Morgunblaðið - 02.01.2006, Síða 25
STÓRKOSTLEGT sjónarspil
manna og náttúru á áramótum séð
með augum Örlygshafnarbúa í átt til
Patreksfjarðar.
GYLFI ÍVAR MAGNÚSSON,
Galtalind 14, 201 Kópavogi.
Áramótum
fagnað
Frá Gylfa Ívari Magnússyni, hús-
ráðanda í Ási í Örlygshöfn
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 25
UMRÆÐAN
UNDIRRITUÐ hefur starfað á
öldrunarsviði Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss síðastliðin átta ár. Það
hefur gengið á ýmsu, fyrst samein-
ing sjúkrahúsanna, svo sparnaður
um einn milljarð
króna. Sá sparnaður
leiddi til þrenginga í
rekstri spítalans sem
undirritaðri virðist
bitna á öldruðum og
þeim sem ekki falla að
hefðbundinni skil-
greiningu bráðasjúkra-
húss eins og geð-
sjúkum og fötluðum.
Birtar eru tölur um
hagræðingu í rekstri
spítalans og styttingu
biðlista. Biðlistar á
öldrunarsvið eru samt
í sögulegu hámarki. Orsök þessa
ástands er ekki mannvonska heldur
felst í hlutverki LSH. Bráðaþjón-
usta og hátækniþjónusta fyrir bráð-
veika eða slasaða er eitt af aðalverk-
efnunum spítalans. Ekkert annað
sjúkrahús í Reykjavík er þó til að
sinna minna aðkallandi þjónustu.
Aldraðir þurfa gjarnan innlögn
vegna sjúkdóma sem ekki krefjast
hátæknimeðferðar og þurfa gjarnan
lengri tíma til að jafna sig. Það
brýnasta og hættulegasta gengur
fyrir og annað er látið bíða. Sjúkra-
húsið getur ekki vísað frá sér bjarg-
arlausum einstaklingum sem þurfa á
læknisþjónustu og hjúkrun að halda.
Aldraður og hrumur
einstaklingur veikist
og kemur á bráða-
móttöku. Á öldr-
unarsviði er alltaf fullt
því þar bíða tugir aldr-
aðra eftir hjúkr-
unarheimilisvist, svo
ekki fer hann þangað.
Á bráðadeildum lyf-
lækningadeilda er
gjarnan yfirfullt svo
fólk er lagt á ganga eða
hvar sem má hola niður
rúmi. Starfsfólk spít-
alans er gott fólk og
hann er lagður inn því augljóst er að
hann getur ekki verið einn. Næsta
dag þarf að fresta aðgerðum vegna
skorts á leguplássi á spítalanum.
Hverjar eru afleiðingar þessa
ástands? Aldraðir verða óvinsælir
og verða fyrir í starfi annarra
deilda. Þeir lenda á gangi, á röngum
deildum, ótímabærum flutningi á
lægra þjónustustig og svo mætti
lengi telja. Afleiðingarnar eru aukin
hætta á byltum, óráði, óróleika, sýk-
ingum og mistökum við lyfjagjafir,
fyrir utan trúnaðarbrests milli sjúk-
linga, aðstandenda og kerfis. Aldr-
aðir sem leggjast beint inn á öldr-
unarlækningadeildir fremur en
hefðbundnar bráðadeildir, fá betri
læknisþjónustu en hinir sem ekki
gera það. Þeir eru líklegri eftir 3
mánuði að lifa við betri heilsu og
hafa meiri getu til að bjarga sér
sjálfir. Þessi fullyrðing er byggð á
vísindalegum staðreyndum en fjöldi
rannsókna sýnir fram á þetta.
Meirihluti aldraðra sem leggjast inn
á LSH eru sviknir um þessa þjón-
ustu. Þeir sem eru á öldrunardeild-
um LSH að bíða eftir hjúkr-
unarheimili eru líka sviknir um
eðlilega hjúkrunarheimilisþjónustu.
Ég fullyrði þó að starfsfólk er gott
fólk og lætur þann aldraða ekki
gjalda þess að kerfið er honum óvin-
veitt.
Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið
er að átta sig á hvað er hlutverk
LSH. Ef það er ekki að sinna öldr-
uðum, geðsjúkum og fötluðum, þá
þarf að láta einhvern annan gera
það sem er til þess fær. Köllum hlut-
ina réttum nöfnum. Ef einhver er
svo veikburða þrátt fyrir bestu end-
urhæfingu að hann getur ekki búið
heima þá á hann rétt á hjúkr-
unarheimili. Fjármagn til hjúkr-
unarheimilisþjónustu á að koma frá
heilbrigðisráðuneytinu en ekki af
þeim fjármunum sem ætlaðir eru til
spítalarekstrar. Þá þarf sjúkra-
hússtjórnin ekki að velja milli þess
t.d. að kaupa lyf til krabbameins-
lækninga eða veita öldruðum heila-
biluðum einstaklingum sem eru
fastir á sjúkrahúsinu, dægradvöl við
hæfi. Ef einhver er einmana og
hræddur vegna fötlunar sinnar þá
þarf hann návist annarra, öryggi og
nauðsynleg hjálpartæki. Hann þarf
fyrst og fremst félagsþjónustu.
Fjármagn til félagsþjónustu ætti að
koma frá félagsmálaráðuneyti og
byggjast á rétti einstaklingsins á að
fá slíka þjónustu, fremur en á langri
biðröð. Samkvæmt Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni WHO er
heilsa líkamleg, félagsleg og andleg
velferð en ekki bara að vera laus við
sjúkdóma. Félagsleg einangrun er
jafnhættuleg og reykingar. Ef aldr-
aður einstaklingur veikist þarf hann
á sjúkdómsgreiningu, meðferð og
endurhæfingu að halda á öldr-
unarlækningadeild. Ef einhver er
með sjúkdóm sem fellur að hefð-
bundnum skiptingum læknisfræð-
innar í sérdeildir á hann rétt á að
fara á slíka deild.
Ég tel að á Íslandi höfum við af-
burða þekkingu í heilbrigðiskerfinu.
Menning okkar er mannúðleg. Við
erum með ríkustu þjóðum heims.
En samt er neyðarástand á spít-
alanum vegna sparnaðar. Börn með
geðraskanir þurfa að bíða í mörg ár
eftir greiningu, mögulega meira en
helming ævinnar. Það sama gildir
fyrir aldraða. Bið eftir hjúkr-
unarheimili í eitt ár við óviðunandi
aðstæður er mögulega helmingur af
þeirri ævi sem eftir er. Svo heyrir
maður um gróða bankanna. Ég segi
eins og Búi Árland, þingmaður í At-
ómstöðinni: „ég gubba í sex metra
boga“.
Ég ákalla þjóðina að heimta millj-
arðinn sem sparaður var til baka í
þjónustu þeirra sem eru sjúkir.
Njótum þess að eiga mannúð, þekk-
ingu og peninga. Sinnum vel okkar
yndislegu börnum, okkar hjartkæru
ömmum og öfum, fötluðum systrum
okkar og geðsjúkum bræðrum, öll-
um okkar minnstu bræðrum.
Áramótahugleiðing um þjónustu
heilbrigðiskerfisins við aldraða
Helga Hansdóttir fjallar
um málefni aldraðra ’Ég ákalla þjóðina að heimta milljarðinn
sem sparaður var til
baka í þjónustu þeirra
sem eru sjúkir.‘
Helga Hansdóttir
Höfundur er yfirlæknir í almennum
öldrunarlækningum LSH, Landakoti.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel
að það liggi ekki nægilega ljóst
fyrir hvernig eða hvort hinn ev-
angelísk-lútherski vígsluskilning-
ur fari í bága við það að gefa sam-
an fólk af sama kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis,
biskups Íslands, kirkjuráðs og
kirkjuþings.
Jakob Björnsson: Útmálun hel-
vítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur
úr losun koltvísýrings í heiminum
borið saman við að álið væri alls
ekki framleitt og þyngri efni notuð
í farartæki í þess stað, og enn
meira borið saman við að álið væri
ella framleitt með raforku úr elds-
neyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar
um rjúpnaveiðina og auglýsingu
um hana, sem hann telur ann-
marka á.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin
hafnar hagstæðasta tilboði í flug-
vallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru sam-
an fjórir valkostir fyrir nýjan inn-
anlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÞEGAR ég hætti
að reykja gerði
ég stórkostlega
uppgötvun sem
ég hef allar götur
síðan reynt að
deila með öðrum.
Uppgötvunin var
einföld: Ef ég til-
einka mér ekki
reyklaust hug-
arfar verð ég aldrei reyklaus. Þessi
hugsun hefur verið leiðarljós í nám-
skeiðahaldi mínu síðastliðin átta ár.
Ég vil nota tækifærið þessi áramót
og minna þá sem ætla að nota
strauma nýja ársins sér til stuðnings
þegar þeir hætta að reykja á þessi
einföldu sannindi. Það sem þú hugs-
ar um vex! Ef reykingamenn hugsa
um og mikla fyrir sér hversu erfitt
það verður að hætta að reykja,
skiptir engu máli hversu mikið þeir
taka af nikótínlyfjum eða hvaða
stuðning þeir fá, það verður ógeðs-
lega erfitt fyrir þá að hætta að
reykja með því hugarfari. Að sama
skapi hef ég upplifað það trekk í
trekk að fólk sem notar þær aðferðir
sem ég kenni til þess að breyta hug-
arfarinu finnur varla fyrir fráhvarfs-
einkennum nikótínsins. Sú setning
sem ég heyri oftast frá þeim sem
nota hugann sem jákvætt afl og
hugsa um það sem þeir vilja í stað
þess sem þeir vilja ekki er: Þetta er
miklu auðveldara en ég hélt! Ef þú
ætlar að hætta að reykja þessi ára-
mót, vertu þá viss um að skilja
hversu mikilvægt það er að tileinka
sér reyklausa hugsun … og ef þú
veist ekki hvernig þú átt að gera
það, vertu þá viss um að leita þér að-
stoðar.
GUÐJÓN BERGMANN,
Blönduhlíð 4, 105 Reykjavík.
Reyklaus hugsun?
Frá Guðjóni Bergmann
námskeiðshaldara
Guðjón Bergmann
GAGNKYNHNEIGÐUR ein-
staklingur er sá einstaklingur sem
hrífst kynferðislega af gagnstæðu
kyni, og kýs að eiga kynferðislegt
samneyti við einstakling af gagn-
stæðu kyni. Erfitt er að fullyrða
um heildarfjölda gagnkynhneigðra,
og einnig eru vandkvæði í því fólg-
in að skilgreina gagnkynhneigð ná-
kvæmlega. Er manneskja gagn-
kynhneigð sem aldrei hefur
kynferðislegt samneyti við ein-
stakling af gagnstæðu kyni? Er sú
manneskja sem hefur kynferðislegt
samneyti við einstakling af gagn-
stæðu kyni, án þess þó að laðast
kynferðislega að þeim einstaklingi,
gagnkynhneigð?
Gagnkynhneigð virðist hafa verið
til staðar frá örófi alda. Hún kemur
ávallt fram í einhverri mynd í
gegnum söguna. Sem dæmi má
nefna fornar frásagnir af stríðs-
köppum sem urðu ástfangnir af
konum sem urðu á vegi þeirra, og
þá kannski ekki í heimalandi kapp-
anna. Óhætt er að fullyrða að ýmsu
hafi verið fórnað á altari gagnkyn-
hneigðrar ástar.
Ógrynni listforma taka á ástum
einstaklinga hvors af sínu kyninu.
Má til dæmis nefna leikritið Rómeó
og Júlíu sem fjallaði á átakanlegan
hátt um ástir tveggja gagnkyn-
hneigðra einstaklinga.
Hina gagnkynhneigðu ást ber
einnig á góma í alls kyns dæg-
urmenningu líkt og sönglagatext-
um, og má þar nefna sem dæmi
lagið „When a Man Loves a
Woman“, sem Michael nokkur
Bolton, sjálfur gagnkynhneigður,
söng svo eftirminnilega um árið.
Já, fjöldinn allur af hvers konar
listamönnum, veitingahúsarek-
endum, hjúkrunarfræðingum,
slökkviliðsmönnum, ræstitæknum,
kennurum, endurskoðendum, hús-
vörðum, dagmömmum, og þannig
mætti víst lengi telja, virðist vera
gagnkynhneigt fólk og af því má
álykta að gagnkynhneigðin spyrji
hvorki um stétt né stöðu fremur en
ástin sjálf.
Réttindi gagnkynhneigðra eru af
ýmsu tagi. Þeir mega til dæmis
gifta sig í kirkjum, eins og rík hefð
er fyrir hér á landi meðal þess
hóps. Gagnkynhneigðir mega eign-
ast eins mörg börn og þá lystir, á
hvern þann máta sem þeir kjósa
sér. Ekkert hefur komið fram þess
efnis að gagnkynhneigðir séu verri
uppalendur en hverjir aðrir, og
óvíst er með öllu að kynhneigð
þeirra hafi eitthvað með uppeldi að
gera.
Gagnkynhneigðir eru jafn-
mismunandi og þeir eru margir og
sennilegra er að aðrar breytur í lífi
gagnkynhneigðs einstaklings en
kynhneigð viðkomandi hafi áhrif á
uppeldishæfileika hans. Þannig er
því ekki heldur hægt að fullyrða
um lífsmáta gagnkynhneigðra ein-
staklinga út frá kynhneigðinni. Þó
er vitað að rómantík er mikilvægur
þáttur í pörunarferli þeirra. Dæmi
um rómantík gæti verið karlmaður
sem færir kvenmanni litríkan
blómvönd, og ef til vill súkku-
laðibox. Það er þó allur gangur á
því hvort einstaklingar í gagnkyn-
hneigðum samböndum hegða sér í
samræmi við staðalímyndir karla
og kvenna. Þannig gæti kvenmaður
allt eins tekið upp á því að færa
karlmanni blómvönd.
En hvað er það sem orsakar
gagnkynhneigð? Fáar rannsóknir
hafa verið gerðar á því, og fræði-
menn greinir á um ástæður gagn-
kynhneigðar. Einhverjir halda því
fram að hún sé með öllu líf-
fræðilegs eðlis, að umhverfi ein-
staklingsins hafi þar ekkert að
segja. Mótunarsinnar vilja meina
að gagnkynhneigð sé afsprengi
umhverfis síns. Hún sé félagslega
ásköpuð. Sennilegasta skýringin er
þó sú, að gagnkynhneigð sé sam-
spil umhverfis og erfðafræðilegra
þátta. En svo eru alltaf einhverjir
sem efast um tilgang þess og rétt-
mæti að fá nákvæmar útskýringar
á því af hvaða völdum gagnkyn-
hneigð er sprottin. Þá er fremur
mælst til þess að fólk njóti þess að
elska og vera elskað, óháð kyni.
– Og dæmi nú hver fyrir sig!
EVA BJÖRK KAABER,
Smáragötu 5, 101 Reykjavík.
Gagnkynhneigð – meðfædd
eða áunnin gjöf lífsins?
Frá Evu Björk Kaaber nema