Tíminn - 06.07.1996, Qupperneq 2

Tíminn - 06.07.1996, Qupperneq 2
2 Laugardagur 6. júlí 1996 ) Miklir möguleikar fyrir íslenskar sjávarafuröir á Kínamarkabi. Hjálmar W. Hannesson sendiherra í Kína: Þarna er fyrir alla markaöur íslendinga Hjálmar W. Hannesson sendiherra í Kína. Hér stendur hann á Kínamúrn- um. — Hann hefur mikla trú á ab íslendingar geti selt mikib á hinum risa- stóra Kínamarkabi. „Ég held í sjálfu sér aö þarna sé markabur fyrir alla íslendinga, þ.e.a.s. alla íslenska abila sem hafa áhuga á ab selja fisk þarna. Mér sýnist markaburinn geta orb- ib þannig," segir Hjálmar W. Hannesson sendiherra íslands í Kína í samtali vib Tímann. Hins vegar segir Hjálmar vib- skiptaumhverfib allt annab en menn eigi ab venjast á Vesturlönd- um og byggist mjög mikib upp á tengslaneti. Persónuleg tengsl séu ákaflega mikilvæg þarna. Ljób frá Þing- völlum Út er komin ný ljóbabók eftir Steinunni Ásmundsdóttur sem kynnt var á ljóbakvöldi Listahá- tíbar í júnímánubi. Bókin heitir Hús á heibinni og er undirtitill- inn Ljób frá Þingvöllum. Steinunn Ásmundsdóttir hóf að yrkja 11 ára gömul og hefur frá tvítugu birt ljób sín í blöðum, tímaritum og ljóðasöfnum, staðið fyrir bókmenntasamkomum og setið í ritstjórn Andblæs frá upp- hafi. Það er Andblær sem gefur þessa þriðju bók höfundar út. ■ Staöbundin, innlend og erlend list á Seybisfirbi í sumar: Hjálmár sótti m.a. ráðstefnu í Anhui fylki á síbasta ári þar sem fram kom áhugi á viðskiptum við útlendinga. „Þetta var nú fyrst og fremst ráðstefna um utanríkisvib- skipti, en þeir vom náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um sam- vinnu vib útlensk fyrirtæki og ekki síst vildu þeir fá fjárfestingar í hér- aðinu frá útlöndum. Þessi ráðstefna snerist nú mest um þab. En þab er mikill áhugi á samvinnu við íslend- inga, þab var alveg ljóst, og alla út- lendinga fannst mér. Síðan hef ég farið þangað aftur og fór fyrir hópi allra norrænu sendiherranna, ein- mitt af því að ég hafði þessi sam- bönd. Það er auövitað mikill áhugi í fylkinu fyrir samvinnu vib útlensk fyrirtæki, við skulum segja í báðar áttir. Áhrifamaöur frá þeim kemur heim til íslands í september, herra Long og fer fyrir átta manna sendi- nefnd. Það er bein afleiðing af þess- ari ferb minni og okkar norrænu sendiherrana að hann kemur til Svíþjóbar og íslands." Hjálmar bindur vonir við aukin vibskipti milli íslands og Anhui fylkis, þess vegna segist hann vera að þessu. „Ég get alveg staðfest þab og það er ekkert nýtt fyrir SH og ÍS mönn- um að þab er áhugi þarna á vib- skiptum, raunhæfur áhugi. Ég er bæbi búinn ab láta þá fá ýmsar skýrslur og svo tala við þá." Hjálmar segir að miklir hags- munir geti orbib í húfi einmitt í þessu fylki. Þarna standi yfir mikil uppbygging í ferðamannaiðnaði. „Þarna eru til dæmis hin heims- frægu Gulu fjöll og þar eru Kínverj- ar ab leggja grunninn ab geysilega miklum ferbamannaibnaði og þar spretta upp hótel af öllum klössum. Þar verður markaður innan skamms, og er þegar orðinn að ein- hverju leyti, fyrir dýrar sjávarútveg- svörur. Þab er verið að byggja, alveg upp frá grunni, ferðamannaiðnab á þessu svæði. Þangað fór hópur núna á vegum kínversk-íslenska viðskiptaráðsins, einmitt núna á sama tíma og vib vorum þarna norrænu sendiherr- arnir. Þetta var þrettán manna hóp- ur sem kom svo hingaö og hitti okkur hérna í Peking. Þeir geta vitnab um að þarna er veriö að byggja upp frá grunni ferðamanna- iðnað, merkilegan, og þar mun gista á hótelum fólk sem hefur kaupgetu fyrir lúxusvörur. Þannig ab við erum ekki bara að tala um síld í framtíðinni, eða lobnu eða ódýrari fisk." -ohr Hvað er Á seyði? Á Seybisfirbi í sumar veröa í annab sinn settar upp fjöl- breyttar sýningar undir nafn- inu Á seyöi. Þeirra á meðal má finna listsýningar, handverks- sýningar, minja- og safnsýning- ar af erlendum, innlendum og stabbundnum toga. Á sýningunum sem standa til 25. ágúst, utan Tækniminjasafns- ins sem er opið til 31. ágúst, verb- ur ýmislegt að skoða og fræðast um, m.a. bóklist, málverk, lit- skyggnur, ljósmyndir, pappírs- verk, dósaklipp, skúlptúrar og húsagerð. Þá verba safnarar meb sitthvað forvitnilegt til sýnis og verba vikulega farnar gönguferðir meb leiðsögn frá Tækniminja- safninu um miðbæinn. Sýningarnar verða alls sjö og á listamaðurinn Dieter Roth mik- inn og stóran þátt í þeim. Lit- skyggnusýning Dieters verður til sýnis í bryggjuhúsinu Angró. Skyggnurnar eru af húsum bæjar- ins veturinn 1988 og sumarið 1995 en sýningin var gjöf hans til Seyðisfjaröarkaupstaðar á 100 ára afmæli hans. Þá verða einnig myndverk eftir Dieter í Hótel Snæfelli og í verðandi menning- armiðstöð, Skaftfelli við Austur- veg. Fjöldi annarra listamanna tekur þátt í sýningunum. Auk gistingar á farfuglaheimili, hóteli og bændagistingar geta ferðamenn á Seybisfirði tjaldað á þeirri jörð sem fyrst var tekin landnámi í firðinum. Það var Bjólfur nokkur sem kom til Seyð- isfjarðar á landnámsöld en nú er jörb hans reituð nibur meb runnum og á henni þjónustu- bygging fyrir tjaldgesti. ■ Ný göngubrú yfir Miklubraut Gerb göngubrúar yfir Miklubraut vib Raubagerbi hefur verib bobin út. Brúin á ab vera fullgerb 15. nóvember næstkomandi. Brúin sjálf verbur 72 metra löng stálbitabrú í þremur höf- um. Einnig var boðin út gerð aðliggjandi göngustíga sem verða alls 2000 fermetrar. Yfirlitsteikning af vœntanlegri göngubrú yfir Miklubraut vib Raubagerbi ásamt abliggjandi göngustígum og töluvmynd sem sýnir hvernig brúin mun líta út. *j: ? ff ‘Á.V - v *i ;k"4; >•' ' ' V;;; Sagt var... Parler anglais? „Mabur heyrir stabfestar sögur um ab hún sé óörugg og jafnvel afundin í vibtölum vib erlent fjölmiblafólk, til dæmis veit ég ab núorbib konverser- ar hún franska blaðamenn ekki leng- ur á frönsku, heldur talar vib þá á ensku." Þetta finnst Agli Helgasyni, bla&a- manni, a& sjálfsögöu forkastanleg heg&un af forseta vorum. Alþý&ublaö-' i& í gær. Vigga breytti engu „Þab er örugglega orbum aukib ab hún hafi selt mikinn fisk og mikib ket fyrir þjóbina eba ab forseti sé þess yf- irleitt umkominn ab standa í svoleibis sölumennsku eða eigi ab gera þab." Egill tók a& sér Hr. Önugan Fúlsson í forsetamatinu í Alþý&ubla&inu. Sértu í spreng — far&u á klóib „Hún er eins og yfirspenntur leib- sögumabur ab segja sjálfsagba hluti." Vi&mælandi Alþýbubla&s í forsetamat- inu sem vill ekki láta nafns síns getiö. Osköp er ég vondur „Mikib er þetta vondur prestur". Svo varö sr. Torfa Hjaltalín Stefánssyni a& or&i um sr. Torfa Hjaltalín Stefáns- son í Tímanum í gær. Ei skal stolt beygja né Torfakirkju leigja „Þab er miklu erfibara úti á landi ef slíkar reglur eru ekki haldnar, vegna þess ab þab er svo erfitt fyrir sóknar- prestinn ab sitja í íbúbarhúsi sínu, prestssetrinu, og svo kemur einhver prestur og framkvæmir athöfn svona tuttugu, þrjátíu metra frá húsinu." Sr. Torfi Hjaltalín var ekkert aö leyna því í Tímanum í gær hve sár hann verö- ur ef annar prestur er fenginn til a& vígja hans ástsælu og nákomnu sóknar- börn. í pottinum var um fátt meira rætt í gærmorgun en Þingvalla- hnullunginn hans Ástþórs Magnússonar. Þá lá ekki annað fyrir en að honum hefði verið stolib í höfubstöðvum Sjónvarps- ins. í Ijós kom að þetta var mesti misskilningur, grjótib, skúffan og peningarnir komu fram, höfbu verib sett í eld- og þjóftrausta hirslu og átti ab senda dótið til gefandans. Hins vegar var bent á að grjótib væri stolib. Óheimilt væri að taka upp grjót í Þjób- garöinum og hafa burtu meb sér! • Þá er þab fullyrt af pólitískum spekingum sundlauganna ab Ól- afur Ragnar hyggist í framtíð- inni stunda vinnu sína á þriöju- dögum á Bessastöðum. Þab þýð- ir ab Múhammeð fer til fjallsins en ekki öfugt. Mun ýmsum þykja leibin löng til Bessastaöa í viku hverri... • Forsetamálefni af ýmsu tagi eru mikið rædd þótt næstum vika sé nú liöin frá kosningum, og mörg góð gúrkumál í pípunum. Þann- ig fullyrti lögfróbur mabur ab Davfö hefbi þaö í hendi sér ab breyta texta sínum við þingsetn- ingu. Heill forseta vorum og fóst- urjörb kann því að hverfa, en annar texti ab koma í staöinn. Davíb Oddsson er prýðis rithöf- undur í hjáverkum og fer létt meb ab koma með vibeigandi texta ...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.