Tíminn - 28.06.1996, Qupperneq 8
Uttekt breska bílatímaritsins Autocar:
Meðalstórir fjölskyldubílar ab
leysa eöalvagninn af hólmi
Honda Civic, Peugeot 306 og
Renault Megane ná allir
fimm stjörnum á einhverju
sviöi í nýrri einkunnagjöf
breska bílatímaritsins Autoc-
ar. Honda Civic 1.51 hlýtur
fimm stjörnur fyrir spar-
neytni, Peugeot 306 1.6 XR
fyrir hversu vel hann lætur
aö allri stjórn og Renault
Megane 1.6 RT fyrir þægindi
og gott pláss.
Tekið skal fram aö þessi ein-
kunnagjöf fór fram á grundvelli
þess búnaðar sem gerður er fyr-
ir breskan markað og getur ver-
iö um einhver frávik að ræða
frá þeim búnaði sem sömu bílar
eru afgreiddir með hér á landi.
Honda Civic hefur nú komið
fram með kraftmeiri vél en er í
þeim bíl sem reyndur var í þess-
ari prófun, en í framleiðslu
þessa bíls hefur náðst ótrúlega
góður árangur á sviði eldsneyt-
issparnaðar. Vauxhall Astra 1.61
Sport er sambærilegur bíll þeim
sem fluttur er hingað til lands
undir heitinu Opel Astra, en sá
bíll er framleiddur í Þýskalandi
en Vauxhallinn er hins vegar
breska útgáfan. Á næsta ári er
væntanlegur nýr bíll af þessari
gerð á markað og skýrist slæleg
stjörnugjöf nokkuð af því þar
sem ýmsar endurbætur eru
væntanlegar. Af þessari prófun
sést að meðalstórir og minni
fjölskyldubílar sækja verulega á
stóra og stæðilega eðalvagna
hvað tæknibúnað og önnur
þægindi varðar.
su ma rti I boö
fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaöi
Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl
traustur fjölskyldubíll
1.384.000.-
staögreitt á götuna
innifaliö umfram staðalbúnað
- álfelgur
- vindskeiö
- þjófavörn
- samlitir stuöarar
Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl
glæsilegur sportbíll
1.399.000.-
staflgreitt á götuna
innifalið umfram staöalbúnað
- álfelgur
- þjófavörn
- geislaspilari
- 1 50 w hátalarar
Honda Accord 1.8i 115 hestöfl
uppfyllir kröfur vandlátra
1.749.000.-
staflgreitt á götuna
innifalið umfram staðalbúnað
- álfelgur
- vindskeið
- þjófavörn
Umboðsaöilar Honda
á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000
á Egilsstöðum: Bila- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011
í Keflavík: Bílasalur Suöurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200
VATNAGARÐAR24
S: 568 9900
Peugot 306
Nissan Almera
Til skamms tíma hefur mátt
merkja verulegan mun á eðal-
vögnum og venjulegum fjöl-
skyldubílum, bæði hvað varðar
stærð og aukabúnað. Á undan-
förnum árum hefur þessi mun-
ur tekið umtalsverðum breyt-
ingum og stóru bílarnir eru
ekki lengur það stöðutákn sem
þeir voru. Þeir sem áður sóttust
hvað harðast eftir stórum bíl-
um hafa nú í auknum mæli
beint áhuga sínum að meðal-
stórum og jafnvel litlum bílum.
Samfara þessari þróun hafa ver-
ið gerðar meiri kröfur til smærri
bíla og er nú svo komið að þeir
eru eins vel og jafnvel betur út-
búnir en stóru bílarnir voru.
Þetta kemur glöggt fram í þess-
ari könnun Autocar á sjö með-
alstórum bílum sem við fjöllum
hér lauslega um. Þessir bílar eru
farartæki nútíma fólks en að
allri gerð og búnaði fylla þeir
flokk eðalvagna. Tegundirnar í
þessum flokki eru fleiri en hér
koma fram en hvergi er sam-
keppni bílaframleiðenda harð-
ari en á þessum vettvangi.
Tækni við hönnun bíla verður
sífellt fullkomnari og ævi nýrra
gerða styttist að sama skapi.
Þetta flýtir endurbótum og sí-
fellt koma fram nýjar gerðir
bíla sem búnar eru fullkomnari
búnaði en hinar eldri. Bílafram-
leiðendur hafa einnig lagt
metnað í að ná fram sparnaöi í
notkun eldsneytis án þess að
það komi niður á vinnslu eða
annarri aksturshæfni. Árangur
á þessu sviði eykur möguleika
meðalstórra og minni bíla til
þess að uppfylla þær hugmynd-
ir og kröfur sem vandlátir bif-
reiðaeigendur gera og auðvelda
þeim að finna sig með eðal-
vanga í höndum þótt stærð og
ýmislegt ytra skraut hafi orðið
að víkja fyrir nýjum innri eigin-
leikum og bættum búnaði.
Ford Escort 1.6LX
í umsögnum tímaritsins
Autocar kemur fram aö Ford
Escort 1.6LX er söluhæsti bíll-
inn í Bretlandi um þessar
mundir. Fyrir fimm árum þegar
Ak.IL-gerð þessa bíls kom á
markaöinn hafi þessi staða
hans vart verið verðskulduð þar
sem um misheppnaðan bíl var
að ræða. En nú hefur orðið
breyting á og er svo komið að
þessi staða virðist hæfa og segja
má að Ford Escort sé núna mest
endurbætti bíllinn. Escortinn
var grófur, hávær og ekki nægi-
lega aölaöandi en nú hefur tek-
ist að eyða þessum göllum
þannig að hann hefur færri
galla en flestir sambærilegra
bíla. Bíllinn er, að sögn sérfræð-
inga Autocar, með frábæra
fjöðrun og glæsilegt farþega-
rými. Vegna þessara eiginleika
eru kostir bílsins betur sýnilegir
og bíllinn er talin einn besti
fjölskyldubíllinn í þessum
stærðarflokki. Gallar Escortsins
eru fyrst og fremst þeir að Ze-
tek-vélin, sem knýr hann
áfram, er aðeins miðlungstæki
og gírunin er of há. Vegna þess
er hröðun hans lítil og þetta
hefur einnig neikvæð áhrif á
eldsneytiseyðslu vegna þess að
kraftlítil vél kallar á meiri notk-
un lággíra en eðlilegt verður að
teljast.