Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 1. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Grasalæknar
aftur í ættir
Hefur getið sér gott orð fyrir
smyrsl á brunasár | Daglegt líf
Fasteignir | Hlaðvarpinn verður hótel Englaborg við Flókagötu
Uppbygging eystra Þrastarhöfði í Mosfellsbæ Íþróttir | Metþátt-
taka í Gamlárshlaupi ÍR Chelsea fékk 101 stig Owen braut bein
010101010101010101010101010101010101010101010
10101010101010101010101010
010
10
01010101010101010
10101010
010101010
101010101010
010101010101010
0101010101
0101010101
010101010101010101
1010101010101
01010101010
01010101010
Framtíðin
er í okkar
höndum
tefnumót stjórnmálamanna,
háskólanema og starfsfólks
hátæknifyrirtækja 16. janúar.
Sjá nánar á www.si.is
Fasteignir og Íþróttir í dag
SAMHUGUR ríkir ævinlega um áramót þegar gamla
árið með sínum margvíslegu minningum er kvatt og
því nýja fagnað. Hundruð manna söfnuðust saman á
Skólavörðuholti um miðnætti á gamlárskvöld og
fögnuðu komu nýja ársins hressilega með spreng-
ingum, hrópum og lófaklappi. Þá fylgdu í kjölfarið
margir kossar á rjóðar kinnar. Fjöldi erlendra ferða-
manna fylgdist spenntur með fagnaðarlátunum.
Morgunblaðið/Sverrir
Kærleikur um áramót
LOÐNUVEIÐAR við landið í vet-
ur eru óljósar og í raun stórt
spurningarmerki, að sögn Hjálm-
ars Vilhjálmssonar, fiskifræðings á
Hafrannsóknastofnun. Rannsókn-
arskipið Árni Friðriksson fer af
stað á morgun í leiðangur ásamt
fimm leitarskipum út frá Aust-
fjörðum og fer leiðangurinn í norð-
vestur að Vestfjörðum.
Hafís hefur verið við Vestfirði og
mun Landhelgisgæslan fljúga yfir í
dag og gera ískönnun á svæðinu.
Hjálmar reiknar með því að fljót-
lega verði ljóst hvort einhver loðna
finnist.
Í vor var hafís yfir öllu því svæði
sem loðnan fer um á leiðinni norð-
ur eftir í fæðuleit. Þetta hélst fram
í lok júlí og það voru gerðar árang-
urslausar tilraunir. Einhver loðna
fannst við Kolbeinsey í vetur, en
við nánari skoðun reyndist það lítið
magn, að sögn Hjálmars. „Þó var
ljóst að þetta hafði aukist eitthvað
frá því síðast,“ segir Hjálmar.
Loðnuleit
að hefjast
ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera ný
aðgöng inn í aðrennslisgöng Kára-
hnjúkavirkjunar til að flýta gerð að-
rennslisganganna, að sögn Sigurðar
Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar.
Hann segir að þau séu u.þ.b. tveimur
til fjórum mánuðum á eftir áætlun.
Samkvæmt henni er miðað við að
borun aðrennslisganga verði lokið
eigi síðar en í september á þessu ári.
Þá tekur ýmis frágangur við, að
sögn Sigurðar. Gert er ráð fyrir því
að fyrstu vélar virkjunarinnar verði
settar í gang í apríl 2007 og að virkj-
unin verði komin í fullan rekstur í
október sama ár.
Nýju aðgöngin verða fjórðu göng-
in inn í aðrennslisgöngin og verður
gangamunninn rétt neðan við Desj-
arárstíflu. Þau verða að sögn Sigurð-
ar um 400 metra löng, býsna brött og
ætluð grjótflutningabílum og öðrum
tækjum. Samið hefur verið við Arn-
arfell ehf. á Akureyri um að taka að
sér verkið og er áætlaður kostnaður
á bilinu 90 til 100 milljónir.
Tilbúnir með tæki og mannskap
Sigurður segir að gerð aðrennsl-
isganganna hafi tafist af jarðfræði-
legum ástæðum. Til dæmis hafi
meira vatn verið í berginu næst
Kárahnjúkum en menn hafi gert ráð
fyrir. Það hafi skapað vandamál. Á
vef Kárahnjúkavirkjunar, kara-
hnjukar.is, segir að sérfræðingar
Landsvirkjunar, hönnuðir virkjun-
arinnar, verktakinn Impregilo og
fleiri hafi farið rækilega ofan í saum-
ana á öllum þáttum verksins og leit-
að mögulegra leiða til að hraða gerð
og frágangi aðrennslisganganna og
vinna upp þær tafir sem orðið hafi á
verkinu. Niðurstaðan hafi verið sú að
grafa ný aðkomugöng.
Að sögn Sigurðar verður þannig
hægt að komast inn í aðrennslis-
göngin á fleiri stöðum en ella. „Þetta
er að okkar mati ódýrasta og einfald-
asta leiðin til að vinna upp þær tafir
sem orðið hafa.“ Hann segir að aðrir
þættir Kárahnjúkavirkjunar séu á
áætlun, s.s. stíflurnar og stöðvarhús-
ið.
Sigurður segir að fyrirtækið Arn-
arfell sé að bora og sprengja jarð-
göng austan við Snæfell og því hafi
það verið fengið til að sjá um gerð
nýju aðganganna. „Þeir hafa mann-
skap og tæki til að fara í þetta strax.
Því fengum við þá til að gera göngin
þrátt fyrir að þau séu í raun og veru
á vinnusvæði Impregilo.“ Inntur eft-
ir því hvers vegna Impregilo hafi
ekki verið fengið í verkið segir hann:
„Þeir voru ekki tilbúnir með tæki og
mannskap í verkið og okkur lá á.“
Hann segir enn fremur aðspurður að
verkið sé það lítið og tíminn það
naumur að það hafi þótt einfaldast að
semja við fyrirtæki á staðnum í stað
þess að fara í útboð.
Ráðist í ný aðgöng
til að vinna upp tafir
Ljósmynd/Kárahnjúkavefur
Nýju aðkomugöngin fá verkheitið aðgöng 4. Gangamunni þeirra verður rétt neðan við Desjarárstíflu.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
FLEIRI útfarir fara fram í kyrrþey
en áður. Þórsteinn Ragnarsson, for-
stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastdæma, segir að ein ástæðan sé
sú að sumir eigi erfitt með að ráða við
kostnaðinn sem fylgi útförunum.
„Það hefur ekki verið haldið saman
tölum um útfarir í kyrrþey, en tilfinn-
ing okkar og þeirra sem eru að þjón-
usta í útfararþjónustunni er að þetta
sé að aukast töluvert. Ástæðan er sú
hvað þetta er þungt í skauti pen-
ingalega. Það er a.m.k. ein ástæðan en
þær geta verið fleiri,“ sagði Þórsteinn.
Kostnaður við eina útför er rúmlega
200 þúsund krónur. Þá er ótalinn
kostnaður við erfidrykkju, en hann
getur verið annað eins. Þórsteinn seg-
ir að stundum liggi fyrir beiðnir um að
útför fari fram í kyrrþey þó að kostn-
aður sé ekki vandamál.
Stöðugt
fleiri útfarir
í kyrrþey
Moskva. AP. | Rússneska gasfyrir-
tækið Gazprom skrúfaði í gær fyrir
gas til Úkraínu líkt og það hafði hót-
að en stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki
viljað samþykkja að greiða fjórfalt
hærra verð fyrir gasið en þau hafa
gert til þessa.
Sergei Kuprianov, talsmaður
Gazprom, sagði að um leiðslur í
Úkraínu færi nú aðeins gas sem ætl-
að væri Evrópumönnum. Hann
bætti því hins vegar við að vísbend-
ingar væru um að Úkraínumenn
tækju til sín hluta þessara gas-
birgða. Brást Yuriy Yekhanurov,
forsætisráðherra Úkraínu, hart við
þeim ásökunum og sagði þær raka-
lausan þvætting.
Áhyggjur í Evrópu
Um þriðjungur þess gass sem
Úkraína notar hefur komið frá Rúss-
landi og Gazprom sér Vestur-Evr-
ópumönnum enn fremur fyrir um
fjórðungi þess gass sem þeir nota ár
hvert. Mestur hluti þess fer um
leiðslur sem liggja um Úkraínu og
hafa Evrópumenn því áhyggjur af
því að deilur
Rússa og Úkr-
aínumanna hafi
áhrif þar.
Rússar segja
verðhækkun
Gazprom eðlilegt
skref í þá átt að
færa verð á gasi
nær heimsmark-
aðsverði.
Úkraínumenn hafa fyrir sitt leyti
verið reiðubúnir til að greiða meira
en vilja að verðhækkunin taki gildi á
lengri tíma og í gær sakaði Viktor
Jústsjenkó, forseti Úkraínu, Rússa
um að beita Úkraínu „augljósum
efnahagslegum þrýstingi“. Sagði
Jústsjenkó að ný verðskráning
Gazprom væri „óviðunandi af ein-
földum ástæðum – hún byggist ekki
á efnahagslegum forsendum“.
Hefur verið bent á það í þessu
samhengi að Gazprom samdi í síð-
ustu viku við Hvít-Rússa, sem eru
bandamenn Rússa, um að selja þeim
gas fyrir 20% af verðinu sem fyrir-
tækið vill að Úkraínumenn greiði.
Skrúfað fyrir
gas til Úkraínu
Viktor Jústsjenkó