Tíminn - 06.07.1996, Síða 3

Tíminn - 06.07.1996, Síða 3
Laugardagur 6. júlí 1996 3 ■'jr' ff wsk I f Frá abalsal og koníakstofu Café Riis. Þjóöleg munstur, s.s. galdrastafir, hafa veriö skorin út í afgreiösluboröin. Heiöurinn af útskuröinum á Erlend- ur Magnússon. Veitingar í elsta húsi Hólmavíkur Á Hólmavík er búið ab opna veitingahús í elsta húsi stab- arins, Riis-húsinu, sem var byggt árib 1987 af Richard Peter Riis kaupmanni. Veit- ingahúsib heitir Café Riis og er Magnús H. Magnússon vertinn. Ab sögn Magnúsar þurfti að gera miklar endurbætur á Riis- húsinu ábur en það var tekið í gagnib undir veitingarekstur. Upprunalegri mynd hússins var í samráði við Húsfriðunar- nefnd haldiö að utanveröu en að innanverðu var reynt eftir föngum að halda upphaflegum svip þess. Yfirumsjón með endurbótunum hafði Arin- björn Vilhjálmsson, arkitekt, en verkið sjálft var að mestu leyti í höndum iðnaðarmanna á Hólmavík. Á Café Riis er boðið upp á mat af matseöli, síðdegis er hægt að fá kaffi og meðlæti og á kvöldin er opið á barnum. Um helgar er leikin lifandi músik og opið til klukkan þrjú. Góð aðstaða er fyrir fundi og samkomuhald í Riis húsinu. Þar eru tveir salir sem rúma 60 til 70 manns í sæti hvor og koníakstofa sem tekur um það bil 30 manns. Staðið verður fyrir margs konar menningar- viðburðum í sumar á Café Riis, t.d. á að setja upp ljósmynda- sýningu þann 15. júli með gömlum mjmdum af mannlífi í Hólmavík. Aðspurður sagði Magnús ferðamannastrauminn hafinn noröur á Strandir. Þar væru fyrst og fremst íslendingar á ferð enda Strandirnar í tísku hjá landanum. Hins vegar leggðu mjög fáir útlendingar leið sína á Strandir. Ástæðuna taldi Magnús m.a. vera þá að Strandirnar væru ekki á vin- sældalistum ferðaskrifstof- anna. -gos Kasta ekki bara krónum, heldur milljónum króna „Þab virðist vera stefna hjá þeim sem rába ab spara eyrinn en kasta, ekki bara krónum, heldur milljónum," segir Haf- steinn Blandon vélaverkfræb- ingur í gær. Hann segir ab 15. maí síðastliðinn hafi tilbob í dælur og stjómbúnab fyrir dælustöbvar í fráveitukerfi Reykjavíkurborgar verib opn- ub. Sínu tilbobi hafi ekki verib sinnt. Hafsteinn segir að nú hafi ver- iö boðið á annan hátt en tíökast hefur, stöðvarnar boðnar til- búnar frá verksmiðju. Hins veg- ar hafi verið valið ab bera til- boðið frá umbjóðanda sínum, Sarlin í Finnlandi, ekki saman viö önnur tilboð sem bárust, þótt það hafi veriö mun lægra. Ákveðið hefur verið að kaupa búnaðinn á um 15 milljónir króna, og fullyrðir Hafsteinn að það sé 4-5 milljónum króna hærra en Finnarnir buðu, en trúlega enn meira ef starfsmenn gatnamálastjóra hefðu verið látnir annast uppsetninguna, sem nágrannasveitarfélögin gera og þykir lítið mál. Ekki náðist í gatnamálastjóra Reykjavíkur í gærkvöldi til að fá svar hans. -fBP Gengi hlutabréfa í ÚA hafa hœkkaö um 65% á hálfu ári: 800 mill j ón króna gróði á sex mánuöum Frá sl. áramótum og fram yfir miðjan júní, eba á sex mánaba tímabili, hækkubu hlutabréf í Útgerbarfélagi Akureyringa hf. um allt ab 65%. í upphafi ársins var skráb gengi þeirra á Verbbréfaþingi íslands 3,15 en í júnímánubi var gengi bréf- anna komib uppí 5,20. Þetta kemur m.a. í fréttabréfi ÚA. Sem dæmi hvab þessi hækkun á verðgildi hlutabréfa í ÚA getur skilað eigendum sín- um má nefna að markaðsverð hlutabréfa ÚA í eigu Fram- kvæmdasjóðs Akureyrarbæjar hefur hækkað úr 1.300 milljón- um króna í 2.100 milljónir króna, eða um 800 milljónir á sex mánuðum. Nafnverð þess- ara hlutabréfa Framkvæmda- sjóðs er hinsvegar aðeins 408 milljónir, en sjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í sjávarútvegsfyrirtækinu ÚA. Á fyrri hluta þessa tímabils, eða fyrstu þremur mánuðum ársins, varð 80 milljón króna hagnaður hjá ÚA samanborið við 20 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. Þá nam hagnað- ur af reglulegri starfsemi ÚA 41,3 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði þessa árs á móti 65,7 milljón króna tapi á sama tíma- bili í fyrra. Aðrar tekjur félagsins voru litlu minni en hagnaður af reglulegri starfsemi, eða 40,1 milljón króna. Þar vegur einna þyngst hagnabur af sölu á togar- anum Svalbak EA 302. Þessi afkomubati hjá ÚA er einkum sagður stafa af meiri hagkvæmni í rekstri togara fé- lagsins, auk þess sem hagræðing í landvinnslu virðist vera farin að skila árangri í betri rekstraraf- komu. -grh Frá sýningarbás Lýsis hf. á sýningu í tengslum viö heilsuráöstefnu í Kuala Lumpur í Malasíu. Baldur Hjaltason og vœntanlegir dreifingaraöilar íslensks lýsis í Malasíu. Lýsisafuröir til Asíu: Versnandi námsárangur rakinn til minni fiskneyslu „Erlendu markabimir eru alltaf ab veröa stærri og stærri, t.d. höfum vib náb mjög góbum árangri í Finn- landi og Póllandi, Balkan- löndin em ab taka viö sér og viö emm einnig ab reyna ab komast inn á Rússlands- markaö en mesta söluaukn- ing síbustu mánaöa hefur verib til Austurlanda fjær," segir Baldur Hjaltason, fram- kvæmdarstjóri hjá Lýsi hf. Auknum umsvifum Lýsis hf. í Asíu stendur til að fylgja enn betur eftir, meö því að leggja aukna rækt við þann markað. Það er löng hefb fyrir því að fólk taki inn lýsi í löndum As- íu. Nýir markaðir fyrir lýsisaf- urðir hafa einnig opnast á síð- ustu árum, þ.e. fyrir sérunnið loðnulýsi til eldis á rækju og ál og lýsisþykkni til að blanda í matvæli. Með tilkomu fiskeldis á rækju og ál í Suðaustur-Asíu hafa opnast markaðir fyrir sér- unnið loðnulýsi sem eldisfóð- ur. Loðnulýsið hefur verið selt til Taílands og Taívan frá ár- inu 1984 og nú einnig til Kína. Breyttar matarvenjur Asíu- búa, þ.e. minnkandi neysla á fiskmeti, hefur leitt til þess að þeir eru farnir að blanda lýsis- þykkni út í matvæli. Þar eru Japanir fremstir í fokki. Þeir telja að heilsu japanskra ung- menna hafi hrakað og náms- árangur þeirra versnað í kjöl- far hins breytta mataræðis. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa brugðist við þessu með því að styðja við bakiö á þeim matvælaiðnaði sem notar om- ega 3 fitusýrur til íblöndunar. Þaö er einkum DHA-fitusýran sem sóst er eftir en rannsóknir hafa sýnt að hún er nauðsyn- leg fyrir fyrir vöxt og eðlilegan þroska barna og ungmenna. Islenska þorskalýsið inniheld- ur omega 3 fitusýrur, það er sérstaklega ríkt af áðurnefndri DHA- fitusýru. Lýsi hf. hyggst hefja útflutning á sérunnu lýs- isþykkni með háu hlutfalli af DHA-fitusýru til Japans á næstunni og hefur tilrauna- framleiðsla nú þegar verið send. -gos

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.