Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 16

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 16
16 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÓTTAST er að skógareldar sem geisað hafa á stórum svæðum í nágrenni borgarinnar Sydney í Ástralíu nái senn að ógna úthverfum hennar en erfiðlega hefur gengið að ráða niðurlögum eld- anna. Eldarnir voru í gær um 60 km norður af Sydney og eyðilögðu a.m.k. þrjú heimili í bænum Woy Woy, auk nokkurra bifreiða. Aðalþjóðveg- urinn norður frá Sydney var lokaður vegna eld- anna en mikill reykur berst yfir stórt svæði lands. Veðurspá er ekki hagstæð fyrir slökkvi- starfið, gert er ráð fyrir áframhaldandi hita, um 40ºC, og þurrum vindi, en við slíkar aðstæður berast skógareldarnir hratt yfir. Stórt svæði lands hefur þegar orðið eldunum að bráð. Ekk- ert manntjón hefur þó enn orðið. Skógareldar ógna Sydney Reuters ABDUL-Halim Khaddam, fyrrver- andi varaforseti Sýrlands, var í gær rekinn með skömm úr Baath-flokkn- um sem fer með völdin í landinu. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem for- svarsmenn Baath-flokksins sendu frá sér en þar var þess jafnframt krafist að Khaddam yrði ákærður fyrir land- ráð. Á laugardag hafði sýrlenska þingið lýst því yfir að sækja skyldi Khaddam til saka fyrir landráð eftir að hann hélt því fram í sjónvarpsviðtali að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og leiðtogi Baath-flokksins, hefði haft í hótunum við Rafik Hariri, fyrrver- andi forsætisráðherra Líbanons, nokkrum mánuðum áður en Hariri var ráðinn af dögum 14. febrúar sl. Rannsakendur á vegum Samein- uðu þjóðanna hafa tengt stjórnvöld í Sýrlandi við morðið á Hariri en þar- lendir ráðamenn hafa hins vegar hafnað því með öllu að þeir beri ábyrgð á morði Hariris. Khaddam sagði í viðtali við al- Arabiya-sjónvarpsstöðina, sem tekið var í París, að Assad hefði sagt hon- um að hann hefði látið þung orð falla í garð Hariri á fyrrgreindum fundi, „eitthvað á þá lund að hann myndi mala hvern þann sem reyndi að óhlýðnast okkur [Sýrlendingum]“. Þá sagði Khaddam, sem var vara- forseti Sýrlands allt þar til í júní 2005, að útilokað væri að sýrlenska leyni- þjónustan hefði upp á sitt einsdæmi ákveðið að ráða Hariri af dögum. Hann sagði hins vegar að hann væri ekki að saka neinn um að bera ábyrgð á morðinu, hann vildi bíða eftir end- anlegum niðurstöðum Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsingar Khaddams vöktu hörð viðbrögð í Sýrlandi. Auk þess sem þing landsins og stjórn Baath-flokks- ins hafa vísað máli hans til stjórn- valda og farið fram á að hann verði ákærður fyrir landráð, lýstu sum dag- blöð honum sem „sýrlenskum Júd- asi“. Khaddam býr nú í París en var lengi áhrifamaður í sýrlenskum stjórnmálum og hann var jafnan álit- inn meðal harðlínumannanna í Baath- flokknum. Árið 1984 gerði Hafez al- Assad, þáverandi forseti og faðir nú- verandi forseta, hann að varaforseta. Var Khaddam einn af höfundum þeirrar stefnu sýrlenskra stjórnvalda að halda Líbanon undir sínu ægivaldi. Þegar al-Assad hinn eldri féll frá og Bashar al-Assad tók við árið 2000 fylkti Khaddam liði á bak við hinn unga forseta. Heldur mun hafa farið að draga úr áhrifum Khaddams síðustu ár og hann sagði af sér sem varaforseti í júní 2005. Í viðtalinu á föstudag gagn- rýndi hann ráðamenn í Sýrlandi og sagði þá hafa tregðast við að stíga skref í umbótaátt. Sumir fréttaskýr- endur segja ummæli hans til marks um að hann hyggist reyna að skil- greina sjálfan sig upp á nýtt sem um- bótasinna og seilast til áhrifa í heima- landi sínu. Vilja ákæra fyrrverandi varaforseta fyrir landráð Fullyrti að Assad Sýrlandsforseti hefði haft í hótunum við Rafik Hariri Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Reuters Bashar al-Assad (t.h.) með Abdel-Halim Khaddam á fundi í júní sl. Gaza-borg. AP, AFP. | Palestínskar ör- yggissveitir frelsuðu í gær ítalskan friðarsinna úr haldi mannræningja á Gaza-svæðinu en Ítalanum hafði ver- ið rænt snemma um morguninn í bænum Khan Younis. Til skotbar- daga mun hafa komið milli öryggis- sveitarmanna og mannræningjanna en engar fréttir höfðu í gær borist um mannfall í þeim átökum. Ítalinn, Alessandro Bernardini, var í hópi um tuttugu ítalskra frið- arsinna sem komnir voru til Palest- ínu til að sýna stuðning sinn í verki við palestínsku þjóðina. Mannræningjar stöðvuðu rútubif- reið Ítalanna í gærmorgun, rifu Bernardini út úr bílnum og óku á brott með hann. Þykir þessi atburð- ur til marks um að alger lögleysa ríki á svæðum Palestínumanna og að Mahmoud Abbas, forseti Palestínu- manna, sé illfær um að tryggja lög og reglu nú þegar vopnaðar sveitir Palestínumanna, m.a. Hamas-sam- tökin, hafa lýst því yfir að þær telji sig ekki lengur bundnar af sam- komulagi sem gert var í mars á síð- asta ári og fól í sér að Hamas og önn- ur slík samtök héldu aftur af sér og létu vera að gera árásir á ísraelska borgara. Mannrán algeng á Gaza Ránið á Bernardini í gær kom í kjölfar þess að þremur Bretum var rænt í síðustu viku; þeim var síðan sleppt ómeiddum á föstudag. Út- lendingum hefur ítrekað verið rænt á Gaza-svæðinu, alls fjórtán á síð- ustu tólf mánuðum. Flestum hefur hins vegar verið sleppt innan fárra klukkustunda. Abbas hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna linkind í baráttu sinni við vopnaða öfgahópa eins og Hamas og Al-Aqsa-sveitirnar. En aðgerðir palestínsku öryggissveitanna í gær þóttu takast vel. Þingkosningar eiga að fara fram í Palestínu 25. janúar nk. og flest bendir til að Hamas-samtökin nái góðum árangri. Er af þessum sökum komin upp nokkur togstreita innan Fatah-hreyfingar Abbas, sem að hluta til er sagt skýra það stjórnleysi sem nú ríki á Gaza-svæðinu. Margir innan Fatah hafa hvatt Abbas til að fresta kosningunum en hann hefur til þessa hafnað þeim kröfum alfarið. Ítali frelsaður úr höndum mannræningja á Gaza Hamas-samtökin segjast ekki lengur bundin af samkomulagi um frið KEELA, sextán mánaða gömul tík, er orðin svo fær og eftirsótt sem lögregluhundur að hún getur þénað meira en yfirlög- regluþjónninn ef hún kærir sig um, að sögn breska dagblaðs- ins The Daily Telegraph. Keela aðstoðar yfirleitt við glæparannsóknir í heimasýslu sinni, Yorkshire. En þegar lítið er að gera er tíkin leigð öðrum lögreglusveitum ásamt tveimur þjálfurum hennar á 530 pund, sem samsvarar 58.000 krónum, á dag. Myndi þéna 22 milljónir Að sögn The Daily Tele- graph myndi tíkin þéna sem samsvarar tæpum 22 milljón- um króna á ári, 7,6 milljónum meira en yfirlögregluþjónninn, ynni hún á hverjum degi. Lyktarskyn tíkarinnar er svo næmt að hún getur fundið lykt af blóði á klæðnaði sem hefur verið þveginn hvað eftir annað. Hún getur einnig greint örsmáa blóðdropa á vopnum sem hafa verið hreinsuð eftir árás. Afburða- snjöll lögreglutík BENEDIKT páfi XVI. horfir á bag- al sinn við morgunmessu í páfagarði í gær en Benedikt flutti þá sitt fyrsta áramótaerindi síðan hann tók við embætti trúarleiðtoga kaþólskra manna í heiminum af Jóhannesi Páli páfa II. sem lést á nýliðnu ári eftir hátt í þrjá áratugi á páfastóli. Benedikt páfi hvatti Sameinuðu þjóðirnar í ræðu sinni í gær til að sinna betur því verkefni sínu að stuðla að réttlæti, samstöðu og friði í veröldinni. Sagði Benedikt að órétt- læti og ofbeldi þjakaði sum svæði veraldarinnar en að „nýjar og lævís- ar ógnir steðjuðu líka að friði í heim- inum, svo sem hryðjuverk, níhílismi og fanatísk bókstafstrú“. Af þessum sökum yrðu allir að vinna saman að því að stuðla að friði, „einstaklingar, heilar þjóðir, alþjóðasamtök og vold- ug ríki“ en þó einkum Sameinuðu þjóðirnar því að þessi barátta væri helsta verkefni þeirra. Blessaði lýðinn Sagði Benedikt páfi að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að blása nýju lífi í baráttu sína fyrir frið og réttlæti „í veröld sem í æ ríkari mæli er mörk- uð af því fyrirbæri sem hnattvæð- ingin er“. Fullt var út úr dyrum í basilíkunni í Péturskirkjunni en messuna sóttu forystumenn hinnar kaþólsku kirkju og erlendir sendimenn. Eftir mess- una blessaði Benedikt lýðinn úr glugga íbúðar sinnar, en venju sam- kvæmt voru þúsundir manna sam- ankomnir á Péturstorginu til að berja páfa augum og hljóta blessun hans við upphaf nýs árs. AP Ræddi ógnir við frið í heiminum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.