Morgunblaðið - 02.01.2006, Side 18
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
18 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Frönskunámskeið
hefjast 16. janúar
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík,
fax 562 3820.
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: alliance@simnet.is
Innritun í síma
552 3870
2.-13. janúar
✆
Ég kalla þetta stundumkraftaverkasmyrsl, af þvíþað hefur hjálpað svomörgum vegna erfiðra
brunasára eða annarra sára sem hafa
ekki viljað gróa,“ segir Ólöf Einars-
dóttir grasalæknir um græðismyrsl
sem hún býr til úr íslenskum jurtum
og notað hefur verið í árhundruð hér
á landi og kemur enn þann dag í dag
að góðum notum. Margir læknar vísa
á þetta krem og eins er það til á ein-
hverjum stöðum innan veggja sjúkra-
húsanna. Uppskriftin að kreminu er
ævagamalt ættarleyndarmál en Ólöf
er dóttir Ástu Erlings grasalæknis.
Erlingur faðir hennar var einnig
kunnur grasalæknir og sama er að
segja um forfeðurna í kynslóðunum
þar á undan.
Þolinmæðisverk með fjöður
bjargaði mannslífi
„Magnaðasta sagan af þessu
græðismyrsli kemur frá henni Þór-
unni langömmu minni sem var grasa-
læknir og bjó í Vestmannaeyjum.
Sonur hennar var staddur í bát sem
kviknaði í vegna sprengingar út frá
mótor og fjöldi fólks varð vitni að því
þegar hann hljóp upp úr bátnum
alelda. Hann stökk logandi í sjóinn en
var fiskaður upp og var þá nánast
eins og kolamoli, svo mikið var hann
brunninn. Læknirinn í Eyjum úr-
skurðaði að drengurinn ætti enga von
um líf en Þórunn var nú ekki á þeim
buxunum að gefast upp og hún tók
soninn með sér heim og hjúkraði hon-
um með græðismyrslinu. Hún hafði
áburðinn í fljótandi formi og penslaði
vökvanum á líkama hans dag og nótt
með laufléttri fjöður. Hún unni sér
lítillar hvíldar sólarhringum saman
og þetta þótti svo mikið undur að fólk
fékk að kíkja í dyragættina og fylgj-
ast með þrautseigju hennar. Dreng-
urinn lifði og bar ótrúlega lítil ör eftir
brunann og þetta var talið krafta-
verki líkast. En læknirinn í Eyjum,
sem hafði fullyrt að hann myndi
deyja, var ekki ánægður með þetta
verk langömmu minnar og hann
kærði hana fyrir tilraun til mann-
dráps. Þessi saga er lygasögu líkust
en hún er til skráð og skjalfest frá
þessum tíma.“
Græðir fljótt og lýtalaust
Ólöf segir helstu kosti græði-
smyrslsins góða vera hversu hratt og
vel sár gróa sem það er borið á og
eins virðist það draga úr öramyndun.
„Það græðir ótrúlega fljótt og lýta-
laust. Mér finnst alveg dásam-
legt að þessi uppskrift skuli
hafa borist mann fram af manni
í fjölskyldunni minni og að
þetta skuli enn vera til í dag og
koma að svona miklum og góð-
um notum. Mér finnst stórkost-
legt að geta hjálpað fólki með
þessu smyrsli og ég á í fórum mínum
ótal sögur af afskaplega þakklátu
fólki, bæði vegna brunasára og skurð-
aðgerða. Þetta smyrsl hefur líka verið
notað vegna slæmra skurða eftir slys
og á brennda bossa ungbarna, á
brjóst kvenna sem eru með börn á
brjósti og verða mjög sárar, og svo
mætti lengi telja.“
GRASALÆKNINGAR | Græðismyrsl úr íslenskum jurtum hefur hjálpað mörgum
Uppskriftin mörg
hundruð ára gömul
Ólöf grasalæknir og græðismyrslið
græna og væna.
Ólöf Einarsdóttir er
af grasalæknum komin
langt aftur í ættir, en
hún hefur getið sér gott
orð fyrir grasasmyrsl
sem þykir virka vel á
brunasár. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
ræddi við hana.
Smyrslið er hægt að nálgast hjá
Ólöfu í síma 663–6730.
khk@mbl.is
Ólöf er vön að handleika
íslenskar jurtir og gera úr
þeim krem og seyði.
Morgunblaðið/Ásdís
LÍKURNAR á að fá ristilkrabba-
mein geta minnkað með því að
borða kjúklingakjöt, að því er ný
rannsókn gefur til kynna. Í kjúk-
lingakjöti er talsvert af steinefnun-
um seleni og kalki, að því er fram
kemur á heilsuvef MSNBC, en ekki
er ljóst hvort það er ástæðan.
Rannsóknin leiddi í ljós að þeir
sem borðuðu mikið kjúklingakjöt
áttu 21% síður á hættu að þróa með
sér ristilkrabbamein en þeir sem
borðuðu lítið af kjúklingi. 1.520
sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsókn-
inni.
Í rannsókninni kom jafnframt
fram að ekkert samband væri á
milli fituneyslu og áhættu á rist-
ilkrabbameini og að þeir sem
neyttu mikils magns af trefjum
daglega fengju síður ristilkrabba-
mein. Ekki fannst skýrt samband á
milli neyslu á rauðu kjöti og rist-
ilkrabbameins og heldur ekki á
milli mikillar fiskneyslu og minni
hættu á ristilkrabbameini.
Niðurstöðurnar birtust í vísinda-
tímaritinu American Journal of
Gastroenterology. Fyrri rann-
sóknir hafa einnig sýnt fram á sam-
band á milli kjúklinganeyslu og
minni hættu á ristilkrabbameini.
MATUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kjúklingur
gegn ristil-
krabba
Eitt af vinsælli áramóta-heitum er að byrja aðhreyfa sig meira og
kveðja nokkur kíló. Líkams-
ræktarstöðvar eru yfirleitt
troðfullar af fólki í slíkum hug-
leiðingum í janúar en áhuginn
nær ekki alltaf langt fram á
vorið.
Á heilsuvef MSNBC er
greint frá því að helmingur
þeirra sem byrja að æfa í árs-
byrjun er hættur innan þriggja
til sex mánaða. Ástæðan er sú
að líkamsrækt er vinna og
kílóin hverfa ekki í einni svip-
an. Það veldur fólki von-
brigðum og það leggst í sófann
á ný.
En markmiðið með líkams-
rækt ætti ekki bara að vera að
léttast. Meiri vellíðan og betri
heilsa eru almenn markmið
með hreyfingu og á MSNBC
eru nefndar sex ástæður fyrir
líkamsrækt fyrir utan þá að
léttast:
Langlífi. Nýleg rannsókn leiðir í
ljós að fólk sem hreyfir sig reglu-
lega lifir lengur en kyrrsetufólk.
Þeir sem hreyfa sig mest geta búist
við því að lifa þremur árum lengur
en þeir sem lifa kyrrsetulífi.
Bærilegri vinna. Bresk rann-
sókn á 200 starfsmönnum háskóla,
tölvufyrirtækis og tryggingafélags
leiddi í ljós að fólk sem tók sér hlé
yfir daginn til að hreyfa sig fannst
það leggja meira af mörkum í
vinnunni og þoldi betur vinnuálag
en þeir sem ekki hreyfðu sig. Hálf-
tími var nægur tími og æfingarnar
þurftu ekki að vera stífar.
Heilbrigðara hjarta. Hreyfing er
góð fyrir hjartað og það er ekki
endilega langhlaup sem þarf
til. Rösk hálftímaganga þrisv-
ar til fjórum sinnum í viku
hefur mjög góð áhrif á hjarta-
og æðakerfið.
Fyrirbyggir sykursýki.
Sykursýki 2 hefur orðið al-
gengari á undanförnum árum
með aukinni tíðni offitu. Þetta
er hægt að fyrirbyggja með
heilbrigðara mataræði og
reglulegri hreyfingu. Þeir sem
þegar hafa greinst með syk-
ursýki 2 geta haldið blóðsykr-
inum í skefjum með hreyf-
ingu.
Betra bak. Bakið líður fyr-
ir mikla kyrrsetu og hreyfing
er því góð fyrir hrygginn.
Jóga er sérstaklega gott sam-
kvæmt nýrri rannsókn.
Losnið við falda fitu.
Hreyfingin hjálpar okkur að
losna við fituna sem er falin í
kringum líffærin og getur leitt
til sykursýki og hjarta-
sjúkdóma.
Bandarísk rannsókn leiddi í
ljós að of þungir einstaklingar
sem byrjuðu að hreyfa sig,
bættu ekki á sig meiri falinni fitu en
þeir sem hreyfðu sig ekki bættu
henni á sig á þeim sex mánuðum
sem rannsóknin stóð.
Þetta eru ástæðurnar sex til að
standa upp úr sófanum á árinu 2006.
Mælt er með því að þær séu hafðar í
huga í staðinn fyrir afsakanir fyrir
því að hreyfa sig ekki.
LÍKAMSRÆKT
Vellíðan og betri heilsa
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
smáauglýsingar