Morgunblaðið - 02.01.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 02.01.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FIH Erhvervsbank í Danmörku, sem er í eigu Kaupþings banka, hef- ur ráðið til sín um helminginn af verðbréfasérfræðingum Alm. Brand Bank eða 18 starfsmenn alls, en FIH hyggst hasla sér völl í verðbréfavið- skiptum hið fyrsta. FIH hefur sótt um viðskiptaaðild að kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hefur raunar þegar komið sér upp fjárfestingar- bankastarfsemi með sjö starfsmönn- um en fram til þessa hefur FIH einkum stundað hefðbundna útlánastarfsemi til atvinnufyrir- tækja. Brian Kudsk, einn af forstjórum Alm. Brand Bank, afhenti uppsagn- arbréf sitt ásamt 17 öðrum starfs- mönnum á verðbréfasviði bankans rétt fyrir áramótin en misjafnt er hvenær starfsmennirnir geta hafið störf fyrir FIH; uppsagnarfrestur þeirra er frá einum og upp í sex mánuði eins og í tilviki Kudsk, sem bera mun ábyrgð á greiningu og við- skiptum með verðbréf á vegum FIH. Málið hefur vakið umtalsverða at- hygli í dönskum fjölmiðlum enda munu „hausaveiðar“ í þessum mæli vera nýlunda þar, en FIH stóð ekki sjálft að ráðningu starfsmannanna heldur nýtti sér þjónustu „hausa- veiðifyrirtækis“. Útvíkkun starfseminnar Lars Johansen, forstjóri FIH, tók fram í dönskum fjölmiðlum, að ekki bæri að skilja ráðningu starfsmanna Alm. Brand Bank sem svo að bank- inn hefði tekið upp sérstakan „ís- lenskan stíl“; um ár sé frá því að FIH hefði gefið til kynna að bankinn myndi víkka starfsemi sína og þjón- ustuframboð. „Menn verða að seilast í veskið ef menn ætla inn á verð- bréfamarkaðinn. Þetta er ekki ódýr bransi,“ sagði Johansen við Berl- ingske Tidende. Hann minnti einnig á að bankinn hefði þegar ráðið átta nýja starfs- menn á verðbréfasvið og þeir hæfu störf nú strax á nýja árinu. Þegar hinir 18 starfsmenn Brand Bank bætist svo við verði FIH komið með afar gott og sterkt 25 manna starfslið á þessu sviði en það verður kallað FIH Markets og mun Peter Secher, fyrrverandi framkvæmda- stjóri hjá Den Danske Bank, stýra því. Johansen segir að það muni taka nokkra mánuði að koma upplýsinga- málum í lag svo FIH geti tengst kauphöllinni og verslað með hluta- og skuldabréf. Það verði væntanlega að veruleika á vormánuðum. FIH Erhvervsbank á „hausaveiðum“ Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Í verðbréfamiðlun Lars Johansen ætlar að tengjast kauphöllinni í vor. HEILDARVELTA í viðskiptum með hlutabréf í desember í fyrra var ríflega 128,6 milljarðar króna og þar með varð heildarvelta liðins árs í slíkum viðskiptum ríflega 1.204 milljarðar króna. Er það í takt við þá spá sem sett var fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 1. desember sl. en þar kom fram að velta í hlutabréfaviðskipt- um á árinu stefndi yfir 1.200 millj- arða, sem samsvarar 1,2 billjónum króna. Miðað við veltu ársins 2004 er hér um nær 60% aukningu að ræða. Úrvalsvísitala aðallista hefur einnig hækkað verulega á liðnu ári en lokagildi hennar var 5.534,39 stig og hefur hún aldrei verið hærri. Á síðasta viðskiptadegi 2004 var lokagildi vísitölunnar 3.559,6 stig og hefur hún því hækkað um 64,73% á árinu og er það meiri hækkun en annars staðar í Evrópu. Bakkavör og Landsbanki Bakkavör var það fyrirtæki sem hækkaði mest í verði á árinu en alls hækkaði gengi bréfa bankans um 109,5%. Næstmest var hækkun bréfa Landsbankans, 109,1%, en þar á eftir kemur FL Group með 94% hækkun. Tekið skal fram að hér er miðað við óleiðrétt dagslokagildi en í síð- ustu hálffimmfréttum KB banka á árinu kemur fram að miðað við leið- rétt dagslokagildi hafi gengi bréfa Landsbankans hækkað um ríflega 112%, bréfa Bakkavarar Group um ríflega 110% og bréf FL Group um tæplega 102%. Flaga og SÍF lækka Meðal þeirra félaga sem ekki voru reiknuð með í Úrvalsvísitölunni á síðari hluta ársins hækkaði gengi Dagsbrúnar mest, um 87,5%. Aðeins þrjú félög lækkuðu í verði á árinu en þar af voru tvö, Flaga og SÍF, í Úrvalsvísitölunni. Þriðja fé- lagið lækkaði mest en það er Fisk- eldi Eyjafjarðar, sem lækkaði um 80%. Gengi bréfa Flögu lækkaði um 24,4% og SÍF lækkaði um 16,2%. Af því sem fram kemur hér að framan er ljóst að árið sem leið var flestum fjárfestum gjöfult og má því segja að kátt hafi verið í höllinni á árinu 2005, eins og komist er að orði í Vegvísi geringardeildar Landsbankans í árslok. Kátt í höllinni á liðnu ári Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is        % &&' (          SEÐLABANKINN mun fara með stýrivexti hæst í 11,5% undir mitt ár og halda vöxtum háum fram í árs- byrjun 2007, en hefja síðan lækkun- arferli samfara lokum stóriðjufram- kvæmda og rénun í vexti innlendrar eftirspurnar, gangi spá greiningar- deildar Íslandsbanka eftir. Greiningardeildin gerir ráð fyrir 0,25 prósentustiga hækkun stýri- vaxta 26. janúar næstkomandi, 0,50 prósentustiga hækkun 30. mars og 0,25 prósentustiga hækkun 18. maí. Eftir það verði stýrivextir að líkum óbreyttir út næsta ár en 2007 muni einkennast af vaxtalækkun sem standa mun allt það ár. Í Morgun- korni segir að Seðlabankinn hafi komið á óvart með hækkun stýri- vaxta um 0,75 prósentustig í sept- ember samhliða útgáfu Peninga- mála. Bankinn gaf þá til kynna að fram undan væri meiri vaxtahækkun en almennt væri reiknað með. Spáir 11,5% stýrivöxtum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.