Morgunblaðið - 02.01.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 02.01.2006, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORSÆTISRÁÐHERRA HLUSTAR OG HEYRIR Halldór Ásgrímsson forsætisráð-herra hefur tekið nokkrar góð-ar ákvarðanir síðustu daga. Þær sýna, að hann hefur hlustað á radd- ir fólksins og brugðizt við í samræmi við það. Að hlusta á fólkið í landinu er mik- ilvægur eiginleiki fyrir stjórnmálamenn og forystumenn. Það er ekki öllum eig- inlegt. Það er auðvelt að missa tengslin við rætur sínar þegar setið er í háum embættum og týnast í veröld fína fólks- ins. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að laun þess hóps sem Kjaradómur úrskurðaði um skömmu fyrir jól skuli hækka um 2,5%, er rétt. Þar með er launahækkun þessa hóps í samræmi við umsamdar launahækkanir á almennum vinnumarkaði. Sérstök ástæða er til að fagna þessari ákvörðun. Það er líka ástæða til að fagna um- mælum forsætisráðherra í áramóta- ávarpi hans til þjóðarinnar á gamlárs- kvöld að ástæða sé til að endurskoða tekjutengingu vegna aldraðra. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sömu skoðun í áramótagrein sinni hér í Morgun- blaðinu í fyrradag. Sú ákvörðun forsætisráðherra, að setja á stofn nefnd til þess að rannsaka hvers vegna matvælaverð á Íslandi er mun hærra en í nálægum löndum, er líka rétt og mætir kröfum almennings um skýringar. Vilji forsætisráðherra til þess að finna leiðir til úrbóta fyrir öryrkja er líka jákvæður. Og ákvörðun hans um að efna til hug- myndasamkeppni um skipulag nánasta umhverfis Valhallar á Þingvöllum er tímabær. Stundum finnst almenningi að stjórn- málamenn heyri ekki hvað fólkið er að segja. Áramótaræða Halldórs Ásgríms- sonar og aðrar ákvarðanir hans síðustu daga sýna, að hann hlustar og heyrir. HEILL OG VELFERÐ BARNA Málefni barna og sókn eftir verald-legum gæðum á kostnað andlegra voru efst á baugi í nýárspredikun Karls Sigurbjörnssonar biskups í Dómkirkj- unni í gær. „Það er óviðunandi tap ef ungmenni sekkur í forheimskun alþjóð- legrar mötunar og inn á öngstræti flótta- leiðanna sem alls staðar eru falboðnar, með sífellt lævísari hætti,“ sagði biskup. „Það hlýtur að vera á ábyrgð okkar allra að sjá til þess að enginn falli í sollinn, eða velji alltaf verstu kostina.“ Síðan bætti hann við: „Það er brýn þörf samstillingar kraftanna til að koma á þjóðarsátt um málefni barna, að heill þeirra og velferð sé sett í forgang. Margt hefur vissulega áunnist. Saman þurfa að fara pólitískar aðgerðir ríkis og sveitar- félaga, og almenn viðhorfsbreyting þar sem þarfir barnsins og þeirra sem það annast, eru settar í forgang.“ Boðskapur biskups hefur sennilega aldrei verið þarfari og brýnni. Börn eiga ekki að vera jaðarverkefni. Karl Sigurbjörnsson fjallaði einnig um málefni samkynhneigðra: „Ég ítreka að Þjóðkirkjan stendur heilshugar með samkynhneigðum sem einstaklingum, og réttindum þeirra í samfélaginu,“ sagði hann. „Nú kalla ýmsir eftir nýrri skil- greining á hjúskap og hjónabandi, þar sem kyngreining skuli afnumin. Er það stutt ýmsum öflugustu áhrifavöldum samfélags og menningar. Það er ástæða að staldra við. Þjóðkirkjan hlýtur að hika við gagnvart því að viðurkenndum grundvallarhugtökum og viðmiðum sé þannig breytt. Engin kirkja hefur stigið slíkt skref. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi kirkjunnar hér sem annars staðar. Augljóst er að kirkjan þarf tíma til að ná niðurstöðu. Ferli ákvarðana- töku hefur verið markað og er niður- stöðu að vænta á árinu 2007.“ Það er vitaskuld gott að kirkjan skuli á næsta ári ætla að taka af skarið í þess- um málum. Afstaða Morgunblaðsins er skýr: Þegar ríkisvaldið er reiðubúið til að ganga alla leið og útrýma hvers konar mismunun á grundvelli kynhneigðar getur kirkjan ekki lengur skorast undan því að taka afstöðu. Þar hlýtur kjarni málsins að vera sá að vilji þjóðkirkja standa undir nafni verður hún að taka á móti öllum þeim, sem til hennar vilja koma. KJÖR ALDRAÐRA Ólafur Ragnar Grímsson forsetilagði áherslu á málefni aldraðra í áramótaræðu sinni. „Kynslóðin sem lif- ir nú sitt ævikvöld skilaði ærnu verki, lagði grundvöll að velsældinni sem við njótum og skapaði skilyrði fyrir fram- farasókn okkar tíma,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við: „Það er til marks um siðmenningu hverrar þjóðar hvern- ig hún býr öldruðum ævikvöldið og ger- ir þeim kleift að njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu … Afkoma og aðbúnaður aldraðra þarf að færast einna fremst í forgangsröð og ef einhverjum vex í augum fjárþörfin á þessu sviði þá er hollt að minnast þess að ævin líður undra hratt og fljótt kem- ur að okkur sjálfum. Líklega verða kröfur okkar meiri en hinna sem lifðu við nægjusemi enda erum við góðu vön frá atlætinu sem hin fyrri kynslóð veitti okkur. Vonandi berum við gæfu til að skapa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og finna þakklætinu farveg til frekari um- bóta þeim til handa. Hér þurfa allir að leggjast á árar, Al- þingi og sveitarstjórnir, hagsmunasam- tök og atvinnulífið, sameinast um að finna lausn á brýnum vanda og skilja engan út undan í þessum efnum. Verk- efnið er hafið yfir allan ágreining enda þakkarskuldin söm og jöfn hvar í flokki sem menn standa.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Aðbún- aður og kjör aldraðra eiga að vera for- gangsverkefni. Í þjóðfélagi allsnægta á Íslandi býr ákveðinn hópur aldraðra ásamt öryrkjum og einstæðum mæðr- um við lökust kjör. Eins og forsetinn benti réttilega á er hér um að ræða kjör þeirrar kynslóðar, sem lagði grunninn að hagsældinni á Íslandi sam- tímans. Það er skylda íslenskra ráða- manna að svara þessu kalli. Vandinn, sem forseti Íslands bendir á, hefur of lengi blasað við án þess að á honum hafi verið tekið. „Góðir Íslendingar. Við hjónin óskum ykkur öllum gleðilegs árs og vonum að hækkandi sól færi birtu og bjartsýni í sérhvern rann og létti göngu allra sem í daglegri önn glíma við erfiðar þrautir. Gæfan hefur verið hliðholl okkur Íslendingum, þjóðin vaxið frá fátækt fyrri tíma til meiri efna en þekkist í flest- um ríkjum. Kynslóðin sem lifir nú sitt ævikvöld skilaði ærnu verki, lagði grundvöll að velsældinni sem við njótum og skapaði skilyrði fyrir framfarasókn okkar tíma. Á æskuskeiði hinna eldri hafði þjóðin um aldir búið við þröngan kost, heimastjórn og fullveldi voru nýlega í höfn en heimskreppan á næsta leiti. Þúsundir heimila áttu erf- itt með að ná endum saman og óvissa ríkti um framtíðina. Þessi kynslóð ýtti úr vör með fátt annað en hugsjónaeld í veganesti, metnað um framför þjóðarinnar og drauma um að skapa sér og sínum betra líf. Árangurinn varð svo sannarlega glæsilegur. Ævistarfið skilaði Íslendingum í fremstu röð og unga fólkið nýtur nú ávaxtanna, getur lagt veröldina að fótum sér því heimanmundurinn reyndist drýgri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við það góða fólk, foreldra, afa og ömmur, ættmenni öll sem ruddu brautir og mikilvægt er að við metum að verðleikum framlag þeirra. Það er til marks um siðmenningu hverrar þjóðar hvern- ig hún býr öldruðum ævikvöldið og gerir þeim kleift að njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu. Margt hefur vel verið gert á þessu sviði og við hjónin höfum í heimsóknum okkar víða um land séð glæsileg og vel búin húsakynni, hitt áhugasamt starfsfólk sem kapp- kostar að auðga líf heimilismanna. Engu að síður skortir enn verulega að bætt hafi verið úr brýnni þörf. Margar fjölskyldur þekkja af eigin raun erfiðleika sem fylgja því að finna öldruðum viðeigandi dvalarstað og bið- listar sem stofnanir og hjúkrunarheimili glíma við hafa reynst þrautin þyngri. Óvissan er hinum öldruðu þungbær og fjölskyldum þeirra oft hugarkvöl. Afkoma og aðbúnaður aldraðra þarf að færast einna fremst í forgangsröð og ef einhverjum vex í augum fjár- þörfin á þessu sviði þá er hollt að minnast þess að ævin líður undra hratt og fljótt kemur að okkur sjálfum. Lík- lega verða kröfur okkar meiri en hinna sem lifðu við nægjusemi enda erum við góðu vön frá atlætinu sem hin fyrri kynslóð veitti okkur. Vonandi berum við gæfu til að skapa öl uðum áhyggjulaust ævikvöld og finna þak lætinu farveg til frekari umbóta þeim til handa. Hér þurfa allir að leggjast á árar, Alþin og sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og at vinnulífið, sameinast um að finna lausn á brýnum vanda og skilja engan útundan í þessum efnum. Verkefnið er hafið yfir alla ágreining enda þakkarskuldin söm og jöfn hvar í flokki sem menn standa. Hinir yngri eiga oft erfitt með að skilja hlítar kraftaverkið sem hinir öldruðu hafa skilað, að umskapa Ísland og gera þjóðina gjaldgenga í samanburði við önnur ríki. Liðin öld var mesti framfarartími í sögu okkar, umbæturnar af mörgu tagi, í atvinn lífi og samfélagsháttum, vísindum, tækni, menningu og listgreinum sem sumar voru fyrstu framandi flestum. Þjóðin eignaðist afreksfólk á mörgum s í fremstu röð þótt veraldarfrægðin léti á s samskiptin þá við umheiminn önnur. Við eigum óunnið hið brýna verk að kyn marga frábæra listamenn sem Ísland ól í istímans, snillinga sem eingöngu ræktuðu heima en gáfu okkur verk sem jafnast á v þekkist í veröldinni. Þótt hálf öld sé síðan Halldór Laxness h ur bókmenntanna hefur heimurinn enn ek Kjarval eða Ásmund Sveinsson, svo að dæ og er heillandi áskorun að gera nú bragar ríkur sá listagarður var sem orðið hefur a yngri, heimanfylgja Ólafs Elíassonar, Geo Bjarkar, Sigur Rósar, leikhópsins úr Vest margra fleiri sem nú njóta viðurkenningar lendri grundu. Og hróður rithöfundanna b Sjón fékk Norðurlandaverðlaunin á liðnu urganga Arnaldar er líkust ævintýri. Ég nefndi við opnun Kjarvalssýningar á þegar 120 ár voru liðin frá fæðingu listam legt væri að kynnast því hvernig erlendir vegsama Kjarval og setja hann í samheng heimsins í myndlistinni, mæla á kvarða se vanrækt, kannski vegna þess að í okkar h Nýársávarp forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímsson Afkoma og aðbún að færast einna fr „Góðir Íslendingar. I Árið sem nú er senn liðið hefur verið flestum okkar gjöfult, en öðrum eru tregablandnar minningar ofar í huga. Mestu skiptir þó trúin á að nýtt ár færi okkur betri tíð og þrótt til að takast á við þau verkefni sem bíða. Árið hefur verið þjóðinni happadrjúgt. Staða efna- hagsmála er með besta móti hvort sem litið er til sam- anburðar við fyrri ár eða til annarra landa. Hagvöxtur er hér meiri en í flestum nágrannaríkjum. Atvinnuleysi, sem víða um lönd er hinn mesti vágestur, er lítið og nær væri að tala um skort á vinnuafli. Bætt velferð heimilanna hefur verið markmið og leiðarljós rík- isstjórnarinnar og því leiðarljósi verður áfram fylgt á nýju ári. En ekki hafa allir notið sömu gæfu. Árið var sann- kallað ár náttúruhamfara. Hver fellibylurinn rak annan en þó enginn á borð við Katrínu sem fór yfir suðurhluta Bandaríkjanna með þvílíku afli að vart stóð steinn yfir steini í borginni New Orleans. Enn skelfilegri voru þær fréttir sem bárust af nauð manna í Pakistan þegar jarðskjálfti skók suðurhluta Asíu í október. Tugir þúsunda létust og milljónir misstu heimili sín. Bar þá svo við að hjálparstofnanir og Sam- einuðu þjóðirnar kvörtuðu undan því að erfiðara væri að afla fjár til hjálparstarfa en áður og var engu líkara en um væri að kenna leiða á hörmungum og deyfð yfir neyð náungans. Við sem erum svo lánsöm að vera yfirleitt fjarri heimsins ógn og hörmungum megum alls ekki láta doða gagnvart umhverfinu og þeim sem minna mega sín ná tökum á okkur. Okkur ber skylda til að rétta öðrum hjálparhönd og gefa af því allsnægtaborði sem við sitj- um við. Ríkisstjórnin brást við hörmungum vegna flóð- bylgjunnar í Asíu og jarðskjálftans í Pakistan með fjár- framlögum en enn mikilvægari þótti mé sá samhugur sem þjóðin sýndi þeim sem þarna áttu um sárt að binda með mynd- arlegum gjöfum. Íslenskar hjálparstofna unnu einnig fórnfúst og göfugt starf sem sómi er að. II Oft er óblíð veðráttan okkur Íslend- ingum ofarlega í huga og við hér á hjara veraldar höfum ekki farið varhluta af dy um náttúruaflanna. En það er vissulega gott að búa á norðurslóðum. Úrkoman s við kvörtum stundum yfir færir okkur gnægð af vatni, þeirri auðlind sem einna dýrmætust er á jörðu nú þegar vatns- skortur hrjáir menn víða um heimsbygg ina. Spámaður norðursins, Vestur- Íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson, v um kosti þess að búa í norðrinu, eða á n vinalegu, eins og hann orðaði það. Kulda klæða en ekki hitann, og gnægð af vatni lindum, ekki síst í hafinu, gera lífið á no bærilegra en víðast hvar annars staðar. Áhrifa þróunar á heimskautasvæðinu urfari og vistkerfi um alla jörð. Rannsóknir á norðurslóðum eru þanni fyrir alla heimsbyggðina og þar eigum v að vera leiðandi. Ég kynnti mér nýverið stofnun fræðaseturs á Ísafirði þar sem f rannsóknir á jarðkerfinu sem kannaði b loftslagi, straumum sjávar og hitastigi. Þ inni gott dæmi um vaxandi áhuga landsm vísinda- og háskólastarfi víða um land. III Enginn hefur opnað augu Íslendinga b Áramótaávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðhe Nefnd skoðar hve Íslandi er mun hæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.