Réttur


Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 49

Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 49
• •••'• ■ OE.I Á vargöid Saga eítir André Malraux SJÖTTI KAFLI Hann œtlaði ekki að trúa því að hann gengi á venjulegri gang- stétt, og engin borgargatan lægi að þýzkum fangaklefa! Skerpt skynvit hans léðu skrautlegum óskapnaði búðarglugganna furðu- leik hugmynda, sem hann hafði séð barn, eftir ævintýraleiki — breiða’r og langar borgargötur, fullar af ávöxtum, sætabrauði og kínversku glingri, og fjandinn sjálfur var kaupmaðurinn. .. . Nú var hann að koma úr Víti, og þetta allt var aðcins lífið sjálft .. . Hann fór út úr bílnum, som hafði flutt hann frá flughöfninni. Flugmaðurinn hafði kosið að verða eftir á flugvellinum. Hann ætlaði til Vín morguninn eftir, með annan félaga. peir Kassner þekktu báðir til fullnustu þau tengsl milli manna, er snertu alla verund manns, en komast aldrei upp á yfirborð daglegs lífs; þeir skildu með handtaki og brosi. Kassner var að snúa aftur til venjulegs lífs eins og hann færi í frí, þar sem honum yrði vandlega hlíft við öllum áhyggjum dag- legs lífs, — og samt gat honurn enn ekki fundizt hann sjálfur né umhverfið eðlilegt. Innan við gluggatjald var kona að strjúka lín, vandvirknisloga og af áhuga. pað voru reyndar i þessum undar- lega stað, sem. nefndist jörð, hlutir eins og skyrtur, nærföt, hejt járn.... og hendur (hann gekk framhjá hanzkaverzlun), hendur, sem beitt var til fjarskyldustu starfa, — ekkert af öllu umhverfis hann var svo, að það hefði ekki verið snert eða mótað af hönd- um. Jörðin var byggð höndum og kannski hefðu þær getað lifað einar cg unnið einar, án manna. Árangurslaust reyndi hann að líta með kunnugleik á hlutina, bindi, töskur, sætindi, soðið kjöt, hanzka, lyf, — þennan glugga hjá loðskinnasala, með lítinn hvítan hund, sem spókaði sig í dauðum skinnum, settist ýmist eða stóð á fætur, lifandi dýr, langhærður og klunnalegur í hreyfingum, ekki maður. Dýr. Hann hafði gleymt dýrum. Hundurinn var alveg ó- smeykur með dauðann allt í kringum sig, eins og mennirnir, sem hann mætti á leið til torgsins létu sór hvorki til hugar koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.