Morgunblaðið - 02.01.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 27
MINNINGAR
Okkur langar að
minnast fáeinum orð-
um góðs vinar, uppeld-
isföður og bónda á
Fossum í Landbroti. Þegar við minn-
umst þessa ágæta manns, Davíðs
Stefánssonar, kemur fyrst upp í huga
okkar maður margra barna. Ekki
bara sinna eigin heldur einnig
margra annarra sem gistu fjölmörg
sumur hjá þeim heiðurshjónum Dav-
íð og Köru. Við minnumst þess
hversu dulúðleg virðing virtist alltaf
hvíla yfir þessum bónda úr Land-
brotinu. Hann kenndi okkur að
þekkja og virða náttúruna í kringum
okkur og umgengni við ferfætlinga.
Okkur fannst alltaf að dýrin á bæn-
um, hvort heldur smá eða stór, bæru
á einhvern einkennilegan hátt virð-
ingu fyrir þessum einstaka manni.
Davíð hafði einstakt lag á því að fá
okkur börnin til vinnu. Hann skipaði
ekki fyrir, heldur lét okkur taka
ákvörðun um að það væri tímabært
að gera hlutina. Hann kenndi okkur
einnig verklag við hin ýmsu störf sem
maður býr að enn í dag.
DAVÍÐ
STEFÁNSSON
✝ Davíð Stefáns-son bóndi fædd-
ist í Arnardrangi í
Landbroti 3. sept-
ember 1916. Hann
lést á Borgarspítal-
anum 20. desember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Prestbakkakirkju á
Síðu 30. desember.
Davíð hafði
skemmtilegt skopskyn
sem hann kom áleiðis
með yfirlætislausu yf-
irbragði. Tilsvör hans
voru stundum hvatvís,
en þeir sem þekktu til
vissu oft að þar bjó oft
undir hárfín kald-
hæðni sem við höfðum
gaman af. Hvenær
ferðu svo aftur? Var
oft það fyrsta sem
Davíð spurði þegar
gest bar að garði. En
hann tók ávallt inni-
lega á móti okkur og kvaddi okkur
með virktum.
Sumrin á Fossum voru ávallt
ánægjuleg og maður minnist margra
ánægjustunda í Landbrotinu.
Skemmtilegra veiðiferða niður í Flóð,
heyskapar, rekstrar á fjall, bygging-
arvinnu, kartöfluuppskeru og margs
fleira. Í öllu þessu stóð Davíð sem
verkstjóri og stýrði liði sínu örugg-
lega með styrkri stoð frá Köru.
Davíð hætti búskap fyrir nokkrum
árum. Hann fylgdist þó vel með öllu
því sem fram fór í kringum hann og
hafði ákveðnar skoðanir. Hann var
heimakær og fannst lítið að sækja til
höfuðstaðarins.
Við kveðjum góðan vin, uppeldis-
föður og einstakan mann.
Elsku Kara, frænkur og frændur.
Megi guð styrkja ykkur í þeirri sorg
sem nú dynur yfir á hátíðunum.
Samúðarkveðjur.
Hans og Kristján.
✝ Kirsten Hall-grímsson fædd-
ist í Fredericia í
Danmörku 9. nóv-
ember 1920. Hún
lést á Landspítalan-
um – háskóla-
sjúkrahúsi 25. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru þau Christian
Sørensen ritsíma-
stjóri, R.Dbr., f. 10.
september 1893, d.
9. nóvember 1978,
og Edith Magda-
lene Louise Fredrikke Sørensen
símaritari, f. 26. ágúst 1894, d.
23. september 1975.
Kirsten varð stúdent frá
Fredericia Gymnasium 1939. Hún
hóf nám í Mariager Apotek í
október 1939 og lauk exam.
pharm.-prófi 1942. Hún stundaði
nám við Danmarks Farmaceut-
iske Højskole frá því í nóvember
1947 þangað til í október 1949, er
hún lauk cand. pharm.-prófi.
Kirsten varð aðstoðarlyfja-
fræðingur við afleysingar (rejse-
vikar) í Odense Løve Apotek, Høj-
er Apotek, Lemvig Apotek og
Roskilde Dom Apotek, lyfjafræð-
ingur í Stjörnu Apóteki, Akur-
eyri, 1950– 1953, Holts Apóteki
1953–1961, yfirlyfjafræðingur og
staðgengill lyfsala í Apóteki
11. ágúst 1869, d. 24. desember
1937, og Guðfinnu Sólveigar
Jónsdóttur frá Reykjahlíð, f. 12.
desember 1875, d. 7. apríl 1957.
Kristján varð stúdent frá MA,
stærðfræðideild, 1943. Hann
stundaði verknám í Lyfjabúðinni
Iðunni október 1944–1947, lauk
exam. pharm.-prófi frá Lyfja-
fræðingaskóla Íslands október
1947. Hann stundaði nám við
Danmarks Farmaceutiske Høj-
skole nóvember 1947 til apríl
1950 og lauk cand. pharm.-prófi í
apríl 1950.
Kristján var lyfjafræðingur í
Stjörnu Apóteki á Akureyri
1950– 1953, Holts Apóteki 1953–
1961. Hann var lyfsali í Apóteki
Austurlands, Seyðisfirði 1961–
1970, lyfsali í Apóteki Vest-
mannaeyja 1. ágúst 1969 til maí
1976. Hann var stofnandi og
fyrsti lyfsali Apóteks Norðurbæj-
ar í Hafnarfirði 3. mars 1977 til
nóvember 1996.
Kristján varð gjaldkeri Lyfja-
fræðingafélags Íslands 1954 og
innti af hendi ýmis nefndarstörf á
vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar,
sat í fræðsluráði, var sáttamaður
o.fl.
Kirsten og Kristján gengu í
hjónaband 6. maí 1950. Sonur
þeirra er Kristján Hallgrímur, f.
15. september 1956 í Reykjavík,
lögreglufulltrúi.
Austurlands 1961–1970, Apóteki
Vestmannaeyja 1970–1976 og
Apóteki Norðurbæjar, Hafnar-
firði 1977–1995.
Kristján Hallgrímsson fæddist
á Akureyri 5. mars 1923. Hann
lést á heimili sínu í Reykjavík 25.
maí 1998. Faðir hans var Hall-
grímur Kristjánsson, málara-
meistari á Akureyri, f. 30. októ-
ber 1880, d. 3. apríl 1954, sonur
Kristjáns Hallgrímssonar, bónda
á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal, f.
6. júlí 1841 á Einarsstöðum í
Kræklingahlíð, d. 30. mars 1895,
og Guðrúnar Sigurðardóttur, f.
14. janúar 1845 í Tungu í Stíflu,
d. 26. desember 1917. Móðir hans
hét Þórunn Lúðvíksdóttir, f. 16.
apríl 1900, d. 6. september 1933,
dóttir Lúðvíks Friðrikssonar, f.
Ég var staddur erlendis við vinnu
þegar ég fékk þær sorgarfréttir að
Kirsten Hallgrímsson hefði kvatt
þennan heim og farið á þann stað
sem bíður okkar allra. Erfitt er að
vera svo langt í burtu þegar áföll
dynja á og geta ekki kvatt eins og
maður hefði helst viljað. Vil ég því
kveðja Kirsten og Kristján mann
hennar heitinn, sem lést 1998, með
nokkrum fátæklegum orðum.
Ég kynntist Kirsten og manninum
hennar honum Kristjáni frænda
fyrst þegar ég var ungur drengur.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
mér þegar ég hugsa til baka eru
ferðirnar með mömmu eða pabba í
apótekið í Norðurbænum. Þau hjón-
in Kirsten og Kristján ráku þá Apó-
tek Norðurbæjar í Miðvangi Hafn-
arfirði og stóðu myndarlega að þeim
rekstri. Þó að umhverfið hafi ekki
verið eins og best verður á kosið þá
var apótekið það, hlýlegt, snyrtilegt
og þjónustan persónuleg og góð. Það
var nánast í hvert einasta skipti sem
maður kom þangað í heimsókn að
maður fékk að fara fram í búð og
velja sér nammi og það var yfirleitt
aldrei til sparað þegar tekið var til
við að velja; apótekaralakkrís, háls-
brjóstsykur af öllum stærðum og
gerðum, saltpillur, ýmsir kassar með
alls konar tegundum af nammi og
margt fleira.
Ég minnist einnig jólaboðanna
sem haldin voru í Garðabæ heima
hjá þeim hjónum en jólaboðin hjá
þeim báru af í glæsileika og góðum
veitingum. Heimili þeirra hjóna var
mjög glæsilegt og geymdi marga fal-
lega hluti víða að úr heiminum.
Oftar en ekki þegar átti að fara að
opna jólagjafirnar á aðfangadags-
kvöld þá var einn mesti spenning-
urinn að fá að opna pakkann frá
Kirsten og Kristjáni því það voru yf-
irleitt ríkulegar gjafir og oft útbúnar
á mjög skemmtilegan máta og minn-
ist ég sérstaklega hálsmens sem
Kirsten hafði útbúið úr 50 króna
peningum.
Kynni okkar jukust svo til muna
þegar ég byrjaði að keyra fyrir þau á
bílnum þeirra fyrir um það bil tíu ár-
um. Ég vil leyfa mér að kalla bílinn
„námsstyrkinn“ því ég fékk að vera á
honum alla daga gegn því að ég
skutlaðist fyrir þau öðru hvoru í búð-
ina og svo var yfirleitt farið á sunnu-
dögum í bíltúr út í sveit að skoða
náttúruna og snætt á hinum ýmsu
veitingastöðum. Þessir sunnudagar
hverfa mér aldrei úr minni því þau
hjónin voru svo skemmtileg, göntuð-
ust og kunnu að njóta lífsins saman.
Já, þau nutu sko lífsins saman og þá
bara tvö saman og þurfti ekki meira
til. Maður er manns gaman og það
átti svo sannarlega við þau hjónin.
Þessi keyrsla var náttúrulega smá-
munir miðað við það að fá að vera á
flottum bíl alla daga nýbyrjaður í
framhaldsskóla og oftar en ekki sá
Kirsten um að fylla hann af
eldsneyti. Seinna meir tók svo bróðir
minn við þessum akstri. Við
bræðurnir erum sammála um það að
Kirsten hafi dekrað við okkur meðan
á þessu stóð og okkar viðvik smá-
munir miðað við það sem við fengum
í staðinn.
Kirsten hitti ég síðast í sumar og
þá aðeins í stutta stund sem oft vildi
verða.
Kirsten vil ég minnast sem góðrar
konu, hógværrar í alla staði og ró-
legrar í fasi en stóð á sínu ef þess
þurfti.
Kristján var mikill húmoristi og
góður sögumaður og var oft gaman
að hlusta á hann þegar við fórum
tveir saman niður á höfn eða í bíltúr
um bæinn.
Nú eru þau hjónin sameinuð á
góðum stað, gantast og fylgjast með
sólsetrinu þar saman.
Að endingu vil ég þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast þeim hjónum,
Kirsten og Kristjáni, og þakka fyrir
vináttu þeirra. Við Guðrún sendum
Kristjáni syni þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
þeirra hjóna.
Kristján H. Hallgrímsson.
KIRSTEN HALLGRÍMSSON
KRISTJÁN HALLGRÍMSSON
Við systkinin viljum
minnast Sjönu, æskuvinkonu okkar
úr Breiðvangnum, í nokkrum orð-
um.
Þegar ég hugsa um þig elsku
Sjana mín rifjast upp öll æska mín.
Við vorum bestu vinkonur frá því
við vorum litlar stelpur. Þú varst
einu ári eldri en ég, og það sem ég
leit upp til þín. Ég vildi gera allt og
KRISTJANA
HILMARSDÓTTIR
✝ Kristjana Hilm-arsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 8.
desember 1973. Hún
lést á sjúkrahúsi í
Groningen í Hol-
landi 2. desember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
þar 6. desember.
Kristjönu var
minnst í Hafnar-
fjarðarkirkju 13.
desember.
eiga allt eins og þú.
Þegar við vorum sjö
og átta ára fannst þér
einn daginn nafnið
mitt vera svo langt, þá
ákvaðst þú að byrja að
kalla mig Betu, og alla
daga síðan hef ég ver-
ið kölluð það af vinum
mínum. Við lékum
okkur mikið úti í leikj-
um, það voru fimleika-
leikir, ein króna o.fl.
o.fl. Dag einn árið
1980 settum við upp
ólympíuleika úti í
garði. Það var rosa fjör. Við vorum
ákveðnar í að stofna hljómsveit
þrjár vinkonur saman og verða
frægar. Það vantaði aldrei hug-
myndaflugið hjá okkur krökkunum í
Breiðvangnum. Þig mátti aldrei
vanta í leikina því þú varst driffjöðr-
in í vinahópnum, alltaf svo sæt, kát
og skemmtileg.
Ég minnist mjög heiðarlegrar til-
raunar okkar til að setja upp leikrit í
kjallaranum í blokkinni, þetta var úr
bókinni Ævintýrahöllinni. Í einu at-
riðinu áttu að vera samræður
krakkanna við glugga, en enginn
var glugginn í kjallaranum þannig
að þú bjóst til glugga í smíðum í
Engidalsskóla og hann var notaður.
Við náðum að klára tvo og hálfan
kafla áður en við svo gáfumst upp,
enda mikil vinna.
Við getum endalaust haldið
áfram, minningarnar eru svo marg-
ar og skemmtilegar.
Þegar við systkinin fluttum úr
Breiðvangnum 1985 slitnaði sam-
bandið á milli okkar. Við hittumst þó
nokkrum sinnum þegar við vorum
komin á unglingsárin, þegar þú
varst að vinna í Ísal og svo á leik-
skólanum Víðivöllum þar sem sonur
minn var á þeim tíma. Þá var alltaf
spjallað.
Við viljum senda foreldrum,
systkinum, unnusta og öðrum að-
standendum Sjönu innilegar samúð-
arkveðjur.
Minning um góða vinkonu lifir.
Elísabet Hansdóttir,
Hafsteinn Hansson.
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
3. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar-
félög.
Ásmundur Jakobsson,
Aðalbjörg Jakobsdóttir, Hallgrímur B. Geirsson,
Steinunn Sigríður Jakobsdóttir, Sverrir Hilmarsson,
Jakob Jakobsson, Moira Helen Jakobsson,
Johanne Agnes Jakobsson.
Ástkær bróðir okkar og mágur,
EINAR GUÐNASON
viðskiptafræðingur,
sem lést þriðjudaginn 20. desember síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 4. janúar næstkomandi kl. 11.00 árdegis.
Gerður Guðnadóttir, Sigrún Guðmundsdóttir,
Bjarni Guðnason, Anna Guðrún Tryggvadóttir,
Þóra Guðnadóttir, Baldur H. Aspar,
Bergur Guðnason, Hjördís Böðvarsdóttir,
Jónína Margrét Guðnadóttir, Sveinn Snæland,
Elín Guðnadóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓNAS TRYGGVI GUNNARSSON
frá Vík í Mýrdal,
Kristnibraut 25,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 3. janúar kl. 15.00.
Helga Árnadóttir,
Ása J. Jónasdóttir, Ove Hansen,
Kristín Jónasdóttir, Ómar Hauksson,
Guðný Jónasdóttir, Árni S. Sigurjónsson,
Margrét Jónasdóttir, Ólafur Baldursson,
Ólöf Helga Jónasdóttir, Valtýr Óskarsson,
Árni Jónasson,
barnabörn og langafabörn.