Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 6
6 T Laugardagur 13. júlf 1996 Rótarýklúbburinn í Kópavogi hefur gefið út bókina Þjóbsögur og sagnir úr Kópavogi, sem Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir söfnubu af elju mebal eldri Kópavogs- búa. Einnig fengu þær ab láni spólur frá Stofnun Ama Magn- ússonar meb vibtölum Hall- frebar Amar Eiríkssonar vib eldri Kópavogsbúa, sem tekin vom upp árib 1967. Bókin er unnin upp úr lokaritgerb Önnu og Ingu úr Kennaraháskóla ís- lands og em sögumar býsna fjölbreyttar. Þar má finna sögur af hinum fræga Jóa á hjólinu, draugum, karlinum sem býr orbið einn í Álfhólnum, Jóni í Digranesi, Kársnesorminum og huldufólki, svo eitthvab sé nefnt. Hér á síbunni birtist ein huldufólkssagan. Hún segir frá huldukonunni á peysufötun- um sem safnaramir höfbu eftir Kristni Hallssyni. Mikil vinna liggur ab baki bók sem þessari, þó hún sé ekki ýkja mikil ab vöxtum. Tíminn hafbi samband við Önnu og sagði hún flesta viðmælendur, sem vom milli 60 og 70, hafa veriö af eldri kynslóðinni, þó einhverjir hafi verið í yngra lagi. „Annars em margir fmmbyggjanna farnir yfir móbuna miklu." „Bærinn er 40 ára og sögurnar em frá aldamótum og fram undir 1980." Anna segir þær ekki sér- staklega hafa verib að leita eftir gömlum sögum, en fólk hafi átt erfiðara með að líta á nýjar sögur sem eiginlegar þjóbsögur, á þær væri fremur litib sem kjaftasögur. Það var menningarfulltrúi bæj- arins sem benti þeim á fólk sem hafbi búið lengi í Kópavogi. Frá þessu fólki röktu þær sig áfram og til að liðka um málbein viðmæl- enda sögbust þær vera ab safna nokkur séreinkenni. Þar hafa hins vegar sprottið upp allmargar sög- ur um röð óhappa sem varð þegar Álfhólsvegur var lagður og leiddi til þess að vegurinn var látinn sveigjast framhjá Álfhólnum, eins og frægt er oröiö. Taldi Anna þessar álfasögur kannski helst einkenna sagnalífið í Kópavogi. Hún segir þó ekki skrýtið að draugasögur hafi kviknað í Kópa- vogi, enda staðurinn gamall þing- staður og um leið aftökustabur. „Hérna vom menn líka heygðir í óvígðri mold. Þannig ab þab er ekki skrýtib þótt draugasögur hafi orðið til." Þessi aftökustaður er rétt fyrir neðan núverandi hjúkr- unarheimili við Sunnuhlíð. Þegar leitað er eftir sögnum hjá fólki í fremur litlu byggðarlagi, er líklegt að safnarar heyri sömu sögur í breyttum búningi, enda hafa þær sjálfsagt ferðast nokkuð marga hringi um bæinn. „Já, þetta var töluvert púsluspil. Það gátu t.d. allir sagt okkur einhverj- ar sögur af Álfhólnum, en vib þurftum að raða því saman. Oft- ast urbum við ab margskrifa sög- urnar áður en vib urðum ánægðar með þær." — En rákust þið á einhverja góða sagnamenn með sérstakan og brúk- legan frásagnarstíl? „Já. Fyrst ætluöum við að hafa sögurnar mjög þjóðlegar, en svo fannst okkur sá stíll ekki henta. Guðmundur ísaksson, sem var á spólunum frá Árnastofnun, sagbi mjög skemmtilega frá og við not- færðum okkur töluvert hans stíl og færðum jafnvel yfir á aörar sögur." Töluvert mikið af efni í bókinni er frá Guömundi þessum, en hann var fæddur skömmu eftir aldamót og var af svokallaðri Fífuhvammsætt sem er ein af frumbyggjaættunum í Kópavogi. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir. Frumbyggjar Kópavogs og yngri kynslóöir eiga sér þjóösögur líkt og aörir: Jói á hj ólinu, álfabyggðir og hrakfarasögur verkfæra efni um bæinn. Að sögn Önnu var fólk mjög tregt til að segja þeim sögur. „Þab töldu allir ab einhver annar gæti sagt þetta bet- ur. Maður þurfti að byrja að rabba um daginn og veginn og leiða svo talið að þessu." — Hvemig greinduð þið á milli kjaftasagna og þeirra sem áttu er- indi á bók? „Þab var nú satt ab segja ekki erfitt. Maöur fann það strax á sumum sögum að þær ættu ekki heima á bók, enda hefðu sumar þeirra getað valdið fólki sárind- um." Aðspurð sagði Anna þjóðsögur frá Kópavogi ekki skera sig úr öðr- um íslenskum þjóðsögum né bera Ómetanleg málverkagjöf Una Dóra Copley listmálari kom færandi hendi til Listasafns íslands á miðvikudagskvöldið. Hún færbi safninu að gjöf 44 verk eftir móbur sína, Nínu Tryggvadóttur, listakon- una góbkunnu. Myndirnar spanna listferil Nínu og em af ýmsu tagi. Nína lést ung, aðeins 55 ára gömul. Mabur hennar, Alfred Copley, læknir og listmálari, lést 1991. Myndin er af Unu Dóm og Vig- dísi Finnbogadóttur að skoða hluta af glæsilegri og ómetanlegri mál- verkagjöf. Tímamynd Pjetur Guömundur þvældist mikið um í Kópavogi á fyrstu áratugum byggðar þar og kunni margar sög- ur, en hann lést árið 1988. „Þetta er óþrjótandi bmnnur. Það er stöðugt hægt að ausa af honum. Okkur þykja nýlegar sög- ur kannski ekkert merkilegar í dag, en þær geta orðið merkilegar eftir nokkur ár." Töluvert mikib af Kópavogsbú- um og fleirum hafa haft samband við Ingu og Önnu og falast eftir bókinni. Þeir sem hafa áhuga, geta haft samband við höfund- ana, en bókin er seld á 2500 kr. Bókin er einnig seid í Máli og menningu, Vedu og Eymunds- son. -LÓA Huldukonan á peysufötunum Á fyrri hluta þessarar aldar var byggð ekki mikil í Kópavogi. Mátti þó sjá bústaði, sem fólk hafði reist sér til sumardvalar, og einnig var farið að bera á því ab bústaðir þessir væru nýttir sem íbúðarhúsnæði árið um kring. í Digraneslandi stóðu nokkrir þessara bústaða nebst í sunnanverðri Digraneshlíö þar sem Digraneslækur rennur. Þá bjó í Reykjavík ungur drengur ásamt fjölskyldu sinni og hét Kristinn Hallsson. Drengurinn þótti söngvinn með eindæmum og síðar varð hann landsfrægur söngvari. Foreldrar Kristins áttu sumarbú- stað niðri við Digraneslækinn og dvöldu þar jafnan sumar- langt með börnum sínum. Áslaug Ágústsdóttir hét mób- ursystir Kristins, hávaxin kona og grönn. Hafði hún þann sib að heimsækja fjöskylduna og kom þá ætíð fótgangandi eftir Fossvogsdalnum og yfir Digra- neshálsinn sem leið lá að sum- arbústabnum. Brá hún aldrei af þeirri leib. Dag nokkurn um miðsumar var von á Áslaugu til Kópavogs. Börnin voru þá úti vib leiki. Láta þau fljótlega af þeirri iðju og halda af stað til móts viö Ás- laugu. Fara þau hægt yfir og tína upp í sig ber á leiðinni upp hæöina. Uppi á hæðinni var mikill steinn, sem eldri menn sögðu vera álagastein. Mun þetta hafa verið steinninn Lat- ur, sá sami og Jón bóndi í Digra- nesi var vanur að sitja á þegar hann var kenndur og syngja, sem frægt var á hans tíma. Var steinninn á gönguleib Áslaugar. Barnahópurinn var nú staddur skammt frá honum og var Krist- inn Hallsson í broddi fylkingar eins og venjulega. Sjá börnin öll hvar kona ein birtist skammt undan steininum. Var hún í peysufötum líkum þeim sem Áslaug klæddist jafnan. Há var hún og grannvaxin líkt og Ás- laug og taldi Kristinn að móður- systir sín væri þar á ferð, enda ekki von á öðrum mannaferð- um. Þegar ekki er lengra en tíu fet á milli konunnar og barn- anna, sér Kristinn að þetta er ekki Áslaug eins og þau áttu von á. Þá fyrst er sem konan verði þess vör að börnin veiti henni athygli. Nemur hún snögglega stabar, setur upp undrunarsvip og síðan hræðslusvip. Snýr hún snögglega á braut og tekur til fótanna upp hlíðina og hverfur sjónum skammt frá steininum. Fylgja börnin konunni eftir uns þau koma upp á hálsinn þar sem útsýni er allgott yfir Foss- voginn. Ekki var þar sálu að sjá svo langt sem augað eygði. Fátt var um felustaði og var engu lík- ara en að jörðin hefði gleypt konuna. Leituðu þau þá allt í kringum steininn, en án árang- urs. Gengu nú börnin heim á leið og sögðu fólki frá atburðinum og konunni í peysufötunum. Flestir urðu undrandi yfir þess- um tíðindum, en margir hinna eldri létu sér fátt um finnast. Sögðu þeir að þarna á Digranes- hálsinum hefði verið á ferð huldukona. Mun henni hafa brugðið er hún varð þess vör að börnin sáu hana. í það sinnið hefur hún gleymt að setja upp hulibshjálminn, eins og kallað var. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.