Réttur


Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 25

Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 25
H É T T U R 105 að landsmenn eigi vopn. Víla dómsmenn ekki fyrir sér að nefna þar til ráðagerðir þeirra konunganna Haralds Gormssonar og Hákonar Hákonarsonar um hernað á hendur Islendingum. Þá er' minnt á ýmis konar yfirgang Englendinga og loks komið að þeim atburðinum, er nær- tækastur var og sjálfsagt hefur verið tilefnið til Vopna- dóms, en það var ránið á Bæ á Rauðasandi 1579. Það var á Pétursmessu og Páls (29. júní), að sjóræn- ingjaskip (enskt eða hollenzkt) lagði þar að landi, og hét skipstjórinn William Smidt. Rændu þeir fé og mis- þyrmdu fólki og höfðu á brott með sér Eggert ríka Hannesson, tengdaföður Magnúsar prúða. En áður höfðu þeir tekið af honum mikið lausafé, brotið upp kirkjuna og unnið fleiri spellvirki. Síðan fóru þeir ránshendi víð- ar um Vestfirði, en Eggert varð að gjalda of fjár til lausnar sér. Það má nærri geta, að Magnúsi hafi þótt nærri sér höggið og skjótra úrræða þörf. Svo er að sjá, sem um- boðsmönnum konungs hafi líka þótt nóg um, því að í Vopnadómi er frá því skýrt, að Johann Bockholt, „léns- rnaður konungs yfir íslandi" hafi fallizt á efni dómsins. Og Danakonungur bregður jafnvel við og sendir sex byssur og átta spjót í hverja sýslu á íslandi, og skyldu vopn þessi vera í vörzlu sýslumanna og auðvitað aðeins beitt gegn erlendum ránsmönnum. Nú var líka svo kom- ið, að sjórán höfðu færzt mjög í aukana á norðurhöfum og kaupför Dana fengið að kenna á því. Þótt segja megi, að ránið á Bæ hafi orðið tilefni til Vopnadóms, liggja þó rök hans miklu dýpra. Það er auð- sætt, bæði af anda dómsins og skýrskotunum hans til fornrar siðvenju, að fyrir Magnúsi hafi vakað að efla sjálfstraust og andóf íslendinga gegn allri erlendri á- sælni. Kemur hugur hans í þessum efnum glöggt fram í þriðja mansöng Pontusarrímu, og skulu hér tilfærð nokkur erindi:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.