Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 13. júlí 1996 Myndin Tár úr steini fékk fimm kílógramma verölaun fyrir framúrskarandi kvikmyndatöku og leikstjóri Midnight Cowboy, John Schiesinger, dáöist innilega aö Tári úr steini í bréfi til Hilm- ars Oddssonar: „Ekkert sérvitringafóður" „Verölaunin eru þung, mér skilst aö þau séu ein fimm kíló," sagöi Hilmar Oddsson þegar Tíminn haföi samband vegna verölauna sem mynd hans Tár úr steini fékk á Alþjóölegu kvik- myndahátíöinni í Prag. Mynd- in vann til verölauna fyrir bestu kvikmyndatökuna sem var tal- in framúrskarandi. Hilmar sagöi þetta ein af fimm aöal- verölaunum hátíöarinnar. Reglulega berast fréttir af vel- gengni íslenskra mynda á kvik- myndahátíöum og oft erfitt aö greina á milli þeirra sem ein- hverju máli skipta og hvort að há- tíðin í Cannes eða Timbuktú séu álíka gildar innan kvikmynda- geirans. Kvikmyndahátíðin í Prag er hins vegar stimpluö sem A-há- tíð ásamt hátíðunum í Cannes, Berlín, Feneyjum, Toronto og ör- fáum í viðbót svo þetta eru verð- laun sem geta haft áhrif. „Hver mynd má bara taka þátt í einni A- keppni. Það má sýna hana utan dagskrár á öömm A-hátíðum en ekki vera með í keppni. Verðlaun á A-hátíðum hafa meira vægi og þyngd en á B-hátíð." -Af hverju völduð þið Prag- há- tíðina? „Þetta er svona pólitík. Maður reynir aö finna hvað kemur best út fyrir myndina. En maður heföi náttúmlega ekki sagt nei við Can- nes, ég heföi bara orðið að vera miklu heimsfrægari til að komast þangað. Þeir voru með sérstakt kynningarátak á íslenskum myndum á hátíöinni í Prag og það voru sýndar einar sex íslensk- ar myndir þó Tárið hafi veriö sú eina sem tók þátt í keppninni." -Þú varst viðstaddur sýningar á myndinni. Hvemig voru viðbrögð áhorfenda? „Þau vom mjög góð. Það kom mér á óvart hvað það komu marg- ir því mér fannst fyrsta sýningin á vondum tíma. Við héldum svo blaðamannafund þarna þar sem sumir tékknesku og erlendu blaðamannanna höfðu bara orðið töluverðan áhuga á þessari mynd. Sumir spáðu okkur mikilli vel- gengni." „Enginn smá mabur" hrósar myndinni -John Schlesinger (Midnight Cow- boy og Marathon Man), sá fraegi leikstjóri, skrifaði þérvístbréftil að lýsa yfir hrifhingu sinni? „Já. Ég hitti hann líka í veislu sem við héldum. Hann sagðist hafa áhuga á að sjá þessa mynd, ekki síst vegna þess að hann er mikill músíkáhugamaöur. Ég tók á móti honum þegar hann kom aö horfa á myndina en nennti ekki að sjá hana meö honum, ég er búinn að sjá hana alltof oft. Þannig að ég fór bara út í bæ að borða. Eftir myndina var hann svo að leita að mér út um allan bæ en fann mig ekki. Þá boðsendi hann mér bréfiö því hann vildi endilega fá að tjá sig um þessa mynd." -Þetta hefur verið mikill heiður? „Þetta voru mín verðlaun. Bréf- ið er líka sérlega persónulegt og fallegt og yljar manni. Þetta er náttúrulega enginn smá maður." Hilmar vildi ekki blóðmjólka bréfiö með því að birta það. En í upphafi bréfsins segir Schlesinger hvorki meira né minna: „I saw your beautiful film Tár úr steini which I profoundly admired and tried to find you afterwards to Tár úr steini hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna á alþjóölegu kvikmyndahátíöinni í Prag á dögunum. congratulate you." (þýö. Eg sá hina fallegu mynd þína Tár úr steini sem ég dáðist innilega að og reyndi að finna þig á eftir til að óska þér til hamingju.) Verblaunahafinn á útlendri beit -Sigurður Sverrir Pálsson sem tók megnið af myndinni, er hann ekki einn af þeim íslenskum atgervis- mönnum í kvikmyndagerð sem hafa flúið land? „Jú, hann er búsettur í Kaup- mannahöfn. Það er ekkert fast fyrir hann að gera hér. En það tek- ur tíma að koma sér fyrir á öðrum markaði. Þessi verðlaun hjálpa honum vonandi mikið." -Hafið þið selt myndina eitt- hvert? „Já, hún verður sýnd í fjórum eða fimm heimsálfum á þessu ári en hún á ekki eftir að fara mikið í almennar bíósýningar. Hún hefur verið seld í nokkuð margar sjón- varpsstöðvar. Þaö er það sem gef- ur manni peninginn. Það er voða gaman að koma mynd í bió en það er svo mikill kostnaður því samfara að það gefur lítið í aðra hönd nema myndin slái í gegn. í Þýskalandi eru t.d. ekki nema um 8% af þýskum myndum sem komast yfirhöfuð í bíó þar." Hilmar Oddsson segir ýmislegt eiga eftir aö koma fólki á óvart um persónu og músík Jóns Leifs á næstu árum Öllum skiljanleg -En hver er markaðurinn fyrir svona mynd? „Hann er hjá svona fagurker- um. Myndin er samt ekki sérvitr- ingafóður. Það kom mér t.d. á óvart þegar ég fór til Gautaborgar, þar sem hún fékk áhorfendaverð- launin, að þar sögðu menn við mig að þetta væri ekki dæmigerð hátíðamynd heldur bara öllum skiljanleg. Ég hélt alltaf að ég væri með svona þyngra efni, svo kem- ur á daginn aö þessi venjulegi eldri áhorfandi er að falla fyrir henni af því að hún fjallar um mannlegar tilfinningar sem allir skilja hvar sem er í heiminum." Myndin hefur fengið töluverða umfjöllun erlendis og jákvæðir dómar hafa birst um hana í kvik- myndablaðinu Variety. Þá hefur hún fengið mikla umfjöllun í Tékklandi og á Norðurlöndun- um. T.d. var nýlega opnugrein í Politiken um Jón Leifs þar sem myndin var útgangspunkturinn enda er að sögn Hiimars nokkuð í tísku núna að fjalla um listamenn sem voru undir járnhæl nasism- ans: „Ekki bara á íslandi heldur líka í alþjóðlegum og sérstaklega norrænum músíkkreðsum er Jón Leifs að öðlast viðurkenningu. Hann hefur verið endurreistur meðal almennings með lýsingum á lífi hans, ástum og baráttu í nýju kvikmyndinni. Myndinni var vel tekið af íslenskum áhorf- endum og er nú á leið út í heim- inn," sagbi í Politiken. Megnið af greininni fjallar þó um Jón Leifs og segist Hflmar ekki alls kostar sáttur við túlkun grein- arhöfundar, Preben Dich, á Jóni. „Jón Leifs er í greininni vændur um meira samstarf við nasistana en ég vil samþykkja og mínar heimildir benda til. Ég er einn af kannski 2-3 mönnum í heimin- um sem hefur stúderað líf Jóns Leifs mest, lesið dagbækur hans og persónuleg bréf og mér finnst þetta ekki vera rétt túlkun hjá Preben. Jón Leifs hefði orðib 100 ára eftir 3 ár og það á ýmislegt eft- ir ab koma í ljós síðar sem mun koma á mjög óvart. Það á eftir aö gerast svo margt stórkostlegt fyrir bæði hans persónu og músík. Myndin hefur bara ýtt boltanum af stab og það finnst mér mjög ánægjulegt," sagði Hilmar að lok- um en óáreittur hefði hann áreiö- anlega haldið lengi áfram með hanskann á lofti til að verja tón- skáldið Jón Leifs. Vegna fjölda áskorana og í til- efni verðlaunanna verður mynd- in tekin aftur til sýninga í Stjörnubíó innan tíðar. -LÓA Sagt var... Þab er svona aft vera kona „Þessar konur komu allar auga á sömu flóttaleibina; þær leituðu skjóls i kvenleika sínum. Skilabob þeirra voru þau aö gagnrýni á embættis- færslu konu jafngildi kvenfjandsam- legri afstöbu." Segir Kolbrún Bergþórsdóttir í pall- borbsgrein Alþýbubla&sins. Þar gagn- rýnir hún kynsystur sínar fyrir væl þeg- ar þær fá gagnrýni á störf sín. Fúll á móti „íslendingar eru þunglyndasta þjób í heimi. Allavega borba íslendingar meira af þunglyndislyfjum en abrir, allt upp í þrefalt meira en frændur vorir á Norburlöndum." Umfjöllun Alþýbublabsins um geb- heilsu þjóbarinnar. Startrek sauftfé „Mjög lítib finnst af geislavirkum efn- um í íslensku lambakjöti samanborib vib önnur Norburlönd, samkvæmt niburstöbum samnorræns rannsókn- arverkefnis sem greint er frá í riti RALA." Frétt Tímans í gær. Hvaft um húsbóndahollustu? „Markmib starfsmanna ab hnekkja ákvörbun rábherra" Moggafyrirsögn á frétt um vibbrögb starfsmanna vib ákvörbun umhverfis- rábherra um flutning á Landmælingum upp á Skaga. Pína af peningalykt gerir heilbrigðu fólki ekki mein. Hins vegar er hún afar hvimleib og óæskileg fólki með lungnasjúkdóma og ofnæmi." Kemur fram í vibtali Moggans vib Jó- hann Cubmundsson, starfsmann Holl- ustuverndar, um peningalykt á Siglu- firbi, þ.e. slæma lykt og reykmettab loft frá lobnuverksmibju SR-mjöls. Er ekki komin tími til aft tengja? „INTERNET á íslandi hf. og Kennara- háskóli íslands undirritubu í gær samning um alnetsþjónustu fyrir mennta- og menningarstofnanir sem tengjast íslenska menntanetinu." Mogginn í gær. Sókn í stöftutákn „Menn eiga aubvitab ekki ab vera ab blabra í símann í tíma og ótima á meban þeir eru ab keyra. Farsímar í bílum eru mjög ofnotabir." Er haft eftir Atla Má Sigurbssyni, varb- stjóra hjá umferbardeild lögreglunnar í DV í gær. Einn pottfélaga hafbi verið fyrir norðan og frétt af ferb Davíbs Oddssonar til Langaness á dögunum. Ab hans sögn mun heimamönnum hafa þótt sem þarfæri þjóbhöfðingi er honum var ekib á Hummer-jeppa björgunarsveitarinnar. Ferb for- sætisrábherra hefur því verib einskonar generalprufa því inn- an tíbar verbur haldib 150 ára verslunarafmæli Þórshafnar og Vigdís Finnbogadótir væntan- leg þangab af því tilefni. Verbur þab eitt af síbustu embættis- verkum hennar ábur en hún lætur af embætti en okkar manni í pottinum varb ab orbi ab ekki sé ráb nema í tíma sé tekib fyrir forsætisrábherrann ab máta sig í forsetahlutverkinu ábur en Óiafur Ragnar verbur kyrrsettúr á Sóleyjargötunni...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.