Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 2

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRUGÐIST VIÐ TÖFUM Ákveðið hefur verið að gera ný að- göng inn í aðrennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar til að flýta gerð að- rennslisganganna en framkvæmd- irnar eru u.þ.b. 2–4 mánuðum á eftir áætlun. Nýju aðgöngin verða um 400 metra löng. Samið hefur verið við Arnarfell ehf. á Akureyri um að það taki að sér verkið og er áætlaður kostnaður á bilinu 90-100 milljónir. Fá ekkert gas lengur Rússneska gasfyrirtækið Gaz- prom skrúfaði í gær fyrir gas til Úkraínu líkt og það hafði hótað en stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki viljað samþykkja að greiða fjórfalt hærra verð fyrir gasið en þau hafa gert til þessa. Virðist engin lausn í sjónmáli í deilu þjóðanna tveggja en Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, sakaði Rússa í gær um að beita Úkraínu efnahagslegum þrýstingi. Úthrópaður landráðamaður Abdel-Halim Khaddam, fyrrver- andi varaforseti Sýrlands, verður líklega ákærður fyrir landráð heima fyrir. Khaddam sagði á föstudag að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefði haft í hótunum við Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráð- herra Líbanons, skömmu áður en hann var myrtur í febrúar sl. Yf- irlýsingar Khaddams, sem er í út- legð í París, vöktu sterk viðbrögð í Damaskus og kölluðu dagblöð hann m.a. föðurlandssvikara en þær þykja skjóta rótum undir þá kenningu að Sýrlendingar hafi staðið að baki morðinu á Hariri. Margir bíða á LSH 94 sjúklingar eða um 11% allra legusjúklinga á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi hafa lokið meðferð og bíða eftir hjúkrunarrýmum eða öðrum úrræðum. Hafa þessir sjúk- lingar legið samtals í um 12 þúsund daga á spítalanum að lokinni með- ferð. Þetta veldur m.a. því að sjúk- lingar sem bíða meðferðar á LSH komast ekki að og aðrir sjúklingar þurfa að liggja á göngum. Rúm á bráðasjúkrahúsi er margfalt dýrara en á t.d. hjúkrunarheimili. Fleiri útfarir í kyrrþey Sífellt fleiri útfarir fara fram í kyrrþey. Ein helsta ástæðan er sú að sumir eiga erfitt með að ráða við kostnaðinn sem fylgir útförunum en hann er um 200 þúsund krónur. Erfidrykkja getur kostað annað eins. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Skák 29 Vesturland 14 Dagbók 32/34 Viðskipti 15 Myndasögur 32 Erlent 16 Víkverji 32 Daglegt líf 18/19 Staður og stund 34 Menning 20, 35/37 Leikhús 36 Forystugrein 22 Bíó 38/41 Umræðan 24/25 Ljósvakar 42 Bréf 25 Veður 43 Minningar 26/28 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÁLF öld er nýlega liðin frá fyrsta flugi Landhelgisgæslunnar á sinni eigin flugvél og var tímamótunum fagnað á gamlársdag af tveimur áhafnarmeðlimum, þeim Garðari Jónssyni, fyrrverandi loftskeyta- manni hjá Gæslunni, og Guðjóni Jónssyni flugmanni. Flugið var farið 29. desember 1955 og voru í áhöfn auk Garðars og Guðjóns þeir Guð- mundur Kærnested, Gunnar Lofts- son og Hörður Þóroddsson sem nú eru látnir. Flugvélin var Katalina- flugbátur af gerðinni Consolidated PBY-6A og hlaut einkennisstafina TF-RAN. Vélin var áður í eigu flug- málastjórnar sem hafði keypt hana skemmda af bandaríska varnarliðinu. Landhelgisgæslan eignaðist vélina 10. desember 1955 og tæpum þremur vikum seinna var komið að fyrsta fluginu. „Við flugum til Víkur í Mýr- dal og til baka og vorum 2 tíma og 55 mínútur,“ segir Garðar. „Flugið gekk vel í alla staði. Þetta var mjög skemmtileg flugvél og flaug bæði hægt og lágt. Katalina-flugmennirnir hjá Flugfélagi Íslands voru fengnir til að fljúga fyrir Gæsluna í gamla daga og höfðu gaman af. Við flugum mikið þótt hægt væri farið og sem dæmi má nefna að þá tók flug hringinn í kring- um landið 11–13 tíma. Í eitt skiptið vorum við að fljúga henni í skoðun og breytingar hjá SAS í Kaupmanna- höfn 1958 og vorum 11 tíma á leiðinni. Rétt fyrir sunnan Færeyjar gaf ég stjórnstöð í Prestwick staðar- ákvörðun okkar og síðan aftur klukkutíma síðar. Þá höfðum við ekki flogið nema fimm mílur og þeim í Prestwick fannst þá ástæða til að spyrja hvernig flugvél við værum eig- inlega á! Og það kom stundum fyrir að við flugum aftur á bak. Einu sinni flugum við austur með landinu og þegar við komum yfir Eyrarbakka þá var flughraðinn orðinn 5 mílur á klukkustund – aftur á bak. Þá sner- um við bara við og fórum hinn hring- inn. Í dag flýgur engin vél á 105 hnút- um eins og þessi gerði. Það var því synd að henni var síðar hent og það hef ég aldrei skilið almennilega. En við fengum fína vél í staðinn, DC4.“ Þess má geta að fyrstu tilraunir Landhelgisgæslunnar og Síldarút- vegsnefndar með síldarleit úr lofti hófust sumarið 1928 úti fyrir Norður- landi. 1929 hófst reglubundin síld- arleit úr lofti með tveimur flugvélum af Jungers-gerð sem Flugfélag Ís- lands hafði leigt af Lufthansa. „Flugum stundum aftur á bak“ Morgunblaðið/Sverrir Gott að minnast merkisviðburðar á síðasta degi ársins: Garðar Jónsson og Guðjón Jónsson sem voru í fyrstu áhöfn Katalina-flugbátsins í lok desem- ber árið 1955 skála fyrir tímamótunum heima hjá Garðari á gamlársdag. Hálf öld frá fyrsta flugi Gæslunnar á eigin Katalinu TF-RAN Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÉG fékk tíu fyrir lokaverkefnið í rafvirkjun,“ segir Tu Ngoc Vu, sem fluttist hingað til lands frá Víetnam með foreldrum sínum og bróður fyrir rúmum fjórum árum. Hann dúxaði í rafvirkjun frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti fyrir jól og sló blaðamaður af því tilefni á þráðinn til hans í gær. Hann segir að foreldrar sínir hafi flutt hingað til lands til að vinna í nóvember árið 2001. Ekki hafi annað komið til greina hjá honum en að skella sér strax í nám. Hann fór fyrst í íslensku fyrir útlendinga en hóf svo nám í raf- virkjun við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. „Íslenskunámið var fyrst mjög erfitt,“ segir hann, en í samtali við blaðamann kemur greinilega fram að hann hefur náð ágætu valdi á íslenskunni. Hann segist hafa sótt um vinnu á nokkrum rafverkstæðum fyrir jól og fengið þau svör að haft yrði samband við hann á nýju ári. Hann vonast til þess að það gangi eftir nú í vikunni og er ekki annað að heyra en að hann sé fullur bjartsýni á framtíðina. Morgunblaðið/Ómar Tu Ngoc Vu er hér með móður sinni, Mai Thi Vu, og bróður sínum, Toan. Þeir stunda báðir karate og hafa hlotið viðurkenningar fyrir það. Dúxaði í rafvirkjun frá FB KARLMAÐUR á þrítugsaldri slasaðist á auga í flugeldaslysi á Tálknafirði á gamlárskvöld og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur frá flugvellinum á Bíldudal. Engin sjúkraflugvél var á Ísafirði og var því kallað eftir vél frá Akureyri sem falið var að sinna sjúkraflugi á Vest- fjörðum um áramótin á meðan sjúkraflugvél Landsflugs á Ísa- firði fór í verkefni í Vestmanna- eyjum. Lögreglan á Patreksfirði er mjög ósátt við þjónustuna sem veitt var á gamlárskvöld og gagn- rýnir seinagang við að koma vél- inni af stað. Sveinbjörn Dúason, slökkviliðsvarðstjóri á Akureyri, segir ljóst að tafir hafi orðið á flug- takinu og mun hann krefja Flugfélag Íslands skýringa á málinu. Er skýr- inganna að vænta í dag og mun Sveinbjörn skila skýrslu um málið til heilbrigðisráðuneytisins. Tildrög sjálfs slyssins voru þau að maðurinn fékk skot í augað úr flug- eldatertu og bað lögreglan á Pat- reksfirði um að sjúkraflugvélin yrði sett í viðbragðsstöðu kl. 00.20. Tutt- ugu mínútum síðar, kl. 00.40, var beðið um vélina á staðinn en hún lenti ekki fyrr en kl. 3 um nóttina. Sveinbjörn Dúason segir að út- kallstíminn eigi ekki að vera lengri en 45 mínútur en í þessu tilviki er ljóst að hann var 70 mínútur. Flugfélag Íslands á Akureyri hefur borið við nokkr- um samverkandi þáttum sem töfðu útkallið, m.a. erfiðu síma- sambandi, en tekið skal fram að nánari skýringa er eftir að leita og segir Sveinbjörn að símasam- band gæti skýrt málið að hluta en alls ekki að öllu leyti. Vélin, sem er af gerðinni Twin Otter, lagði af stað frá Bíldudal kl. 3.27 en sneri við skömmu eft- ir flugtak. Sveinbirni er kunnugt um að vélinni hafi verið snúið við en hann hefur ekki fengið upplýsingar um hvers eðlis málið var. Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum frá Flug- félagi Íslands á Akureyri mun hafa gleymst að loka bensínlokinu áður en farið var í loftið. Krafist skýringa á töfum á útkalli vegna sjúkraflugs Morgunblaðið/Sverrir UM áramótin varð til nýtt sveitarfé- lag, Húnavatnshreppur, en það varð til við sameiningu Bólstaðar- hlíðar-, Sveinsstaða-, Svínavatns- og Torfalækjarhreppa. Við þessa breytingu fækkar sveitarfélög- unum úr 101 í 98. Er þetta í fyrsta sinn sem sveitarfélögin fara niður fyrir 100 á landinu en flest voru þau 229 árið 1950. Við upphaf kjörtímabilsins 1990– 1994 voru sveitarfélögin 204. Við upphaf kjörtímabilsins 2006–2010 verða sveitarfélögin ekki fleiri en 89 en þegar hafa þrjár aðrar sam- einingar verið samþykktar og taka þær gildi að afloknum sveitar- stjórnarkosningum í maí. Þetta eru sameining 4 sveitarfé- laga sunnan Skarðsheiðar, þar sem sveitarfélögin Hvalfjarðarstrand- arhreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melasveit og Skil- mannahreppur sameinast, samein- ing Borgarbyggðar, Borgarfjarð- arsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps og sameining fjögurra sveitarfélaga á Austur- landi, þ.e. Fjarðabyggðar, Mjóa- fjarðarhrepps, Fáskrúðsfjarðar- hrepps og Austurbyggðar. Sveitarfélögin orðin færri en 100 LÖGREGLAN handtók í gær ungan pilt grunaðan um kynferðisofbeldi gegn stúlku á skemmtistaðnum Broadway í Reykjavík á nýársnótt. Þau eru á aldrinum 17–18 ára að sögn lögreglu sem var kölluð til eft- ir að gestir á ballinu sáu hvað var að gerast og skiptu sér af piltinum sem var að misnota sér ástand stúlkunnar sem svaf ölvunarsvefni í opnu rými inni á staðnum. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á Landspít- alanum en ekki var búið að taka skýrslu af henni í gær. Pilturinn var yfirheyrður hjá lögreglu og var honum sleppt að því loknu þar sem ekki þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum. Kæra frá stúlkunni hafði ekki verið lögð fram í gær. Málið verður rannsakað áfram hjá lögreglunni. Handtekinn fyrir kynferðisofbeldi á skemmtistað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.