Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 1
XWREVF/tZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 STOFNAÐUR1917 80. árgangur Laugardagur 8. júní 107. tölublað 1996 Ríki og borg ábyrgjast 3ja milljóna halla af einum dagskrárliö á Listahátíö: Taka á sig halla af komu )ýsku sin- 'oníunnar „Ríki og borg hafa samþykkt, hvort fyrir sig, aö gangast í ábyrgö fyrir 3 milljónum sem nú stefnir í ab vera halli af komu Þýsku sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Berlín. Ég sendi erindi til ríkis og borgar, þar sem ég sá fram á ao þetta at- ribi væri oröib svo dýrt aö mér tækist ekki ab halda fjárhags- áætlun ef það yrbi með," sagbi Signý Pálsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, í samtali við Tímann. Ef halli verbur á tónleikum þýsku hljómsveitarinnar, leggja því ríki og borg fram 1,5 milljón hvor, enda vilji á bábum stöb- um fyrir því að sveitin komi til landsins. Óviðráðanlegir og óvæntir kostnaðarliðir urðu til þess að koma sveitarinnar var komin 3 milljónir fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun, einkum flug- kostnaður við flutning ríflega 80 hljóðfæraleikara og hljóð- færa, en þess má geta að Ashk- enazy og hljómsveitin þiggja ekki laun fyrir komu sína. Að sögn Signýjar hefur miða- salan undanfarið veriö þokka- leg, en ítrekaði að fólk væri enn á síðustu stundu og í gær hefði t.d. verið rífandi sala á tónleika Heimskórsins í dag og miðasöl- unni verið haldið opinni fram á kvöld. LÓA Hollustuvernd; Þrifum á ís- vélum í sjoppum/ísbúbum í mjóg mörgum tilfellum ábótavant: 58% sýna af mjúkís stóðust ekki kröfur „Almennt er örveruástand mjólkurvara mjög gott. Þaö eru helst sýni af mjúkís frá útsölu- stöbum með ísvélar, sem stand- ast ekki kröfur. Sérstakar úttekt- arrannsóknir á þessílri vöru hafa sýnt fram á, ab þrifum á ís- vélum er í mjög mörgum tilfell- um ábótavant. Þannig stóbust 55% sýna af mjúkís ekki kröfur árið 1993 og 58% árið 1994. Al- gengustu ástæður þessa voru of hár örverufjöldi og kólígerla- mengun", segir í nýrri skýrslu um starfsemi Hollustuverndar ríkisins. Stofnunin segir að hár örveru- fjöldi gefi til kynna að matvæli séu ekki lengur fersk, geymsluþol þeirra þrotið og þau jafnvel byrj- uð að skemmast. Óeðlilega hár fjöldi kólígerla sé vísbending um lélegt hreinlæti. Kólígerlar bendi einnig til hugsanlegrar mengunar af völdum sjúkdómsvaldandi ör- vera sem uppruna eiga í iðrum manna og dýra. ¦ LC C L%Jl \JL)\ZrLiLJ\ZriUr Críbarlegur fjóldi allraþjóba söngvara kemursaman íLaugardalshöllinni til ab syngja undir nafni Heimskórsins á Listahatíb kl. 16 íaag. Sungin verba atribi úrþekktum óperum, s.s. La Boheme, Madame Butterfly, Aida og Carmen, meb eihsóngvurun- um Olgu Romanko, Dmitri Hvorostovsky, Rannveigu Fríbu Bragadóttur og Keith Ikaia-Purdy. Sjávarútvegsrádherra breytir litlu í ákvörbun um heildarafla frá ráö- gjöf Hafró: Steinbítur og langlúra í kvóta Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kunngerbi í gær ákvörðun sína um leyfilegan heildarafla einstakra fiskteg- unda fyrir komandi fiskveibiár sem hefst 1. september n.k. Þar eru geröar óverulegar breyting- ar um kvóta einstakra tegunda frá því sem fram kom í rábgjöf Hafrannsóknastofnunar í sl. mánubi. Athygli vekur ab veib- ar á steinbít og langlúru verba ab þessu sinni háðar kvóta. Vib kvótaákvörbun til einstakra skipa verbur tekib mib af veiði- reynslu þeirra á þessum teg- undum á tímabilinu 1. júní 1993 - 31. maí 1996. Samkvæmt ákvörðun ráðherra verður þorskkvótinn aukinn um 31 þúsund tonn, eða úr 155 þús- und tonnum í 186 þúsund tonn sem er óbreytt frá ráðgjöf Hafró. Fyrir smábáta þýðir þetta að heildarkvóti þeirra í þorski verð- ur tæp 26 þúsund tonn, eðá 13,9% af leyfilegum heildarafla í þorski, samkvæmt nýsamþykkt- um lögum frá Alþingi. Þessi aukning þorskkvótans hefur í för með sér að útflutningsverðmæti sjávarafurða eykst um 2 milljarða króna. í þorskígildum nemur aukningin að loðnu meðtalinni um 1,9%, samkvæmt mati Þjóð- hagsstofnunar. Þá verður upphafskvóti ís- lenska flotans í loðnu fyrir sum- ar- og haustvertíð alls 737 þús- und tonn, en gert er ráð fyrir að leyfilegur heildarafli geti numið allt að 1.278.000 tonnum á allri vertíðinni. Af einstökum frávik- um frá ráðgjöf Hafró má nefna að ýsukvótinn er aukinn úr 40 þús. tonnum í 45 þús. tonn, út- hafsrækjukvótinn eykst um 5 þúsund tonn, eða úr 55 þús. tonnum í 60 þús. tonn og síldar- kvótinn er aukinn um 10 þús. tonn, eða úr 100 þús. tonnum í 110 þúsund tonn og skarkoli um 2 þúsund tonn, eða úr 10 þús. tonnum í 12 þús. tonn. Ráðuneytið vekur athygli á því að leyfilegur heildarafli í ýsu á næsta fiskveiðiári minnkar um 15 þúsund tonn og ufsakvótinn um 20 þúsund tonn frá þeim kvótum sem gilda á yfirstand- andi fiskveiðiári. Jafnframt er bent á að ekki hefur tekist að veiða úthlutaða kvóta í þessum tveimur tegundum á undanförn- um árum. Þá lækkar leyfilegur heildarafli í grálúðu um 5 þús- und á milli fiskveiðiára, en vegna tilfærslu aflaheimilda á milli ára er búist við ab aflinn verði 23 þúsund tonn, þótt útgefinn kvóti á næsta fiskveiðiári verði 15 þús- und tonn. Þá stefnir sjávarútvegsráðu- neytið að því að gefa út reglugerð um stjórn fiskveiða á næsta fisk- veiðiári um næstu mánaðamót. Hinsvegar verður endanlegur kvóti til einstakra skipa fyrir steinbít og langlúru ekki til- kynntur viðkomandi útgerðum fyrr en nokkuð verður liöið á næsta fiskveiðiár vegna vinnu og tæknilega útfærslu við útreikn- ing á kvóta. Aftur á móti fá út- gerðirnar bráðabirgðaúthlutun í þessum fisktegundum sem send verður til þeirra samhliða öðrum kvótaúthiutunum til einstakra útgerða um miðjan ágúst n.k. -grh „Europe Tax-free Shopping" tekiö til starfa á íslandi: Endurgreiðsla vsk. eykur kaup erlendra feröamanna Europe Tax-free Shopping (ETS eba Virbisaukaskatts- frjáls verslun) hefur nú fengib öll tilskilin leyfi íslenskra stjórnvalda til ab annast end- urgreibslu virðisaukaskatts af vörum sem erlendir ferba- menn kaupa hér á landi. Skrifstofa ETS á íslandi hefur tekið til starfa og ætlar m.a. að leiðbeina verslunarfólki um það hvernig endurgreiðsla virðisauka- skatts getur aukið viðskipti ferða- manna. Hérlendis mun Lands- banki íslands annast endur- greiðslu skattsins. Erlendir ferða- menn á leib frá íslandi og íslendingar á heimleið frá útlönd- um geta því eftirleiðis fengið end- urgreiðsluávísanir innleystar í úti- búum Landsbankans. Um 120.000 verslanir í 22 löndum eru merktar Europs Tax-free Shopp- ing, sem þúsundir íslendinga hafa notfært sér á ferðum sínum erlendis. Að mati forsvarsmanna ETS hvetur möguleiki á endur- greiöslu virðisaukaskatts ferða- menn til innkaupa. Að ETS á íslandi standa Félag ís- lenskra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök íslands og ETS í Evrópu, sem staðið hafa að undir- búningi verkefnisins ásamt Landsbanka íslands. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.