Morgunblaðið - 02.01.2006, Qupperneq 32
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Mímí og Máni
FÖRUM OG KÍKJUM Á
HANN PABBA
HELDURÐU AÐ HANN
VERÐI EKKI REIÐUR?
JÁ EN
VIÐ ÞURRK-
UÐUM AF
OKKUR
ALLT ÞETTA
FERÐALAG
HLÝTUR SAMT
AÐ RÝRA
VERÐGILDIÐ
MIKIÐ VERÐUR HANN
HISSA ÞEGAR HANN SÉR
OKKUR FYRIR UTAN
GLUGGANN SINN
ÞRÁTT FYRIR AÐ VÍKINGAR BERJIST
AF HÖRKU ÞÁ VERÐA ÞEIR SAMT AÐ
„GANGA HREINIR TIL VERKS“
EN ÉG ER BÚINN
AÐ FARA Í BAÐ Á
ÞESSU ÁRI
KÓNGULÓAR-
HUNDURINN ER
NÆSTUM TILBÚINN
HANN VANTAR BARA EINA
FLÍK Í VIÐBÓT. EFTIR ÞAÐ
GETUR HANN BARIST VIÐ
GLÆPI AF FULLUM KRAFTI
HVERT ÞYKISTU
VERA AÐ FARA Í NÆR-
BUXUNUM MÍNUM!!!
HVENÆR
HELDURÐU AÐ
VIÐ FÁUM RAF-
MAGNIÐ AFTUR?
ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI, EN VIÐ
MEGUM ALLS EKKI
OPNA ÍSSKÁPINN
HVERSU
LENGI?
EINS LENGI
OG VIÐ
MÖGULEGA
GETUM
EF VIÐ OPNUM HANN
ÞÁ SKEMMIST ALLT ÞAÐ
SEM VIÐ BORÐUM
EKKI STRAX
AF HVERJU
FÖRUM VIÐ EKKI TIL
LÖGREGLUNNAR?
ÉG GET
EKKI FARIÐ
TIL HENNAR
LÖGREGLAN
HELDUR AÐ
TARANTÚLAN SÉ
HETJA
ÉG EIN VEIT
SANNLEIKANN
OG HVER
ER HANN?
NÆST FÁUM VIÐ AÐ HEYRA SÖGUN...
Dagbók
Í dag er mánudagur 2. janúar, 2. dagur ársins 2006
Víkverji hefur núkannski ekki
hugsað sér að gerast
stóridómur yfir ára-
mótaskaupinu en auð-
vitað hefur hann skoð-
un á því hvernig til
tókst eins og flestir
aðrir landsmenn. Og
satt best að segja
undrast hann að að-
standendur skaupsins
að þessu sinni skyldu
ekki sjá ástæðu til að
gera sér meiri mat úr
ýmsum þeim atburð-
um sem áttu sér stað á
árinu sem nú er liðið.
Í staðinn var lögð áhersla á eins
konar ærslaleiki, slapstick-húmor,
sem Víkverja finnst eiginlega svolít-
ið gamaldags. Hér er Víkverji t.d. að
tala um verslunarför Eddu Björg-
vinsdóttur og Ladda, sem vikið var
að skaupið út í gegn en virtist ekkert
hlutverk spila fyrir víðara samhengi
skaupsins eða tengjast atburðum
ársins 2005.
En hlýtur svona þáttur ekki að
taka mið af helstu atburðum liðins
árs; á þetta ekki að vera eins konar
kómískur spegill?
Auðvitað er það álitamál hvort
ástæða hefði verið til að leggja allt
skaupið undir Baugsmálin svo-
nefndu, hugsanlega er
almenningur búinn að
fá sig fullsaddan af
þeim. Víkverja hefði
samt þótt eðlilegt að
þeim væri vikið með
einhverjum bein-
skeyttari hætti. Atrið-
ið með Opruh Winfrey
var þó býsna fyndið,
sennilega það besta í
skaupinu.
Víkverji saknaði
ýmissa annarra at-
burða frá liðnu ári í
skaupinu: hvar var til
dæmis Bobby Fischer
og hin kostulega uppá-
koma er hann var fluttur hingað til
lands í einkaþotu og var síðan
„rænt“ af þáverandi fréttamönnum
Stöðvar 2, Ingólfi Bjarna Sigfússyni
og Páli Magnússyni?
x x x
Eitt af því sem höfundar skaupsinsreyndu að gera sér mat úr var
framleiðsla Skjás eins á piparsveins-
þættinum umdeilda. Heldur var það
grín ómarkvisst að mati Víkverja.
Sannarlega fór Hilmir Snær Guðna-
son þó á kostum í hlutverki hins
ófagra piparsveins, eiginlega var
hann alveg óþekkjanlegur er hann
birtist í fyrsta sinn.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Dans | Tangósveit lýðveldisins lætur ekki deigan síga og hefur hið nýja ár
með tangókvöldi í Iðnó annaðkvöld, þriðjudaginn 3. janúar. Að venju er boðið
upp á leiðsögn í hinum funheita dansi frá kl. 20 en stundvíslega kl. 21 stígur
Tangósveit lýðveldisins á svið og leikur til kl. 23. Tangósveitina skipa þeir
Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Tatu Kantomaa bandoneonleikari, Ástvaldur
Traustason harmónikuleikari, Vignir Þór Stefánsson píanóleikari og Gunn-
laugur T. Stefánsson kontrabassaleikari. Miðaverð er 1.500 krónur.
Tangó á nýju ári
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýjum með
miklum mætti og dýrð. (Mark. 13, 26.)