50 gr hveiti 75 gr muldir hnetukjamar Súkkulaði og smjör brætt saman við vægan hita. Kælt aðeins. Eggjarauður og sykur hrært vel saman. Súkku- laði/smjörblöndunni hrært út í, ásamt hveitinu og muldum hnetunum. Síðast er stífþeytt- um eggjahvítunum blandaö varlega saman við deigið. Deigið sett í vel smurt og raspi stráð form. Bakað við 175° í 25-30 mín. Ef við viljum hafa meira vib, þá bræðum við súkkulaði og smyrjum yfir botninn. Berum kaldan þeyttan rjóma með í skál. Heimabakaöar tvíbökur. Hmatalaia/ Uítöía/ 100 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 25 gr smjör 2 tsk. sykur 1/4 tsk. kardimommur 1/2 dl mjólk Hnoðið allt saman. Rúllið deiginu í pylsu og skerið í ca. 20 stykki, sem svo er hnoðaö í Viö brosum A: Heldur þú ekki ab tryggingasölumaðurinn hafi platað inn á mig líftryggingu! B: O, jæja, það var gott. Þá þurfum viö ekki að hringja í lækni í hvert sinn sem þú verður veikur. „ Yfirlœknirinn er í fríi og báöir aö- stoöariœknar hans. Svo Gunnar lœknir þarf aö sinna fjórum deild- um auk sinna eigin deilda." kúlur. Settar á plötu og þrýst aðeins ofan á þær. Hafib bök- unarpappír á plötunni. Bakað við 200° í ca. 10 mín. Skerið þær í sundur eða kljúfið þær með gaffli. Settar aftur inn í ofninn, núna við 150° með skorna flötinn upp og hafðar ofarlega í ofninum. Bakabar í ca. 5 mín. þar til þær eru ljós- brúnar. Vissir þú ab ... 1. Hæsti hluti Lyngdals- heiðar heitir Þrasaborgir. 2. Sandurinn á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu er rauðgulur skeljasandur. 3. Fyrstu þoturnar flugu í Þýskalandi. 4. Golfleikarinn frægi Se- veriano Ballesteros er Spánverji. 5. Móðir múldýrs er hryssa. 6. Spilarar í bridge em nefndir eftir höfuðáttun- um. 7. Þingvallavatn var áður fyrr nefnt Ölfusvatn. 8. Jón L. Árnason var að- eins 17 ára þegar hann varö heimsmeistari ung- linga. 9. Jómnn Viðar var fyrsta kventónskáld á íslandi. 10. Heiðar Ástvaldsson danskennari hefur samið kennslubók í cha-cha-cha. W 7” Þegar vib höfum strauj- ab dúka og brotið þá sam- an á lengdina, er gott að setja þá á herbatré meb slá. Þá koma engin þverbrot. Gott er að láta 2 tsk. af sykri út í vatnið hjá afskorn- um blómum. Blómin end- ast þá miklu lengur. Þegar við sjóbum gul- rætur, er mjög gott ab setja 1 tsk. af smjöri saman vib vatnið. ■« Það má frysta þeyttan rjóma, hræra hann þegar hann er þíddur, en ekki þeyta hann. W Ef hollandersósan vill skilja sig, er bara ab þeyta smávegis vatn saman vib og þá lagar hún sig aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.