Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 13
Föstudagur 28. júní 1996
13
Öll breyting til bóta segir sölustjóri Ingvars Helgasonar:
Neyslustýringin
fáránleg
„Öll breyting er til bóta en þab
heföi átt aö stíga skrefiö til
fulls og hafa þetta bara einn
flokk. Þaö er fáránlegt aö ríkiö
skuli vera meö svona neyslu-
stýringu. En þetta kemur
kannski," sagöi Þorleifur Þor-
kelsson sölustjóri hjá Ingvari
Helgasyni í samtali viö Tím-
ann.
Hann sagði breytinguna ekki
síst til góða vegna öryggissjónar-
miöa: „Sala í bílum með stærri
vélum eykst og bíll með stærri
vél er öruggari en bíll með lítilli
vél." Auk þess sagði hann þetta
koma sér vel fyrir fjölskyldufólk.
Ef fjölskyldufólk þyrfti að kaupa
sér stóran bíl, sex manna bíl, þá
væru það yfirleitt jeppar og þeir
væru yfirleitt með stórum vélum
og mikið skattlagðir. „Þetta er til
hagsbóta fyrir það fólk."
Þorleifur sagði að Terrano II,
sjö manna bíll, væri væntanlegur
með nýju útliti og öflugri dísel-
vél. Tollabreytingin lækkaði
hann í verði um 11%, í
2.460.000 krónur úr 2.780.000.
„í júlí fáum við nýja Primeru.
Hún kemur með breyttri og end-
urbættri fjöðrun, rúmbetri. Sætin
eru betri með nýrri bólstrun og
bíllinn er með nýju mælaborði."
Þorleifur sagði að lækkunin
væri engin á minni bílunum,
eins og t.d. Nissan Micra sem
mættu vera lægri í verði þar sem
mismunurinn á verðinu upp í
næstu stærð fyrir ofan væri í
rauninni of lítill. „En Microinn
er alveg úrvalsbíll og stendur al-
veg undir því verði sem hann er
á. Viö erum búnir með '96 ár-
gerðina, til þess að gera, og bíð-
um eftir '97 árgerðinni sem kem-
ur núna í júlí."
-TÞ
Chrysler fjölnotabíll lœkkar í veröi:
Tollabreytingin veldur
„Þessi tollabreyting kemur sér
mjög vel fyrir okkur í Chrysl-
ernum," segir Eirikur Óli Áma-
son sölustjóri Jöfurs. Hann seg-
ist vera búinn að berjast við í
rúm tvö ár að útvega fjöl-
skyldubílinn, Chrysler Voya-
ger, undir þremur milljónum
svo eitthvaö af fjölskyldufólki
hafi efni á bílnum.
„Loksins tókst núna aö ná
honum niöur í 2,9 milljónir. Svo
kom þessi tollabreyting í ofaná-
lag. Nú er hann kominn niður í
2,520 milljónir. Þetta er alveg
frábært að geta loksins boöið
fjölskyldum rúmgóðan bíl. Auð-
vitað er tvær og hálf miljón hell-
ings peningur en það er hálfri
milljón ódýrara en þrjár," segir
Eirkur.
Hann segir þetta langmest
selda fjölnotabílinn í heiminum.
„Hann hefur komið rosalega vel
út þessi bíll. Þessir fjölnotabílar
eru alls staðar að aukast í heim-
inum og eru að koma í staðinn
fyrir station-bílana." -TÞ
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAU SNARTÍ MABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1977-2.fl. 10.09.96 - 10.09.97 kr. 1.206.648,60
1978-2.fi. 10.09.96 - 10.09.97 kr. 770.845,70
1979-2.fl. 15.09.96- 15.09.97 kr. 502.528,10
INNLAUSNARVERÐ*)
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00
1985-1.fl.A 10.07.96 - 10.01.97 kr. 75.512,10
1985-1.fl.B 10.07.96 - 10.01.97 kr. 34.682,00**
1986-1.fi.A 3 ár 10.07.96 - 10.01.97 kr. 52.049,50
1986-1.fl.A 4 ár 10.07.96 kr. 60.242,00
1986-1.fl.A 6 ár 10.07.96 kr. 63.221,50
1986-1.fl.B 10.07.96- 10.01.97 kr. 25.579,20**
1986-2.fl.A 4 ár 01.07.96-01.01.97 kr. 49.152,00
1986-2.fl.A 6 ár 01.07.96 kr. 51.486,50
1987-1.fl.A 2 ár 10.07.96- 10.01.97 kr. 40.551,60
1987-1.fl.A 4 ár 10.07.96 - 10.01.97 kr. 40.551,60
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 28. júní 1996
SEÐLABANKIÍSLANDS
STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUHÍ
A METSÖLUJEPPANUMz
iVITARA
3d. JLX - nú aðeins 1.E75.000,- hr.
5d. JLX - nú aðeins 1.940.000,- hr.
5d. I/B - nú aðeins S.390.000,- hr.
HELSTI STAÐALBÚNAÐUR SUZUKIVITARA:
Drifbúnaður: Hátt og lágt drif, framdrifslokur. Oryggi:
Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega •
Styrktarbitar í hurðum • Barnalæsingar • Stillanleg aðalljós úr
ökumannssæti. Þægindi: Vökvastýri • Samlæsingar á hurðum
• Rafstýrðir útispeglar • Upphituð framsæti • Bensínlúga
opnanleg úr ökumannssæti • Þrívirk inniljós og kortaljós
Tvískipt fellanlegt aftursætisbak • Útvarp með segulbandi.
Styrkur: Vitara er með sterkbyggða sjálfstæða grind, sem
auk gormafjöðrunar á öllum hjólum gerir auðvelt að
hækka bílinn upp.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
Afl og öryggi