Tíminn - 28.06.1996, Page 4
4
WSmmu
Föstudagur 28. júní 1996
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Jæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1700-kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Kostir orkuvinnslu
eru margir
Ekki er langt síðan litið var á Blönduvirkjun sem
rándýra offjárfestingu þar sem ekki voru kaupend-
ur að þeirri viðbótarorku sem þar er framleidd. En
skjótt skipast veður í lofti og nú eru allar horfur á
að orkubúskapurinn sé ekki aflögufær né geti út-
vegað þá raforku í tæka tíð sem hægt er að selja.
Stækkun álversins í Straumsvík og nýjar stór-
iðjuframkvæmdir eru á döfinni, en forsenda þess
að hægt sé að byggja upp enn meiri orkufrekan
iðnað og taka við erlendu fjármagni í því skyni er
að virkja meira og framleiða allt það rafmagn sem
nú er óskað eftir.
Þegar erlendir fjárfestar knýja á um orkukaup,
kemur í ljós að vel er hægt að bæta við raforku-
framleiðslu án þess að leggja í tímafrekar og of-
boðslega dýrar framkvæmdir. í Kröfluvirkjun hef-
ur afkastamikil túrbína legið ónotuð í tvo áratugi
og sérfræðingar segja að næg orka sé þar í jörðu til
að auka raforkuframleiðsluna verulega.
Hitaveita Suðurnesja framleiðir umtalsverða raf-
orku með tiltölulega ódýrum hætti. Og nú eru
uppi ráðagerðir um að virkja jarðgufuna í Nesja-
völlum enn betur en þegar er gert og byggja þar til-
tölulega ódýrt raforkuver.
Gufuaflsvirkjanirnar syðra heyra ekki undir
Landsvirkjun og mun það ástæðan til að það er
varla fyrr en að í nauðir rekur að farið er að hyggja
að raforkuframleiðslu þar, þótt löngum hafi það
verið fýsilegur kostur. En háhitasvæðin eru enn
fleiri sem vel kemur til greina að virkja.
Vel má auka framleiðslu Laxárvirkjunar veru-
lega, ef vilji er fyrir hendi og skynsamlega verður
að farið, og er það dæmi nú með fleirum til athug-
unar.
Dálítið er það ankannalegt að mikið er rætt og
ritað um nauðsyn þess að frá erlent fjármagn inn í
landið og selja orku til iðnaðar, en þegar tækifærin
koma upp í hendurnar á þeim, sem hæst tala um
efnið, þá er ekki hægt að bjóða nægilega orku á
þeim skamma tíma sem er til stefnu. En þá er grip-
ið til þess skynsamlega ráðs að byggja upp tiltölu-
lega lítil orkuver og stækka og bæta þau sem jyrir
eru.
Ástæðan fyrir öllum vandræðaganginum er
væntanlega sú, að sífellt er verið að undirbúa gríð-
arlegar stórvirkjanir, sem tekur áratugi og gífurlegt
i fjármagn að byggja og mikil óvissa ríkir um með
hvaða hætti á að selja orkuna og hverjum hún á að
koma að gagni. I.
Vatnsföll og varmaorka eru ótvírætt þær auð-
{lindir sem nýta má enn betur en nú er gert. Þaq er
? ágætt út af fyrir sig að vera stórhuga, þegar litioj er
til framtíðarvirkjunar þeirra. En minni orkuver pg
idreifing þeirra um landið er kostur sem alltof ©ft
og lengi hefur verið horft framhjá.
En nú ber nauðsyn til að útvega orku fljótt og
vel og þá hljóta ofurframkvæmdasinnar að láta í
minni pokann og hagsýn skynsemi fær að ráða
um sinn.
A ö bjarga Bessastöbum
Forsetakosningarnar eru mál málanna í dag.
Verst að Garri var ekki alveg með það á hreinu í
gær, þegar hann sat við skriftir, hvenær forseta-
kosningarnar yrðu og var að velta því fyrir sér
hvort hann ætti að
kjósa á föstudegi
eða laugardegi.
Garri vissi sem var
að blöðin væru yf-
irfull af framboðs-
auglýsingum for-
setaframbjóðend-
anna og þar hlyti
kjördagurinn aö
koma fram. Garri
greip næsta blað og
fletti ... og fletti og
fletti. Heilsíðu- og
opnuauglýsingar
frambjóöendanna
voru þarna í lange
baner, nema hvað
aldrei þessu vant
bar eitthvað lítiö á
Ástþóri. Garri sá að
Ólafur Ragnar ætl-
aði að vera á ferð og
flugi í gær og Garri
hugsaði með sér af
því tilefni að nú
væri loksins komið
að því að einhver
frambjóðandinn
mundi slá flugvéla-
hurðarævintýrinu hans Péturs
Hafstein við og ákvað þarafleið-
andi að fylgjast rækilega með
fréttum allan daginn.
Óháð bréf
Svo fékk Garri heilsíðubréf og krossapróf að
auki, eins og allir kjósendur. Undir það skrifuðu
óháðir áhugamenn um forsetakjör. Garri velti
því svolítið fyrir sér hvað þetta „óháðir" stæði
fyrir. Fyrsta hugdettan var að það væri Ögmund-
ur óháði Jónasson sem skrifaði undir, því hann
stendur jú fyrir „óháðir" í hugtakinu: „Alþýðu-
bandalagið og óháðir". Garra datt í hug að hann
saknaði Ólafs Ragnars svo hræðilega úr pólitík-
inni að Ögmundur óháði vildi fyrir alla muni
koma í veg fyrir að missa hann inn á Bessastaði.
Annars bar þessi óháða undirskrift svolítinn
íhaldskeim og lyktaði því dálítið öðruvísi en Ög-
mundur óháði.
Og áfram fletti Garri yfir opnuauglýsingar og
heilsíðuauglýsingar þar til kom að því að bjarga
Bessastöðum. Þá hugsaði Garri: „Einn milljarð-
ur, hvað vilja menn meira?" Enda hélt Garri
sannast sagna að það væri búið að bjarga því
sem bjargað verður á Bessastöðum, a.m.k. miðað
við hvað þaö hefur
kostað að bjarga
Bessastöðum. Svo
las hann textann
sem fylgdi og sá að
þarna var verið við
sama heygarðs-
hornið og í bréf-
inu og krossapróf-
inu. Undir rituðu
samtökin: „í Guðs
bænum ekki..."
Garri fór ósjálfr-
átt að rifja upp
gömlu fermingar-
fræðin um nafn
Guös og hégó-
mann og datt í
hug að þarna væri
komið umfjöllun-
arefni fyrir presta-
þing, þ.e.a.s. ef
blessaða prestana
skorti umræðuefni
sem litlar líkur eru
nú til. Annars eru
þessi ágætu sam-
tök líklega síður
en svo nokkur hé-
gómi, þannig að
þarna er sennilega engin synd á
ferðinni.
Einhvem veginn er það svo
meö Garra að persónuárásir
kosningabaráttunnar hafa haft þveröfug áhrif
við það sem ætlaö er. Þetta gildir líka um þessar
auglýsingar, þrátt fyrir að Garri viti nokkurn
veginn með vissu að Pétur hafi enga hugmynd
haft um birtingu þeirra og að öllum líkindum
reynt að koma í veg fyrir hana, hefði hann verið
spurður álits.
Hvenær á ab kjósa?
En í öllum þessum auglýsingum kom hvergi
neitt fram um það hvaða dag stæði til að kjósa
forseta. Ætli það endi ekki með því að Garri kjósi
ekki neitt. Enda Davíð ekki í framboði, þar sem
hann er ómissandi á öðmm vettvangi um skeið
að eigin sögn, og Garri ekki heldur í framboði af-
því konan bannaði honum það um leið og hún
hafði orð á orgelnámi Garra í æsku. Garri fattaði
nú ekki djókið í því. Garri
TIL KIÓSENDA'
Oq
bjöugum Oo
RtSS\STÓDUM Hfca-.
Stöndumsaman.
°n",Sart%
GARRI
Hátíbarstemning sumarsins
Greinarhöfundur er staddur á Austurlandi þegar
þessi orð eru rituð. Sumarið er gengið í garð eftir
kaldan maímánuð. Merkilegt er þetta veðurfar á
landinu. Milt vor á suðvesturhorninu og hæg
norðaustan og norðan átt er ávísun á svalt vor fyr-
ir norðan og austan. Hins vegar hefur veturinn í
heild verið einn hinn mildasti sem um getur um
land allt.
Svo kemur sunnanvindurinn og hann ber væt-
una inn yfir suðvesturhornið, en blæs hlýjum ag
hýrum vindum yfir fjöllin noröur og austur ag
loftið verður hlýlegt og hýrt og fjöllin taka á sig
stetkan bláma. Þá er gaman að ___________]____________
lifa. ' .
Ég fletti nú nýlega upp í bók VIOðVðl1^|Í
nýlega er komin út meö ___________________________
sem
ljóðaþýðingum Sigurðar A. Magnússonar. Þar er,
eitt ljóð frá Grikklandi þar sem sunnanvindurinn
er nefndur. Þar er hann í ööru líki en hér og nístir!
hold frá beinum. Ég hef sjálfur reynt þann sunn-
anvind sem þar kemur yfir hafið. Þar er einum of
mikið af því góða. Það er eins og að stinga hausn-
um inn í bakaraofn með blæstri.
Bjargræbistími í ferbamennsku
Hér fyrir austan er sumarið meðal annars notað
til þess að taka á móti ferðamönnum. Það er bjarg-
ræðistími í ferðamannaþjónustunni, rétt eins og
þegar keppst var við það sumarlangt að afla heyja.
Nú tekur slíkt ekki allt sumarið, en vandamálið er
að halda úti þeim vélakosti sem þarf til að reka bú-
in, af þeim tekjum sem bóndinn hefur. Ýmsir
bændur hafa farið þá leið að taka á móti ferða-
mönnum á búum sínum. Slíka iðju má ekki slá
slöku við hinn stutta sumartíma.
Þéttbýlið reynir einnig að ná í sinn skerf af
ferðamannaþjónustunni og það er reynt að vekja
athygli með ýmsum hætti og hafa einhverja til-
breytingu upp á aö bjóða. Hvers konar hátíðir eru
haldnar og eru sumar þeirra búnar að vinna sér
sess, en aðrar ekki.
„Andvökunætur'7 og abrar hátíbir
Jónsmessan er nýliðin. Ijlér eystra héldu íbúar
Borgarfjarðar eystri upp á þéssi tímamót meö sam-
komum sem hét „Andvöku^ætur". Gönguferðir á
þessum tíma njóta vinsælda, því það er stórfeng-
legt að hitta þannig á að sjá sólina síga að hafs-
______________ brún og rísa á ný. Borgarfjörður
eystri er sannkallað ævintýra-
land á þessum björtu nóttum,
__ þegar vel vií rar.
Þann 5. júlí, eða eftir vi cu, verður hátíð á
Hornafirði sem nú er búin að vinna sér sess. Hún
er kennd við humarinn, þaö lostæti sem borið er
að landi í miklu magni á þein stað. Þetta er bæj-
arhátíð sem samanstendur af menningarviðburð-
um á borð við sýningarhald ok léttara hjali.
Seyðfirðingar opnuðu sýnipgar í bænum um
síðustu helgi, sem bera nafniíí „Á seyði", en þessir
viöburðir em í raun framhald |f hinni miklu hátíð
sem haldin var á þeim stað á síðasta ári.
Og á Egilsstöðum byrjaði jazzhátíð í gærkveldi,
en hún er nú haldin í níunda sinn síðustu helgina
í júlí, og mun halda áfram ialla helgina undir
stjórn Árna ísleifssonar. Og þessi hátíð er löngu
landskunn.
Það er því mikið um að vera í sumarblíðunni
hér fyrir austan, og það á ekki síst rætur að rekja til
aukinnar ferðamennsku. Hins vegar er gleöilegt
við þessa þróun að hvers konar menningarstarf-
semi fylgir þessum auknu umsvifum. Það er hún
sem gerir krydd í tilvemna nú sem áður.
Jón Kr.