Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.06.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 8. júní 1996 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskaö eftir tilboöum í viögeröir á undirgöngum og stoöveggjum viö Vesturberg — endurbætur og viö- hald. Helstu magntölur: Gröftur 60 mJ Fyllingar 76 m3 Steypubrot 60 m3 Mót 154 m2 Steypa Járnbending Múrkústun 34 m3 900 kg 160 m2 Málun 270 m2 Stálhandriö 111 m Snjóbræöslulagnir 700 m Stjórnkerfi snjóbræöslulagna 1 stk. Skiladagar eru eftirfarandi: 1. áfangi: 1. september 1996 2. áfangi: 1. október 1996. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skilatrygg- ingu. Opnun tilboba: þriöjud. 25. júní n.k. kl. 11:00. gat 92/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskaö eftir tilbobum í verkiö: Staöbundnar abgerbir — 30 km hverfi 1996. Helstu magntölur: Stein- og hellulagöir fletir u.þ.b. 1.800 m2 Steyptir fletir u.þ.b. 1.400 m2 Steyptur kantsteinn u.þ.b. 1.100 m Grásteinskantar u.þ.b. 170 m Malbikun u.þ.b. 350 m2 Gróöurbeö u.þ.b. 300 m2 Lokaskiladagur verksins er 15. okt. 1996. Útbobsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri frá þriöjud. 11. júní n.k. gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Opnun tilboba: fimmtud. 20. júní n.k. kl. 11:00. gat 93/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings er óskaö eftir tilboðum í lób- arlögun á nýjum gæsluvelli ab Fróbengi 2 í Grafarvogi. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Grassvæöi 930 m2 Hellur 220 m2 Fylling 480 m2 Malbik 130 m2 Verklok eru 31. ágúst 1996. Útboösgögn verba afhent á skrifstofu vorri frá mibvikud. 12. júní n.k. Opnun tilboöa: þribjudaginn 25. júní 1996 kl. 14:00 á sama stab. bgd 94/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræbings, er óskab eftir tilbobum í endurnýjun smíbastofu í Breiöholtsskóla. Helstu magntölur: Léttir veggir 130 m2 Kerfisloft 120 m2 Gólfefni 300 m2 Málun 900 m2 Verklok: 15. september 1996. Útboösgögn veröa afhentá skrifstofu vorri gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Opnun tilboöa: fimmtud. 20. júní n.k. kl. 14:00. bgd 95/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 5525800 Nám við Hólaskóla Hrossarækt — reiðmennska — fiskeldi — vatnanýting — sveitalífsferöaþjónusta Umsóknarfrestur til 10. júní. Nám á þjálfara- og reiðkennarabraut. Umsóknarfrestur til 1. júlí. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal sími: 453 6300, fax 453 6301. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚNI3.105 REYKJAVÍK. SÍMI563-2340. MYNDSENDIR 562-3219 Lób Kennaraháskólans og Sjómannaskólans í Reykjavík: Kynning á deiliskipulagi Fimmtudaginn 13. júní kl. 17.00 verður haldinn kynningar- fundur ab Skúlatúni 2, 5. hæð, þar sem deiliskipulag ofan- greindra ióöa ver&ur kynnt. Sérstaklega verður fjallað um um- ferðarmál í tengslum vib fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. r V. nmiii Nýr umbobsmabur á Skagaströnd er Kristín Þórbardóttir, Bankastræti 3, sími 452-2723. Margar útgáfur af stuttbuxum: Bermudabuxur, „hot pants" og amerískar stuttbuxur: Fólk í stuttbuxum þarf líka að huga ab skófatnaðinum Heibar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áég að vera? Árstíð stuttbuxnanna er nú upprunnin enn einu sinni — og enn einu sinni kemur í ljós að ekki eru allir á einu máli um það hverjum hæfi og hvar hæfi að klæðast þessum þægilega klæðnaði og hvar ekki. Kona nýkomin af sólarströnd, sem umlykur gamla og virbulega borg, segist t.d. alveg gáttuð á mörgum kynsystra sinna — sem komnar eru um og yfir miðj- an aldur og virð-------------------------------- ast enn ekki hættar að stækka — að þær skuli finna sig í því að rölta um borgarstræti, í búðir og í veit- ingahús íklædd- ar skræpóttum stuttbuxum, sem skerast upp í nárana, og allt of þröngum hlírabolum, þannig ab allt lafir og dinglar. Þessa konu og __________________________________ eflaust fleiri langaöi að heyra hugmyndir Heiðars um stuttbux- urnar. Heiðar: „Stuttbuxur eru þjóöbúningur Banda- ríkjamanna. Þannig að þar í landi yfir sumartímann — sem sums staðar er raunar allt árið — eiga stutt- buxur alltaf vib og eru hinn daglegi klæðnabur. ís- lendingar, sem fara til Bandaríkjanna, þurfa því yf- irleitt alltaf að kaupa sér stuttbuxur. í Evrópu eru stuttbuxur notaðar á sólarstöðum, en ekkert vel séðar inni í borgum, nema sem tísku- fatnaður og þá merkjavara á unga leggi og stinna rassa. Á íslandi held ég að stuttbuxur séu fyrst og fremst sumarbústaöa-, útilegu- og garðsláttufatnaður þegar sæmilega vibrar. Síðan komast stuttbuxur alltaf í tísku með vissu árabili. Og í rauninni þá eru núna í tísku kakístutt- buxur, sem sagt „Bermuda shorts". Af stuttbuxum eru til margar tegundir. Bermuda shorts eru stuttbuxur sem ná niður að hnjám og gjarnan með uppábroti. Þessi „hot pants" tíska snýst aftur á móti um stuttbuxur, sem eru alveg upp í rassi. Amerísku stuttbuxurnar eru eiginlega þarna mitt á milli, um mitt læri. Neðanafklipptar galla- buxur voru mjög vinsælar á tímabili og raunar held ég að þær séu alltaf vinsælar t.d. hjá bakpokaferða- löngum af báðum kynjum. En raunverulega eru þær ekki smart, nema fólk sé þá líka í fjallgöngu- skóm og góðum sokkum, þannig að gallabuxurnar fari að eiga full- an rétt á sér. Þessar „hot pants" eru bara tískufyrirbrigbi, annars er þetta eiginlega sundfatnaður. Amer- ísku stuttbuxurnar eru um leið sólarlandastuttbuxur, í Ameríku. En ætli maður að vera í stuttbux- um á almannafæri, inni í stór- borg eba annars staðar, þá eru þab Bermudabuxurnar sem hæfa best. Þeir, sem ætla að klæðast stutt- buxum, þurfa líka ab huga ab skófatnaðinum, því sá getur ver- ið voöalega hallærislegur sem kann það ekki. Það er því miður dálítib um að íslenskir karlmenn noti skrifstofuskóna sína og dökku sokkana þegar þeir fara í stuttbuxurnar og stuttermaskyrt- una í útlöndum. Þetta gengur auðvitað ekki upp. íþróttaskór og íþróttasokkar, eða Jesúskór og einhvers konar sandalar eru við hæfi. Og golf- skór eru líka mjög skemmtilegir, með þá kannski litasamsetningu í skóm, stuttbuxum og sokkum. Konur klikka líka sumar á því að vera í sokkabuxum og há- „ Vert þú í fötunum, en láttu þau ekki vera á þér," hefur víblesib blab eftir tískudrósinni Töru, sem hér nýtur lífsins á Madeira. Og víst þarf töluvert til ab taka sig svo vel út í„hot pants" úr silfurlitu teygju- efni. Þœr eru því mibur ekki margar sem taka sig eins vel út í stuttbuxum og hún Marilyn — enda efamál ab nokkur annar bossi hafi prýtt fleiri bílaverkstœbisveggi. hælaskóm þegar þær fara í Bermudabuxur eða stuttbuxur. En þar gildir raunar svipað og meb karlana. Það eru íþróttaskór, banda- skór og kannski léttar mokkasínur. í sólarlöndunum virðist viss sól- arlandaborgarmenning ríkja yfir sumarvertíðina, þar sem fólk er ekki bara fáklætt á ströndinni heldur úti um allt og jafnt í verslunum sem veitingahúsum og víöar. En þetta virðist stinga í augu okkar hér og ég held að fáar íslenskar konur falli í þessa gryfju. Ég hef líka alltaf undr- ast þab af hverju konur fara ekki fremur í þunna létta kjóla eða aðrar léttar og miklu klæðilegri flíkur fyr- ir þær margar hverjar heldur en þröngar stuttbuxur og hlírabolir eru. En sem sagt, stuttbuxur eiga að vera til í fataskáp hvers og eins, unga fólksins og þeirra sem eldri eru. Þær eru sjaldnar notaðar á ís- landi en víba annars staðar, en mega ekki gleymast þegar farið er til heitari landa." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.