Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1996, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 13. júlí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Höfuðborg og landsbyggð í eðli höfuöborga felst meðal annars að þar vaxa helstu stofn- anir þjóða. í eðli þeirra fest einnig að þangað leita höfuðstöðv- ar margra fyrirtækja í almennu atvinnu- og efnahagslífi. Þar skapast því oft ýmis tækifæri til atvinnu og mannlífs sem abr- ir landshlutar geta ekki státab af. Allt frá því þéttbýli tók að þróast hefur höfuðborgin dregið til sín stærri og stærri hluta þjóðarinnar. Ekki abeins stofnanir og atvinnufyrirtæki heldur flykktist fólkið þangað í von um betri tíð þegar atvinnuhættir breyttust með miklum hraða. Stofnunum var komið á fót, fyrirtæki uxu upp og fólkið varð í mörgum tilfellum á undan borgarþróuninni. Um það vitnar mikill húsnæðisskortur í Reykjavík um mibja öldina. Á þessum ámm tókst landsbyggðinni þó ab halda nokkrum hlut. Mestu munaði um að höfuðatvinnuvegirnir tveir, land- búnaður og sjávarútvegur, áttu sér uppsprettur vítt um sveitir og sjávarkamba og þau náttúrulegu gæði sem fiskveiðar og framleiðsla landbúnarafurða spruttu af urðu ekki flutt á möl- ina fyrir sunnan eins og hver annar farangur. Þannig hélst nokkurt jafnvægi í atvinnuháttum þótt stjórnsýslan hreiðraði um sig í Kvosinni og við Arnarhól og nýir atvinnuhættir leiddu af sér Múla, Sund og síðar Höfða — hverfi í höfuðborg- inni. Þrátt fyrir eðli höfubborga hefur víba tekist að skipta stofn- unum hins opinbera nokkuð eftir landshlutum. Dæmi um það má finna frá hium Norðurlöndunum og einnig annars- staðar frá þótt innan þeirra fari megin hluti stjórnsýslunnar fram. Um nokkurt skeið hafa íslendingar rætt um að auka hlut landsbyggðarinnar að þessu leyti. Er þrengja tók um atvinnu víða um land í lok síöasta áratugar fóru menn að leita í þann farveg til þess að auka fjölbreytni atvinnulífs í hinum ýmsu byggðum. Dæmi um slíkt má finna í stofnun Háskólans á Ak- ureyri og flutningi höfuðstöðva Skógræktar ríkisins til Egils- staða. Uppbygging nýrra tækifæra er að ýmsu leyti auðveldari en flutningur gróinna stofnana út á land. Slíku fylgir ætíð rask — ekki síst á högum þess starfsfólks sem hlut á að máli. Fólks sem ef til vill er uppalið í höfubborginni og á þar sínar rætur og eignir. Dæmi eru þó til um slíkan flutning þar sem engar hindranir urðu óyfirstíganlegar og má nefna flutning þribj- ungs höfuðstöðva Sölumiöstöövar hraðfrystihúsanna til Akur- eyrar fyrir um ári í því sambandi. Ástæður þess að þetta er rifjað upp erU meðal annars þær umræður sem skapast hafa af ákvörðun Guðmundar Bjarna- sonar, umhverfisráðherra, ab flytja starfsemi Landmælinga ríkisins til Akraness. Engum blöbum er að fletta um að sá flutningur snertir hagi starfsmanna og marga þeirra fýsir lítt að flytja upp á Skaga. Menn geta deilt um hagkvæmni flutn- inga af þessu tagi og talið krónur og aura í því efni. Hinu er ekki að leyna að í flutningi slíkrar stofnunar felst mikill styrk- ur fyrir það byggðarlag sem tekur við henni. Nú hafa nýir atvinnuhættir skotið rótum og auðlindir sjáv- ar og sveita tryggja ekki lengur þab afl sem í landsbyggðinni hefur búib með sama hætti og var. Því þarf áð fleiru ab hyggja og ekki verður horft framhjá þeirri byltingu sem orðið hefur í samskiptatækni og margmiðlun á síðustu árum. Nú getur fólk fundað með aðstoð fjarskipta eins og í sömu stofu sé þótt álar skilji að og talað saman á tölvuskjá heimshorna á milli. Hvað vegalengd frá höfuðborginni að Skipaskaga varðar þá verbur tæpast meira en um hálfrar klukkustundar akstur frá ytri mörkum Reykjavíkur til Akraness þegar Hvalfjarðargöngin verða tilbúin. Vilji menn sporna gegn því að stofnanir og atvinnulíf safn- ist saman með auknum hraða í höfuöborginni ber að skoða kosti eins og þá sem umhverfisráðherra hefur nú valið. Um ýmsa fleiri kosti getur verið um að ræða, og hver mótmælir nú flutningi Skógræktarinnar austur á Fljótsdalshérað? Oddur Ólafsson: Ferbamenn eru til að græba á Eftirtektarsöm kona sem hefur nokkur kynni af ferba- mennsku hefur bent á skrýtna áráttu margra íslend- inga sem sem taka á móti útlendu fólki og hafa ofan af fyrir því um lengri eða skemmri tíma þegar það dvelur hérlendis. Hún er sú að reyna að fá útlendingana til að éta ............ kæstan hákarl. Þessi sérkennilegi réttur er kynntur sem þjóðlegastur ✓ allra matvæla og daunninn sem af honum leggur er sagður sem ljúfur , ilmur í nösum innfæddra. timans Sú hótfyndni að þurfa að núa ✓ útlendu fólki kæstum hákarli um ras nasir er fíflskapur sem er ekki einu sinni fyndinn. Síst fyrir þá sök að rétturinn hefur aldrei verib al- .............. ■■ menn fæða og er ekki enn. Að vera að neyða svona mat ofan í útlent fólk er ekki annaö en stórkarlalegur dónaskapur. Að hinu leytinu er loku fyrir það skotið að veitinga- menn hafi algenga og þjóblega rétti á sínum matseðl- um. Til em afbragðs matsölustaðir en þeir eru með al- þjóðlegu yfirbragði og er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja, en heldur er þab hvimleitt að fæst- um dettur annab í hug en hákarl með megnri rotnun- arlykt ef íslenska fæðu ber á góma í viðtölum við út- lendinga. Þulan marg- þvælda Margþvæld er sú þula að þjónusta vib feröa- menn sé vaxtarbroddur atvinnulífsins og ab ferbamennskan muni aukast von úr viti. Þetta má vel vera rétt en ekk- ert gerði samt til þótt eitthvert hóf sé á bjartsýninni og að allt eins megi gera ráð fyrir að draga fari úr þeytingi fólks vítt og breitt um veröldina og að þab fari að éta sína McDon- alds hamborgara og Dominopitsur heim hjá sér. Aukning ferðamannastraums er álitin einhvers konar náttúrulögmál af hagsmunafólki sem vill sjá fram á síaukin viðskipti, sem í sjálfu sér er ágætt. En vel má minna einu sinni enn á gamlan fram- reikning um aukningu ferðamanna erlendis frá. Fyrir mörgum ámm lögðu hagsmunafyrirtæki og stofnanir saman í útreikninga á mikilvægi ferðamannaiðnar til að sanna fjárveitingavaldi um nauðsyn þess að hlú vel ab atvinnugreininni. Eins og venjulega var aukn- ing á komum útlendinga á tilteknu árabili reiknuð út og síðan framreiknab frá því og sýnt fram á ab í kring- um 1975 eða svo mundu svo og svo margir ferða- menn sækja ísland heim. Allt sýndist þab gott og blessað þar til reiknings- glöggur blabamaður hélt framreikningnum áfram og var útkpman glæsileg. Hún var einfaldlega sú ab alda- mótaáriþ mundi hver íbúi jarðarinnar koma tvisvar á ári til ísknds sem túristi. Það eru nú takmörk. j Fátækara fólk? Margt er vel gert í ferðamálum og á sumum sviðum tekst landanum vel upp við að ná peningum af ferða- mönnum og jafnvel að láta þá borga með bros á vör. En þab ejj einmitt tilgangur ferðamannaþjónustunn- ar að láta túristana borga. En nú ér að heyra að einhver kengur sé ab hlaupa í atvinnugreinina. Feramálafrömuður þjóðarinnar seg- ist hafa ányggjur af því að útlendingar eybi ekki eins miklu fé þér á landi og áður og er ekki alveg viss hvers vegna. Erjþess jafnvel getið til að það sé efnaminna fólk sem sækir Island heim á þessari vertíð en undan- gengin ár. Hvab sein hæft kann að vera í því ættu þeir sem at- vinnu hafa af því ab þjóunsta ferðamenn að fara að hugsa sinn gang. Fylgjast vel með eftir hverju útlend- ingar eru að sækjast hér á landi og hvernig á að selja þeim það. Tómlæti Hálendisferðir, sleðaferðir á jöklum, hestaferðir vítt og breitt og nú síöast hvalaskoðun hafa greinilega mikið aðdráttarafl. Veiðileyfi á ám og vötnum eru eft- irsótt en mætti auglýsa og skipulegggja betur, sérstak- lega silungsveiði fyrir þá sem minni fjárráb hafa. Lax- inn er aðeins fyrir þá ríku. Eitt er það sem ekki liggur á lausu fyrir feröamenn að kynnast. Það hefur ríkt mikið tómlæti að kynna íslenska menningu og sögulega arfleifð. Sögustöðum er lítill sómi sýndur og á fæstum —_________ þeirra finnast nokkur merki um þá sögu sem tengjast þeim. Lítið er um forn mannvirki og aðeins örfá dæmi um ab byggingar hafi verið endurnýjaðar eða búin til einhvers konar módel af mann- virkjum fyrri tíma, þar sem menn- ing og saga tengist daglegu vafstri kynslóðanna. ísland er ekki aðeins landslag og náttúrufar. Hér hefur ———— þróast menning sem á fáa sína líka og mörgum þætti forvitnilegt að kynnast. Til er sæmilegur bókakostur um bókmennt- ina en þab er fátt eitt sem gerir útlendingum aubvelt að tengja saman land og þjóð, sögu og menningu. Neita ab þjóna og græba í ágætri grein sem bandaríski ambassadorinn hér á landi, Parker W. Borg, skrifaði nýlega um ísland sem ferbamannaland, benti hann á nokkur atriði sem betur mættu fara en af skrifum hans má merkja geinilega hlýju og velvilja í garð þjóðar og landsins. Eitt af því sem ambassa- dorinn benti á er ab feröamannastraumur- inn í svartasta skamm- deginu er aö aukast ár frá ári. Það er einkum yf- ir jól og nýjár sem út- lendingar heimsækja norðurslóð. En þá bregður svo við að gestirnir hafa lítið annað að gera en að borba skrínukost í hótelher- bergjum sínum. Veitingahús og skemmtistaðir eru lokabir og söfnin harðlæst alla daga. Það er því held- ur daufleg vist sem boðið er upp á og lítið upp úr ferðamönnum að hafa þegar þeir sem þá eiga að þjónusta taka sér frí um hábjargræðistímann. Döpur tíbindi Þab eru ýmis svona atriði sem ferðamálafrömuðir ættu að taka föstum tökum. Ef á að byggja upp stöð- ugar og arðbærar atvinnugreinar sem tengjast ferða- mönnum hlýtur að verða að hyggja að fleiru en að selja þeim flugfar til landsins og til baka og að okra á þeim í mat og drykk og segja þeim að njóta dásemda náttúrunnar. Ferðamenn eru til að græba á þeim og það er eini tilgangur ferðamannaþjónustunnar. Ef það ekki tekst eru þeir einskis virði. Enda eru það heldur dapurleg tíðindi, ef sönn em, ab tekjurnar fari minnkandi þótt ferðalöngum fækki ekki, en fjölgunin er lítil ef nokk- ur. Svo má líka setja dæmið upp þannig að spurt sé hvab landið )oli mikið af ferðamönnum, erlendum sem innlend im. Margir láta í ljós efasemdir um ab viðkvæmir fe ðamannastaðir þoli öllu meiri átroðn- ing en orðiö er. Víða í útlöndum er mergð ferða- manna orðiij átrobningur og íbúar eftirsóttustu áfanga- og áningarstaba frábiðja sér meira af slíku. Er jafnvel farið að setja kvóta á fjölda ferðamanna á þeim stöbum þar sem ágengnin er mest. Fjöldi feröaqnannanna er kannski ekki aðalatriðið ef litið er á túfisma sem atvinnuveg, heldur hvernig tekst að selja Island og ímynd þjóðarinnar og hvab fæst fyrir þab. \ Hvað er eftirsóknarvert íslendingar eiga ekki ab ákveða einhliða hvaða er- indi erlendir ferðamenn eiga til landsins, heldur hlusta vel eftir hvab öðru fólki þykir eftirsóknarvert ab kynnast hér. Af þeirri ástæðu er minnst á grein Borg sendiherra. í stað þess að reka kæstan hákarl upp að vitum er- lendra manna mætti bjóða þeim upp á soðningu og hangikjöt og kjötsúpu meb eða án lifrarpylsu, vel matreiddan plokkfisk og fleira og fleira, sem ekkert hugmyndaflug þarf til að setja á matseðil. En farið samt endilega ekki að fara að sýna framandi fólki kol- brennd kindaandlit með augum og öllu saman. Það er aöeins til heimabrúks eins og hákarlinn. ■ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.