Réttur - 01.06.1946, Side 53
133
RÉTTUR
andlitunum sá hann, að hún mundi ekki geta lengur komið fyrir sig
orði. Hún beygði sig meir og meir eins og hún ætlaði að hrífa orð-
in úr jörðu.
„Þeir myrtu hann.... Það vildi ég segja öllum...." Hinir.....
fulltrúarnir, lærðu mennirnir sem tala á eftir. .. . útskýra fyrir
ykkur. ...“
Hún rétti upp hnefann til að hrópa „Rot front“ eins og hún hafði
oft séð það gert, en hún var alveg búin að tapa sér svo úr þvi varð
ekki annað en feimnislega uppréttur handleggur, og hún sagði orð-
in eins og hún væri að lesa undirskrift. Áheyrendurnir voru allir
sama hugar og hún, höfðu meira að segja orðið hluttakendur ?
vandræðum hennar, og er hún gekk aftar á ræðupallinn streymdi
frá þeim örfandi lófatak, cins og sorg hennar hafði streymt til
þeirra. Svo leystist áhuginn upp í hóstakjöltur og vasaklútaflóð,
og meðan fundarstjóri þýddi orðin á tékknesku, kom afturkastið,
lausnin, kviðafull leit að kæti. Hvenær, hugsaði Kassner óþolin-
móðui-, lægði þessa ólgu og ringulreið nægiloga ti! þess að finna
augu Önnu. Snögglega þekkti hann, um tuttugu metra frá sér
andlit hennar, sem bar óljósan múlattablæ, augun með' skæru
augasteinunum fylltu alveg hilið milli hinna löngu bráa. Hann
fór að ryðja sér braut um þröngina milli baka og brjósta, — ein-
hver ung stúlka var að tala:
.... bannað honum að leika stríðsleiki, en síðast þcgar hann
kom heim með blátt auga, sagði hann: Nú erum við orðnir miklu
finni, við leikum okkur að byltingu....“ Hann hélt áfram að ryðj-
ast, smeykur um að hann yrði ekki viss um að þekkja Önnu i öll-
um þessum manngrúa.
„Við fáum áreiðanlega gang i söfnunina ef við fáum éinhverja
af stjórnendum verkalýðsfélaganna í byggingariðhaðinum í söfn-
unarnefndina."
„Það ætti að vera hægt".
Það var mjög heitt. Sjón hans var svo mottuð af andlitum, að
hann efaðist um að hann þekkti andlit konu sinnar. Hann var
aftur kominn að ræðupallinum. Ritarinn var að lesa fyrir leið-
beiningar um herferðina:
„Við verðum að láta sima sendiherranna og konsúlanna vera
síhringjandi og heimta að föngunum verði sleppt. Koma upp mið-