Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 28

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 28
28 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi. Þú hefur alltaf verið svo góður við mig og skemmti- legur. Ég elska þig af öllu hjartanu mínu. Það var svo gaman þegar þið amma fóruð með mér í skógræktina á hverjum degi að veiða síli þegar ég var hjá ykkur í heimsókn. Við geymdum sílin í þvottahúsinu og gáf- um þeim fiskamat. Það var alltaf svo gaman að vera hjá ykkur ömmu og við gerðum svo margt saman. Mér fannst svo rosalega gaman þegar ég fór með ykkur ömmu upp í Akrafjall í sumar og þar borðuðum við nesti. Líka þegar við mamma og Sigurmon fórum með ykkur í berja- mó og ferðalag út í Flatey í sumar. Ég sakna þess að geta ekki lengur sofið á milli hjá ykkur ömmu. Þar var gott að kúra þó þú hafi hrotið mikið, afi minn. Ég sakna þín svo voðalega mikið, afi minn, og mun alltaf hugsa til þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja. Guðrún Karítas Sigurðardóttir. Góðar minningar skal varðveita. Allir ættu að eiga sérstaka manneskju sem þeir virða og dá, einhverja sem þeir læra af, einhverja sem þeir elska. Þess vegna ættu allir að eiga afa eins og þig. Hvíl í friði, elsku afi minn, og takk fyrir allar góðu samverustundirnar okkar. Þinn Sigurmon Hartmann Sigurðsson. Kaldir fingur læstust um hjartað, er ég frétti lát þitt, Hreinn bróðir. Huggun var það að ég náði að heim- HREINN ELÍASSON ✝ Hreinn Elíassonfæddist í Reykja- vík 19. september 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestur- lands 15. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 28. desember. sækja þig, þína yndis- legu konu Rut og börnin þín ljúf á Sjúkrahús Akraness daginn áður. Svo mjög hafði lævís og erfiður sjúkdómurinn af þér dregið, að endirinn var ljóslega nær. Góða ein- læga brosið þitt er nú slokknað og kankvís augun þín geisla ekki lengur mót lífinu, sem þú unnir svo mjög. Gleðin, ástúðin og góða skapið þitt lifir þó alla tíð í minningarhólfi hjarta fjöl- skyldu þinnar, systkina þinna og vina, og þeirra mörgu, er þig þekktu. Margar og einkar ljúfar eru minn- ingar mínar um þig, elsku bróðir; æskuminningar af Heiðarbrautinni. Ég man ennþá gleðihlátrana, rjóðar kinnarnar og æskuákefðina er við stór systkinahópurinn lékum okkur við spil og ýmsa leiki. Stundum sát- um við saman og teiknuðum; þú þrá- baðst mig að leiðbeina þér; virtist hafa á mér einhverja tröllatrú og ég reyndi verða við beiðni þinni af veik- um mætti, þótt oft væri ég heldur lat- ur við það. Hæfileikar þínir til lista komu snemma fram. Sama var að segja um ást þína á náttúru landsins, hestum og hundum. Þú varst tígu- legur á hesti þínum og einkar lipur við reiðmennskuna. Sérstaklega er mér minnisstæður tíminn er við áttum saman í Glasgow, þegar þú komst frá Þýskalandi til að nema glerlist (mosaic) við Glasgow School of Art. Kennarinn þinn við skólann hafði á þér mikla trú og mikla ánægju af listrænum hug- myndum þínum; gaman var að fara með þér á staðina sem sóttir voru af nemendum listaskólans, hlusta á ykkur ræða lífið og tilveruna, lista- stefnur og stjórnmál – þarna komu oft fram sjónarhorn og hugmyndir, oft fjarlægar þeim sem almennt eru verkfræðingum tamar. Síðustu árin höfum við ekki átt eins margar stundir saman, helst hist við stóra fjölskylduviðburði og mán- aðarlegt súpukvöld okkar systkin- anna. Eitt slíkt mun öllum öðrum fremur lifa í minningu minni; er við kvöddumst lagðir þú arm þinn um axlir mér og hvíslaðir: „Einar bróðir, mér þykir svo einstaklega vænt um þig.“ Það er með sál þína, bróðir kær, og brosið þitt kankvísa, það lifir í listaverkum þínum, að eilífu í sálu barna þinna og afkomenda þeirra, í minningu konu þinnar og systkina, vina þinna og vandamanna meðan þau lifa, þótt líkaminn deyi. Þín verð- ur sárt saknað, elsku bróðir, af öllum sem þig þekktu. Kæra Rut, Elías, Sigurmon, Systa, Einar, Kolbrún, og Ragnheiður, minnist þess að af kaleik sorgarinnar verða allir þeir sem lífinu lifa ein- hvern tíma að bergja. Án dauða er ekki líf. Munið einnig að Guð er með okkur öllum í gleði og í sorg. Þegar sorgin nístir sem mest, reynið að muna þennan sannleik. Hallgrímur Pétursson kvað í Passíusálmunum um kaleik sorgarinnar: Kvöl sína Jesús kallar kaleik áskenktan sér. Kross þinn og eymdir allar eins máttu nefna hér, því Drottinn drakk þér til, fyrir þig þá hann píndist, svo þú, mín sál, ei týndist, gjör honum gjarnan skil. Þú mátt þig þar við hugga, hann þekkir veikleik manns, um þarftu ekki að ugga ádrykkjuskammtinn hans, vel þín vankvæði sér, hið súrasta drakk hann sjálfur, sætari og minni en hálfur skenktur er skerfur þér. Við Inger biðjum ykkur öllum Guðs blessunar. Einar Tjörvi. Aldrei hafa kynslóðaskipti verið jafn tengd breyttum tímum og á fyrri hluta tuttugustu aldar. Það eldra fólk sem nú hverfur af sjónarsviðinu lifði stærstu umskipti og breytingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum. Kynni okkar af þessu reynslumikla fólki eru dýrmætari og fjölbreyttari en maður gerir sér almennt grein fyrir. Hreinn bróðir minn ólst upp í stórri fjölskyldu. Við áttum kærleiks- ríka móður sem vann sitt frábæra húsmóðurstarf af mikilli elju og nær- færni. Við áttum einnig föður sem var sjómaður og var stöðugt á sjón- um til að sjá sér og sínum farborða. Hreinn var snaggaralegur, glað- lyndur og fjörugur strákur sem þurfti töluvert olnbogarými. Akranes á þeim tíma bauð upp á mikið rými til alls konar leikja. Til dæmis Lamb- húsasundið sem var kjörið leiksvæði sjómannssona því lífið snerist fyrst og fremst um sjóinn og fiskinn. Oft var þar fullt af strákum og stelpum enda óspart notað til róðra á jullum og þvælings um fjörur. Oft komum við blautir og drabbaralegir heim að kvöldi. Var þá gott sem endranær að eiga skilningsríka mömmu sem tók okkur með sérstöku jafnaðargeði. Já, og það góða var að skólinn var ekkert atriði svoleiðis í okkar augum. Bóklestur var ekki okkar deild fyrr en Hreinn lenti í tímakennslu hjá Hallbirni gamla Oddssyni á Arna- stað. Sá gamli Vestfirðingur var þekktur fyrir að taka baldna stráka í bakaríið, eins og sagt var, og kenna þeim að lesa, „þar var nú ekki spar- aður kandísinn,“ ef svo má að orði komast og lestrarnámið tókst vel. Hreinsi tók vel við sér og las allt mögulegt eftir það. Fyrir tíu ára aldur var Hreinn bróðir minn sendur í sveit úr þessu harðneskjulega hversdagslífi. Fólk á Skaganum var ekki að deyja úr vor- kunnsemi eða ,,fara á límingum“ eins sagt er í dag, þótt senda þyrfti strák í sveit vestur á Snæfjallaströnd, í Borgarfjörð og ég tala nú ekki um út í Flatey á Breiðafirði. Það þótti sjálf- sagt, en minn maður lét sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna, hann bara strauk eða gerði tilraun til þess ef honum líkaði ekki vistin og birtist svo á tröppunum með bros á vör og glampa í augum eins og hann hefði unnið stórbardaga vestur í slipp gegn Gunnari á Hlíðarenda. Ég leit hann aðdáunaraugum en sjórinn og sveitin heilluðu. Hreinn fór á síld með pabba. Ekki liðu mörg ár þar til hann réð sig norður í Húna- vatnssýslu í sveit og þar var vistin góð hjá þeim sæmdarhjónum Einari Björnssyni og Helgu á Bessastöðum á Heggstaðanesi. Þar fékk hann sína fyrstu alvöru hestadellu. Ég man enn þá hvað ég hló að honum þegar hann kom heim eftir langt og gott sumar með mikinn hrokkinn hárlubba og talaði eins og bóndadurgur norðan úr afdölum. Ekki leið á löngu þar til hann keypti sér ljónstyggan, gráskjóttan fola, snarvitlausan en gullfallegan sem átti að fara í pólsku kolanámuna en folinn slapp úr réttinni og þar hitt- ust tveir góðir, Hreinsi þveri og fol- inn kolóði. Lengi vel mátti ekki á milli sjá hvor gæfi eftir en svo lét sá gráskjótti sig og Hreinsi komst á bak. Eftir það voru þeir félagar í mæði- veikigæslu á Holtavörðuheiði þar sem þurfti fótfráa hesta og duglega í þá vinnu þegar riðið var með girðing- unni daginn út og inn. Enda entust ekki margir hestar eða menn í þeim hildarleik. Um haustið kom hann svo ríðandi á folanum einhesta suður á Akranes og varð hvorugum meint af. Gráskjóni varð langlífur hestur og vinsæll. Það er af mörgu að taka ef gera á öllu skil í lítilli grein en það voru hans mestu gæfuspor að fara í Bænda- skólann á Hólum nítján ára og hitta þar fyrir sautján ára stúlku, Rut Sig- urmonsdóttur frá Kolkuósi, sem hef- ur staðið með honum í gegnum þykkt og þunnt í rúm fimmtíu ár. Nú sjá Rut og börnin þeirra á bak Hreini bróður mínum, listamannin- um, sem átti svo auðvelt með list- sköpun hvort sem um var að ræða tamningu á gæðingum eða listaverk- um. Hér fylgja að leiðarlokum hinstu kveðjur til hins látna bróður og þakk- ir fyrir liðnar samverustundir. Elsku Rut mín, við Lóa biðjum góðan Guð að blessa þig og fjölskylduna ykkar um leið og við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur. 15. desember 2005 gleymist ekki. Í helgri bók stendur: Drottinn gaf, drottinn tók. Erfitt að skilja á sorgarstundu, bróðirinn einstaki kvaddi. Ljúfmenn- ið, félaginn, listamaðurinn. Mér þykir svo vænt um þig, elsku bróðir minn. Þú varst svo einstakur í orðsins fyllstu merkingu. Blíða brosið, faðmurinn, glettnin, geymast í hjartanu. Hrókur alls fagnaðar þegar við átti. Súpukvöldin snauð án þín. Hlekkur brast, ekki brotinn, minn- ingarnar lifa. Skærar sem daggar- perlur. Málverkin minna á þig, hver pens- ilstroka. Þú ert ekki gleymdur, ein- staki, einstaki bróðir. Sárt saknað. Við þökkum þér hugljúfar stundir. Veit nú líður þér vel, í faðmi guðs. Friður sé með þér, elskulegur. Kveðja. Edda systir og Gunnar. Við hjónin fluttumst til Akraness fyrir þrjátíu og átta árum. Í fyrstu þekktum við lítið til fólksins í bæn- um. Fljótlega varð okkur ljóst að myndlistarmaður bæjarins hét Hreinn Elíasson. Hann hlaut þó ekki þann titil formlega fyrr en mörgum árum síðar, er hann var kjörinn bæjarlistamaður Akraness fyrstur manna 17. júní árið 1992. Listaverk hans sáust víða í fyrirtækjum og stofnunum og á heimilum listunnandi fólks í bænum. Hann hélt nokkuð oft sýningar á þessum árum, sem jafnan voru einn helsti listviðburður í bæjarlífinu. Ég minnist sérstaklega glæsilegrar sýningar í Bókhlöðunni á Akranesi skömmu eftir að hún var reist. Var allt þetta stóra hús lagt undir þessa fjölbreyttu sýningu. Hreinn var mjög fjölhæfur myndlist- armaður. Voru aðal viðfangsefni hans blýantsteikningar, vatnslita- myndir, mósaík úr íslenskum steini, pastel og að sjálfsögðu glæsileg olíu- málverk, þar sem litaskynjun hans og smekkur nutu sín vel. Ég minnist þess einnig frá þessum árum að við vorum stödd á íþrótta- svæðinu á Jaðarsbökkum með börnin okkar, þar sem fram fór gæðinga- keppni eða sýning á vegum Hesta- mannafélagsins Dreyra. Glæsilegur brúnn hestur skar sig þar úr að mínu mati. Feldurinn var gljáandi og faxið sítt en vel greitt og sköpulag hestsins allt hið tignarlegasta. Knapinn var engu síður glæsilegur. Hann var með barðastóran hatt og í síðri kápu að hætti erlendra höfðingja. Er hann tók hestinn til kostanna var ljóst að hér var á ferð fagmaður sem meira kunni en almennt gerðist um ís- lenska hestamenn á þeim tíma. Hreinn Elíasson hafði, áður en hann hóf myndlistarnám, lagt leið sína í Bændaskólann á Hólum, þar sem hann ekki aðeins lærði landbúnaðar- fræði og hestamennsku, heldur kynntist hann þar ungri skagfirskri stúlku, Rut Sigurmonsdóttur, sem upp frá því hefur verið hans dyggi lífsförunautur. Faðir hennar Sigur- mon Hartmannsson í Kolkuósi var landsfrægur hrossaræktandi, sem ræktaði upp hið þekkta Kolkuóskyn íslenskra hesta. Segja má að þau Rut og Hreinn hafi að nokkru leyti tekið við því starfi föður hennar. Þau ásamt börn- um sínum stunduðu um tíma um- fangsmikla hrossarækt og brautryðj- andastarf í útflutningi og kynningu íslenska hestsins erlendis. Þarna kynntist Hreinn erlendum frammá- mönnum í hestamennsku og lærði af þeim ýmislegt, sem stuðlað hefur að því að gera íslenska hestinn og hesta- mennsku að einni helstu skrautfjöð- ur þjóðarinnar í augum erlendra manna. Þau Rut og Hreinn náðu ekki að- eins góðum árangri í ræktun og kyn- bótum hrossanna frá Kolkuósi. Sjálf nutu þau mikils barnaláns. Þau eiga sex börn, hvert öðru mannvænlegra, barnabörn og barnabarnabörn, hóp- urinn er sérlega glæsilegur. Við hjónin erum svo heppin að tengjast þessari fjölskyldu þar sem dóttir okkar Sólborg Þóra er gift Einari Geir syni þeirra. Um það leyti sem þau Einar og Sólborg voru að draga sig saman var að kvikna í mér áhugi á hesta- mennsku. Bar því vel í veiði að leita til þeirra feðga um aðstoð og ráðgjöf. Ekki stóð á viðbrögðum. Hreinn fór með mér margar ferðir út um land að leita að heppilegum gæðingum fyrir mig. Þó hann hefði algjöra yfirburði yfir mig hvað varðaði þekkingu og næmi á þá eiginleika hestanna sem við leituðum að, þá tók hann aldrei af mér ráðin. Ræddi hann um kosti og galla en lét mig um að taka ákvarð- anir. Eins var með tilsögn í reið- mennsku, það fór meira fram sem samræður og skoðanaskipti en kennsla, sem það þó raunverulega var. Hreinn var í senn lítillátur og höfð- inglegur. Hann var glæsimenni í út- liti og bar sig ávallt vel, snyrtimenni í klæðaburði og allri umgengni. Hann var fremur hlédrægur í framkomu og tranaði sér ekki fram. Sumum hefur jafnvel fundist hann full hógvær í kynningu á list sinni. Ég held þó að hann hafi verið fullkomlega sáttur við verk sín. Um 1990 fluttu þau hjónin úr Víði- gerði 3 í Jörundarholt 108, þar sem Hreinn fékk jafnframt vinnustofu og sýningarsal fyrir verk sín. Við hjón- in, sem vorum þar með orðin ná- grannar þeirra, litum stundum við hjá þeim og var gaman að ganga með Hreini um sýningarsalinn, þar sem hann sagði okkur sögu verkanna og tilurð þeirra. Var ljóst að hann var hreykinn af þeim og þótti vænt um þau, svona næstum eins og væru þau börnin hans. Því miður gat Hreinn ekki lengi notið hinnar nýfengnu aðstöðu til listsköpunar. Fyrir um tíu árum fór heilsan að bila og sköpunarmáttur- inn þvarr. Hann bar sig þó ávallt vel og ókunnugir áttuðu sig tæpast á því að þar væri ekki fullfrískur maður. Hann hélt þó sínu góða útliti allt fram undir það síðasta, enda naut hann frábærrar aðhlynningar og stuðnings sinnar góðu konu, sem alla tíð stóð sem klettur við hlið hans og studdi hann og styrkti í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Enda var það svo nú síðustu árin, er hann fann til eigin vanmáttar að hann mátti vart af henni sjá eitt augnablik. Þrátt fyrir erfiðan lokasprett var Hreinn mikill gæfumaður í lífinu. Verk hans voru, eru og munu verða áfram virt og metin bæði af lærðum og leikum. Skapandi listamenn hafa það umfram okkur hin að þeir lifa áfram í verkum sínum þó holdið og jafnvel andinn hverfi. Hreinn naut mikillar farsældar í fjölskyldulífi og skilur eftir sig góðan stofn afkomenda, sem varðveita munu verk hans og minninguna um góðan föður og afa. Við hjónin vottum þeim öllum sam- úð okkar. Ingjaldur Bogason. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JENSEN, Samtúni 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.00. Kristbjörg Steingrímsdóttir, Baldur Sigurðsson, María S. Jensen Baldursdóttir, Sighvatur Haraldsson, Viktor Steinn Sighvatsson, Sylvía Karolína Sighvatsdóttir. Ástkær eiginkona og móðir, ÁLFHEIÐUR LÁRA ÞÓRÐARDÓTTIR Skólagerði 14, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 28. desember. Verður jarðsungin fimmtudaginn 5. janúar frá Kópavogskirkju, kl. 13.00. Jarðsett verður í Garðakirkjugarði, Álftanesi. Ísak Þórir Þorkelsson, Þórður Ísaksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.