Réttur - 01.06.1946, Qupperneq 25
H É T T U R
105
að landsmenn eigi vopn. Víla dómsmenn ekki fyrir sér
að nefna þar til ráðagerðir þeirra konunganna Haralds
Gormssonar og Hákonar Hákonarsonar um hernað á
hendur Islendingum. Þá er' minnt á ýmis konar yfirgang
Englendinga og loks komið að þeim atburðinum, er nær-
tækastur var og sjálfsagt hefur verið tilefnið til Vopna-
dóms, en það var ránið á Bæ á Rauðasandi 1579.
Það var á Pétursmessu og Páls (29. júní), að sjóræn-
ingjaskip (enskt eða hollenzkt) lagði þar að landi, og
hét skipstjórinn William Smidt. Rændu þeir fé og mis-
þyrmdu fólki og höfðu á brott með sér Eggert ríka
Hannesson, tengdaföður Magnúsar prúða. En áður höfðu
þeir tekið af honum mikið lausafé, brotið upp kirkjuna
og unnið fleiri spellvirki. Síðan fóru þeir ránshendi víð-
ar um Vestfirði, en Eggert varð að gjalda of fjár til
lausnar sér.
Það má nærri geta, að Magnúsi hafi þótt nærri sér
höggið og skjótra úrræða þörf. Svo er að sjá, sem um-
boðsmönnum konungs hafi líka þótt nóg um, því að í
Vopnadómi er frá því skýrt, að Johann Bockholt, „léns-
rnaður konungs yfir íslandi" hafi fallizt á efni dómsins.
Og Danakonungur bregður jafnvel við og sendir sex
byssur og átta spjót í hverja sýslu á íslandi, og skyldu
vopn þessi vera í vörzlu sýslumanna og auðvitað aðeins
beitt gegn erlendum ránsmönnum. Nú var líka svo kom-
ið, að sjórán höfðu færzt mjög í aukana á norðurhöfum
og kaupför Dana fengið að kenna á því.
Þótt segja megi, að ránið á Bæ hafi orðið tilefni til
Vopnadóms, liggja þó rök hans miklu dýpra. Það er auð-
sætt, bæði af anda dómsins og skýrskotunum hans til
fornrar siðvenju, að fyrir Magnúsi hafi vakað að efla
sjálfstraust og andóf íslendinga gegn allri erlendri á-
sælni. Kemur hugur hans í þessum efnum glöggt fram
í þriðja mansöng Pontusarrímu, og skulu hér tilfærð
nokkur erindi: