Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 19
Laugardagur 8. júnf 1996 19 7/7 allrar lukku er Carey sama sinnis í trúmálum og Richard, en þau eru bæöi búddatrúar. Gere og Lowell geta ekki hamið sig Ljósmyndir, sem sýna ástríkt sam- band þeirra Richards Gere og Car- ey Lowell, þykja benda til að nú sé samband þeirra komið í hinn eina sanna pörunarfarveg til samskipta í blíðu og stríðu. Búddísku skötuhjúin fóru til Ítalíu fyrir skömmu þar sem Gere gerði mönnum ljóst að í lífi hans hefði tvennt forgang, í fyrsta lagi trúin og í öðru lagi konan. Þegar hinn heittrúaði leikari opnaði ljósmyndasýningu fyrir skömmu í Palermo kyssti hann og kjassaði ástkonu sína án afláts, en hann hefur áður ekki þótt mikið fyrir að sýna opinberlega ást sína til fyrrum samferðarkvenna. Fyrrum eiginkona hans, Cindy Crawford, varð þannig lítið fyrir áreitni af hans hálfu á opinberum vettvangi og þessi óvæntu ástríðuköst úti á meðal fólks hefur lætt þeim grunsemdum að mönn- um að í vændum sé brúðkaup. Gríðarlegt fjölmenni safnaðist saman fyrir utan klaustrið þar sem sýningin var haldin, enda átti Ri- chard önnur og veraldlegri erindi til Ítalíu en boðun fagurra trúar- bragða. Hann kom einnig til að kynna nýjustu mynd sína, Primal Fear, þar sem hann leikur harð- fylginn lögmann. Carey hefur síðastlibin ár horf- ið frá kvikmyndatjaldinu að fyrir- sætustörfum, en menn segja að Richard — sem er nú orð- inn 46 ára, 12 árum eldri en Carey —- elski heila hennar ekki síður en feg- urðina, sem skiptir víst töluverðu máli. Enda segir einn vinur kappans: „Car- ey getur verið mjög alvar- leg og gáfuð, rétt eins og Richard. Hún er engin partýpía. Hún stundaði nám í bókmenntum og skoöaði þá sérstaklega rúss- neska höfunda. Hún eyðir mestum tíma sínum í að lesa, sauma út og ala upp fjögurra ára gamla dóttur sína. Hún er hin fullkomna blanda heila og fegurðar." I TÍIVIANS Gere heldur rœöu viö opnun Ijósmyndasýningar þar sem sýndar eru myndir hans af munkaklaustrum í Tíbet. Sýningin var sett upp í Palermo og var sjálfur Dalai Lama þeirra Tíbeta viöstaddur opnunina. Leikarinn er hœttur aö láta flassglampa myndavélanna stööva útrás ástar sinnar og þau Carey og Richard hafa tekiö upp þá stefnu aö hemja ekki kossaþörfina þegar hún blossar upp. Fyrrum Bond-pían Carey Lowell á hug Richards allan um þessar mundir. Framsóknarflokkurinn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregib verður í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júní 1996. Velunnarar flokksins eru hvattir til aö grei&a heimsenda gíróse&la fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 562-4480. Framsóknarflokkurinn Sumartími á flokksskrifstofunni Frá og me& 15. maí og fram til 15. september ver&ur opi& á skrifstofu flokksins a& Hafnarstræti 20 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Skrifstofa Framsóknarfíokksins Gu&jon Olafur Halldór Jóhanna Hjólin snúast 26. þing Sambands ungra framsóknarmanna, Bifröst í Borgarfirði 7.-9. júní 1996 Jón Erlingur Þórir Ingibjörg Egill Hei&ar Föstudagur 7. júní: Kl. 19.00 Afhending þinggagna. Kl. 20.00 Setning. Guðjón Olafur Jónsson, forma&ur SUF. Kl. 20.10 Kosning embættismanna: a) Tveggja þingforseta, b) tveggja þingritara, c) kjörnefndar. Kl. 20.15 Skýrsla stjórnar: a) Gu&jón Ólafur Jónsson, formaður SUF, b) Þorlákur Traustason, gjaldkeri SUF. Kl. 20.45 Tillögur a& ályktunum þingsins. Kl. 21.30 Ávörp gesta: a) Halldór Ásgrímsson, forma&ur Framsókn- arflokksins, b) Ingibjörg Páimadóttir, ritari Framsóknar- flokksins, c) Siv Friðleifsdóttir alþingisma&ur. Umræður og fyrirspurnir. Kl. 22.45 Nefndastörf. Kl. 00.00 Óvæntar uppákomur. Laugardagur 8. júní: Kl. 09.30 Morgunver&ur. Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 12.00 Hádegisver&ur. Kl. 13.00 Ávörp gesta: a) Jóhanna Engilbertsdóttir, varaforma&ur Landssambands framsóknarkvenna, b) Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, c) Anna Karen Anderson, forseti NCF. Kl. 13.30 Hjólin snúast. A&stoðarmenn ráðherra gera grein fyrir stö&u mála í rá&uneytum: Arni Gunnarsson, aöstoðarma&ur félagsmála- ráðherra, Gu&jón Ólafur Jónsson, a&stoöarmaður um- hverfisráðherra, Hilmar Þór Hilmarsson, a&sto&arma&ur utan- ríkisrá&herra, Jón Erlingur Jónasson, a&sto&arma&ur land- búna&arráðherra, Þórir Haraldsson, aðstoðarma&ur heilbrig&is- rá&herra. Umræ&ur og fyrirspurnir. Kl. 14.30 Umræ&ur og afgrei&sla ályktana. Kl. 16.15 Kaffihlé. Kl. 16.45 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar: a) formanns, b) 12 manna stjórnar og 12 til vara (a.m.k. einn úr hverju kjördæmi), c) 30 manns í mi&stjórn og 30 til vara (a.m.k. 2 úr hverju kjördæmi), d) tveggja endursko&enda og tveggja til vara. Kl. 18.00 Önnur mál. Þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla. Samdrykkja. Kl. 23.00 Dansleikur. Sunnudagur 9. júní: Kl. 10.00 Morgunverður. Brottför. Þinggjald a&eins 3.500 krónur me& fullu fæði og gist- ingu í svefnpokaplássi (EURO — VISA). Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknar- flokksins (s. 5624480, fax 5623325) og hjá Gu&jóni Ólafi (s. 8964189). Á EFTIR BOLTA KEMUR BARN... ' BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERÐ1NNI" JC VÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.