Tíminn - 06.07.1996, Side 6

Tíminn - 06.07.1996, Side 6
6 Laugardagur 6. júlí 1996 Hrossakjötsframleiöendum fjölgaöi um 30% í kaupstöbum, en fœkkaöi í sveitum milli 1993 og 1994: Sjötti hver framleiðandi hrossakjöts er borgarbúi Um 270 hrossakjötsframleiö- endur voru búsettir í Reykja- vík áriö 1994 og samtals rúmlega 320 á höfuöborgar- svæöinu öllu, eöa 17% allra hrossakjötsframleiöenda í landinu á því ári. Af alls nær 1.960 framleiöendum hrossakjöts voru þá nær 440 búsettir í kaupstööum, eöa rúmlega 22% allra framleiö- enda í landinu. Þessum framleiöendum haföi þá fjölgaö um 30% frá árinu áö- ur, á sama tíma og hrossa- kjötsframleiöendum í sýsl- um landsins fór fækkandi. Ljóst má vera að töluverður hluti 1.520 hrossakjötsfram- leiðenda í sýslum landsins á árinu 1994 hafi verið þéttbýl- isbúar, þ.e. frá minni þéttbýl- isstöðum. Haldi sama þróun áfram, verður kannski ekki langt í það að meirihluti hrossakjötsframleiðenda verði ekki lengur bændur, heldur borgar- og bæjarbúar. Alls voru framleidd nær 1.060 tonn af hrossa- og trippakjöti árið 1994 og hefur það magn fremur lítið breyst undanfarin ár. Fyrir þetta kjöt, auk húðanna af sláturhrossun- um, fengust um 350 milljónir króna. Hrossakjötsneysla íslend- inga hefur heldur farið minnk- andi síðustu árin og var aðeins um 3 kg á mann að meðaltali árið 1994, eða tæplega 5% af heildarkjötneyslu lands- manna, sem var um 63 kg á mann að meðaltali, hvar af kindakjöt er hátt í helmingur- inn. ■ Meistara- mót Keilis Á fimmtudag lauk keppni í nokkmm flokkum hjá Golf- klúbbnum Keili. Helstu úrslit urðu þessi: Öldungaflokkur: Jens Karlsson........... 307 Knútur Björnsson ....... 308 Jón Halldórsson ........ 323 Björn Karlsson ......... 323 Sigurjón Sverrisson .... 323 4. flokkur kvenna: Erla Erlingsdóttir ..... 400 Sigurbjörg Sigurjónsd. 401 T elpnaflokkur: Anna L. Sveinbjörnsd.... 390 Silja Magnúsdóttir ..... 439 Unglingar 14 ára og yngri: Atli Þór Gunnarsson ... 303 Björn Kr. Björnsson... 323 Jón Páll Pálmason ...... 351 Myndlistarsýning: Ríkey í Perl- unni Myndhöggvarinn, listmálar- inn og leirlistakonan Ríkey Ingimundardóttir opnar sína 36. einkasýningu í Perlunni á laugardag. Aö þessu sinni sýn- ir hún málverk, brenndar lág- myndir, steinsteypta skúlp- túra ásamt olíumálverkum og postulínsmyndum. Við opnunina kl. 15 munu Anna Vilhjálms og hljómsveit gleðja eym sýningargesta. Sýn- ingin í Perlunni stendur til 3. ágúst. ■ Hlíf Sigurjónsdóttir og David Tutt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumartónleikar á þriðjudögum Áttunda sumarið í röð verður efnt til tónleikahalds á þriöju- dagskvöldum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar í Laugar- nesi. Þriðjudaginn 9. júlí kl. 20.30 munu Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari og David Tutt, kanadísk- ur píanóleikari, halda tónleika. Leikin verða verk eftir Antonin Dvorak og Beethoven. Hlíf og David hófu samstarf þegar þau vom bæði við nám í Listaskólanum í Banff í Kanada. Tónleikarnir standa í um það bil klukkustund og veröur kaffi- stofa safnsins opin. ■ Miklar breytingar á Vöruhúsi KB í Borgarnesi: Ný og breytt verslun Þeir, sem ekki hafa komiö inn í Vömhús KB í Borgamesi um nokkurra mánaöa skeiö, munu vart þekkja sig þar inni nú, þar sem verslunarhúsið er búiö aö fá nýtt og nútímalegt svipmót. Búiö er að gerbreyta öllu skipulagi innanhúss í Vöruhús- inu, endurnýja innréttingar og stækka verslanir. Auk þess hafa inngangar Vömhússins verið endurnýjaðir, gerðir hafa verið nýir aðalinngangar í húsiö að ofanverðu við Egilsgötu og að neðanverðu frá Kaupfélagsplan- inu þar sem aðalbílastæöin eru nú. Orðið hefur vart við töluverð- ar áherslubreytingar í kynning- arstarfi Kaupfélags Borgfirðinga og hafa m.a. auglýsingar frá fyr- irtækinu verið áberandi undan- farna mánuði. Auk þess gefur Vöruhús KB íBorgarnesi hefur verib mikib endurnýjab ab undanförnu og m. a. gerbir nýir abalinngangar í húsib. Tímamynd ohr fyrirtækiö út fréttabréf í hverj- um mánuði, KB Fréttir, og er því dreift á öll heimili á Vesturlandi og noröur StrandirJ auk þess yf- ir sumarmánuöina til þeirra sem eiga sumarhús á Borgarfjaröar- svæðinu og em búsettir á suð- vesturhorni landsins. -ohr Frjálsíþróttasambandiö: Sex í ólympíu- hóp FRÍ Framkvæmdastjórn Frjáls- íþróttasambandsins hefur val- iö sex einstaklinga í ólympíu- hóp FRÍ til aö taka þátt í lo- kaundirbúningi fyrir Ólymp- íuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum í sumar. Fram aö leikunum mun þessi hópur veröa viö æfingar og keppni í Athens í Bandaríkj- unum ásamt þjálfumm sín- um. í þessum hópi eru þau Guð- rún Arnardóttir grindahlaupari, Jón Arnar Magnússon tugþraut- armaður, Vésteinn Hafsteins- son kringlukastari, Martha Ernstdóttir langhlaupari, Pétur Guðmundsson kúluvarpari og Sigurður Einarsson spjótkastari. Þau þrjú síðastnefndu hafa frest til 16. júlí til að ná tilsettum lágmörkum, og sömuleiðis Ein- ar Vilhjálmsson spjótkastari. Framkvæmdastjórnin hefur einnig tilkynnt um eftirtalda fararstjóra og þjálfara sem fara til Atlanta. Það eru þau Helgi S. Haraldsson, formaður FRÍ, sem jafnframt verður flokksstjóri, Sigríður Anna Guðjónsdóttir þjálfari, sem einnig mun að- stoða Helga S., Gísli Sigurðsson aðalþjálfari og Gunnar Páll Jóa- kimsson aðstoðarþjálfari. í framhaldi af þessari ákvörð- un sinni hefur FRÍ óskað eftir því að ofangreindir sex íþrótta- menn verði skráðir í ólympíulið íslands og þeir sem hafa náð lágmörkum í sínum greinum verði samþykktir sem keppend- ur á leikunum. Þá hefur FRÍ áskilið sér rétt til breytinga á hópnum til og með 16. júlí, en þá rennur út frestur til að ná til- skildum lágmörkum, sam- kvæmt reglum Alþjóða ólymp- íunefndarinnar og Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. -grh Átakiö „íslensk verslun — Þinn hagur" hefst um verslunarmannahelgina: Verslun í sókn „íslensk verslun — Þinn hagur" er yfirskrift átaks sem hags- munaaöilar í verslun ætla aö ýta úr vör um komandi verslun- armannahelgi og mun átakiö standa yfir eitthvað fram á haustiö. Aö átakinu standa m.a. Kaupmannasamtök íslands, Fé- lag ísl. stórkaupmanna, Sam- vinnuverslunin og Landssam- band verslunarmanna. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, segir að tilgangur og markmið átaksins sé aö bæta ímynd verslunarinnar og auka verslunina hér heima. í því sam- bandi ætla hagsmunaaðilar m.a. að benda fólki á að það sé orðið jafngott að versla á íslandi og er- lendis. Þessu verður sérstaklega beint til þeirra sem hyggjast fara til útlanda í haust í svokallaðar borgarferöir — innkaupaferðir. Þetta átak er svipað því sem sömu aðilar réðust í fyrir tveimur árum undir kjörorðinu: „Verslum heima - Tryggjum atvinnu". -grh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.