Morgunblaðið - 02.01.2006, Side 8
8 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árið 2005 létust 28einstaklingar íslysum hér á landi
samkvæmt skráningu
Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Í fréttatil-
kynningu félagsins segir
að banaslys á ársgrund-
velli hafi aldrei verið færri
frá árinu 1941 er það hóf
að skrá öll banaslys.
Allt frá árinu 1928 hefur
Slysavarnafélagið Lands-
björg, áður Slysavarna-
félag Íslands, skráð bana-
slys í landinu. Í upphafi
voru eingöngu sjóslys og
drukknanir skráð en allt frá árinu
1941 hefur félagið einnig skráð
önnur banaslys.
Árið 2001 breytti félagið sinni
flokkun á skráningu banaslysa til
að hafa sams konar flokkun og
notuð er á alþjóðavísu. Eftir
breytinguna eru Íslendingar sem
látast af slysförum erlendis ekki
skráðir í slysatölur á Íslandi, þar
sem þeir eru skráðir í slysatölur
þess lands sem þeir létust í. Sú
breyting var einnig gerð að
drukknanir voru aðskildar frá sjó-
slysum og flokknum ýmis slys var
skipt niður í flokkana vinnuslys,
heimaslys, frístundaslys og önnur
slys.
Árið 2005 létust þrír Íslending-
ar af slysförum erlendis, einn árið
2004 og tveir árið 2003.
Fjórir létust í vinnuslysum
Flest banaslys á síðasta ári
urðu í tengslum við umferðina
eins og svo oft áður, þar sem 19
einstaklingar létust í 16 slysum.
Næstflest urðu slysin í flokknum
vinnuslys þar sem 4 einstaklingar
létust í jafnmörgum slysum, sem
er óvenjumikið, en árið 2004 lést
einn einstaklingur í vinnuslysi og
árið 2003 tveir einstaklingar. Eitt
slys var skráð í flokknum frítíma-
slys árið 2005 en þau voru fimm
árið 2004 og níu árið 2003. Einnig
var eitt slys skráð í flokknum
heimaslys, líkt og árið 2003, en
þau voru fjögur talsins árið 2004.
Þá var eitt slys skráð í flokkinn
drukknanir og eitt slys í flokkinn
sjóslys.
Af þeim 28 sem létust hérlendis
í slysum á árinu voru 21 karlmað-
ur og 7 konur. Ekkert barn undir
14 ára aldri lést af slysförum á
árinu.
Færri slasast í umferðinni
Sigurður Helgason, verkefnis-
stjóri Umferðarstofu, segir að á
síðastliðnum fimm árum hafi tæp-
lega 24 látið lífið á hverju ári í um-
ferðinni. Því sé greinilegt að bana-
slysum hafi fækkað nokkuð.
Sigurður bendir jafnframt á að
ekki einungis hafi banaslysum
fækkað heldur slasist færrinú en
áður. Þannig hafi fjöldi alvarlegra
slasaðra í umferðinni farið stig-
lækkandi hin síðari ár sem og
fjöldi þeirra sem slasast lítillega.
„Árið 2003 slösuðust 111 manns
alvarlega í umferðinni en árið
2004 voru þeir 86 og 84 árið 2005.
Þá hefur fjöldi þeirra sem hafa
slasast lítillega í umferðinni lækk-
að umtalsvert eða um hátt í 40%
frá árinu 2002,“ segir Sigurður, en
árið 2002 slösuðust 1031 lítillega í
umferðinni, 820 árið 2003, 746 árið
2004 og 603 árið 2005.
„Höldum ótrauðir áfram“
Sigurður telur að átak lögregl-
unnar gegn hraðakstri í sumar
hafi haft áhrif og bendir í því sam-
bandi á að slysum hafi fækkað á
því tímabili.
„Þrettán þeirra sem létust á
[síðasta] ári í umferðinni létust á
fyrri helmingi ársins en sex létust
á síðustu sex mánuðunum. Þetta
hefur því eitthvað að segja líkt og
allur sá áróður sem er í gangi.
Þannig hefur verið mikil umræða
um þessi mál í samfélaginu og
þáttur fjölmiðla er gríðarlega
mikill.“
Sigurður telur að menn eigi að
fara varlega í að draga ályktanir
af þessum tölum en segir að Um-
ferðarstofa muni leggja kapp á að
vinna í samræmi við núgildandi
umferðaröryggisáætlun og fram-
kvæmdaáætlun um umferðarör-
yggi sem gildir til ársins 2008.
„Við höldum ótrauðir áfram en
það er verið að styrkja verulega
stoðirnar svo það sé hægt að vinna
með öflugum hætti að þessu mik-
ilvæga máli.“
Fréttaskýring | Aldrei færri banaslys
28 létust í slys-
um hér á landi
Flestir létu lífið í umferðarslysum en
slysum í umferðinni fer þó fækkandi
19 einstaklingar létu lífið í umferðinni.
Banaslys hafa verið skráð
allar götur frá árinu 1928
Frá árinu 1928 hefur Slysa-
varnafélagið Landsbjörg skráð
banaslys í landinu. Eingöngu sjó-
slys og drukknanir voru skráð í
upphafi en frá árinu 1941 hefur
félagið einnig skráð önnur bana-
slys. Flokkunarkerfi félagsins
var breytt árið 2001 en eftir
breytinguna eru Íslendingar sem
látast af slysförum erlendis ekki
skráðir í slysatölur á Íslandi. Til
að auðvelda samanburð aftur í
tímann er eldri flokkunaraðferð
félagsins einnig notuð.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
!" #
$
!"
#
$ %
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi tólf
Íslendinga heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu við
hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Í hópnum
voru sex konur og sex karlar.
Þeir sem sæmdir voru fálkaorðu eru: Sr. Bernharður
Guðmundsson rektor, Skálholti, sem hlaut riddarakross
fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkju-
starfs, Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Reykjavík, sem
hlaut riddarakross fyrir störf í þágu leiklistar, Guðlaug
Hallbjörnsdóttir, frv. matráðskona, Reykjavík, sem
hlaut riddarakross fyrir störf í þágu nýbúa, Guðmundur
Páll Ólafsson náttúrufræðingur, Stykkishólmi, sem hlaut
riddarakross fyrir ritstörf í þágu náttúruverndar, Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra, Selfossi, sem hlaut
stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu, Hafliði
Hallgrímsson tónskáld, Skotlandi, sem hlaut ridd-
arakross fyrir tónsmíðar, Hrefna Haraldsdóttir þroska-
þjálfi, Reykjavík, sem hlaut riddarakross fyrir störf í
þágu þroskaheftra, Jónas Jónasson útvarpsmaður,
Reykjavík, sem hlaut riddarakross fyrir störf í fjöl-
miðlun og framlag til íslenskrar menningar, Sigrún
Sturludóttir húsmóðir, Reykjavík, sem hlaut ridd-
arakross fyrir störf að félagsmálum, Vigdís Magn-
úsdóttir, frv. forstjóri Landspítalans, Hafnarfirði, sem
hlaut riddarakross fyrir hjúkrunarstörf, Þóra Kristjáns-
dóttir listfræðingur, Reykjavík, sem hlaut riddarakross
fyrir framlag til varðveislu íslenskrar menningar-
arfleifðar, og Þráinn Eggertsson hagfræðingur, Reykja-
vík, sem hlaut riddarakross fyrir vísinda- og kennslu-
störf.
Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon
Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu
SJÓSUNDFÉLAG Íslands og Sjó-
sundfélag lögreglunnar efndu til
sameiginlegs nýárssunds í Naut-
hólsvík í gær. Nýjárssundið er ár-
viss viðburður þar sem syntur er
stuttur spölur í köldum sjónum til
að fagna nýju ári á hressandi hátt.
Þeir sem tóku þátt voru: Benedikt
LaFleur, Eiríkur Jónsson, Magnús
Jónasson, Eyjólfur Jónsson yngri,
Stefán Ingi Hermannsson, Árni Ás-
kelsson, Stefán Máni, Bragi Bald-
ursson, Gísli Héðinsson, Axel Valur
Birgisson, Kristinn Einarsson og
Benedikt Kjartansson.
Morgunblaðið/Ómar
Sundgarpar heilsa nýju ári
KENNSLA í diplómanámi í alþjóða-
samskiptum og opinberri stjórnsýslu
við Háskóla Íslands hefst 17. janúar
nk. og lýkur innritun 8. janúar. Um er
að ræða 15 eininga nám á meistara-
stigi. Meistara- og diplómanámið í al-
þjóðasamskiptum hófst sl. haust og
stunda það tæplega 50 manns, en
meistaranámið í opinberri stjórn-
sýslu á sér lengri sögu og stunda það
150 manns, auk 30 nemenda í fjar-
námi. Reynt er að haga kennslutím-
um þannig að auðvelt sé að stunda
námið samhliða starfi.
Markmið alþjóðasamskiptanáms-
ins er m.a. að mæta vaxandi þörf í
samfélaginu fyrir menntað starfsfólk
með þekkingu á alþjóðasamskiptum.
Að loknum skyldunámskeiðum sem
fjalla m.a. um utanríkismál Íslands,
hlutverk alþjóðastofnana, stjórnun,
skipulag og samningatækni í alþjóða-
samskiptum, er viss sérhæfing mögu-
leg, á sviði fjölmenningar, um áhrif
menningar og trúarbragða í alþjóða-
samskiptum, í Evrópufræðum, í smá-
ríkjafræðum og opinberri stjórn-
sýslu.
Býr fólk undir störf á
vettvangi hins opinbera
Meistaranám í opinberri stjórn-
sýslu býr fólk undir fjölbreytt störf á
vettvangi ríkis, sveitarfélaga, sjálfs-
eignarstofnana sem sinna verkefnum
fyrir hið opinbera, félagasamtaka,
ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrir-
tækja sem starfa náið með opinber-
um aðilum. Í kjarnagreinum námsins
er farið í grundvallaratriði við stjórn-
un hins opinbera og opinbera stjórn-
sýslu á Íslandi. Nemendur læra hver
er sérstaða opinbera geirans, hvernig
lagaumhverfi sé háttað og hvað ná-
lægð við hið pólitíska vald þýðir.
Fjallað er annars vegar um almenn
atriði stjórnunar og rekstrar en hins
vegar sérstaklega um þær rekstrar-
og stjórnunaraðferðir sem opinberi
geirinn notar. Nemendur geta sér-
hæft sig nokkuð með valnámskeiðum
og geta t.d. tekið námskeið sem lúta
að alþjóðasamskiptum og alþjóðlegri
samvinnu, menningu og menningar-
stjórnun, stjórnun á sviði heilbrigðis-
og félagsmála, stjórnun sveitarfélaga,
sjálfboðasamtaka og fleira.
Hægt er að fá nánari upplýsingar á
heimasíðu félagsvísindadeildar
www.felags.hi.is.
Kennsla í alþjóðasamskipt-
um og stjórnsýslu að hefjast